Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 7. maí 1976. Frumvarp um breytingar d Framkvæmdastofnuninni Framlög til Byggðasjóðs stóraukin og byggðadeild komið ó fót Frumvarp um breytingu á lög- um um Framkvæmdastofnun rikisins var lagt fram á Alþingi i Biskups- stóll endur- reistur d Hólum ólafur Jóhannesson kirkju- málaráðherra mælti i gær fyrir frumvarpi um biskupsembætti hinnar ísl. þjóðkirkju. Þar er gert ráð fyrir að biskupsdæmin skuli vera tvö, Skálholts- biskupsdæmi og Hólabiskups- dæmi. Samkvæmt frumvarpinu tek- ur Skálholtsbiskupsdæmi yfir Suðurland, Vesturland og Vest- firði, frá Skaftafellsprófasts- dæmi til Isafjarðarprófasts- dæmis, að báöum prófastsdæm- um meðtöldum. Hólabiskupsdæmi nær yfir Noröurland og Austurland, frá Húnavatnsprófastsdæmi til Austfjarðaprófastsdæmis, og eru bæði prófastsdæmin með- talin. Biskupinn i Skálholtsbiskups- dæmi situr i Reykjavik. Með til- skipun forseta Islands má þó mæla svo fyrir, að tillögu kirk jum ála ráðh erra , aö embættissetur hans verði ann- ars staðar i biskupsdæminu, enda mæli meiri hluti þjónandi þjóðkirkjupresta og safnaðar- fulltrúa biskupsdæmisins með þvi. Biskupinn i Hólabiskupsdæmi situr á Hólum i Hjaltadal. Með tilskipun forseta Islands má þó, að tillögu kirkjumálaráðherra, ákveða annaö biskupssetur inn- an biskupsdæmisins, enda mæli meiri hluti þjónandi þjóðkirkju- presta og safnaðarfulltrúa biskupsdæmisins með þvi. Biskupar fara hvor um sig meö sérmál biskupsdæmis sins. Þeir vigja presta og kirkjur og hafa tilsjón með kristnihaldi hvor i sinu umdæmi, hafa eftir- lit með framkvæmd kirkjumála þar og störfum þeirra manna, sem vinna i þjónustu kirkjunn- ar, og setja fram tillögur, um- sagnir og álitsgerðir viö kirkju- málaráðuneyti og önnur stjórn- völd um verkefni, er varða við- komandi biskupsdæmi. Þeir skulu visitera presta og söfnuði biskupsdæmis sins eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Þeir fjaila almennt um þau verkefni, er nú ber undir biskup Islands, og varða biskupsdæmi hvors um sig. Um verkefni, er varða þjóð- kirkjuna i heild sinni, skulu biskupar fjalla sameiginlega, nema annan veg sé mælt. Skulu kirkjumálaráöuneyti og önnur stjórnvöld leita tillagna og um- sagnar þeirra beggja um slik mál eftir þvi sem lög og venjur standa til að þvi er varðar biskup tslands. Skálholtsbiskup er fulltrúi is- lenzku þjóðkirkjunnar út á við gagnvart erlendum kirkjum, kirkjudeildum og kirknasam- böndum. Hann getur faliö Hóla- biskupi að koma fram erlendis vegna islenzku þjóðkirkjunnar eöa fara með einstök mál, er varða skipti hennar við erlend kirkjufélög. Leita skal álits Kirkjuráðs um öll meiri háttar mál, er varða tengsl islenzku þjóðkirk junnar við erlend kirkjufélög. gær. Aðalbreytingarnar, sem gert er ráð fyrir, eru stóraukin framlög til byggðasjóðs. Aukin áherzla verður lögð á byggðamál. Gert er ráð fyrir aö lánsfjáráætl- önnur umræða um frumvarp um veiðar i' fiskveiðilandhelgi Is- lands fór fram í neðri deild i gær. Frumvarpið er itarlegt og urðu um það allmiklar umræöur og breytingartillögur eru komnar fram frá sjávarútvegsnefnd. Frumvarpið gerir ráð fyrir auk- inni vernd viðkvæmra fiskstofna og stjórnun fiskveiða. Af umræö- um þingmanna má ráða að þeir eru sammála um alla veigameiri þætti frumvarpsins og telja að hraða beri afgreiðslu þess. Verulegar breytingar verða á togveiðiheimildum. Meöal þeirra er lagt til að togveiðiheimildir miðist við lengd skipa i stað þess að miða við stærð eftir brúttó- rúmlestum. Er þetta lagt til vegna þess, að samkvæmt núgild- andi mælingareglum er hægt að koma við ýmsum ráðum, sem engu skipta um afkastagetu un rikissjóðs verði stefnumark- andi um framkvæmdir. Framlag i Byggðasjóð úr rikis- sjóði er samkvæmt núgildandi lögum 100 millj. kr. á ári, og svo- skipsins,til þess að tvöskip, sem eru jafnlöng, djúp og breið, mæl- ist mjög misstór i brúttórúmlest- um talið. Eru slikar „niður- mælingar” talsvert algengar. Tiðkast að miða veiöiheimildir skipa frekar við lengd en brúttó- rúmlestir i öðrum löndum. Er mjög óeðlilegt, að einn aðili geti tryggt sér aukin veiðiréttindi með slikum niðurmælingum umfram annan, sem á nánast sams konar skip. Er hér lagt til að i stað þess aö miða við skip: 105 brúttórúmlestir komi 26 metrar að lengd 350 brúttórúmlestir komi 39 metrar að lengd og i stærsta flokki yrðu siðan skip lengri en 39 metrar (i gildandi lögum skip stærri en 350 brúttó- rúmlestir) og skuttogarar með aflvél 1000 bremsuhestöfl eða stærri. I gær var lagt fram á þingi kallað álgjald er um 97 millj. kr. En samkvæmt framlögðu frum- varpi mun framlag til Byggða- sjóðs verða 1060 millj. kr. á þessu ári, en tekjurnar eru samkvæmt ákvæði til bráðabirgða um þetta efni og er svohljóðandi: Skip, sem áður höfðu notið veiðiheimilda skv. stærðarmæl- ingu 105 brúttórúmlestir og minni og 350 brúttórúmlestir og minni, skulu áfram njóta sömu veiði- heimilda skv. lögum þessum og skip 26 m og minni og 39 m og minni. I greinargerð segir m.a. að verulegt nýmæli felist i 8. gr. frumvarpsins um skyndilokanir veiðisvæða. Nýlegar upplýsingar um ástand fiskistofnanna við Is- land, ásamt þeim atburðum, er gerst hafa á viðkvæmum fiski- miðum, er fiskiskip hafa stundað stórfellt smáfiskadráp, hafa valdið þvi, að mjög hefur verið um það rætt, að taka þyrfti upp skjótvirkt eftirlitá fiskimiðunum i þvi skyni að koma i veg fyrir slika atburði. frumvarpinu eignir Atvinnu- jöfnunarsjóðs, framlag úr rikis- sjóði, þannig að árlegt ráð- stöfunarfé sjóðsins verði eigi lægra en sem svarar 2% af út- gjöldum fjárlagaog vaxtatekiur. Framkvæmdastofnunin á að sinna byggðamálum i auknum mæli, og er m.a. gert ráð fyrir að setja á stofn sérstaka byggða- deild. A hún að gera áætlanir um þróun byggða og atvinnulffs i þeim tilgangi að tryggja atvinnu og búsetu i byggðum landsins. Deildin á að fjalla um áhrif opin- berra aðgerða á byggðaþróun og gerir tillögur til úrbóta ef þörf þykir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar verði stefnumarkandi um fram- kvæmdir og framkvæmdagetu þjóðarbúsins á hverjum tima. Lagagreinin um þetta efni er svo- hljóðandi: „Samkvæmt lögum er Fram- kvæmdasjóði Islands ætlað það hlutverk að veita lán til meiri háttar opinberra framkvæmda og fjárfestingarsjóða. Lánadeild er og ætlað að vinna að þvi að skipu- leggja fjármagnsöflun til fram- kvæmda. , Það meginverkefni lánadeildar að annast starfrækslu Fram- kvæmdasjóðs og Byggðasjóðs stendur óhaggaö, en sett eru skýrari ákvæði um meðferð ár- legrar áætlunar um lánveitingar og fjármögnun Framkvæmda- sjóðs með hliðsjón af heildarláns- fjáráætlun, sem tekin hefur verið upp á vegum rikisstjórnarinnar. Um langt árabil hefur starfsemi Framkvæmdasjóðs veriö hagað i samræmi við fyrirfram gerðar áætlanir. Var sú áætlun fyrr meir bundin i framkvæmda- og fjár- öflunaráætlun rikisstjórnarinnar. A siðasta ári ákvað rikisstjórn- in, að fjármálaráðuneytið skyldi hafa frumkvæði að samráði opin- berra stofnana á sviði fjármála, peninga- og lánamála og efna- hagsmála, til þess að undirbúa árlega lánsfjáráætlanir, þ.e. heildaryfirlit yfir þróun lána- markaðarins innanlands og heildarlántökur erlendis. Láns- fjáráætlun þessi var lögð fyrir rikisstjórn og Alþingi fyrir lok fjárlagaafgreiðslu fyrir árið 1976 og verður nú komið fastri skipan á þessi mál. Er með þessari grein kveðið á um, hvernig hin sérstaka áætlun um star'fsemi Fram- kvæmdasjóðs ár hvers sé sam- ræmd lánsfjáráætluninni. Lánsfjáráætlun er ætlað að vera stefnumarkandi um fram- kvæmdir og framkvæmdagetu þjóðarbúsins á hverjum tima. Rikisstjórnin ákveður á hvern hátt lánsfjáráætlun er undirbúin ogs.l. haust var komið á fót sam- vinnunefnd undir forystu fjár- málaráðuneytis, sem Fram- kvæmdastofnunin á aðild að ásamt Seðlabanka Islands, Þjóð- hagsstofnun og fleiri aðilum til að annast þetta verkefni.” Vikið er að yfirstjórn stofnunarinnar og er þar gert ráð fyrir einum eða fleiri forstjórum. Framkvæmdaráð verður lagt niður og stjórn Framkvæmda- stofnunarinnar gerir tillögur um ráðningu forstjóra og fram- kvæmdastjóra deilda. Sú grein frumvarpsins sem fjallar um þetta efni er þannig: „Samkvæmt tillögum stjórnar Framkvæmdastofnunar rikisins, skipar rikisstjórnin forstjóra sem annast daglega stjórn stofnunar- innar. A sama hátt skipar rikis- stjórnin framkvæmdastjóra áætlanadeildar, byggðadeildar og lánadeildar. Ráðningforstjóra og framkvæmdastjóra miðast við 12 mánaða gagnkvæman upp- sagnarfrest. Stjórn Framkvæmdastofnunar- innar tekur ákvörðun fyrir hönd stofnunarinnar um launakjör for- stjóra, framkvæmdastjóra deilda og annarra starfsmanna.” I athugasemdum við frumvarp- ið segir m.a.: Framhald á bls. 23 Húsnæoismdlastjórn lóti í té tæknilega aðstoð við byggingu leiguíbúða Á þriðjudag var til 1. umræðu i neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofnun rikisins. Félagsmálaráðherra Gunnar Thoroddsen fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Frumvarpið fjallaði upphaflega um það, að Húsnæðis- málastjórn er heimilað að veita lán til kaupa á eldri ibúðum, og til endurbóta á eigin húsnæði ör- yrkja og ellilifeyrisþega. Enn- fremur var i frumvarpinu breyt- ing á lögunum um 1000 leiguibúö- ir, þannig að sveitarfélögum væri heimilað að selja leiguibúöirnar. Ráðherra gat þess, að i efri deild hefði frumvarpið tekið þeim breytingum, að þar hefði veriö breytt annarri grein i lögunum um leiguibúðirnar, þannig að nú væri á næstu 5 árum skylt að veita lán út á 150 leiguibúöir á ári, alls 750, en i eldri lögum haföi aðeins verið um heimild að ræða. Páll Pétursson þakkaði félags- málaráðherra þátt hans i frum- varpinu og ennfremur fagnaði hann þeirri viðbót, sem félags- málanefnd efri deildar hafði fellt inn i frumvarpið, en hann flutti i fyrra tillögu um jafnrétti sveitar- félaga i dreifbýli og Reykjavikur i húsnæðismálum og fjallaði hún einmitt um það, að heimildará- kvæði yrði gert að skylduákvæði og þar með leiguibúðirnar gerðar að forgangsframkvæmdum, svo sem Breiðholts-framkvæmdirnar voru á sinum tima. Þá bar Páll fram breytingartil- lögu við lögin um leiguibúðirnar þannig að ákvarðað yrði með lög- um hvaða þætti hönnunar og stjórnunar framkvæmda tækni- deild Húsnæðismálastofnunar ætti að hafa með höndum. Tillaga Páls var svohljóðandi: „Skal Húsnæðismálastofnun ann- ast, eða láta annast gerð teikn- inga og láta i té tæknilega aðstoð á byggingartimanum i samráði við viðkomandi sveitarfélög.” Taldi Páll þetta fullnægjandi fyrirkomulag og þá reglugerð, sem Húsnæðismálastjórn starfaði eftir alltof kostnaðarsama i reynd, en þar eru mjög itarleg á- kvæði um það, að Húsnæðismála- stofnunin stjórni náið og hafi stöðugt eftirlit með hverju smá- atriði framkvæmda. Fyrr i vetur hafa enda komið fram á Alþingi upplýsingar um það, að likur bentu til þess, að hönnunar- og umsjónarkostnaður til Húsnæðismálastjórnar yrði um 500 þús. kr. á hverja ibúö. Félagsmálaráðherra tók aftur til máls og þakkaði Páli tillöguna og taldi hér hreyft þörfu máli og vænti þess, að félagsmálanefnd t.d., sem nú fær máliö til með- ferðar athugaði hana vandlega. FISKVERND OG STJORNUN FISKVEIÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.