Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN Föstudagur 7. maí 1976. ffil! il mn!!! MEMBI tQOq, Frá Hollywood til London Hvert fara Hollywood-stjörn- urnar nú til dags, þegar ljómi þeirra tekur aö fölna, og minnka fer um eftirspurn eftir þeim til leiks i kvikmyndum? Svariö er — þær fara til London , og leika þar á sviöi, bæöi i alvarlegum leikritum og léttum söngleikj- um ogóperettum. Forráöamenn leikhúsanna segja, að þessi frægu nöfn dragi alltaf fjölda áhorfenda aö, og þaö borgi sig aö reyna aö ná i einhvern fræg- an kvikmyndaleikara, því aö þá beri sýningin sig fjárhagslega. Á siöasta ári léku i leikhúsi i West End i London leikarar eins og Jean Simmons, Henry Fonda og Jimmy Stewart. Nú i ár hafa stjörnur eins og Shirley Mac- Laine, Rock Hudson og Juliet Prowse leikiö i Englandi, og CharltonHestonog margirfleiri bandariskir leikarar eru væntanlegir að brezkum leik- húsum á næstunni. Aftur á móti hafa frægir, brezkir leikarar eins og Richard Burton, Laurence Olivier o.fl. mikiö unniö annars staöar en heima hjá sér, og segja þeir aö þaö borgi sig að leika i útlöndum, bæöi hvaö snertir kaupiö og svo kemur ýmislegt til i sambandi við skattframtal. Þess vegna hafa brezkir leikhússtjórar mikiö snúiö ser til Hollywood- leikara, sem hafa ekki verið mikiö uppteknir, og fengiö þá til sin. Margar af þessum blikn- andi Hollywood-stjörnum hafa slegið i gegn i London, og fyllt leikhúsin kvöld eftir kvöld. Einkum vakti Shirley MacLaine mikla hrifningu þar. Hér sjáum viö mynd af Juliet Prowse og Rock Hudson i gamanleik, sem nefnisti Englandi ,,I Do, I Do”. Einhjólameistari Josef (kallaöur Sepp) Paul af Bamberg i Þýzkalandi er heirnsmeistari i einhjólaþraut. Hann hjólaði samfleytt i fjórar klukkustundir og tólf minútur og vegalengdin, sem hann hjól- aðivar sextiu kilómetrar. Hann lagði upp i mikla ferö fyrir nokkru, og hyggst enda hana i Montreal i Kanada i tæka tiö til þess að geta tekið þar þátt i Olympiuleikunum. Hann ætiar sé að hjóla alla leiöina heiman aöfrá sér til Montreal, nema að þvi undanskildu, að hann fer með flugvél frá Luxemborg til Miami á Flórida. Sepp er 37 ára gamall. Hann hjólaði árið 1972 frá Frankfurt til Munchen, en það er 370 km leið, og hann var i hálfan mánuð á leiðinni. — Faröu ekki langt, maturinn er aö veröa tiibúinn. r- _ . ' ' ,?r “ — Fjandi óheppinn I dag. Ég er aö reyna aö krækja I skó á hægri fót númer 42. DENNI DÆMALAUSI Og hvaö svo sem þú segir, þá segöu henni bara ekki aö vera rólcg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.