Tíminn - 07.05.1976, Qupperneq 23

Tíminn - 07.05.1976, Qupperneq 23
Föstudagur 7. mal 1976. TÍMINN 23 Framsóknarkonur í Reykjavík Félag framsóknarkvenna heldur fund fimmtudaginn 13. mai kl. 20:30 að Rauðarárstig 18. Umræðuefni: Kirkjumál. Ólafur Jóhannesson dóms- og kirkjumálaráðherra mætir á fundinum. Fjölmennið og takið með ykkur kaffibrúsann. Stjórnin. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals að Rauð- arárstig 18, laugardaginn 8. mai, kl. 10.00—12.00. Akranes og nærsveitir Framsóknarfélag Akraness heldur fund um stjórnmál I Fram- sóknarhúsinu á Akranesi sunnudaginn 16. mai kl. 16.00. Fram- sögumaður verður ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Ollum heimill aðgangur meöan húsrúm leyfir. Alþingi „1 stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar frá 29. ágúst 1974 segir svo: „Byggðasjóður verði efldur og verkefni hans endurskoðuö i þvi skyni að samræma aðgeröir i byggðamálum og sett verði heildarlöggjöf um þau efni. Framlag til sjóðsins nemi 2% af útgjöldum fjárlagafrumvarps. Endurskoðuð verði lög Fram- kvæmdastofnunar rikisins og i þvi sambandi mörkuð stefna um það hvernig haga skuli áætlana- gerð og framkvæmdum m.a. i eftirtöldum greinum: Endurnýjun fiskiskipaflotans. Endurbætur hraðfrystihús- anna. Uppbygging vinnslustöðva landbúnaðarins. Þróun iðnaðar. Skipan ferðamála. Opinberar framkvæmdir. Byggðaþróun i samráði við sveitarfélögin ogsamtök þeirra.” Kjarni endurskoðunar laganna um Framkvæmdastofnun rikisins er m.a. fólginn I eflingu Byggöa- sjóðs og ennfremur þvi að Fram- kvæmdastofnunin annist byggða- mál i auknum mæli, m.a. með stofnun sérstakrar byggðadeiid- ar. Þá kemur fram gleggri skil- greining á verkefnum lánadeild- ar, sérstaklega að þvi er varðar samvinnu við aðrar stofnanir um heildaráætlun um framkvæmdir og framkvæmdagetu þjóðarbús- ins. 1 gildandi lögum er gert ráð fyrir, að áætlanadeildin geri áætlanir fyrir ráðuneyti og opin- berar stofnanir um framkvæmdir rikisins og aðrar opinberar fram- kvæmdir,eftirþvisem um semst. 1 stað „eftir þvi sem um semst” er lagt til að komi ,,i samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir.” Það hefur tiðkast um of að ráðuneyti og opinberar stofiiánir hafa ráðist i framkvæmdir, án þess að fyrir liggi heildarathugun á fjárhagsgetu hins opinbera og framkvæmdagetu þjóðarbúsins á hverjum tima. Framkvæmda- stofnuninni er þvi m.a. ætlað það hlutverk að vinna að áætlunum fyrir ráðuneyti og opinberar stofnanir um framkvæmdir rikis- ins og aðrar opinberar fram- kvæmdir i samráði viö hlutaðeig- andi ráðuneyti og stofnanir. Hér er lagt til aö stofna sér- staka byggðadeild I Fram- kvæmdastofnuninni. Þessi deild taki að sér hluta þeirra verkefna, sem hafa veriö falin áætlanadeildinni. Ráögert er aö byggðadeildin haldi áfram gerð landshlutaáætlana i sam- hengi og samræmi við heildar- áætlanir áætlanadeildar. Þá er gert ráð fyrir, að deildin fjalli sérstaklega um áhrif opin- berra aðgerða á þróun byggða, fylgist vel með samanburði á lifs- kjörum fólks um land allt og geri tillögur til úrbóta, ef þörf er á. Byggðadeild skal i störfum sin- um hafa nána samvinnu við hinar deildirnar, m.a. varöandi útlán Byggðasjóðs. Það er svo hlutverk forstjóra að samræma starfsemi deildanna." Félag íslenzkra stórkaupmanna: Efnahagsaðgerðirnar eru eng in kjarabót fyrir verzlunina Stjórn Félags Is 1. stórkaup- manna hefur rætt um hækkun vörugjalds I lögum um fjáröflun til landhelgisgæzlu o.fl., og gerði hún svofellda ályktun á fundi sin- um: Stjórn félagsins viöurkennir nauðsyn fjáröflunar til eflingar landhelgisgæzlu sökum yfir- standandi landhelgisdeilu og tel- ur nauösynlegt að efla fiskivemd, fiskileit og markaðssókn á er- lendum mörkuðum. Stjórnin hefði hins vegar talið eölilegra að fjár- öflun þessara mikilvægu verk- efna hefði veriöhagaömeð öðrum hætti s.s. með beinni almennri skattlagningu, niðurskurði I rikis- útgjöldum og frestun ótimabærra opinberra framkvæmda. Vegna ummæla sumra þing- manna um hagnað verzlunarinn- ar af álögum sem þessum bendir stjórnin á það að, enda þótt krónutala álagningarinnar hækki, eykst fjármagnskostnaður verzlunarinnar i sama hlutfalli, auk þess verður nokkur veltu- samdráttur sökum hækkunar vöruverðs sem af hækkun vöru- gjalds leiðir, sem aftur veldur minni sölutekjum. Aö þessu sam- anlögðu verður niöurstaöan sú, að verzlun þlýtur enga kjarabót af völdum ‘þessara aðgerða, enda ekki til þess stofnað. Loks vekurstjórnin athygli á þvi, að smásöluverð hækkar um 7% vegna hækkunar vörugjalds nú, og þegar gjaldið veröur af- numið um áramót eins og lögin gera ráð fyrir, mun verzlunin vera með I birgðum vörur sem hún hefur þegar greitt vörugjald af, og mun þurfa að bera sjálf, að einhverju leyti, sökum þess að þá munu nýjar vörur koma á mark- aöinn án vörugjalds og þvi á lægra verði. Stjórn félagsins vill enn itreka fyrri ályktanir þess efnis, að stjórnvöld á hverjum tima beiti almennum samræmdum efna- hagsaðgeröum i staö sifelldra bráðabirgðaaðgerða, sem raska stárfsemr'atvinnuveganna og koma misjafnlega niöur á at- vinnugreinunum. Þá vekur stjórnin athygli á þvi, að opinberar álögur s.s. vöru- gjald og söluskattur eru sihækk- andi liður i vör.uverði. — Ef ein- hver kyrrstaða hefur skapazt i © Starfslaun neytið án tilnefningar, og var hann nú Árni Gunnarsson, deildarstjóri i menntamálaráðu- neytinu. A blaðamannafundi, sem út- hlutunarnefndin hélt i tilefni þess, að hún hefur nú lokið störfum, kom i ljós, aö fjárveiting til starfslauna listamanna hefur haldizt óbreytt undanfarin tvö ár, en hins vegar hafa laun mennta- skólakennara hækkað verulega á þvi timabili, og verða þvi færri mánaðarlaun til ráðstöfunar en verið hefur. Þvi reyndist ekki unnt að úthluta nema 40 mánaðarlaunum i ár, en þau hafa verið 50 tvö árin þar á undan. Nefndarmennirnir, ólafur B. Thors, Thor Vilhjálmsson og Árni Gunnarsson, sögðu, að alls hefðu borizt 67 umsóknir til úthlutunar- nefndarinnar. Páll Gústafsson kjörinn form. verktakasamtakanna 12 ára röskur strákur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili. Upplýsingar í síma 3- 37-57 og 7-19-37. Aðalfundur Samtaka islenzkra verktaka var haldinn á Hótel Esju 3. aprii 1976. Fráfarandi for- maður samtakanna, Páll Hannesson, verkfræðingur, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Aöalefni fundarins var nýaf- staðnir kjarasamningar ásamt á- framhaldandi aðild að Vinnuveit- endasambandi Islands. Páll Gústafsson, Aðalbrauth.f., var kosinn formaður samtakanna enaðriri stjórneru: Armannörn Armannsson, Armannsfell h.f., Páll Jóhannsson, Ýtutækni h.f., , Páll Sigurjónsson, Istak h.f. og Siguröur Sigurösson, Loftorka hi. Samtökin voru stofnuö 1968 og er aðalmarkmið þeirra: að efla samstöðu verktaka varöandi út- boð og samninga og samkeppni við erlenda verktaka, að leita samstarfs við erlenda verktaka um framkvæmdir á tslandi, sem teljast óvenjulegar miðaö við is- lenzkar aðstæður, og jafnframt að auðvelda islenzkum verktök- um þátttöku i mannvirkjagerö er- lendis, að stuðlaaðiaukinni tækni- þróun við mannvirkjagerð, að vinna að stöðlum og móta reglur fyrir útboð og samningagerð. verölagi hefur rikisvaldiö notað svigrúmið og hækkað álögur, en atvinnuvegirnir orðið á sama tima að sæta svonefndum al- mennum verðstöðvunum eða hertum verðstöðvunum, þrátt fyrir sivaxandi tilkostnað. Þessari þróun verður að linna og skorar stjórn Félags isl. stór- kaupmanna þvi á rikisstjórnina að taka almenna tekjuöflun og út- gjaldaáform rikissjóös til gagn- gerar endurskoöunar um leið og ný vinnubrögð I verölagsmálum verði innleidd, svipað og gerist I nágrannalöndum okkar. (Fréttatilkynning frá Félagi Is- lenzkra stórkaupmanna). BHM: Mótmælir framleng- ingu skyldusparnaðar Timanum hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá Banda- lagi háskólamanna: „Bandalag háskólamanna gagnrýnir harðlega þá stefnu rikisstjórnarinnar að auka stöð- ugt álögur á almenning, I þeim tilgangi að bæta fjárhagsstööu rikisins og auka verklegar fram- kvæmdir. Bandalagið leggur á- herzlu á nauðsyn þess, að arð- semisathuganir liggi fyrir áður en ráöizt er i framkvæmdir og verkefnum séraðað i forgangsröö á þeim grundvelli. BHM fellst á nauðsyn þess að efla landheglisgæzlu og auka fiskileit og hafrannsóknir. Auk þessbendir bandalagið á nauðsyn vöruþróunar og markaösrann- sókna i þessu sambandi. Hins . vegar telur bandalagið að grein- argerö fyrir auknum álögum i þessu markmiöi, sé ófullnægj- andi. BHM fagnar þvi, að horfið var frá aö láta hluta af hækkun vöru- gjalds ekki hafa áhrif til hækkun- ar launa. Hins vegar vill BHM benda á að áhrifa þessarar hækk- unar verður aðeins farið að gæta að hluta, þegar framfærsluvisi- tala 1. júni 1976 verður reiknuð út, þannig að launþegar veröa að bera þærhækkanir sem veröa eft- ir 1. júnióbættar til 1. októbern.k. Jafnframt bendir BHM á að hækkun vörugjaldsins eykur enn á verðbólguhraöann. BHM mótmæhr framlengingu ákvæða um skyldusparnað, þar sem hér er fyrst og fremst um að ræða launþegaskatt, sem nær i mörgum tilfellum ekki til þeirra, sem raunverulega hafa hæstar tekjur i þjóðfélaginu. Þá telur BHM að hækkun bensinverðs nái ekki tilgangi sin- um, þar sem verölag á bensini sé þegar oröið það hátt að búast megi við að hækkun dragi úr notkun og tekjuaukning geti þvi orðiö litil eða engin.” F I A T r Tökum ALLAR GERÐIR NOTAÐRA BIFREIÐA i í umboðssölu k / Sýningar- SALUR FIAT 126 árgerö 74 FIAT 126 árgerö 75 FIAT 125 árgerö 68 FIAT 125 árgerð 71 FIAT 125 árgerð 72 FIAT 125 árgerð 72 FIAT 125 árgerð 73 FIAT 125 árgerö 75 FIAT 127 árgerð 72 FIAT 127 árgerö 73 FIAT 127 árgerð 74 FIAT 128 árgerð 70 FIAT 128 árgerð 72 FIAT 128 árgerö 73 FIAT 128 árgerö 74 FIAT 128 árgerö 74 FIAT 128 árgerö 75 FIAT 128 árgerð 73 FIAT 128 árgerð 74 FIAT 128 árgerð 75 — kr. 500.000 — kr. 560.000 Berlina — kr. 200.000 Special — kr. 450.000 Special — kr. 550.000 P — kr. 450.000 P — 520.000 P — kr. 800.000 Berlina — kr. 410.000 Berlina — kr. 470.000 3ja dyra — kr. 550.000 Berlina — kr. 280.000 Berlina — kr. 460.000 Berlina — kr. 570.000 Berlina — kr. 680.000 Sfation — kr. 750.000 Berlina — kr. 850.000 Rally — kr. 650.000 Rally — kr. 780.000 Rally — kr. 950.000 FIAT 128 RaUy árgerð 76 — kr. 1.150.000 FIAT 132 Special árgerð 73 — kr. 950.000 FIAT 132 Special árgerð 74 — kr. 1.100.000 FIAT 132 GLS árgerð 74 — 1.250.000 FIAT 132 GLS árgerð 75 — kr. 1.400.000 Ford Maverick árgerð 74 — kr. 1.600.000 Dodge Dart árgerð 74 — kr. 1.800.000 Toyota Carina árgerö 74 — kr. 1.250.000 Mazda 929 árgerö 74 — 1.400.000 Datsun 180 B árgerö 74 — 1.400.000 Hillman Hunter árgerö 74 — 850.000 Lada Station árgerð 74 — kr. 750.000 Austin Mini árgerö 74 — kr. 550.000 Renault TS árgerð 73 — 1.400.000 Citroen GS 1220 Club árgerö 74 — kr. 1.350.000 FIAT 132 GLS sjálfskiptur árgerð 74 — kr. 1.350.000 Vauxhall Viktor I árgerö 66 — kr. 200.000 Plymouth Valiant sjálf- skiptur árgerð 76 — kr. 480.000 skoðaöur 1976 FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúla 35 Símar 38845 — 38888 I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.