Tíminn - 07.05.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 07.05.1976, Qupperneq 8
8' TÍMINN Föstudagur 7. maí 1976. Litið inn á sýningar hjá tveim konum Björg Þorsteinsdóttir sýnir grafik Um mánaðamótin hélt Björg borsteinsdóttir sýningu á grafikmyndum sinum i salar- kynnum Byggingaþjónustunnar að Grensásvegi 11, sýningasali sem „varö til” I deilu myndlist- armanna og borgaryfirvalda um Kjarvalsstaði. Viröist nú sýnt að þessi þægilegi myndlist- arsalur muni ekki loka fyrir fullt og fast, þótt myndlistar- menn hafi aftur tekið hús á borginni. Sýning Bjargar borsteins- dóttur er enn eitt gleðidæmið um það, aö graf ikin er að ná sér á strik á Islandi, og er orðin að viðurkenndri listgrein i landi oliumálverks upp á vegg, en fyrir örfáum árum taldist þaö til undarlegra hluta, ef myndlist- armaður sinnti öðru en oliumál- verki. 1 vetur hafa verið hér margar grafik-sýningar og Norræna húsið, sú mikla orkustöö, er byrjuð að lána út graflkmyndir, rétt eins og bækur, kassettur og hljómplötur. Björg borsteinsdóttir hlaut myndlistarmenntun sina við Myndlistarskólann I Reykjavik og I Myndlista- og handiöaskól- anum, þar sem hún lauk teikni- kennaraprófi. Siöan hélt hún ut- an til býzkalands, þar sem hún var þrjú misseri við akademi- una i Stuttgart, en auk þess var hún við nám i Paris, þar sem hún fékkst við málmgrafik og steinþrykk. Hún hélt sina fyrstu einkasýningu á grafisk- um myndum árið 1971 i Unuhúsi I Reykjavik. bá sýndi hún árið 1974 i Norræna húsinu, en auk þess hefur hún tekið þátt i mikl- um fjölda samsýninga. Eins og fram kemur hér aö framan hefur Björg borsteins- dóttir hlotið allgóöa skólun I list sinni, og bera myndirnar nokk- urn keim af þvi. betta eru vel gerðar, vandaðar myndir frá sjónarmiði tækninnar, en þær eru lika innan þess takmarkaða kraftsviðs, sem listskólar ljá al- mennri myndlist. Vel gerðar myndir, en innihaldslausar væri þó of stórt orö. Myndmáliö er hins vegar torskilið, og laust við hina brennandi þrá eða angist sem kemur, eöa á að koma frá manni sjálfum. Söngvarar syngja viss lög, þegar þeir halda sína fyrstu konserta, þá ersungiðfyriraðra söngvara og skólastjóra, en svo kemur að söngvaranum sjálfum og al- menningi. Gott dæmi um þessa tegund listvinnu eru tvær útfærslur af Margt er smátt i vettling manns, nr. 24 og 25. Fingerðar óaðfinnanlegar myndir, en án sérstakra krafta. Mynd eins og hjartsláttur segja á hinn bóginn allt aðra söguogGáta III er lika furðuleg mynd. Nr. 23 SOS er lika skemmtileg mynd og persónu- leg og sömuleiöis Hringrás nr. 27. Hver sá, sem hefur smávegis inngrip I grafik, veit að myndir Bjargar borsteinsdóttur eru af- sprengi kunnáttu og þekkingar á grafiskri vinnu. bær eru laus- ar við þann vandræðagang, sem svo oft þjáir byrjendur, og það verður fróðlegt að sjá hvað framtiðin ber i skauti sér hjá þessari efnilegu listakonu. Björg ísaksdóttir í Bogasal Björg ísaksdóttir opnaði myndlistarsýningu I Bogasal bjóðminjasafnsins 1. mai siðast liðinn, en þetta mun vera önnur einkasýningfrúarinnar.Sú fyrri var haldin á Mokka i Reykjavik árið 1974. Björg Isaksdóttir er fædd árið 1928 að Bjargi á Seltjarnarnesi, dóttir hjónanna tsaks K. Vil- hjálmssonar og Helgu Runólfs- dóttur. Björg ísaksdóttir hóf mynd- listarnám fremur seint, en mun snemma hafa fengizt við aö teikna og mála. Arið 1966 hóf hún myndlistamám i Myndlist- arskólanum i Reykjavik, og seinustu fimm árin hefur hún verið þar i höggmy.ndadeild. bá er þessaö geta.að hún er einn af stofnendum Myndlistarklúbbs Seltjarnarness, en klúbburinn hefur unnið ágætt starf þar á nesinu, gengizt fyrir kennslu og hefur haldið nokkrar sýningar fyrir almenning. Björg Isaksdóttir sýnir að þessusinni 26oliumálverk, tvær vatnslitamyndir og tvær myndir unnar úr plast-emaler- ingu, og auk þess sex skúptúra, og vikjum þá ögn að þessum myndum. Ef oliumálverkin eru skoöuö, Björg borsteinsdóttir þá eru þau ekki máluð I mjög persónulegum stil, eru ekki öll sömu eða svipaðrar ættar, sem gefur tilefni til þess að álíta að enn standi yfir leit að sannfær andiog álitlegri leið. Myndirnar eru mjög misjafnar aö gæöum og beztar þóttu mér nr. 14 sem ber nafnið Grænt litaspil og nr. 16, sem heitir sólarlag, og rétt er einnig að nefna mynd sem nefnist Alfaklettar nr. 4. Fleiri myndir mætti einnig nefna hér, en þessar virðast standa feti framar. Höggmyndir frú Bjargar virðast miklu álitlegri og til- þrifameiri en málverkin, enda hefur hún helgað sig skúlptúr seinustu árin, að þvi er fram kemur i upplýsingum I sýning- arskrá. Tréskurðarmynd er skemmtilegt, frumlegt verk og sex módel-stúdiur segja okkur að hún hefur náð ágætri leikni i myndmótun, sem gefur siðar tækifæri til stærri átaka. Sýn- ingu Bjargar lýkur 9. mai en hún er opin daglega frá kl. 14—22. Jónas Guðmundsson. Björg isaksdóttir Sofffa Matthiasdóttir, Sléttahraun 27, Asdis Jónsdóttir, Smyrlahrauni 26, bórunn Jónsdóttir, Aifaskeiði 29, Elln Erlingsdóttir, Alfaskeiði 90, Bryndis Páimarsdóttir, Brekkugötu 7 hafa haldið hlutaveltu til styrktar félagi lamaðra og fatlaörá og safnað kr. 5.860,00. P* $ 7* í. ;r 'iy* $íi Meinatæknar §. Meinatækna vantar til sumarafleysinga I Rannsóknar- deild Borgarspltalans. Frekari upplýsingar veitir yfirmeinatækrtir. Reykjavik, 4. mai 1976. Borgarspitalinn & m $ 'K- Kynning á verk- námsskólanum í iðnskólanum Skólanefnd Iðnskólans i Reykjavik ákvaö á fundi þann 12. april s.l. að efna til kynningar á starfsemi verknámsskólans. Skólinn verður opinn almenningi laugardaginn 8. main.k.kl. 14:00- 18:00. Kennarar og nemendur munu svara fyrirspurnum og ieiðbeina fólkium skólann. Ýmsir munir unnir af nemendum, verða til sýnis. barna gefst öllum, sem áhuga hafa,tækifæri til að kynna sér þær breytingar, sem orðið hafa og eru framundan i verkmenntamálum við skólann. Við Iðnskólann i Reykjavik eru reknar tvær grunndeildir verk- námsskóla, málmiðnadeild fyrir u.þ.b. 200 nemendur og tréiðna- deild fyrir u.þ.b. 50 nemendur. 1 báðum þessum deildum er sam- eiginlegt undirbúningsnám fyrir margar iðngreinar i málm- og tréiðnaði. Aðstaöa til framhaldsnáms, að málmiðnadeild lokinni, er komin fyrir rafvirkja, rafvélavirkja, út- varpsvirkja og bifvélavirkja. Með núverandi búnaði er hægt að taka inn 24 nemendur i rafvirkjun og rafvélavirkjun, 24 i útvarps- virkjun og 24 i bifvélavirkjun. Sameiginlegt grunnnám fyrir hárskurð og hárgreiðslu hófst s.l. haust fyrir u.þ.b. 20 nemendur. Verklegu námi er fléttað inn i nám samningsbundinna nema i skólanum i prentun, prentsetn- ingu, bókbandi, málun og bakstri. Höfuðþátturinn i starfsemi skólans er ennþá bóklegt nám fyrir samningsbundna iðnnema: auk þess má nefna nám i tækni- teiknun, meistaranám fyrir húsa- smiði og múrara og ýmiss konar námskeiðahald. Reglulegir nemendur við skól- ann á þessu skólaári eru 1437, þar af eru 414 i verknámsskólanum. Kennarar við skólann eru 103, þar af 54 fastráðnir. baö er von forráðamanna skól- ans, að þessi kynning geti orðið gagnleg fyrir alla aðila, sem á einhvern hátt eru tengdir iönaði eða verkmenntun, og einnig fyrir væntanlega nemendur og að- | standendur þeirra. Kennara vantar við Barna- og Gagnfræðaskóla Eskifjarð- ar. Æskilegar kennslugreinar, stæröfræöi, eðlisfræði, Is- lenzka og Iþróttir. Ennfremur vantar barnakennara. Umsóknarfrestur ertil 24. mai. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Trausti Björnsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.