Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Föstudagur 7. mal 1976.
Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI
Eftir Rona Randall 46
-
— Ég gleymi því ekki, Brent. Hún brosti til hans og
snart hönd hans í þakklætisskyni. Það var brosið og
snertingin, sem AAark sá, þegar hann nálgaðist. Hann
varð skyndilega reiður, það þyrmdi yfir hann einhverri
tilfinningu, sem hann kannaðist ekki við og vissi þess
vegna ekki, að var afbrýðisemi. Þess vegna heilsaði
hann Brent svo stuttlega.
En Brent brosti ving jarnlega. —Spyrjið heldur,
hverjum ánægjan sé að þakka. AAyru, hverjum öðrum?
Síðan gekk hann út brosandi.
AAyra fór líka og hún var ánægð á svipinn, hugsaði
AAark. Hún hafði engan rétt til þess og hún ætti að
skammast sín. Ekki nóg með að hún hitti Brent án
vitundar Venetiu og borðaði kvöldverð með honum,
heldur leyfði hún honum að heimsækja sig á sjúkrahúsið.
Voru engin takmörk fyrir falsi hennar? Kunni hún ekki
að skammast sín og hafði hún enga samvizku?
—Andartak, læknir! kallaði hann hvasst á eftir henni.
Hún sneri sé sér við. Hún var vel snyrt og aðlaðandi í
útliti. Hafði hann raunverulega ekki tekið eftir því,
f yrst, þegar hún kom? Ekki beint falleg, en óneitanlega
kona, sem hægt væri að hugsa sér að kvænast. Sú til-
hugsun gerði hann svo ringlaðan, að það leið heil mínúta,
áður en hann kom upp orði.
—Vilduð þér mér eitthvað, læknir?
Hann hlustaði á rödd hennar. Djúpa, hlýja og fallega.
—Ég ætlaði bara að vekja athygli á þvi, að hvorki
hjúkrunarkonur né læknar hafa leyfi til að taka á móti
persónulegum heimsóknum í vinnutíma. Ég verð þess
vegna að biðja yður að eiga framvegis stefnumót yðar
annars staðar en hér á sjúkrahúsinu, ungf rú Henderson.
Fyrstu viðbrögð hennar vour undrun, en fljótlega tók
reiðin yfirhöndina. Hvernig vogaði hann sér að gefa í
skyn, að hún hefði átt stefnumót við Brent? Hvernig
dirfðist hann að halda slíkt um hana?
Hún var að því komin að mótmæla, en hætti við það.
Hún vildi ekki svara slíkum ásökunum - það var fyrir
neðan virðingu hennar. Ef hann vildi halda slíkt um
hana, gat hún ekki annað gert en tekið því. Þess vegna
kerrti hún hnakkann og svaraði kuldalega: —Var þetta
allt?
—Þetta var allt.
Hún sneristá hæli og fór. Ég -hata hann, hugsaði hún.
Ég hata hann, hata hann, hata hann! Hvernig gat hún
nokkurn tíma hafa haldið, að hann væri mannlegur?
Látum hann halda, hvað sem honum sýnist um mig,
hugsaði hún reió. Hann má halda það, mér er alveg
sama.
En henni varekki sama. Já, hún hugsaði svo mikið um
þetta, að háls hennar herptist saman og tárin sviðu bak
við augnlokin.
19 kafli.
AAartha Blake, hin trygga þerna Venetiu, hafði séð
hana stíga úr röðum óbreyttra dansmeyja upp á stjörnu-
himininn og sú þróun hafði ekki komið henni á óvart.
AAartha hafði verið starfandi hjá ballettdansmeyjum í
meira en 20 ár og skjátlaðist ekki, þegar hún sá hæfi-
leikamanneskju á því sviði. Að hennar dómi, hafði
Venetia ekki aðeins hæfileika, hún var snillingur.
Snillingum varð að fyrirgefa margt, áleit AAartha. Skap-
ofsann, duttlungana, einkennileg uppátæki, fólk mátti
kalla það hvað sem því sýndist, en það var það, sem
gerði Venetiu að snillingi, sem gerði henni kleift að
dansa af öllu hjarta, með allri sálinni.
AAartha skildi Venetiu betur en nokkur annar. Hún
elskaði hana og fyrirgaf henni, dáði hana og varði hana.
Annað hvort sveif Venetia í skýjunum eða var niðri í
svartasta hyldýpi og allt síðan kvöldið, sem Brent hafði
yfirgefið hana í búningsherberginu, hafði AAartha búið
við það sem hinir dansararnir kölluðu „eitt af köstunum
hennar".
í búningsherberginu skiptust á grátköst og reiðiköst. —
Ég hata hann! æpti hún að AAörthu dag einn, en AAartha
brosti aðeins. — Það sem þú þarft, er tebolli, sagði hún
róleg og tók ekkert tillit til þess, þótt Venetia heimtaði
eitthvað sterkara og f leygði skónum sínum á eftir henni.
Hún drakk teið — eins og AAartha vissi, að hún mundi
gera. Svo leit hún ásakandi á hana. — Þú veizt um hvern
ég er að tala, AAartha? Þú veizt allt! Þú stendur á hleri og
gægist inn um skáargöt! Þú ert gjörsamlega samvizku-
laus!
— Rétt hjá þér, vinan, sagði AAartha og tók upp skóna
og gekk frá þeim.
— Ég veit ekki hvers vegna ég læt mér lynda, hvernig
þú ert við mig! Ef ég væri skynsamari, fengi ég mér
aðra þernu!
Föstudagur
7. mai
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugreinar dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðrún Birna Hannes-
dóttir heldur áfram lestri
sögunnar af „Stóru gæsinni
og litlu, hvitu öndinni” eftir
Meindert DeJong (5).
Lands- og gagnfræðapróf i
ensku kl. 9.05 Tilkynningar
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriða. Spjall-
að við bændur kl. 10.05. Úr
handraðanum kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Gefins
barn”, smásaga eftir Snæ-
björn Einarsson Höfundur
les.
15.00 Miðdegistónleikar
Gustav Scheck, Hans-Mar-
tin Linde, Johannes Koch og
Eduard Muller leika Sónötu
fyrir blokkflautu, þver-
flautu, viólu da gamba og
sembal eftir Johann Joa-
chim Quantz. Kammer-
hljómsveitin i Prag leikur
Sinfóniu i dis-moll eftir
Josef Kohout. Miroslav
Stefek ög Sinfóniuhljóm-
sveitin i Prag leika Horn-
konsert nr. 5 i F-dúr eftir
Jan Vaclav Stich-Punto,
Bohumir Liska stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Tónlist eftir Beethoven
Niklos Perényi og Dezö
Ránki leika á selló og píanó
Tilbrigði um stef eftir
Haydn og Sónötu i A-dúr.
20.45 Um gerð barnaleikvalla
Aðalsteinn Hallsson iþrótta-
kennari flytur erindi.
21.10 Francois Glorieux leikur
á pianó dansa úr ýmsum
tónverkum.
21.30 Útvarpssagan: „Siðasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis Sigurður A.
Magnússon les þýöingu
Kristins Björnssonar (25).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Leiklistar-
þáttur Umsjón: Sigurðu^
Pálsson.
22.50 Afangar Tónlistarþáttur
i umsjá Ásmundar Jónsson-
ar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
I Föstudagur
7. mai
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós Umsjónarmað-
ur ómar Ragnarsson.
21.40 Sunnudagur i Avray (Les
dimanches de la ville
d’Avray) Frönsk biómynd
frá árinu 1963. Aðalhlutverk
Hardy Kruger, Nicole
I Courcel, Patricia Gozzi. Pi-
erre varð óviljandi valdur
að dauða barns i striðinu, og
endurminningin um þetta
óhappaverk ásækir hann
stöðugt siðan. Dag einn
kynnist hann litilli stúlku,
Cybéle, sem er i klaustur-
skóla, og telur nunnunum
trú um, að hann sé faðir
hennar. Hann heimsækir
hana á hverjum sunnudegi
og fer með hana i göngu-
ferðir. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir.
23.25 Dagskrárlok