Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 7. mal 1976. TÍMINN 19 Norsku ieikmennirnir hræðast íslendinga John- son iðinn við kol- ann Skotar sigruðu Wales Skotar unnu góöan sigur (3:1) yfir Wales-búum i bresku meistarakeppninni I gær- kvöldi á Hampden Park i Glasgow. Willie Pettigrew, sem hefur skoraö 30 mörk fyr- ir Motherwell I vetur, skoraöi fyrsta mark Skota, en siöan bættu þeir Bruce Rioch (Derby) og Eddie Gray (Leeds) viö tveimur mörkum, en Arfon Griffiths skoraöi mark Wales — úr vítaspyrnu. Skotland: Rough (Partick), McGrain (Celtic), Tom Forsyth (Rangers,) Jackson (Rangers), Donachie (Man. City), Rioch (Derby), Masson (QPR), Gemmill (Derby), Pettigrew (Motherwell), Jordan (Leeds) og Eddie Gray (Leeds). Don Masson (Q.P.R.) lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland 25.466 áhorfendur sáu leikinn. —sos Norsku dagblööin eru byrjuö aö skrifa um landsleik Norömanna gegn tslendingum, sem fer fram á Uilevaal-leikvellinum I Osló 19. mai. „Arbeiderbladet” segir, aö nú sé kominn timi til aö landsliöiö fari aö sýna árangur — þaö séu kröfur knattspyrnuunnenda. Blaöiö segir, aö þeir Kjell Schou og Nils Arne Eggen, landsliösþjálfarar, hafa fengiö erfitt verkefni, þar sem þeir eigi aö móta landslið, sem veröi aö ná betri árangri, en Norömenn hafa náö undanfarin ár. Fyrstu fórnarlömb Norö- manna veröa aö vera íslending- ar, annaö kemur ekki til greina, segir blaðiö. Gamla landsliös- kempan Thorbjörn Svenssen, sem Islendingar þekkja vel, frá fyrri árum, segir sitt álit á landsliöinu i blaöinu, og þar kemur hann inn á landsleikinn gegn islendingum og segir m.a. þetta: — Ég las um það i blöðum, aö norsku leikmennirnir og þjálf- ari þeirra, hafi verið hræddir fyrir leikinn gegn íslendingum i Bergen sl. sumar. Islendingarn- ir léku gróft og voru harðir, — þvi hafa þeir fengið að finna fyr- ir i Reykjavik. — Það er einmitt sú reynsla, sem ég hef fengið i leikjum gegn íslendingum, sagði Thorbjörn Svenssen. — Hér áður fyrr, þá var alltaf gleðilegt að leika gegn hinum baráttuglöðu tslending- um, sem gáfust ekki upp fyrr en i fulla hnefana. Við hlökkuðum þá alltaf til að leika gegn Is- lendingum — nú er annað upp á teningnum, þvi að nú hræðast Norðmenn íslendinga, en það megum við ekki gera. — Norska landsliðið verður að ganga ákveðið til leiks á Ulle- vaal, þegar strákarnir mæta Is- lendingum þar 19. mai. Þeir verða að sýna íslendingum, hvar Davið keypti ölið — og láta þá fá fyrir ferðina. Ég tel að það sé ekki ómögulegt fyrir norskt landslið. — Við vitum að íslendingar eiga nú góðum leikmönnum á að skipa, og þeir koma hingað með atvinnumennina sina, sem leika i Belgíu og Skotlandi. Ég hef frétt frá Belgiu, að ts- lendingarnir Sigurvinsson (As- geir) og Leifsson (Guðgeir) séu mjög hættulegir og góðir mið- vallarspilarar. Það verður þvi að reyna að varna þvi, að þeir nái yfirhöndinni á miðjunni — ég tel að við eigum nógu friska leikmenn, til að glima við þá, sagði Svenssen. — Ég heföi byggt landsliöiö upp meö nýjum leikmönnum, ef ég væri tandsliös- einvaldur, segir Thor- björn Svenssen. rramarar misstu af lestinni FRAMARAR misstu af lest- inni i Reykjavikurmótinu, er þeir sigruöu Armenninga aöeins 1:0 I „drúllupollaleik” á Melavellinum i gærkvöldi. Framarar þurftu að skora þrjú mörk og tryggja sér aukastig, til aö vera með I baráttunni um Reykjavikur- meistaratitilinn — en þeim tókst þaö ekki. Þaö var ungur markvörður, Egill Steindórs- son, hjá Armanni, sem kom i veg fyrir stórsigur Fram — hann sýndi oft ævintýralega markvörzlu. Agúst Guö- mundsson skoraði mark Framara, sem áttu meira i siöari hálfleiknum — en aftur á móti sóttu Armenningar, sem léku án Jóns Hermanns- sonar, Birgis Einarssonar og Ögmundar Kristinssonar, markvarðar, meira i fyrri hálfleik — undan sterkum vindi. Aðeins 15 áhorfendur sáu leikinn, sem var mjög fá- tæklegur. — keppnin í Leiru GOLFKLUBBUR Suðurnesja efnir til hinnar árlegu „DUNLOP- open”-golfkeppni um helgina á golfvelli félagsins i Leiru. Keppn- in er 36 hola keppni — meö og án forgjafar og verða leiknar 18 hol- ur á morgun og 18 holur á sunnu- daginn. Keppnin hefst kl. 9 i fyrramálið og veröur hún opin til kl. 3. Þá er einnig hægt aö til- kynna þátttöku i sima 92-2908. Eins og áöur gefur Austurbakki h.f. vegleg verölaun, sem keppt verður um. JÓHANNES Eövaldsson hefur þegið boð frá VOLVO I Sviþjóö, og umboði Volvo (Veltir h.f.) hér á landi aö fara til Gautaborgar og vera þar viðstadd- ur fyrir tslands hönd.þegar Volvo-bik- arinn veröur afhentur þar á sunnudag- inn. Sænski skiðakappinn Ingimar Sten- mark hlýtur Volvo-bikarinn að þessu sinni, og þá um leið ferðastyrk frá Volvo fyrirtækinu. selur danska leikmenn til V-Þýzkalands DANINN Jack Johnson, fyrrum þjálfari 1. deildar- liðs Akureyrar — og maðurinn sem sveik Akurnes- inga fyrir stuttu, — er enn viö sama heygarðshorn- iö. — Hann er aö reyna aö gera unga knattspyrnu- nienn að atvinnumönnum. Johnson, sem feröaöist meö Jóhannesi Eövaldssyni um Evrópu til aö gera hann að atvinnumanni á sinum tima, er nú byrjaöur að reyna aö koma dönskum leikmönnum I atvinnu- mennskuna — aöallega til V-Þýzkalands. Johnson hefur komið viða við, siðan hann yfirgaf Island. Hann er nýkominn frá Tanzaniu, þar sem hann sagðist hafa séð marga efnilega leikmenn. — Ég tók einn með mér til Spánar, þar sem við rædd- um vi6 Hannes Wisweiler fyrrum þjálfara Barce- lona, sagði Johnson i viðtali I dönsku blaði. — Ég vil hjálpa dönskum leikmönnum til að kom- asti atvinnumennskuna.Weisweiler sem er nú kom- inn til 1. FC Köln, hefur beðið mig að útvega sér 2 unga og efnilega leikmenn, sagði Johnson. Johnson er svo sannarlega iðinn við kolann — hvar sem hann kemur, reynir hann að koma leikmönnum út i at- vinnumennskuna — fyrst á íslandi, siðan Noregi og Tanzaniu og nú er hann kominn i heimahaga. — SOS. Jóhannes fer til Svíþjóðar Þaðþekktist ekki hér áður fyrr... — þá hlökkuðum við til að mæta þeim, segir gamla landliðskempan Thorbjörn Svenssen ATLI ÞOK HEDINSSUN.. sest sKora marK siugegn vaniose. Atli Þór betri oq verður betri... I— með hverjum leik, segir Arne Kayl, formaður Holbæk — Atli Þór veröur betri og betri meö hverjum leik. Hann er mikill baráttumaöur og duglegur, sagöi Arne Kryl, formaöur Kaupmannahafnarliös- ins Holbæk, eftir aö Holbæk-liöiö vann góöan sigur (2:0) yfir Vanlöse á þriöjudagskvöld. Atii Þór Héöinsson átti stóran hlut aö sigrinum. — Hann skoraöi fyrra mark liösins, meö góöu skoti af stuttu færi, og einnig átti hann allan heiöurinn af öðru marki Holbæk-liösins. Holbæk-liðið er nú i þriðja sæti i dönsku 1. deildarkeppninni — hefur ekki tapað leik, en staða efstu liðanna er nú þessi: Frem .............5 4 1 0 12-0 9 B1903.............6 3 2 1 11-2 8 Holbæk........... 5 2 3 0 6-2 7 Kastrup...........4 2 2 0 7-4 6 AaB...............5 1 4 0 5-4 6 Esbjerg...........5 2 2 1 4-4 6 Köge.............6 14 1 7-8 6 DUNLOM*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.