Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. maí 1976. TÍMINN 3 Rússar: Stunduðu langhalaveiðar við ísland með góðum drangri |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiil | Akureyri: (Harður ( (árekstur 1 |— þrennt fluttj | í sjúkrahús = ÉE S KS—Akureyri. — A miðnætti = = s.l. miðvikudag varð mjög = S harður bifreiðaárekstur = = skammt frá bænum Mold-|l = haugum i Kræklingahlið = = utan Akureyrar. Þar óku 5 M saman tvær fólksbifreiðar af = = Volvo og Mazda-gerð.E M Þrennt var i bifreiðunum og = = var allt fólkið flutt á sjúkra- || |j húsið á Akureyri. Meiðsli = = þess munu ekki vera alvar-1| = leg, en bifreiðarnar báðar = = eru taldar svo til ónýtar. = = Ekki mun fullkannað um = = orsakir slyssins, en að sögn = = lögreglunnar á Akureyri b = mun önnur bifreiðin senni- = = lega hafa verið á röngum s 5 vegarkanti. = =llllllllllllllllllllli|||llllllllllllllllllllllllllllllllllllÍ gébé Rvik —■ Langhali er sú fisk- tegund sem fiskifræðingar okkar vita ekki mikið um, en samkvæmt þvi sem sjávarútvegsráðherra hcfur sagt hér i Timanum áður, er langhali ein af þeim fisk- tegundum, sem áætlað er að rannsaka nánar i sumar með til- liti til veiða hér við land. Langhali er talinn góður matfiskur, en aðallega finnst hann nokkuð djúpt út af Suðurlandi og einnig út af Vestfjörðum. Vilhelmina Vil- helmsdóttir, fiskifræðingur hefur haft með langhala-rannsóknir að gera hjá Hafrannsóknastofnun, en þar sem ekki tókst að ná i Vil- helminu i gær, varð dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur fyrir svörum um langhalann. — Við vitum ekki mikið um langhala, sagði Jakob en hann er fisktegund, sem almennt hefur verið litið sinnt, hvað rannsóknir og veiðar snertir fyrr en á siðustu árum, þá af Rússum. Langhali heldur sig á miklu dýpi, eða á um 700-1000 metrum, alveg út i land- grunnskantinum. Þá sagði Jakob að Rússar hefðu stundað nokkuð langhalaveiðar hér við land fyrir um það bil ára- tug, aðallega fyrir Suðurlandi, og hefði afli þeirra yfirleitt verið’ góður. Rússar hafa einnig stund- að þessar veiðar við austurströnd Kanada og við norðanyert Ný- fundnaland með ágætum árangri. — Það hefur aðeins verið hugað að langhala i rannsóknarleið- öngrum frá Hafrannsóknastofn- uninni, sagði Jakob, en við höfum ekki fundið hann i það miklu magni að talið hafi borga sig að gera út á veiðar. Bezti árstiminn til veiðanna hyggjum við að sé á haustin og seinni hluta vetrar, eða með öðrum orðum, helzt þeg- ar nótt er dimm, þegar hann slær sér á botninn, sagði Jakob. Sjó- menn, sem stundað hafa grálúðu- veiðar djúpt út af Vestfjörðum, hafa fengið nokkuð af langhala i vörpur sinar. Carmen í fimmtugasta sinn gébé—Rvik. — Carmen hefur slegið öll fyrri met i óperuflutningi i Þjóðleikhúsinu, sagði Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, en i kvöld verður fimmtugasta sýningin á þessari vinsælu óperu, og lætur nærri að um tuttugu og sjö þúsund manns hafi nú séð hana. Uppselt hefur veriö á langflestar sýningar á Carmen, og mikið hefur verið um að stórir hópar fólks utan af landi hafa komið að sjá óperuna, enda hefur Flugfélag islands verið með afsláttar- fargjöld fyrir slika hópa. Sveinn Einarsson sagði, að aldrei fyrr hefðu svo margar sýningar verið á óperu i leikhúsinu. Rakarinn i Sevilla var sýnd- ur 31 seinni, en sýningar á Rigoletto urðu 29. Um 17-18 þúsund manns, sáu hvora þessara sýninga. Allra siðasta sýning á Carmen verður n.k. mánudagskvöld, 10. mai. Sveinn sagði að Sigriður E. Magnúsdóttir, sem syngur aðalhlutverkið, Carmen, færi utan i næstu viku, og þvi yrði ekki um fleiri sýningar að ræða. Myndin hér fyrir neðan er af Magnúsi Jónssyni og Ing- veldi Hjaltested i hlutverkum sinum i Carmen. Námsmenn setj ast upp í is- lenzka sendi- ráðinu í Höfn gébé Rvik — Fyrir stuttu var byrjað á framkvæmdum við bygging- una sem ætluð er Skrúðgörðum Reykjavlkurborgar, á Miklatúni. — Þessi bygging hefur verið á áætlun hjá okkur um árabil, sagði Haf- liði Jónsson, hjá Garðyrkjudeild borgarinnar, en í upphafi var ætlað að Skrúðgarðar borgarinnar fengju til afnota hluta af Kjarvalsstöð- um fyrir starfsemi sina, svo og athafnasvæði fyrir starfsemi sina I garðinum sjálfum. Þetta hefur þó dregizt. í hinni nýju byggingu á Miklatúni verður aðstaða fyrir starfsfólk Garðyrkjudeildar og Skrúðgarða borgarinnar, mat- og kaffistofa, svo og verkfæra- geymsla og önnur aðstaða. Byggingin verður rúmlega 150 fermetrar að stærð og á einni hæð, svo hún verði ekki of áberandi og verður þvi falin á bak við gróður- belti á túninu. Meðfylgjandi Timamynd tók Gunnar af framkvæmdunum á Miklatúni. Ný bygging á Miklatúni Gsal—Reykjavik. — Við getum ekki annað en heimilað náms- mönnunum afnot af sendiráðinu og munum ekki amast við þeim, enda fylgja þessu engar óspektir. Sendiráðið veröur opið, þrátt fyrir að námsmennirnir séu þar, sendiráðsstarfsmenn geta verið við vinnu sína, og fólk frá sendi- ráðinu verður þar I nótt, sagði Hörður Ilelgason, skrifstofustjóri utanrikisráöuneytisins i samtali við Timann I gærkvöldi, en i gær- dag settust að i islenzka sendiráð- inu i Kaupmannahöfn hópur is- lenzkra námsmanna i Danmörku og Suður-Sviþjóð. Námsfólkið greip til þessara aðgerða að eigin sögn til þess að „vekja athygli á hagsmunamál- um sinum og Islenzkrar alþýðu.” Það var um kl. 14 i gær að 25 manna hópur islenzkra námsmanna i Danmörku og Suður-Svíþjóð settist að i islenzka sendiráðinu i Kaupmannahöfn, og hyggst hópurinn dvelja þar i 24 klukkustundir. I orðsendingu frá hópnum segir m.a.: ,,Nú liggur fyrir Alþingi tslands frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, sem námsmenn geta engan veg- inn sætt sig við. Okkur finnst svi- virðilegt, að tillögum náms- manna var algjörlega hafnað við samningu frumvarpsins. Það er ljóst, að frumvarpið stuðlar að auknum misrétti til náms og bæt- ir á engan hátt það fjárhagslega óöryggi sem námsmenn hafa orö- ið að þola.” Hópurinn óskaði eftir afnotum af tækjum sendiráðsins, til þess að senda út yfirlýsingar til ts- lands um baráttumál þeirra. Hópurinn leggur áherzlu á að að- gerðirnar beinast ekki gegn starfsfólki sendiráðsins, og segja námsmennirnir i orðsendingu sinni, að þeir muni ekki beita valdi og reyna að ganga vel um. „Við höfum kosið að hafa þennan háttinn á, til að mótmæli okkar nái eyrum sem flestra, þvi að fyrri mótmæli okkar hafa verið virt að vettugi. Við vonum að þið skiljið aðstöðu okkar og sýnið góðan samstarfsvilja.” Starfsfólk sendiráðsins hefur fallizt á að vera á vaktaskiptum I sendiráðinu þann tima sem námsmennirnir dvelja þar. Þá hafa einnig veriö gerðar sérstak- ar ráöstafanir til þess að þennan tima verði I sendiráðinu sérstakir verðir frá dönsku gæzlufyrirtæki, eins og segir i frétt frá utanrikis- ráðuneytinu i gær. Starfslaun listamanna: Sjö listamönnum úthlutað ó fjórðu milljón króna gébé Rvik — Nýlega var úthlutað starfslaunum til listamanna. t fjárlögum 1976 eru veittar 3,3 milljónirtil starfslaunanna, og að þessu sinni hlutu þau sjö lista- menn. Starfslaun listamanna eru að þvi leyti frábrugðin hinum al- mennu listamannalaunum, að listamenn senda menntamáia- ráðuneytinu umsóknir og til- greina þar til hvers þeir ætli að nota starfslaunin. Að þessu sinni bárust úthlutunarnefndinni 67 umsóknir, sem eru fleiri en nokkru sinni áður hafa borizt. Nefndarmenn voru allir sammála um það, að mjög erfitt heföi verið að gera upp á milli umsækjenda, og að þetta hefði verið með erfið- ari verkum, sem þeir hefðu verið settir I. Starfslaunin voru tekin upp árið 1969 og voru nú veitt i áttunda sinn, en alls hafa 44 lista- menn notið þeirra. Eftirtaldir listamenn hlutu starfslaunin að þessu sinni: 12 mánaða laun: Guðbergur Bergs- son, rithöfundur, til að vinna að skáldverkum. 6 mánaöa laun: Gunnar örn Gunnarsson, listmál- ari, til að vinna að myndlist, Sigurður örlygsson.listmálari til að vinna aö myndlist, og Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur, til að vinna að heimildaskáldverki um Sigurð Guðmundsson málara. 4mánaðalaun: Ragnar Björns- son.dómorganisti, til að vinna að tónsmiðum til tónleikahalds er- lendis. 3. mánaða laun: Hall- steinn Sigurðsson, myndlista- maður, til að vinna að gerð mynd- verka úr járni, steinsteypu og plastefnum og Hringur Jóhannes- son, listmálari, til að vinna að frágangi málverka fyrir sýningu. Um úthlutun starfslauna fer eftir reglum, sem menntamála- ráðuneytið setti árið 1969, en samkvæmt þeim skulu launin miðuð við byrjunarlaun ménnta- skólakennara I hámarks- flokki,sem nú munu vera rétt rúmlega 90 þúsund krónur. Veitt er eftir umsóknum til þriggja mánaða hið skemmsta, en til eins árs hið lengsta. Uthlutunina ann- ast þriggja manna nefnd, er menntamálaráðuneytið skipar til eins árs i senn. Skulu eiga I henni sæti forseti Bandalags Isl. lista- manna, sem nú er Thor Vil- hjálmsson, formaður úthlutunar- nefndar listamannalauna, sem er ölafur B. Thors, en þriðja nefndarmanninn skipar ráðu- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.