Tíminn - 07.05.1976, Síða 11

Tíminn - 07.05.1976, Síða 11
Föstudagur 7. maí 1976. TÍMINN n Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Verð i lausasöiu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Ullarnærföt í tízku í þúsund ár héldu ullarflikurnar lifi i fólki, jafnt i harðviðri og hreti við útivinnu sem i köldum hibýl- um. Nú um langt skeið hafa ullarnærföt aftur á móti nánast verið feimnismál, og á þvi hefur verið mikill misbrestur, að fólk hafi búið sig á viðunandi hátt, er það hugði á útivist eða ferðalög, fjarri manna- byggðum. Læknar og þrautseigar tóvinnukonur hafa að visu brýnt fyrir fólki seint og snemma að forsmá ekki ullarnærföt, þegar þau eiga við. En lengst af var fyrir daufum eyrum talað, langviðast. Nú hafa straumhvörf orðið. Islenzk ullarnærföt eru komin á tizkusýningar. í þrjú sumur hafa nokkrir aðilar, fyrirtækin íslenzkur heimilisiðnaður og Rammagerðin og gistihús Loftleiða á Reykja- vikurflugvelli, gengizt fyrir sýningum á islenzkum fatnaði, og að þessu sinni var meðal annars riðið á vaðið með islenzk ullarnærföt, sem ungar stúlkur voru fengnar til að sýna. Þetta eru tiðindi, sem vert er að veita athygli. ís- lenzkur ullariðnaður hefur verið i mikilli sókn á sið- ustu árum, og varningur úr ull og skinnum er orðinn mikilvæg útflutningsvara. Sú aðferð, sem gerð er nú til þess að laða fólk til að kaupa og nota islenzk ullarnærföt, eykur fjöl- breytnina. Og hún stuðlar að þvi, að fólk klæði sig skynsamlegar en áður, til dæmis i skiðaferðum, veiðiferðum og ferðalögum, þegar allra veðra getur verið von. Ullarnærfötin eru bæði ætluð til sölu utan lands og innan. Framleiðsla þeirra býður upp á vinnu i heimahúsum i tómstundum og litlum verkstöðvum, sem ekki þurfa fremur að vera bundnar við einn stað en annan. Fólk á öllu landinu getur tekið þátt i framleiðslunni, ef sala verður greið. En hún er að sjálfsögðu háð þvi, að sniðið sé smekklegt, vinnan vönduð og flikurnar mjúkar og þægilegar. Þar koma til sögu svipuð lögmál og gilda um allan iðnað og alla framleiðslu — að ekki sé kastað hönd- unum til neins. Gæzkubrestur Á dögum Cromwells börðust Englendingar með bibliuna ihendinni. Flotaforingjar hennar hátignar, Bretadrottningar, fylgja þvi fordæmi dyggilega. I fyrsta þorskastriðinu slöngvaði foringinn á Is- landsmiðum i sifellu bibliutilvitnunum á Eirik Kristófersson. Og enn er þessi aðferð i góðu gildi. Foringinn á Galatheu snupraði togaraskipstjórana ensku með tilvitnun i Rómverjabréf, þegar þeir sigldu út úr islenzkri fiskveiðilögsögu á dögunum. „Allir eru þeir fallnir frá — allir saman orðnir duglausir. Ekki er einn, sem auðsýnir gæzku, ekki svo mikið sem einn einasti”. Og kröftugt er orðið. Skipstjórarnir fráföllnu sáu sinn gæzkubrest, iðruðust og sneru við til þess að plægja fiskislóðir Islendinga undir vernd hinna bibliufróðu flotaforingja og vigdreka þeirra. Þeir hafa skynjað, að hér var liku saman að jafna: Að umkomulausir fátæklingar i f jandsamlegri fornald- arborg stæðu stöðugir i trú sinni, hvað sem yfir þá gekk, og að þeir sjálfir héldu áfram að skarka á fiskislóðum Islendinga, gjarna alfriðuðum fyrir allri togveiði, undir vopnavernd. Þótt svo biblian tali lika um lamb fátæka mannsins. Það er ekki annað en lita fram hjá þeirri siðunni. —JH Jack Jones: Tengsl verkamanna við ríkisstiórnina og af mörgum talinn ganga næst forsætis- ráðherra að völdum Jack Jones. Forsvarsmaöur milljóna verkamanna og annar valdamesti maður Bretlands um þessar mundir. BANDARtSKA timaritið Newsweek telur hann vera annan valdamesta mann Bretlands — að forsætisráð- herra landsins einn hafi i hendi sér meira vald. Hann er fremsti fulltrúi rúmlega tveggja milljóna launþega i Bretlandi, sextiu og þriggja ára gamall, ihaldssamur . i klæðaburði og i einkalifi sinu, en hefur orð á sér fyrir tölu- verða róttækni á sumum svið- um starfs sins. Hann er sterk- asti og mikilsverðasti tengilið- urinn milli brezks verkalýðs og brezkra stjórnvalda, og sem slikur þarf hann að ihuga hvert skref sitt af meiri nákvæmni en nokkur linu- dansari. Hann er umdeildur, þar sem sumir álita hann ófor- betranlegan sósialista og undirróðursmann, aðrir sjá i honum hatað tákn stéttasam- vinnu. Engu að siður er- hann óhemju vinsæll meðal félaga i .stéttasambandi flutninga- verkamanna og almennra verkamanna, sem hann veitir forstöðu, og hefur auk þess sýnt af sér ábyrgð og stað- festu, sem tryggt hefur honum eyru hvaða rikisstjórnar sem er. Þessi maður er Jack Jones, fremsti verkalýðsleiðtogi i Bretlandi. ' 1 TIMARITINU Newsweek, þann 19. april siðast liðinn, birtist grein um Jack Jones. Þar segir meðal annars: Jack Jones er vafalitið með- al mikilvægustu manna i Bret- landi nú, sérstaklega þar sem tilraunir rikisstjórnarinnar til að hefta verðbólgu i landinu og koma sterlingspundinu á rétt- an kjöl eru svo háðar þvi að verkalýðshreyfingin sýni samstarfsvilja og sé reiðubúin til að samþykkja takmörkum launahækkana. í samninga- viðræðum um þau mál likist Jones einna helzt linudatisara, þar sem hann verður að finna og semja um eins litlar launa- hækkanir og mögulegt er, án þessað ganga svo á hlut laun- þega, að það veki óróa i röðum þeirra. Jones hefur staðið i svipuðu strögli áður og tekið skref sem óhjákvæmilega urðu umdeild. Á siðasta ári var það Jones, sem stakk upp á þvi við rikis- stjórnina að settar yrðu tak- markanir á launahækkanir i landinu. Fyrir flesta verka- lýðsleiðtoga hefði slikt verið ó- hugsandi, en, þrátt fyrir mik- inn þrýsting hefur hann og fé- lag hans staðið við sinn hluta samkomulagsins. Takmörkun þessi á launahækkunum var og mikilsverðasti þáttur bar- áttunnargegn verðbólgu á sið- asta ári. I umræðum um þetta mál sagði Jones meðal annars: — Ég held ekki að verkalýðsfé- lögin stefni að þvi að skaða land okkar eða stöðva það á nokkurn hátt. Verkalýðsfélög- in eru einfaldlega fulltrúar vinnandi fólks, sem berjast fyrir þvi að vinnandi fólk verði meðhöndlað sem manneskjur. VÖLD ÞAU sem Jones hefur, eiga rætur sinar fyrst og fremst að rekja til mikilla vin- sælda hans meðaJ félaga i stéttarsambandinu/ Þær vin- sældir eru svo aftur raktar að miklu leyti til þess að hann hefur reynt mikið til þess að fá verkamönnum i hendur áhrif i málefnum stéttarfélaganna sjálfra og iðnaðarins. Vegna þessa eindregna stuðnings verkamanna getur Jones leyft sér að sýna hörku, ef honum þykir þess þurfa. Arið 1974 átti hann til dæmis i löngum og erfiðum viðræðum við rikis- stjórnina um ellilaun og þá fjárupphæð, sem gamalt fólk þarf sér til framfæris. Þá tók hann af skarið, þegar viðræð- urnar gengu seint, setti fram ákveðna upphæð og gerði rikisstjórninni að ganga möglunarlaust að henni, ef hún vildi halda stéttarsam- bandi þvi, sem hann er i for- svari fyrir, innan þess marks i launahækkunum, sem sett hafði verið. — Ég held að stéttarfélögin verði að gera meira en að fjalla einvörðungu um launa- hækkanir og vinnuaðstöðu fé- laga sinna, sagði hann þá. Þau verða að hugsa um samfélag vinnandi stétta sem eina fjöl- skyldu. Þess vegna ber þeim skylda til að sýna þeim, sem gamlir eru orðnir, sérstaka umhyggju og stuðning. Jack Jones var hugsjóna- maður i stjórnmálum i eina tið, en hin siðari ár hefur hann æ meir fjarlægzt kenningar og linur i þeim efnum. Ef meta ætti hann stjórnmálalega, þá væri næst lagi að kalla hann raunhyggjumann. — Ég hef verið sósialisti frá unga aldri, og ég verð alltaf sósialisti, segir hann sjálfur. — Ég vil fá að sjá betra og jafnara þjóðfé- lag, sem þjónað getur þjóðinni sem heild. Engu að siður er hann orð- inn fráhverfur mörgum þeim viðhorfum, sem einkenna marxista meðal verkalýðs- leiðtoga. Hann heldur vináttu sinni við aðra leiðtoga laun- þega og er þeim sammála um margt, en hefur til dæmis lýst sig mjög mótfallinn þvi að rik- ið hefur yfirtekið margar greinar iðnaðar i Bretlandi. Hann telur, að i áætlunum þeim, sem gerðar hafa verið um ^ikisrekstur þeirra, hafi ekki verið stefnt að raunhæf- um markmiðum. JONES ÖLST UPP i Liverpool og hlaut fremur litla menntun, vegna fátæktar. Hann hóf ung- ur störf við höfnina þar og snemma afskipti af stjórn- málum. Tuttugu og þriggja ára gamall var hann kjörinn i landsráð stéttarsambands sins. Jones lét skrá sig i alþjóð- legu hersveitina, þegar borg- arastyrjöldin brauzt út á Spáni, en særðist á öxl i bar- daganum við Ebró árið 1938 og var fluttur til Englands á ný, þar sem hann tók upp sin fyrri störf. Lengi vel komu stjórnmála- skoðanir hans i veg fyrir að hann risi til valda innan verkalýðshreyfingarinnar, þar sem hann þótti of vinstri- sinnaður. Þegar Frank Cous- ins var kjörinn ritari sam- bandsiiis árið 1957, hófst ferill Jones þó fyrir alvöru, og þeg- ar Cousins lét af embætti, ell- efu árum siðar, var Jones kjörinn i hans stað. Jones lifir fábrotnu og ein- földu lifi, sem eðlilega mark- ast nokkuð af fremur lágum iaunum hans. Hann eyðir tima sinum og kröftum að mestu i þágu verkalýðshreyfingarinn- ar, og á sér ekki annað tóm- stundastarf en það að hugsa um hundinn sinn. Hann hefur sýnt félagi sinu einstaka tryggð, og hefur jafn- framt lýst stuðningi sinum við Verkamannaflokkinn ákaft. — Án Verkamannaflokks- ins, segir hann, héldum við enn höndum okkar fram i von um ölmusu. Við viljum sjálf- stæði og rétt til þess að lifa sómasamlegu lifi, og von okkar um slikt liggur i völdum Verkamannaflokksins og setu hans i stjórn. Telja má vist að það viðhorf hans hafi ráðið nokkuð miklu um það, hversu samvinnuþýð- ur hann hefur verið við rikis- stjórnina nú, þegar samning- ar um takmarkanir launa- hækkana voru gerðir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.