Tíminn - 11.05.1976, Qupperneq 5
Þriöjudagur U. mai 1976
TÍMINN
5
Eitt í dog
og annað ó
morgun
Þingmenn
Alþýöuflokks-
ins, einkum
Sighvatur
Björgvinsson,
ritstjóri
Alþýöubiaös-
ins, hafa sýnt
dómsmálum
mikinn áhuga
á undanförnum
vikum og mánuöum, þegar
þann málaflokk hefur boriö á
górna á Alþingi. Hefur mátt
skilja á þingmönuum Alþýöu-
fiokksins, aö þeim væri mjög
umhugaö um, aö gagngerar
endurbætur yröu gerðar á
dómsmálakerflnu, i þvi skyni,
aö sem minnst töf yröi á af-
greiðslu dómsmála.
Ýmsir hafa leyft sér aö efast
um, aö mikil heilindi byggju
hér aö baki, þrátt fyrir hátiö-
legar yfirlýsingar þingmanna
Alþýöuflokksins um hiö gagn-
stæða. Nú hefur komið á
daginn, aö þessi grunur var
ckki ástæöulaus. Þannig
hneykslast Alþýöublaöiö s.l.
laugardag á fjölgun dómara,
sem veröa myndi, ef eitt af
frumvörpum ólafs Jóhannes-
sonar dómsmálaráöherra,
sem nú liggur fyrir Atþingi,
yröi samþykkt. Og þaö er
slöur en svo, aö Alþýðublaöið,
sem Sighvatur Björgvinsson
stýrir, vel aö rnerkja, sé aö
fela þessa skoöun sína, þvi aö
hneykslazt er á þessu á forsiöu
blaösins.
Þcss er skemmst aö
minnast, aö fyrir nokkrum
dögum flutti Sighvatur Björg-
vinsson hjartuæina ræöu á
Alþingi, þar sem hann lýsti
alveg sérstökum áhuga sinum
á endurbótum á dómsmála-
kcrfinu, og var raunar flutn-
ingsmaöur að þingsályktunar-
tillögu um þaö efni. Þessi sami
Sighvatur hefur nú sýnt raun-
veruiegau hug sinn til þessara
mála meö birtingu grcin-
arinnar á forsiöu Aiþýöu-
blaösins, þar sem lagzt er
gegn frumvarpi Ólafs
Jóhannessonar. Þannig lýsa
heilindi þingmanna Alþýöu-
flokksins sér. Þaö er sagt eitt i
dagogannaöá morgun.og svo
skilja þeir ekkert I þvi, aö fylgi
flokksins skuli náigast núll-
punktinn.
Bretarnír
aðstoðaðir
Frá þvi var skýrt I Dagblað-
inu i gær aö Bretar heföu notaö
sér loftskeytastööina á Horna-
firöi s.l. fösludag til aö stappa
stálinu I iandhelgisbrjótana á
miöunum hér viö land. Að
sögn blaösins voru brezku út-
gerðarmennirnir I stööugu
sambandi viö togaraskipstjór-
apa.
Sem kunnugt er, var Is-
lenzku loftskeytamönnunum
skipaö aö afgreiöa simtöl frá
brezkum skípum, eftir mikinn
þrýsting frá VIsi, sem haföi
blaöamann urn borö I brezku
herskipi, cn áöur höföu loft-
skeytainenn bundizt samtök-
um um aö afgreiða ekki sfmtöl
frá brezkum skipum, hvorki
togurum né herskipum.
Sjálfsagt er ritstjóri Vfsis
Þorsteinn Pálsson, ánægöur
þessa dagana nieö þetta fram-
tag sitt til efiingar rányrkju á
tslandsmiöum.
— a.þ.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Tónleikar
i Háskólabiói fimmtudaginn 13. mai kl.
20.30
Stjórnandi: KARSTEN ANDERSEN
Einleikari: EMIL GILELS
Efnisskrá:
Arne Nordheim — Polygon (Friður)
Beethoven — Planókonsert nr. 5
Sibelius — Sinfónia nr. 2
Aðgöngumiðar seldir i bókabúð Lárusar Blöndal,
Skólavöröustig 2og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar,
Austurstræti 18.
sinfOníi muomsxeh íslands
KÍKISl "lAARPID
Hafnarf jörður
INNRITUN i 6 ára deildir. — Innritun i
forskóladeildir skólanna næsta vetur
(böm fædd 1970) fer fram i skólunum mið-
vikudaginn 12. nai kl. 13,30-16.
Fræðsluráð Hafnarfjarðar.
Rússneski píanó-
snillingurinn
Emil Giles
leikur hér
Hingaö til lands er væntanlegur
einn mesti planósnillingur sam
tirrians, rússinn Emil Gilels.
Hann kemur hingaö á vegum
Sinfóniuhljómsveitar tslands og
Tónlistarfélagsins I Reykjavlk og
mun leika fimmta pianókonsert
Berthovens, Keisarakonsertinn á
lokatónleikum Sinfóniu-
hljómsveitarinnar þann 13. mai.
Einnig mun hann leika á tónleik-
um hjá Tónlistarfélaginu þann 15.
mai. Þaö hlýtur aö vera sérstakt
ánægjuefni allra tónlistarunn-
enda, aö Emil Gilels skyldi fást til
tónleikahalds hér.
Hann er fæddur i Odessa á
Svartahafsströnd Rússlands eins
og svo margir aðrir rússneskir
tónsnillingar, svo sem David
Oistrach, Nathan Milstein og
Svjatoslav Richter. A unga aldri
vakfi Gilels mikla hrifningu
meðal hinna frægustu pianóleik-
ara, og er Arthur Rubinstein
hafði heyrt hann leika, þá 13 ára
gamlan nemanda I tónlistar-
skólanum i Odessa, þá á Rubin-
stein aö hafa sagt: „Þegar þessi
strákur fer aö fara I tónleika-
ferðir um heiminn, þá er bezt
tyrir mig aðleggja upp laupaná”.
Þegar. þetta gerðist var Rubin-
stein á hátindi frægöar sinnar.
Ariö 1938 hlaut Gilels fyrstu
verölaun I hinni þekktu pianó-
samkeppni I Brussel og hefur æ
siöan veriö einn dáöasti pianó-
leikari vorra tima.
Menn greinir á um snilli pianó-
leikaraeigisiöurenmargt annaö,
en ef nefiia á mestu núlifandi
snillinga slaghörpunnar, koma
upp ihugann nöfn eins og Richter,
Horowitz, Rubinstein, Ashkenazy
og — Emil Gilels.
(Fréttatilky nning)
I
I
I
I
Einstakt tækifæri
Fólksbíla Vörubíla
Dróllarvéla og Jeppa
hjólbaröar
á gamla verðinu,
án hækkaðs vörugjalds
- Takmarkaðar birgðir
Sparið þúsundir
kaupið Barum í dag.
TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDIH/F
AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606
AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ Á AKUREYRI H/F. ÓSEYRI 8.
EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR.
GARÐABÆR: NYBARÐI H/F GARÐABÆ.
■
I
I
I
I
I