Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. maí 1976 TÍMINN 7 har Framsóknarflokksins 1976 LAÁLYKTUN andi mæli til aukningar inn- lendri framleiðslu. Miðstjórn lýsir fylgi við tekju- öflun til rikissjóðs og aðra nauð- synlega fjáröflun til að tryggja framgang þessarar stefnu. Aöalfundur miðstjórnar álykt- ar, að tekin verði upp ákveðin stjórn i sjávariitvegi, sem hafi það markmiö að tryggja viðgang og hámarks afrakstur fikstofn- anna við iandiö. Um leið og fundurinn lýsir á- hyggjum sinum af versnandi greiðslustöðu þjóðarbúsins út á við, bendir hann á að þjóðin skilji nauðsyn þess að snúa við á þeirri braut, og að hún standi saman um nauðsynlegar aögerðir og til þess jafnframt að skapa skilyrði fyrir frekari uppbyggingu og framför- um, sem eru forsenda góöra lifs- kjara. En meðan við búum við minnkandi þjóðartekjur, verður Framsóknarflokkurinn sem fé- lagshyggjuflokkur að vara alvar- lega við þvi, að tekjurýrnunin sé eingöngu látin bitna á samfélags- legum verkefnum, en ekki á al- mennri eyðslu. II. Aðalfundur miðstjórnar Itrekar þá stefnu Framsóicnarflokksins, að unnið veröi áfram aö þvi að tryggja jafnrétti og jafnræði allra þegna þjóðfélagsins og framför allrar þjóðarinnar. Sú byggða- stefna, sem Framsóknarflokkur- inn hefur haft forystu um, svo sem stórefling Byggöasjóðs, hefur valdið straumhvörfum I mörgum byggðarlögum og lands- hlutum meö þvl aö efla þar fram- leiðslu og verðmætasköpun. Fundurinn leggur rlka áherzlu á, að áfram veröi haldið fram- kvæmd byggðastefnunnar og telur, að framfarir alls staðar á landinu verði til farsældar og styrki andlega og efnalega mögu- leika þjóðarinnar til sjálfsbjargar og sjálfstæðis. III. Aðalfundur miðstjórnar fagnar þeim áfanga, sem náöist með út- færslu fiskveiðilögsögunnar I 200 mllur og minnir á þá staðreynd, að allar þjóðir nema Bretar hafa viðurkennt hina nýju landhelgi I verki. Þakkar fundurinn forystu- mönnum Framsóknarflokksins fyrir skelegga og heilladrjúga baráttu I landhelgismálinu fyrr og slðar, og lýslr eindregnum stuðningi við allar aögerðir þeirra. Fundurinn fordæmir flotainn- rás Breta I Islenzka fiskveiöilög- sögu og vill minna þá á, að sllkar aðfarir eru ekki vænlegar til lausnar málsins. Sérstaklega fordæmir fundur- inn ruddalegar ofbeldisaðgerðir seinustu daga. Islendingar munu aldrei gefast upp viö að verja llfs- hagsmuni slna, og heitir flokkur- inn á alla þjóðina að styrkja sam- stöðuna I landhelgismálinu. Þá Itrekar fundurinn, aö skiln- ingur bandalagsþjóða okkar I Atlantshafsbandalaginu á varö- veizlu llfsbjargar þjóðarinnar er mikilvæg forsenda fyrir sam- vinnu við þær. Þvl er erfiðleikum bundiö að taka þátt I þessu sam- starfi við hlið Breta eins og nú er ástatt. Fundurinn lýsir yfir furöu sinni og vonbrigðum með afstöðu Bandarlkjanna varðandi mála- leitan Islendinga til þeirra um út- vegun strandgæzluskips. Telur fundurinn rétt að vekja athygli á þvl að sú aðstaöa, sem Banda- rlkjamenn hafa hér á landi nú er á engan máta sjálfsögð. Aöalfundur miðstjórnar flytúr landhelgisgæzlunni þakkir fyrir störf hennar. Sérstaklega þakkar fundurinn áhöfnum varðskipanna fyrir árvekni og dugnað viö erfiö og áhættusöm störf. Aðalfundur miðstjórnar Itrekar stefnu Framsóknarflokksins I ut- anrikis-og varnarmálum og vlsar til samþykkta seinasta flokks- þings I þvl efni. ORKUMÁL SKIPULAG ORKUMÁLA STEFNT skal aö jöfnun orku- verðs um land allt. I þvl skyni skal lögð áherzla á að tengja saman raforkukerfi einstakra landshluta, og tryggja þannig sem hagkvæmastar fram- kvæmdir og rekstur með sam- keyrslu allra orkuvera og dreifikerfa. 1 þessum tilgangi skal stefnt að eftirgreindu skipulagi orkumála: 1. Unnið verði að þvl að koma á fót einu fyrirtæki, sem annist alla meginraforkuvinnslu og flutning raforku á milli lands- hluta. Rikisstjórnin taki I þessu skyni upp samninga við Landsvirkjun, Laxárvirkjun, Andakllsárvirkjun, Rafveitu Vestmannaeyja, Rafveitu Siglufjarðar og aðrar rafveit- ur, sem eiga og reka orkuver, um sameiningu sliks reksturs I einni landsYirkjun. Aðilar að þessu fyrirtæki og stjórn þess veröi rlkissjóður og lands- hlutaveitur. Eignarhluti rlkissjóðs skal aldrei véra minni en 50 af hundraði. Fyrirtækið undirbýr virkjanir og lætur virkja. 2. Unnið veröi að þvl að koma á fót landshlutaveitum, sem annist alla dreifingu og sölu á raforku I viðkomandi lands- hluta. Landshlutaveitur þess- ar geti einnig annazt rekstur hitaveitna. Þær sjái um fram- kvæmdir, sem nauðsynlegar eru vegna viðkomandi rekst- urs. Aöilar að sllkum lands- hlutaveitum og stjórnum þeirra veröi sveitarfélögin og væntanleg Islandsvirkjun. 3. Orkustofnun veröi rlkis- stjórninni til ráðuneytis um orkumál og annist upplýs- ingasöfnun hvers konar um orkulindir þjóðarinnar, geri áætlanir um nýtingu þeirra og anníst frumrannsóknir fyrir virkjanir. Orkustofnun veiti Islandsvirkjun og landshluta- veitum nauðsynlega þjón- ustu. Jarðhitaréttindi Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 1976 á- lyktar, aö tlmabært sé að setja löggjöf, þar sem ákveöið verði um eignarétt á hitaorku I jörðu. Dreifing raforku Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 9. mai 1976 telur brýna nauðsyn á þvl að gerð verði áætlun um að styrkja dreifikerfi raforku I landinu, og að einfasa llnum verði breytt I þrífasa llnur. Stjórnar- skrármólið AÐALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins, haldinn I Reykjavík dagana 7.-9. mal 1976, samþykkir að hraða beri endurskoðun stjórnarskráf lýð- veldisins Islands. I þvl efni leggur miðstjórnin áherzlu á, að timabært er, að kjördæmaskipt- ingu og kosningaskipan verði breytt og álitur jafnframt, að I stjórnarskránni eigi aðeins aö vera grundvallaratriði varðandi kjördæmaskiptingu og kosn- ingaskipan, en öll nánari ákvæði og framkvæmdaatriði ákveðin með kosninealögum. Við breytingar á kjördæma- skiptingu og kosningaskipan telur miðstjórnin, að eftirfar- andi atriði þurfi að koma til skoðunar: I. Við skiptingu landsins I kjördæmi verði tekið meira tillit til sérstööu héraða en nú er gert, þannig að auð- velduð verði svo sem kostur er samskipti kjósenda við fulltrúa slna á Alþingi. II. Skipting þingsæta milli landshluta miðist viö jafnari atkvæðisrétt en nú er, þó þannig, að þeir þegnar, sem f jarri búa miðstöðvum valds- ins, fái aðstöðumuninn bættan gagnvart þeim, sem þar búa. Um jöfnun atkvæðisréttar veröi þaö talið viðunandi, aö meirihluti landsmanna, bú- settur á einu takmörkuðu svæði, kjósi sem næst helm- ing þingmanna. Uppbótar- þingsæti verði lögð niður en þingsætum fjölmennustu kjördæmanna fjölgað að sama skapi. III. Allir alþingismenn ver< kjörnir á sama hátt og fóU gefið aukið svigrúm til að velja milli frambjóðenda, ei: þingsætum verði skipt milii stjórnmálaflokka innan hvers kjördæmis samkvæmt hlui fallsreglum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.