Tíminn - 11.05.1976, Síða 18

Tíminn - 11.05.1976, Síða 18
18 TÍIVHNN Þriðjudagur 11. mal 1976 — segir landsliðsþjálfarinn Tony Knapp ATLI ÞÓR Héðinsson, sem hefur átt ágæta leiki með Kaupmanna- hafnarliðinu Holbæk, er ekki nógu góður til að leika með lands- liðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem landsliðsnefndin I knattspyrnu hélt. — Þaö eru margir framllnumenn — hér heima — betri en hann, sagöi Tony Knapp, landsliðsþjálfari, þegar hann var spurður um, hvort hann hygðist nota Atla Þór I landsleikjum ts- lands I sumar. — Atli Þór þarf að sýna 100% framfarir, til að vinna sér sæti i liöinu, sagöi Knapp. Þaö er mikiö til i þessu hjá Knapp, þar sem viö eigum nú marga góöa sóknarleikmennhérheima — leikmenn sem eru tvimælalaust betri en Atli Þór. Þegar Knapp var spuröur um Elmar Geirsson sagöi hann: — Eins og stendur, þá hef ég ekki not fyrir hann. Ég veit af Elmari, hann gerði marga góöa hluti meö landsliöinu s.l. sumar. Ef ég tel, aö ég geti notaö hann, þá mun ég hiklaust kalla hann heim, sagöi Knapp. — SOS TONY KNAPP. landsliðsþjálfari, stjórnar æfingu. ( Timamynd Gunnar) ..Mqrqir betri en Atli Þór" GERD MULLER og FRANZ BECKEN BAUER.. .skoruðu mörk Bayern Miinchen. Gerd AAíiller er óstöðvandi um þessar mundir — Strákarnir eru ákveðnir, að gera alit sitt bezta, til að verja meistaratitilinn, sagði Dettmar Cramer, þjálfari Evrópumeist- ara Bayern Miinchen, þegar þeir komu til Glasgow I gær. Bay- ern-liðið, sem hefur verið Evrópumeistari sl. tvö ár, mætir franska liðinu St. Etienne á Hampden Park annað kvöld. — Ég er mjög ánægöur með strákana, þeir eru f góöri æfingu, þaö sýndu þeir I Essen á laugar- daginn. Viö komum þangað, ákveönir aö tapa ekki — okkur tókst þaö, þrátt fyrir mótlæti, sagöi Cramer. Gerd Miiller er greinilega kominn f sitt gamla góöa f orm — hann skoraöi 2 mörk i Essen. Tveir leikmenn Bayern uröu fyrir höggi i leiknum — þeir Franz „Boli” Roth og Bernd Duernbergen, — Þeir veröa orðn- ir góöir fyrir slaginn á Hampden, sagöi Cramer. Einu vandræöin hjá Bayern er, aö ekki er enn út- séö um þaö, hvort Jupp Kapell- mann geti leikið — þessi sterki miövallarspilari hefur legiö rúm- fastur aö undanförnu, vegna slæmrar hálsbólgu. — Kappell- mann veröur örugglega fær um aö leika, sagði Cramer, sem er ákveöinn I aö stýra Bayern-liðinu til sigurs á Hampden — og hljóta þriðja Evrópumeistaratitilinn i röö. Bayern Miinchen-liöiö lék ekki af fullum krafti í Essen — leik- mennirnir tóku greinilega enga áhættu. Burgsmuller, hinn ljós- hærði miöherji Essen, skoraöi tvö mörk (2:0), áöur en Gerd Miiller kom Bayern á blað — 2:1. Bak- vöröurinn Horsmann skoraði sfö- an 13:1) fyrir Essen, úr víta- spyrnu, sem Sepp Maier var nærri búinn að verja. Miiller svaraöi aftur — þegar hann skor- aöi sitt 16. mark i 18 leikjum og siöan jafnaöi (3:3) Franz „Keis- ari” Beckenbauer, meö stórkost- legu skoti af 20 m færi. Borussia Mönchengladbach er svo gott sem búiö aö tryggja sér V-Þýzkalandsmeistaratitilinn — liöiö vann stórsigur (6:1) yfir Bayer Uerdingen. —SOS V „Stákarnir eiga allir möguleika á Noregsferð" — segir Tony Knapp, sem ætlar að hafa augun opin, þegar landsliðið mætir „pressuliðinu" á Kaplakrikavellinum í kvöld kl. 19.30 „Strákarnir eiga allir möguleika á að tryggja sér farseðilinn til Noregs — með þvf að sýna hvað i þeim býr”, segir Tony Knapp, landsliðsþjálfari i knattspyrnu, sem ætlar sér að hafa augun opin, þegar landsliðið mætir „pressu- iiðinu” á Kaplakrikavellinum i Hafnarfirði I kvöld. Það má þvl búastvið geysilegum baráttuleik, þar sem aUir leikmenn Uðanna eiga möguleika á að vinna sér sæti I landsliðinu — eins og Knapp segir. „Pressuliðið”, sem fþrótta- fréttamenn völdu, er skipaö ung- um og efhilegum leikmönnum, og eru 6 unglingalandsUösmenn I þvf, þeir Sigurður Björgvinsson, Keflavik, Róbert Agnarsson, Vfk- ingi, Pétur Ormslev, Fram, Jón Þorbjörnsson.Þrótti, Albert Guð- mundsson, Val, og Pétur Péturs- son, Akranesi, sem er yngstur — aðeins 17 ára. Hörður HUmars- son, landsliösmaöur úr Val, sem núlleikurmeö Akureyrarliöinu KA, er fyrirliöi „pressuliösins”, enannar Akureyringur — Jóhann Jakobsson, eöa „Donni”, eins og hann er kallaöur — leikur einnig meö liöinu. 17 leikmenn eru i pressuliðinu, en þeir eru: Markveröir: Þorbergur Atlason, Fram Jón Þorbjörnsson, Þrótti Aðrir leikmenn: Eirikur Þorsteinsson, Vikingi Simon Kristjánsson, Fram Janus Guðlaugsson, FH Róbert Agnarsson, Vikingi Siguröur Björgvinsson, Keflavik Halldór Björnsson, KR Höröur Hilmarsson, KA Ingi Björn Albertsson, Val Albert Guömundsson, Val Pétur Pétursson, Akranesi HÖRÐUR HILMARSSON.... fyr- irliði „pressuliðsins”. Kristinn Björnsson, Val Pétur Ormslev, Fram Jóhann Jakobsson, KA Öskar Tómasson, Vikingi Karl Þóröarson, Akranesi Eins og sést á þessu, þá er „pressuliöiö” ungt, og veröur gaman aö sjá strákana glima viö hina reyndu leikmenn landsliös- ins, sem eru þessir: Arni Stefáns- son, Fram, Siguröur Dagsson, Val, Jón Pétursson, Fram, Mar- teinn Geirsson, Fram, Gisli Torfason, Keflavik, Jón Gunn- laugsson, Akranesi, Olafur Sigur- vinsson, Vestmannaeyjum, Vil- hjálmur Kjartansson, Val, Magnús Bergs, Val, Ásgeir Elias- son, Fram, Teitur Þóröarson, Akranesi, Guömundur Þor- björnsson, Val, Matthfas Hall- grfmsson, Akranesi, Stefán Hall- dórsson, Víkingi. Steinar Jó- hannsson, Keflavik, Arni Sveins- son, Akranesi, ólafur Júliusson, Keflavik og örn óskarsson, Vestm. Stefiit verður aö þvi, aö allir leikmenn „pressuliösins” og landsliösins fái aö spreyta sig i leiknum, sem hefst á Kaplakrika- vellinum kl. 19.30. —SOS __________________\__________ Heims- meta- regn í Dresden Austur-þýzkar frjálsiþróttakonur voru I miklum vigamóöi á frjálsi- þróttamóti, sem fór fram i Dresden um heigina — þær settu þrjú glæsileg heimsmet i há- stökki, langstökki og 400 m hlaupi. ★ 6 ára gamalt met fauk Bandarískur þjálfari er væntanlegur til að leiðbeina körfuknattleiksmönnum okkar íslendingar leika í sterkum riðli í undankeppni OL í Kanada Bandaríkjamaðurinn Jim O Keefe, sem hefur þjálfað mörg góð skólalið í Bandaríkjunum, og þjálfaði sænska 1. deíIdarlíðið Hogsbö með frábærum árangri í vetur, er væntanlegur til landsins í sumar. O Keefe mun þá halda hér námskeið fyrir leikmenn og þjálfara, og mun það væntanlega fara fram að Laugarvatni. Isienzka landsliðið í körfu- knattleik er byrjað að undirbúa sig fyrir undankeppni Olympiu- leikanna i Montreal, sem fer fram i Ontario rétt fyrir OL-leikana. Það er nú búið að draga i riöla og leika Islendingar i mjög sterkum riðli — með Brasiliumönnum, sem voru i 7. sæti i Munchen 1972, Tékkum, sem voru i 8. sæti, Júgóslövum, Finnum og ísraels- mönnum. Þessi riðill er geysilega sterkur og kemst aðeins eitt lið til Montreal úr honum Það veröur erfiður róður þjá körfuknattleiksmönnum okkar — og má búast við aö þeir fái stóra skelli i Ontario, þar sem þeir leika gegn mörgum af sterkustu körfuknattleiksþjóðum heims. — SOS — Ég lagði allan minn kraft i stökkiö, sagði Angela Voigt frá Magdeburg, eftir aö hún haföi slegiö 6 ára gamalt heimsmet Olympiumeistarans Heide Rosendahi frá V-Þýzkalandi — i langstökki. Voigt stökk 6.92 m, eða 8 sentimetrum lengra en met (6.84) Rosendahl, sem hún setti 1970. Heide Wyscisk frá Halie stökk einnig lengra en gamla metið eöa 6.86 m. ★ Rosi nálgast 2 metrana Rosi Ackermann, 24 ára hag- fræöinemi frá Cottbus, setti glæsilegt heimsmet I hástökki — hún stökk 1.96 m, eöa einum sentimetra hærra en eldra met (1,95), sem hún setti I Róm 1974. ★ Hlaupa drottning frá A-Berlín 18 ára gömul stúlka frá Aust- ur-Berlin, Christina Brehmer, setti met I 400 m hlaupi, þegar hún hljóp vegalengdina á 49.77 sekúndum (rafmagnsklukka). Eldra metiö átti Irena Szewinska frá Póllandi — 49.9 sek. (hand- klukka), sett 1974. Bezta tima áö- ur, eftir rafmagnsklukku, átti Eiita Salinfrá Finnlandi — 50.14. —SOS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.