Tíminn - 11.05.1976, Side 19

Tíminn - 11.05.1976, Side 19
Þriðjudagur 11. maí 1976 TÍMINN 19 JÓHANNES ATLASON.... þjálfari Fram-liösins. Jóhannes til Vestur- Þýzkalands — þar sem hann ætlar að sérmennta sig í knattspyrnuþjálfun JÓHANNES ATLASON, fyrrum landsliðsfyrirliði i knattspyrnu og einn af okkar efnilegustu knatt- spyrnuþjálfurum, hefur sótt um inngöngu i iþröttakennarahá- skóla i Köln í V-Þýzkalandi, þar sem hann ætlar að taka knatt- spyrnuþjálfun sem sérgrein. Miklar llkur eru á þvf, að Jó- hannes fái inngöngu i skólann og mun hann þá væntanlega halda til Kölnar næsta vetur og stunda þar nám i 6 mánuði. Það er ekki' aö efa, að Jó- hannes, sem hefur helgað sig knattspyrnuþjálfun, siðan hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna 1973 — eftir að hafa verið þjálfari og leikmaður 1. deildar liðs Akur- eyrar um tima — mun koma reynslunni rikari heim, eftir að hafa verið i V-Þýzkalandi, þar sem knattspyrnan og þjálfun er sú fullkomnasta i heimi. Samhiiða náminu mun Jó- hannes fylgjast með þjálfun hjá þýzkum félagsliðum — þá vænt- anlega 1. deildar liðunum 1. FC Köln, þar sem hinn heimsfrægi Hannes Weisweilererþjálfari, og Borussia Mönchengladbach — v-þýzka meistaraliðinu, sem hef- ur aðsetur rétt utan við Köln. Þá hefur Jóhannes mikinn hug á að bregða sér til Belgiu og kynnast þjálfun hjá Standard Liege og Charleroi — liðunum sem íslend- ingarnir Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson leika með, um tima. Þá hefur Jóhannes ýmislegt á prjónunum i þvi augnamiði að kynna sér knattspyrnuþjálfun sem bezt. Jóhannes mun vera fyrsti íslendingurinn um langan tima, sem heldur utan til að sér- mennta sig i knattspyrnuþjálfun. —SOS LOFTUR EYJÓLFSSON... TEITUR ÞÓRÐARSON... skoraöi tryggöi Haukum sigur gegn FH. 2 mörk uppi á Skaga. Þrumufleygur fró Lofti... — tryggði Haukum sigur í Litlu bikarkeppninni LOFTUR Eyjólfsson, hinn mark- sækni leikmaöur Hauka I Hafnar- firði, tryggði Haukum sigur i Litlu bikarkeppninni þegar hann skoraði sigurmarkið (1:0) fyrir þá, gegn „stóra bróöur” FH. Loftur skoraði markiö með þrumufleygi, beint úr auka- spyrnu — knötturinn sigldi fram hjá varnarvegg FH-inga og hafn- aði óverjandi i bláhorninu. Haukar stöðvuðu þar meö sig- urgöngu Keflvikinga og Skaga- manna, sem hafa skipzt á um að sigra i keppninni. Akurnesingar voru einnig I sviðsljósinu um helgina — þeir unnu stórsigur (3:0) I leik gegn Keflvikingum uppi á Skaga. Landsliðsmiðherj- arnir marksæknu, Teitur Þórðar- son og Matthias Haligrimsson, skoruðu mörk Skagamanna —■ Teitur skoraði það fyrsta, með skálla, og síðan bætti Matthias marki við — með þrumuskoti, eft- irsendingu frá Teiti, sem innsigl- aði siðan sigur (3:0) islands- meistaranna. Skúli kom, sá oq siqraði«.« — þegar hann tryggði sér Norðurlandameistaratitil í kraftlyftingum í Þrándheimi og setti Islandsmet SKÚLI ÓSKARSSON. lyft- ingakappinn sterki frá Fá- skrúðsfirði, var í sviðsliós- inu í Þrándheimi í Noregi um helgina, þar sem hann tók þátt í Norðurlanda- meistaramótinu í kraft- lyftingum. Þessi snaggaralegi og skemmtilegi lyftingamaður, gerði sér litið fyrir og tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn i millivigt— lyfti samtals 650 kg, sem er nýtt íslandsmet. Norður- landameistaratitillinn var aldrei i hættu hjá Skúla — hann var i sér- flokki i millivigtinni og sigraði örugglega. Það er engum blöðum um það að fletta, aö Skúli er einn bezti kraftlyftingamaður á Norðurlöndum, það sýndi hann i Þrándheimi og i Birmingham i varö þriöji i millivigt i heims- Englandi sl. vetur, þegar hann meistarakeppninni. n BJÖRGVIN Björgvinsson landsliðsmaðurinn snjalli úr Vlkingi ihandknattleik, sem hefur verið búsettur á Egiisstöðum si. ár, er nú á leiöinni til Reykjavfkur ~ alkominn. — Ég hef ekki ákveðið, hvort ég gef kost á mér i landsliöiö, sem fer til Bandarikjanna — en aftur á móti mun ég byrja að æfa með Vikings- liðinu af fullum krafti, þegar æfingar byrja hjá þvi I haust, sagði Björgvin, þegar Tlmiun hafði samband við hann. — SOS Skotar eru ekki nízkir á mörkin — þeir hafa skorað 6 mörk á Hampden Park og hafa gott forskot í brezku meistarakeppninni ★ Don Masson er orðinn einn af lykilmönnum Skota DON MASSON, hinn snjaili mið- vailarspilari hjá Queens Park Rangers, lék aðalhlutverkið hjá Skotum, þegar þeir unnu góðan sigur (3:0) gegn N-trum i brezku meistarakeppninni—þessi snjalii leikmaður, sem býr yfir miklum hæfileikum, er orðinn lykilmaður hjá Skotum, eftir aðeins tvo iandsleiki. Það hefur hann sýnt á Hampden Park. Don Masson og Derby-leik- mennirnir Bruce Rioch og Archie Gemmill sýndu stórleik á miöj- unni —þeir réðu algjörlega gangi leiksins og sköpuðu mikla hættu uppiviðmark N-íranna. Gemmill opnaöi leikinn meö góðu marki — en si'ðan bætti Don Massonmarki við, og hann var aftur á ferðinni, þegar Skotar gulltryggðu sér sig- ur (3:0). Þá sendi hann knöttinn til Kenny Dalglish (Celtic), sem skoraöi örugglega. Skotar óðu i marktækifærunum — t.d. misnot- aði BruceRiochvitaspyrnu. — Ég er mjög ánægöur með strákana, þeir hafa ekki verið nizkir á mörkin, sagði Willie Ormund, einvaldur skozka liðsins, en strákarnir hans hafa skoraö 6 mörk i tveimur leikjum I brezku meistarakeppninni. Pat Jennings, hinn snjalli markvörður Tottenham, átti ekki möguleika á að koma i veg fyrir mörkin þrjú. Jennings lék sinn 59. landsleik fyrir N-írland, og jafn- aði þar með met yfirmanns slns, Terry Neill, framkvæmdastjóri Tottenham, sem lék 59 landsleiki, þegar hann lék meö Arsenal, og MASSON GEMMILL JENNINGS TAYLOR siöan Hull. Tommy Cassidy (Newcastle) var eini irinn, sem átti ekki slæman dag á Hampden Park, þar sem 49.897 áhorfendur voru samankomnir. Peter Taylor (Crystal Palace) var hetja hins unga enska lands- liðs.sem sigraöi (1:0) Wales iCardiff. Taylor, sem hefur skor- að mörk I öllum landsleikjum sin- um fyrir England — bæði með aðallandsliöinu og landsliðinu sem skipaö er leikmönnum undir 23ja ára aldri, skoraði sigurmark Englendinga, eftir sendingu frá fyrirliöanum, Gerry Francis (Q.P.R.). —SOS Real fékk þungan dóm REAL MADRID hefur verið dæmt I þriggja ára keppnisbann i Evrópukeppni I knattspyrnu. A- stæðan fyrir þvi er hegðun áhorf- enda i Madrid, þegar þeir ruddust inn á leikvanginn eftir leik Real Madrid gegn Bayern Munchen og lumbruðu á dómaranum og Gerd Muller, sem ætlaði að verja dóm- arann. — Þetta er þungur dómur og við munum tapa stórfé — allt að 100 milljónum dollara, sögðu Spánverjar, scm hafa áfrýjað dómnum. — SOS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.