Tíminn - 18.05.1976, Page 3
Þriðjudagur 18. mai 1976
TÍMINN
3
á Listahátíðina
FB—Reykjavik. — Söluskrifstofa
Listahátiöarinnar var fuil út úr
dyrum i allan gærdag, fyrsta
söludag miða að Listahátið, að
sögn Hrafns Gunnlaugssonar.
Mestur áhugi fólks virðist vera á
Benny Goodman, Helga
Tómassyni og Cleo Laine, og mið-
ar á skemmtanir þessara aðila
eru langt til uppseldir nú
Næst á eftir þessum
þremenningum koma þau
Anneliese Rothenberger, og
William Walker. Hrafn sagði, að
fólk virtist ekki vita um verð að-
göngumiðanna á Listahátiðinni,
Biðröð við miöasölu Listahátiðar
I gær. Timamynd: G.E.
enda hefði það ekki verið auglýst
sérstaklega. Hann sagði að verðið
væri frá 800 til 2000 krónur. Miðar
á Benny Goodman og Cleo Laine
kosta 2000 krónur, en miðar i
Þjóðleikhúsið og Háskólabió yfir-
leitt lOOOkrónur, þó nokkru meira
I beztu sætin. Þá kostar yfirleitt
800 i Kjarvalsstaði og Norræna
húsið.
Vísitala framfærslukostnaðar:
Var 566 stig
í maíbyrjun
11, 6% hækkun í byrjun febrúar
Kauplagsnefiid hefur reiknað
visitölu framfærslukostnaðar í
maíbýrjun 1976 og reyndist hún
vera 566 stig eða 59 stigum hærri
en i febrúarbyrjun 1976. —
Hækkun visitölunnar frá febrú-
arbyrjun 1976 til malbyriunar
1976 var nánar tiltekiö 58,7 stig
eða 11,6%. Var um að ræða verð-
hækkun á fjölmörgum innlendum
vöru- og þjónustuliðum, þar á
meðal á búvörum i marz s.l., seg-
ir I fréttatilkynningu Hagstofu Is-
lands.
TOLLVÖRU-
GEYMSLA
OPNUÐ í
KEFLAVÍK
Gsal-Reykjavik. Fjörutiu ein-
staklingar og félög á Suðurnesj-
um hafa opnað tollvörugeymslu
að Iiafnargötu 20 i Keflavik, og
var tollvörugeymslan tekin I
notkun sl. fimmtudag, en þar eru
teknar til geymslu ótollafgreidd-
ar vörur og umboðssendingar
fyrir innlenda og erlenda aöila.
Upphitað geymslurými innan-
húss er 1070 fermetrar, en vöru-
geymsla er einnig á 6000 fermetra
svæði utanhúss, innan girðingar.
Að sögn Guðmundar Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Tollvörugeymslunnar vonast eig-
endur fyrirtækisins til þess, að
fyrirtækiö geti stuðlað að eflingu
iðnaðar og verzlunar á Suður-
nesjum.
Breiðholt heldur
áfram með verka-
mannabústaði
FB-Reykjavik. Samkvæmt upp-
lýsingum, sem blaðið hefur aflað
sér lögöust framkvæmdir Breið-
holts hf. við Verkamannabústaði
Reykjavikur I Seljahverfi ekki
niður um helgina, eins og fram
hafði komið I fréttum, að gæti
orðið.
Mun verkinu verða haldið á-
fram, enþarna er verið að byggja
um 300 ibúðir af ýmsum gerðum
og stærðum, og eru þær mjög
mislangt komnar. Sumar Ibúð-
anna eru senn tilbúnar til afhend-
ingar, en aðrar eiga ekki að verða
tilbúnar fyrr en á næsta ári.
rra umunamum a L,æKjar-
torgi á laugardagskvöld að
lokinni Keflavikurgöngunni.
A þessum fundi voru að
minnsta kosti 8000 manns að
sögn lögreglunnar og eru
þetta fjölmennustu aðgerðir
sem fram hafa fariö gegn
dvöl varnarliðsins hér á
landi og aðild tslands að
NATO. Timamynd: G.E.
Átök á þingpöllum
Alþingis í gær
Jafntefli Friðriks og Karpovs:
KARPOV VILDI MANNAKAUP
EN FRIDRIK VILDI EKKI
— síðari skák Friðriks og Karpovs
verður tefld í síðustu umferðinni
Gsal-Reykjavik — Friðrik ólafs-
son, stórmeistari og Anatoly
Karpov heimsmeistari eru nú
efstir og jafnir á Euwe-skámótinu
I Amsterdam i Hollandi, þegar
mótið er hálfnað. Þeir hafa báðir
hlotiö tvo vinninga, unnið eina
skák hvor og gert tvö jafntefli. —
Það er engin ástæða til þess að
vera óánægður með árangurinn
til þessa, sagði Friörik ólafsson I
samtali við Tbnann i gær, en þá
var fridagur hjá skákmönnum. t
dag taka þeir aftur til við skákina
og teflir Friðrik þá við Timman
frá Hollandi, en heimsmeistarinn
Karpov teflir við Browne frá
Bandarikjunum.
í fyrstu umferð Euwe-skák-
mótsins vann Friðrik skák sina
við Timman. — Skákin var lengi
vel jöfn, sagði Friörik , en Timm-
an fór slöan út i vafasamar að-
gerðir, sem leiddu til þess að
hann tapaði peði. Ég varð að visu
að láta peðið aftur af hendi siðar
en fékk hins vegar óstöðvandi fri-
peð, sem kallað er, og vann skák-
ina.
Um skák sina við Karpov, sem
lauk með jafntefli á laugardag-
inn, sagði Friðrik: — Þetta var
mjög róleg og jöfn skák, sem end-
aði með þvi að við þrálékum.
Karpov bauð upp á mannakaup
en ég vildi ekki taka þvi boði, svo
hann bauö aftur og ég svaraði enn
á sömu leið. Niðurstaðan varð sú,
að við þrálékum, svo það má
segja, aö það hafi verið gagn-
kvæm skoðun beggja að ljúka
skákinni með jafntefli.
A sunnudag tefldi Friörik við
Bandarikjamanninn Browne og
lauk þeirri skák með jafntefli
eftir aðeins þrettán leiki. Um þá
skák haföi Friðrik þetta að segja:
— Skákin var mjög flókin alveg
frá upphafi og þaö voru farnar
leiðir, sem verða að teljast ó-
venjulegar. Af þeim sökum eydd-
um við báðir mjög miklum tima,
og þegar við höfðum leikið þrett-
án leiki hafði staöan litið sem
ekkert haggazt — og við sættumst
þvi á jafntefli. Það hefði auðvitað
verið hægt að tefla skákina frek-
ar, en ég vildi ekki þreyta mig um
of og taldi þvl rétt að sættast á
jafnteflið.
Fjóröa umferð skákmótsins
hefst i dag, eins og áður greinir,
en á morgun hefst 5. umferð og
teflir Friðrik þá við Browne og
Karpov við Timman, en I 6. og
siöustu umferð teflir Friðrik við
Karpov og Timman við Browne.
Mjög mikilláhugi er fyrir þessu
skákmóti i Hollandi, og hefur ver-
ið reist stórt tjald fyrir utan Van
Gough safnið, þar sem mótiö fer
fram á fjórðu hæð, og geta áhorf-
endur þar fylgzt með skákunum á
lokaðri sjónvarpsrás.
A.Þ.-Reykjavik. Þaö bar til tið-
inda i gær á Alþingi rétt eftir að
umræðum um námsián lauk, að
maður nokkur á áheyrendapöll-
um hóf mikinn reiðilestur yfir
rikisstjórninni vegna námslána-
frumvarpsins. Nærstaddir þing-
veröir gerðu tilraun til þess að
koma manninum burtu, en voru
hindraðir við störf sin af náms-
fólki, sem safnazt hafði saman á
Sr. Sveinbjörn Bjarnason, sem
fékk veitingu fyrir Mosfellspresta-
kalli i Kjalarnesprófastsdæmi frá
1. marz s.l. að afstaðinni kosn-
ingu, hefur af sérstökum einka-
ástæðum beðizt lausnar frá þessu
embætti og fengið hana, segir i
fréttatilkynningu frá Biskups-
stofu. Hefur biskup Islands þvi
auglýst Mosfellsprestakall laust
til umsóknar og er umsóknar-
þingpöilum.
, Kom allt- fyrir ekki, þótt lög-
reglumenn kæmu fljótlega á vett-
vang. Tókst manninum að ljúka
ræðusinni, sem stóð þrjár til fjór-
ar minútur.
Það heyrir til algjörra undan-
tekninga, að Alþingi sé óvirt með
þeim hætti, sem námsfólk geröi I
gær.
frestur til 15. júni n.k. Þá hefur
biskup einnig auglýst Hjaröar-
holtsprestakall I Snæfellsness- og
Dalapróf astsdæm i með
umsóknarfresti til 5. júni n.k. þar
eð settur prestur i þvi prestakalli
hefur óskað eftir að verða settur i
Norðfjarðarprestakalli, en um
það kall hefur enginn sótt, þótt
það hafi verið tvivegis auglýst i
vetur.
Mosfellspresta-
kall aftur laust