Tíminn - 18.05.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 18.05.1976, Qupperneq 11
Þriðjudagur 18. maí 1976 TÍMINN 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I lausasöiu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Draumar um nýja nýsköpunarstjórn Mikil vonbrigði rikja nú i heimkynnum Þjóðvilj- ans. Ráðamenn hans hafa um skeið alið þá drauma, ásamt Birni Jónssyni og Gylfa Þ. Gislasyni, að nú- verandi rikisstjórn væri að falla, og yrði leyst af þólmi af nýrri nýsköpunarstjórn, þvi að Björn og Gylfi myndu sjá um, að vinstri stjórn yrði ekki endurreist. Það er nú komið á annað ár siðan Þjóð- viljinn tók að spá falli stjórnarinnar og sá i anda Lúðvik Jósepsson sem sjávarútvegsráðherra i nýju nýsköpunarstjórninni og Kjartan ólafsson sem arf- taka Brynjólfs Bjarnasonar i sæti menntamálaráð- herra. Nú er ekki sjáanlegt að þessir draumar ræt- ist að sinni, og að rikisstjórnin muni sitja til loka kjörtimabilsins. Þess vegna rikja mikil vonbrigði hjá Þjóðviljamönnum, og beina þeir ekki sizt spjót-~ um sinum að þeim, sem þeir telja eiga þátt i þvi, að nýsköpunardraumurinn skuli ekki strax rætast á þessu kjörtimabili. Það kom fljótt i ljós eftir að núverandi stjórn var mynduð, að ýmsir leiðtogar Alþýðubandalagsins undu þvi illa að vera utan stjómar. Þó gátu þeir betur sætt sig við þetta, meðan efnahagserfiðleik- arnir voru mestir, en óskhyggja þeirra magnaðist, þegar viðskiptakjörin tóku að rétta við á ný. Vegna afstöðu aðalleiðtoganna i Alþýðuflokknum, Björns Jónssonar og Gylfa Þ. Gislasonar, var þeim ljóst, að ekki var grundvöllur fyrir nýrri vinstri stjórn i náinni framtið. Fyrir Alþýðubandalagið var þvi ekki um annað að ræða, ef það átti að komast i stjórn á ný, en þátttaka í nýrri nýsköpunarstjórn. Björn Jónsson og Gylfi Þ. Gislason gylltu lika eftir megni þessa hugmynd i augum ráðamanna Alþýðu- bandalagsins. Það bættist svo við að italski kommúnistaflokkurinn, sem ýmsir leiðtogar Alþýðubandalagsins hafa litið á sem fyrirmynd, tók_ að herða þann áróður, að hann og kristilegi flokkur- inn ættu að mynda stjórn saman. Gamlir leiðtogar Alþýðubandalagsins frá nýsköpunarámnum, eins og t.d. Einar Olgeirsson, tóku og mjög i sama streng. Einhverjir, sem taka skrif Þjóðviljans alvarlega kunna að telja það litt trúlegt, að forystumenn Alþýðubandalagsins láti sig dreyma um nýja nýsköpunarstjóm, Svo mjög fordæmi Þjóðviljinn nú Framsóknarflokkinn fyrir samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn, og svo ljótum orðum fari Þjóðviljinn um Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen. En Þjóðviljinn hefur aldrei verið seinn að skipta um tón, þegar þess hefur þótt þurfa. Þannig gerbreytt- ist afstaða hans til ‘Sjálfstæðisflokksins og ólafs Thors á einum degi, þegar nýsköpunarstjórnin gamla var mynduð. Þá kunna ýmsir að halda, að varnarmálin muni standa i veginum. En þar visa hinir itölsku læri- meistarar veginn. Þeir segjast vera reiðu- búnir að sætta sig við þátttökuna i Nato, og að Nato haldi áfram bækistöðvum sinum á ítaliu. Þess er lika skemmst að minnast, að þingmenn Alþýðu- bandalagsins lýstu sig andviga landhelgissamn- ingnum 1973, en greiddu svo atkvæði með honum vegna stjórnarþátttökunnar! Það stendur þvi ekki á leiðtogum Alþýðubanda- lagsins, fremur en Birni og Gylfa, að ráðast i nýtt nýsköpunarævintýri. Þess vegna rikja nú vonbrigði, hjá Þjóðviljanum, þegar hann gerir sér ljóst, að draumurinn um það mun ekki rætast næstu misseri. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Bandaríkin og Efna- hagsbandalagið Bætt sambúð þeirra veikir Ford í AAichigan UM ÞESSAR mundir er Gis- eard d’Estaing Frakklands- forseti að hefja heimsókn til Bandarikjanna i tilefni af 200 ára afmæli þeirra. Giscard mun að sjálfsögðu heimsækja Ford forseta i Hvita hilsið, en að öðru leyti mun hann ferðast um Bandarikin og leggja á- herzlu á vináttu og samstarf Frakklands og Bandarikj- anna. Þessa er nú talin sérstök þörf, þar sem skoðanakannan- ir, sem nýlega hafa farið fram, benda til þess, að marg- ir Bandarikjamenn telji Frakka ekki nána bandamenn sina. Þetta getur starfað að einhverju leyti af þvi, að bæði de Gaulle og Pompidou voru oft óþægir i samskiptum við Bandarikin. Þá er Gyðingum i nöp við Frakka sökum vin- samlegrar afstöðu þeirra til Araba. Hitt er mörgum Bandarikjamönnum siður ljóst, að Bandarikjastjórn hefur lika átt sinn þátt I þvi, að sambúðin milli Bandarikj- anna og Vestur-Evrópu hefur oft verið lakari undanfarin ár en skyldi. Einkum hefur þetta gerzt á viðskiptasviðinu og birzt i deilúm milli Bandarikj- anna og Efnahagsbandalags- ins, þar sem hvor aðilinn um sig hefur hótað tollahækkun- um eða innflutningshöftum, og stundum gripið til þeirra. Það má vafalitið þakka Ford for- seta og ráðgjöfum hans i efna- hagsmálum, að verulega hefur dregið úr þessum deil- um Efnahagsbandalagsins og Bandarikjanna á siðari miss- erum. Efnahagslegir ráðgjaf- ar Fords eru flestir friverzlun- armenn, og hafa þvf mjög var- að við höftum vegna efna- hagskreppunnar, sem hefur gist vestræn lönd undanfarin ár. Þess vegna hafa verið lagðar litlar eða engar hömlur á innflutning iðnvara til Bandarikjanna frá löndum Efnahagsbandalagsins, þrátt fyrir atvinnuleysið I Bandarikj- unum. Hafi verið um einhverj- ar hömlur að ræða, hefur þeim helzt verið beitt þannig, að viðkomandi innflutningsland reyndi að draga úr innflutn- ingnum sjálfviljugt, en bein- um hömlum ekki verið beitt af hálfu Bandarikjanna. Þetta hefur boriö þann árangur, að sambúð Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu hefur sennilega aldrei verið betri en um þessar mundir. Segja má með miklum rétti, að þetta sé nú ein bjartasta hliðin á vestrænni samvinnu. Það hefur vissulega ekki litið að segja, ef efnahagssamstarf rikja, sem mynda varnar- bandalag, er i sæmilegu lagi. HITT er svo annað mál. að slikt samstarf getur mælzt misjafnlega fyrir i viðkom- andi löndum. Þvi er sennilega ekki rangt til getið, að heim- sókn Giscards komi á versta tima fyrir Ford, en hún hefur að sjálfsögðu veriö ákveðin fyrir alllöngu. Þá var ekki verið að huga að þvi, að heim- sókn hæfist degi fyrir forkosn- ingarnar I Michiganriki, heimariki Fords forseta. For- setinn var talinn sigurviss þar, svo að ekki þyrfti um þetta mál að hugsa. 1 Michiganriki er miðstöð bila- iðnaðarins i Bandarikjunum, og þar rikir veruleg gagnrýni á haftalausan eða haftalitinn innflutning á bilum frá Evrópu og Japán. Reagan hefur mjög notfært sér þetta i áróöri sinum i Michigan, og nefntþetta sem eitt dæmið um Tapar Ford i Michigan I dag? Heimsækja frönsku forsetahjónin Ford á versta tlma? undanlátssemi Bandarikja- stjórnar i utanrikismálum. Vafalitið hefur þetta fundið hljómgrunn I Michigan, og ekki er ósennilegt, að heim- sókn Giscards verði til að vekja meiri athygli á þessu en ella. Það er eins og flest snuist nú Ford i óhag. A SIÐAST LIÐNU ári voru fluttir til Bandarikjanna bllar frá löndum Efnahagsbanda- lagsins fyrir um 2,2 milljarða dollara. Kærur höfðu komiö fram varðandi þaö, að bila- verðið væri svo lágt, miðað við verð á bandarlskum bilum, að hér væri um aö ræða undirboð, sem samrýmdist ekki banda- riskum lögum. Fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, William Simon, hafði fyrirskipað rann- sókn á málinu, en afturkallaöi hana svo skyndilega. Slik rannsókn hefði getað valdið miklum deilum milli Banda- rikjanna og Efnahagsbanda- lagsins. Það var þvi mikilvægt fyrir samstarf Bandaríkjanna og Efnahagsbandalagsins, að rannsóknin var afturkölluð, en sennilega ekki að sama skapi heppilegt fyrir Ford, að þetta gerðist rétt fyrir forkosning- arnar i Michigan. Ford forseti gæti hins vegar grætt pólitiskt á þessari ákvörðun, ef hann næöi svo langt aö verða fram- bjóðandi i forsetakosningun- um. Hjá almenningi mælist það ekki illa fyrir, að bila- kóngunum i Bandarikjunum sé veitt aðhald með innflutn- ingi á ódýrum bilum. Þetta gildir hins vegar vart I Michigan.af framangreindum ástæðum. Þá hefur Bandarikjastjórn látiðþaðkyrrt liggja, að Efna- hagsbandalagið hefur gefið fyrirmæli um að reynt verði að draga úr hinum miklu þurrmjólkurbirgðum i löndum Efnahagsbandalagsins, meö þvi að blanda þurrmjólkinni i dýrafóður. Þetta getur nefni- lega dregið úr innflutningi á sojabaunum frá Bandarikjun- um. Um skeið virtist, aö Bandarikjastjórn myndi kæra þetta fyrir GATT, en hefur nú fallið frá þvi. Loks er þess að geta, að Ford forseti hafnaði nýlega tillögum ráðgjafa sinna um að leggja innflutningshöft á skó- fatnað frá Efnahagsbanda- lagslöndunum, en aðallega kemur hann frá Italiu. Þessi skófatnaður er yfirleitt ódýr- ari en sá bandariski og hefur selzt vel. Sennilega hefur þaö átt þátt i þessari ákvörðun, að kosningár standa fyrir dyrum á ttaliu, og slik höft hefðu ekki mælzt vel fyrir þar. Ford forseta má segja það til lofs, að hann hefur ekki vikið frá friverzlunarstefnu sinni, þrátt fyrir prófkosningarnar, en það heföi getað styrkt hann I ýmsum prófkjörum að vikja frá henni á vissum sviöum. Ford á þvi vissulega mikinn þátt i þvi, aö sambúð Banda- rikjanna og Efnahagsbanda- lagsins hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.