Tíminn - 18.05.1976, Side 13
12
TÍMINN
Þriðjudagur 18. mai 1976
Þriðjudagur 18. mai 1976
TÍMINN
13
Heimir Steinsson:
Þitt er menntað afI og önd.
Þættir úr ræðu, sem flutt var við skólaslit Lýðhóskólans í Skúlholti 2. maí síðast liðinn
1 Heimskringlu Snorra Sturlu-
sonar er að finna lýsingu eins af
virðingamönnum norskum i
byrjun 11. aldar, Erlings Skjálgs-
sonar á Sóla. Um hann segir, að
honum fór svo við verkmenn sina,
að vegur þeirra óx undir handar-
jaðri Erlings, keyptu sér frelsi,
réðust i útgerð, settusaman eigin
bú, efldust að fé og frama.
Lýsingu Snorra á Erlirigi lýkur
með þessum oröum: ,,011um kom
hann til nokkurs þroska.”
Það mun tæpast ofmælt, að
siðast greind orö tjái flestum
ummælum skýrar þá hugsun,
sem liggur til grundvallar
menningarviðleitni hvers konar,
en skólahaldi sér i lagi. Lýsing
Erlings Skjálgssonar er þá og
þrásinnis dregin fram, þegar þess
konar efni ber á góma. Skóla-
mönnum er það tamt að vitna til
umræddra orða, og allir þeir, er
fástvið uppeldis- og fræðslustörf
af einhverju tagi, munu að likind-
um ala með sér þann draum, að
þeim megi auðnast hið sama og
Erlingi: þetta, — að koma öllum
til nokkurs þroska.
Þó er hinu ekki að leyna, að á
stundum fara menn með orð þessi
af takmarkaðri ihygli. Það er
alkunna, að margt er hægar sagt
en gjört. Glæsileg hugmynd, hnit-
miðuð ummæli veröa löngum að
léttvægum slagorðum, ef hugur
eigi fylgir máli, ef þess er ekki að
fullu gætt, hvert er hið eiginlega
innihald markvisrar setningar.
Fari svo, verður háleit hugsjón ef
til vill tæpast annað en skraut-
fjöður, úrelt þíng, innantöm og
gagnslitil.
Þegar staldrað er við framan-
greinda lýsingu, virðist einkum
ástæða til að gefa gaum að
tveimur orðum, — öllum — og —
nokkurs. öllum kom hann til
nokkurs þroska. Látum Erling
Skjálgsson liggja milli hluta og
þar með einnig lönguliöna glæsi-
mynd manns, sem enginn fær nú
metið af fullu raunsæi. En gefum
okkur stundartóm til að igrunda
sjálfa hugmyndina um
menningarfrömuðinn, skóla-
manninn, menntastofnunina,
uppeldisstööina, — og leggjum
áherzlu á þau orð, sem áherzla
ber: öllumkom hann til nokkurs
þroska. Hér er ekki látiö viö það
sitja, að sumum einum megi vel
farnast, heldur öllum. Hér er þess
þaðan af siður krafizt, að allir
komist til sama þroska. Ýtrustu
kröfur verða ekki gerðar til sér-
hvere manns. Hitt er öðru meira
metið, að hver og einn nái
nokkrum þroska, að einstakling-
ur megi sæta þeim vexti, sem
honum verður auðið, eflast að,
eigin hætti, svo langt sem sá hátt-
ur nú nær.
Vera má, að mikið sé i fang
færzt, ef reynt er aö herma
þessi orö upp á menntastofnanir '
okkar daga i heild. Þó leikur mér
hugur á að freista þess 1 stuttu
máli. Ekki ætla ég mér þá dul að
draga einstaka skóla inn i þá
ræðu. Þvi siður skal svo viða-
miklum efnum hreyft sem lögum
um skóla, hvort heldur þau nú eru
gömul eöa ný, hvort heldur og um
er að ræða svonefndar æðri eða
óæöri menntastofnanir.
Hitt er mér efst i huga: Þau
grund valla rsjónarmiö , sem
rikjandi eru á vettvangi skóla-
mála almennt, sá andi, sem
svffur yfir vötnum fræöslumála,
ef mér leyfistað taka svo óljóst til
oröa. Spurning sú, sem ég hyggst
varpafram,er þessi: Er uppeldis
og skólamálum landsmanna i
raun svo háttaö, að öllum verði
við rikjandi aöstæður komið til
nokkurs þroska? Er það tryggt,
að sú skólaganga, sem hefst um 6
ára aldur og standa skal heilan
áratug, en enzt getur tugina tvo,
verði hverjum og einum i þeim
mæli gagnleg að segja megi, að
nemandinn hafi öðlazt þann
þroska, sem honum að öðru jöfnu
ætti auðið að verða?
Nú hagar ekki svo vel til, að hér
standi við ræðupúlt sérfróður
maöur um uppeldis- og kennslu-
mál. Þar mun margur annar i
senn læröari og um leið gæddur
þeirri yfirsýn, sem tölulegur fróð-
leikur af ýmsu tagi veitir. Hér
einungis talað i krafti hversdags-
legrar reynslu tæpra tveggja
áratuga af kennslu á ýmsum
skólastigum. Veröur við svo búiö
að una þessu sinni, þótt sjónar-
hornið ef til vill verði af þessum
sökum einstaklingsbundnara og
afmarkaöra en skyldi.
Það er vandalaust að gagnrýna
annarra manna verk. Veilur
hvers einasta skóla eru óteljandi,
ef fingurgómum er strokið um
hverja sprungu. Allt orkar
tvimælis þá gert er, og álitamál
þrýtur aldrei. Sama máli gegnir
um skipan fræðslumála almennt.
Ungum kennara verður gjarnan
starsýnt á þessa bresti. Hann
undrast, hve margir þeir eru,
smáir flestir, en óþægilegir allt að
einu, tilefni endalausra heila-
brota um það, hvernig betur megi
haga einu og öðru. Þegar á liður
verður mönnum það hins vegar ef
til vill ljóst, að undan þessum
fjölda litilvægra vankanta verður
ekki komizt. Sé gert að einni rifu i
vegg, gliðnar hleðslan i spannar
fjarlægð. Fræðslu- og uppeldis-
störf eru svo nk af fjölbreytni
lifsins, að aldrei sér fyrir endann
á nýjum og nýjum viðfangsefn-
um, deilumálum og óhöppum.
Meö timanum verða þessar hliðar
máls jafnvel fagnaðarefni, gæða
tilvist manna á jörðinni fjöl-
breytni og hæfilegri þenslu. Ef til
villl á hið siðast talda við um
kennara og nemendur jafnt. Seint
hygg ég renni þaö ár, er ungir og
glaöbeittir nemendur allra skóla
hætta að fullu og öllu að gera
athugasemdir við einstaka þætti I
framkvæmd starfsins, bera fram
kröfur, breyta mörgu smáu.
Hér er þvi i fyrstunni hróflað
við litilvægu efni, og það hefur
mérlengi veriðljóst. Ágreiningur
og gagnrýni vegna einstakra
framkvæmdaatriða hér og þar
valda mér takmarkaðri áhyggju.
Enda stefndi ég að öðru meö
spurningu þeirri, sem ég áðan
varpaði fram, — ööru efni og
alvarlegra, — vandkvæði, sem
sótt hefur að mér með vaxandi
þunga um árabil, sem kennara
við barna- og unglingasköla, viö
gagnfræöaskóla, við lýðháskóla
heima og heiman.
Mig grunar i fáum orðum sagt,
að þvi fari viös fjarri, að skólar
standi undir þeim oröum, sem hér
var vitnaö til i upphafi máls. Ég
hef gilda ástæðu tU að ætla, — og
veit raunar margan sama sinnis,
— aö alls ekki veröi um þessar
stofnanir sagt, aö þær komi öllum
til nokkurs þroska, m.ö.o. að
sérhver nemandi nái þeim mark-
miðum, sem honum að öllu sjálf-
ráöu ætti að vera kleift aö höndla.
Vissulega þokast allir áleiöis, ef
ekki hamlar heilsuleysi af
einhverju tagi. En það er stað-
reynd, aö ótrúlega margir
nemendur leysast úr skólum, án
þess þeir séu þann veg i stakkinn
búnir, aö þeir megi rata á þá
hillu, er rétt veröi talin hverjum
og einum. Ráövilltir um framtiö
sina, — og þvi miöur oft og einatt
Heimir Steinsson.
beinlinis stöðvaðir á frekari
þroskabraut, — standa margir
unglingar uppi að lokinni skóla-
göngu, sem numið hefur allt að
tiu árum eða jafnvel drjúgum
lengri ti'ma.
Stór orð ef til vill, — en
óskemmtilega sönn allt að einu.
Skólar koma sumum til mikils
þroska, mörgum til verulegs
vaxtar, — en ekki öllum til
nokkurs frama. Að jafnaði henta
skólar fyrst og fremst svokölluð-
um „góðum” nemendum, þ.e.a.s.
þeim, sem standast þaö hæfnis-
mat, er skólarnir fyrirfram hafa
samið og sett. Drjúgur hluti
nemenda fylgir hinum fyrr
nefndu fast á hæla, berst i
bökkum, en brýzt upp hamarinn
við illan leik. En allstór hópur
hrapar ofan flugin og hafnar i
urðinni neðan við þverhnipið.
„Gjörið svo vel, reynið aftur.”
Þetta er svarið, sem siðast
greindi hópurinn fær, ef hann
spyr, hvað gera skuli. „Takiö
haustpróf, sitjið aftur i sama
bekk. Þið vitið, að þið komizt ekki
lengra,nema þið klifiðhamarinn.
Uppi á brúninni tekur við nýtt
brattlendi, aðrir hamrar. En að
lokum munuð þið hvifast á
grænum grundum, — þ.e.a.s. ef
þiö standið ykkur i fjallgöngunni,
veljið þá leið, sem við höfum
markað ykkur, — og gangið hana
til enda.”
Betur að þetta væri skopmynd,
— betur að ég væri eingöngu að
reyna að skemmta ykkur með
eftirminnilegum orðum þessar
siðustu minútur vetrarins. En þvi
er verr. Þetta er ekki skopmynd,
— ekki einu sinni ýkt mynd. Þetta
eru blákaldar staðreyndir og,
annaö ekki. En þetta eru stað-
reyndir, sem við I lengstu lög
neitum aö horfast i augu við. Við
þolum þær ekki og það stafar af
þvi að þær leiða i ljós harmleik,
sem skólinn sendir frá sér með
þennan stimpil á enninu: Þú
stóöst þig ekki. Þú ert eftirbátur,
undirmálsgripur. Þessi stimpill
er ögrun viö mannlega reisn.
Hann kann að valda varanlegu
tjóni. Svo kann að fara, að hann
beygi einstakling, skeröi sjálfs-
viröingu hans, jafnvel tortimi
henni. Afleiöingin veröur beizkja,
römm og ill. Stundum liöa mörg
ár þar til hlutaðeigandi hefur rétt
úr kútnum. Fyrir kemur, aö hann
geri það aldrei.
Ef leitaö er að sökudólgi,
kemur I ljós, að enginn veröur
öðrum fremur krafinn ábyrgðar
vegna þessa ástands. Viö höfum
öll tekiö að erfðum þann skóla,
sem skipulagður er likt og leik-
vangur, þar sem háð er keppni
með reglubundnu millibili, sigur-
vegararnir krýndir og sendir til
annarrar enn harðari keppni, en_
hinum visað út af vellinum Hvort
leikreglur keppninnar, kröfur
þær, sem gerðar eru, viðfangs-
efnin sjálf, eru i umtalsverðu
samræmi við lifið utan leikvangs-
ins, er vægast sagt álitamál oft og
einatt. En svona hefur þetta nú
alltaf verið. Og svona hlýtur þetta
þar að leiðandi alltaf að verða. —
Þannig hugsum við að jafnaði.
Og þó. — Hægt og hægt virðast
augu manna vera að opnast fyrir
þvi, að allur þessi málatilbúnað-
ur, kerfið i heild, hugmyndaheim-
ur sá, er liggur þvi til grundvall-
ar, eru I veigamiklum efnum al-
röng. Nýjar námsbrautir eru opn-
aðar, fleiri dyr liggja aö salar-
kynnum svonefndra æðri skóla en
áður var. öldpngadeildir starfa.
Námsflokkar Reykjavikur vinna
ómetanlegt starf, og sama máli
gegnir um hliðstæðar stofnanir
aðrar. Fjölbrautaskóli er risinn,
— e.t.v. skærasti vonarbjarminn
á himni menntamála i svip. Lög
um fullorðinsfræðslu eru i burð-
arliðnum, — einnig fagnaðarefni
meira en orð fá lýst.
Eigi að siður virðist mér tæpast
unnt að segja, að enn blasi við
annað en dagrenning viö sjón-
deildarhring. Ýmislegt virðist
jafnvel horfa til gagnstæörar átt-
ar. Kröfur um tilskilin próf og
svonefnd réttindi eru bersýnilega
harðari en fyrr, enda þeir orönir
fleiri en áður, sem dregið geta hin
sáluhjálplegu plögg að húni. Hinir
eru þá enn rækilegar settir hjá en
áður.
Eg hygg, að þá fyrst kunni að
hilla undir raunverulega lausn
þessara mála, þegar endurskoðuð
hafa verið frá rótum heföbundin
viðhorf okkar um þaö til hvers við
eiginiega höfum skóia, hvert sé
verkefni slikra stofnana. Það
getur ekki verið hlutverk skóla að
standa að reglubundnum kapp-
leikjum, sem halda við ójöfnuði,
draga menn í dilka, hampa sum-
um, en hnekkja öðrum. Þess hátt-
ar aðfarir eru beinlinis ómannúð-
legar. Tillitið til einstaklingsins,
mannsins, er látiö vikja fyrir
hagsmunum stofnunarinnar,
kerfisins, heildarinnar eða hvert
það nú annars kann að vera,
faguryrðið, sem við notum til að
skreyta miskunnarleysi okkar og
harðneskju.
í stað hins hefðbundna sjónar-
miðs verður að koma annað við-
horf: Skólinn ertil vegna einstak-
linganna, — allra. Þaö er hlut-
verk skólans að gera sérhvern
nemanda þannig úr garði, að
hann eða hún fái að fullu nýtt þá
hæfileika, sem i vöggugjöf voru
þegnir. Skólanum ber að aðstoða
nemandann við að finna þá leið,
sem honum er fær — og styöja
hann inná þessa braut. Hamingja
nemandans um ókomin ár er
markmiöið, — ekki aðeins ham-
ingja þeirra, sem kallaðir hafa
verið beztir, — ellegar hinna, sem
spjara sig. Nei, — öllum skal
komiö til nokkurs þroska.
Hér gefst aö sjálfsögöu ekki
tóm til aö ræða frekar fram-
kvæmdaatriði, er varða þessi
mál. En benda mætti lauslega á
einstaka þætti: Þaö er augljóst,
að náið samstarf veröur að vera
milli skólans og vinnumarkaöar-
ins i heild — margfalt nánara og
tiöara en nú er. Skólinn er sem sé
aö búa menn undir aö velja eitt-
hvert það starf, sem gæðir lif
þeirra fyllingu. Sérhver skóli ætti
að lita á starfsfræðslu, persónu-
legar og einstaklingsbundnar
leiðbeiningar varðandi starfsval,
sem einn veigamesta hluta verka
sins.
Það er i annan stað efalaust, að
endurmat verður að fara fram á
gildi hinna ýmsu starfa. Eins og
allir vita, teljast sum störf gera
fólk að virðingamönnum, en önn-
ur ekki! Hér ber okkur raunar að
byggingarlagi samfélagsins
sjálfs. Launagreiðslur og annar
aðstöðumunur eru á næsta leiti.
Sú spurning vaknar, að hve miklu
leyti ójafnaðarskóli er skilgetið
afkvæmi ójafnaðarþjóðfélags,
þar sem ójafnaðarmönnum þrá-
sinnis vegnar vel, en hinum mið-
ur.
1 þriðja lagi hlýtur nýr skóli að
takmarka af öllum mætti þá
hæpnu spurningakeppni, sem háð
er á vori hverju og raunar löngum
endranær og gengur undir nafn-
inu „próf”.
Hver einasti kennari veit,
að hann þarf ekki að troða nem-
anda sinum gegnum þetta nálar-
auga i því skyni að ganga úr
skugga um það, hvern mann hann
hefur að geyma. Vetrarlöng sam-
skipti, — að ég ekki tali um
margra ára vist, — segir miklum
mun meira um nemandann en
hitt, hvort hann hefur tileinkað
sér þá einföldu tækni, sem til þess
þarf að festa sér i minni um nokk-
urra daga bil eldforn konunga-
nöfn, beygingu sagnar, stærð-
fræðiformúlu ellegar öndunarað-
feröir bandormsins.
Ef einhver á að ganga undir
próf, þá er það ekki nemandinn,
heldur skólinn. Og það próf er
ekki fólgið i þvi að sýna, hversu
há hundraðstala nemenda hefur
sigrazt á falleinkuninni. Það er
raunar ekki fólgið i þvi að sýna
eitteða neitt. Prófið, sem skólinn
gengurundir, ferfram innan rifja
hvers einstaks kennara. Sam-
vizka hans er prófdómarinn. Alúð
hans og umhyggja fyrir nemand-
anum, — hverjum einstökum
nemanda, — er prófverkefnið. Vei
þeim, sem fellur á sliku prófi. Það
hef ég þrásinnis reynt, og svo
mun um fleiri. Ef til vill er það
þess vegna sem ég stend hér og
segi það, er ég nú hef sagt. —
Vissulega ber hér að gera
greinarmun á undirbúningi vegna
sérfræðilegrar þjónustu ýmiss
konar og annarri fræðslu. En
framangreind orð um gildi prófa
eiga fyllilega við um þau skóla-
stíg, sem ég hef gert að umtals-
efni 1 þessu máli.
Eins og ég áður drap á, er ræðu
þessari ekki beint gegn tilteknum
aðilum, einstaklingum eða stofn-
unum. Hér gengur nefnilega eitt
yfir alla. Þar af leiöandi er þess
heldur ekki að vænta, að þau um-
skipti, sem ég nú hef rætt og
raunar virðast eiga sér formæl-
endur fleiri, megi fram fara i
skjótri svipan. En teiknin eru á
lofti sem fyrr greinir, — teikn
komandi tima. Sjálfur er ég
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast einum slikum fyrirboða
um árabil, — skólahaldi, sem
raunar er oröiö aldar gamalt og
löngu hefúr þrautprófað ýmsar
þær starfsaöferðir, sem aörir
skólar góðu heilli gera tilraunir
með nú. Þessi fyrirboöi nýrra
hátta er lýöháskólahreyfing
Noröurlanda. Um hana mun ég
ekki segja annað þessu sinni en
það eitt, aö innan vébanda hennar
hafa þær frá upphafi verið rikj-
andi hugmyndirnar, sem ég leyfði
mér að rekja hér að framan.
Skóli lifsins var lýðháskólinn
nefnduriöndverðu: skóli einstak-
lingsins, mannsins, mennskunnar
hefur hann ætið viljað vera. Op-
inn stendur hann öllum jafnt, án
tillits til fyrri menntunar, prófa,
skilrikja og réttinda.Og markmið
lýðháskólans er þetta: að leið-
beina einstaklingnum i leit hans
að hamingju i starfi og einkalifi.
Sú er önnur gæfa okkar, sem
hér erum saman komin, að hafa
fengið það verkefni að reisa og
reka lýðháskóla á islandi, og
hefja með þeim hætti á loft eitt
þeirra merkja komandi aldar,
sem margan dreymir um. Blind-
ur er hver I sjálfs sin sök, og ekki
skal ég um það fullyrða, hvern
veg til hefúr tekizt þau f jögur ár,
sem skóli þessi hefur nú starfað.
En markmiðin hafa verið ljós frá
öndverðu, og svo er enn. Viljandi
hefur skólinn ekki látiö það hjá
liða að setja manninn ofar kerf-
inu, einstaklinginn skör hærra en
tilbúnar kröfur. Ójafnaðarmenn
höfum við og ekki viljað vera. All-
ir leysast lýðháskólamenn héðan
að lyktum með sama hætti. Von
skólans er sú, að sérhver hafi hér
komizt til nokkurs þroska, —.
fengið að einbeita sér að þeim
verkefnum, sem hlutaðeiganda
voru hjarta næst, — og eflzt á
þeim vettvangieftir þvi sem föng
leyfðu. Hafi svo til tekizt er vel.
Að öðrum kosti er starf okkar
unnið fyrir gýg. —
Nemendur góðir. Komið er að
lokum. Eftir vetrarlanga dvöl hér
i Skálholti skilur leiðir, og hver
fer til sins heima. Á slikri stundu
eru mér ofarlega I huga þakkir
fyrir snurðulaust samstarf, sem
ekki verður sagt, að borið hafi
nokkurn skugga á. Fyrst vil ég
þakka fyrir sjálfs min hönd og
fjölskyldu minnar, — einnig barn-
anna, sem að nokkru hafa verið
likust systkinum ykkar i vetur,
Þvi næst þakka ég af hálfu kenn-
ara og annarra starfsmanna,
hvort tveggja, félagslega sam-
vinnu og alúð við nám.
Þessum skóla er þannig háttað,
að hingað kemur nýr nemenda-
hópur á hausti hverju. Samhengi
þvi, sem einkennir margra ára
skóla, er ekki til að dreifa á þess-
um stað. Yngri nemendur læra
engar venjur af þeim eldri,
hvorki illar né góöar. Með nokkr-
um rétti má segja, að skólinn sé
stofnaður að nýju ár hvert. Skipu-
lagning starfsins er vissulega i
höndum skólastjórnar. En við-
brögð nemenda eru ævinlega ó-
ráðin fyrirfram. Ekki fer hjá þvi,
að starfslið biði þess með nokk-
urri eftirvæntingu, hvernig hver
nýr hópur reynist. Meðvitað eða
ómeðvitað taka nemendur þátt i
að byggja skólann hverju sinni,
og á ýmsu getur oltið um það,
hvernig til tekst. Mat okkar, sem
eftir sitjum að vori, verður eðli-
lega breytilegt eftir aðstæöum.
Og það mat tekur fremur mið af
hópnum sem heild en einstökum
nemendum.
Þegar litið er um öxl til þess
vetrar, sem nú er á enda, sækir
einna fastast að mér sú hugsun,
að þessu sinni hafi hér verið á
ferð hópur ungmenna, sem stund-
aði námsitt af ýtrustu kostgæfni.
Þar með skal ekki hallaö á aðra
nemendahópa, sem hér hafa fyrr
verið, hvað þetta efni áhrærir.
Vissulega hefur og gengiö á ýmsu
i vetur eins og ævinlega, frá degi
til dags og frá námsgrein til
námsgreinar. En þegar til heild-
arinnar er litið virðist mér þessi
misseri hafa orðiö mér blessun-
arlega erfið sem kennara, ein-
faldlega af þvi að nemendur hafa
upp til hópa gengiö fast eftir
reglubundinni meöferönámsefnis
ogallsekkimælztundan nokkurri
raun á þeim vettvangi, en fremur
1
v' v.‘ ' ;'■ i - . ' '
♦
'
• . ?• " •."****'' ' * ..->r **+■■ • . . '■ -
.
;
' f',- -
Lýðháskólinn i Skáihoiti.
veriðhvetjandi en letjandi hverju
sinni. Slikt leyfi ég mér að nefna
blessunarlegt erfiði, þvi að ekkert
er kennara kærara en að finna
fúslega við þvi tekið, sem hann
ber á borð. Þar veit ég, að ég
mæli fyrir munn sam-
starfsmanna minna allra.
Þetta er mér þeim mun meira
gleðiefni sem lýðháskóli ævinlega
geturátt yfir höfði sér ótimabært
hóglifi, sprottið af frjálslegum
starfsháttum og næsta takmark-
aðri aðgangshörku. Eigi verulega
vel til að takast um ástundun,
verður frumkvæðið að koma frá
nemendum sjálfum.Hver og einn
verður að vera kominn á skólann i
þvi skyni að stunda þá aleflingu
andans og athöfn þarfa, sem
nemandinn ræður við. Slik af-
staða er aðalsmerki sannra lýð-
háskólanema. Og þetta viðhorf
hefur verið rikjandi i hópi ykkar i
vetur.
Félagslifið kann ykkur hins
vegar að hafa fundizt skrykkj-
óttara en skyldi. Við þvi er ekk-
ert að segja. Hefur hver til sins á-
gætis nokkuð, og nú hef ég nefnt
það, sem mestu varðar, þegar
ykkar hópur er til umræöu. En
hinu vil ég þó bæta við, að frá
minum bæjardyrum séð, hefur
félagslifið einnig gengið dável, aö
ekki sé meira sagt. Þess ber að
gæta, að hópurinn er ekki stór, og
sé fámennið haft i huga, hygg ég,
að vel megi una við þá athafna-
semi, er höfð hefur verið i
frammi. Skemmtikvöldin eru ófá
orðin á vetrinum, og ævinlega
urðu þau ánægjuefni, Skólablað-
inu fór engan veginn aftur.
Skólakór hefur I fyrsta sinni
starfað vetrarlangt. Félagsmála-
námskeiðið varð óvenju þrótt-
mikið að sögn Jóhannesar Sig-
mundssonar. Ótal margt fleira
mætti nefna.Enallofthefég orðið
þess var, að hópurinn ykkar litli
bjó yfir óvæntu afli til átaka, þeg-
ar mikið lá við og kraftarnir voru
stilltir saman af hæfilegri einurð.
Látbragðsleikur á miðjum vetri,
en sjónleikur og skólahátið ný-
verið eru eftirminnilegustu dæmi
hins siðast talda. í bæði skiptin
voru allir með að einu verki, þótt
hver reri með sinni árinni. Og
aldrei hefur mér þótt vænna um
ykkur en einmitt þá. —
Ég forðast það gjarnan að
kveðja nemendur, þegar þeir fara
héðan. Eins ogéggatum framar i
þessu máli, tel ég það hlutverk
skóla að fylgja nemendum fram á
veg eftir þvi sem við verður kom-
ið, með ráðum og dáð, unz hlutað-
eigandi hefur nálgazt þá braut,
sem honum er fær. Hingað munuð
þið leita á komandi mánuðum
vegna starfs eða frekari skóla-
göngu ellegar enn annarra hluta.
Og vonandi liggur leið ykkar um
hlaðiö i Skálholti sem oftast á
komandi árum. Næsta vor er
skólinn fimm ára. Þá er I ráði að
safna saman eldri nemendum og
ganga formlega frá stofnun nem-
endasambands. Gamanverður að
sjá ykkur aftur við það tækifæri
og endranær, þegar efnt verður til
vinafunda meö Skálhyltingum,
hér heima eða annars staðar.
Lifsreglur höfum við lagt ykkur
nógar undanfarna mánuði. Við
þær skal engu aukið i dag, enda
orð i þvi efni ævinlega léttvægari
en athafnir. Megi ykkur öllum
takast áð verða góðir menn og
batnandi, — hamingjusamir ein-
staklingar, sem aUa ævidaga una
glaðir við einhvern þann hlut,
sem þið vænstan finnið og höndl-
ið. Betri ósk hugkvæmist mér
ekki ykkur til handa að lyktum.
Lýðháskólanum i SkáUiolti vet-
urinn 1975—1976 er slitið. —
Björgunarskýrsla SVFÍ
Slysavarnafélagið hefur látiö manna úr strönduðum skipum á koma fram nöfn björgunarsveita, skipbrotsmanna og hverrar
gera þetta kort um björgun árunum 1966-1975. A kortinu nöfn strandaðra skipa, fjöldi þjóöar þeir eru.
230 MANNS BJARGAÐ ÚR STRÖNDUÐUM SKIPUM 1966-1975 Nöfn skipa: Wyre Conqueror FD 187 Gesina, Kopervik, Noregi Boston Wellvale GY 407 Bjarmi II, EA 110 s tn 3 40 O > -o X Surprise GK 4 Halkion VE 205 t*> c*> 111 >* o c o a. Sigurbergur RE 97 Stakkur VE 32 Arnfirðingur II GK 412 Gjafar VE 300 Thomas Bjerco, Kaupmannahöfn K «o Ui > c s c '5 v» O uj rC QC < c s M o c •o 1 15 o M 0) c O. -o X 1 Poit Vale GY 484 Andvari VE 100 Hvassafell, TFUB, Akureyri D. B. Finn H 334 ViS
Björgunarsveitir og heimili: ÁR 1966 1967 '68 '69 1970 '71 1973 1974 1975 Samtals
Björgunarsveitin Víkverji, Vík í Mýrdal 18 18
Björgunarsveit SVFÍ, Neskaupstað 9 ■ ■ ' 9
Björgunarsveit SVFÍ, ísafirði 18 18
Bjsv. Dröfn, Stokkseyri og Björg, Eyrarbakka 12 12
Björgunarsveitin Þróttur, Meðallandi 6 6
Bjsv. SVFÍ, Landeyjum og Dagrenning, Hvolsvelli 28 28
Bjsv. Þróttur og Víkverji 9 9
Björgunarsveitin Stakkur, Keflavík 6 6
Björgunarsveitin Eldey, Höfnum 6 6
Bjsv. Víkverji og Dagrenning 5 5
Björgunarsveitin Þorbjörn, Grindavík 11 12 2 25
Björgunarsveitin Bróðurhöndin, V.-Eyjafjöllum 10 10
Björgunarsveitin Dröfn, Stokkseyri 9 5 14
Björgunarsveitin Elding, Borgarfirði eystri 13 13
Bjsv. SVFÍ, Egilsstöðum og Eskifirði 5 5
Björgunarsveit SVFÍ, örœfum i 6 6
Björgunarsveitin Garðar, Húsavík 19 19
Bjsv. Víkverji og Lífgjöf, Álftaveri * 21 21
45 18 28 9 17 11 36 26 40 230
þörfnumst þín.
Þú okkar.
Þjóðerni:
íslendingar 136
Englendingar 75
Danir 10
Norðmenn 9