Tíminn - 18.05.1976, Qupperneq 15

Tíminn - 18.05.1976, Qupperneq 15
ÞriOjudagur 18. mai 1976 TÍMINN 15 1 í tilefni þríheyrðrar ræðu Rikisútvarpið flutti mér þrisv- ar á sama degi kjarnann úr æsingaræðu Björns Jónssonar á Lækjartorgi 1. mai. Það er ámóta og þegar forsetinn ávarpar þjóð sina á nýársdag. Ekki skal þetta eftirtalið en muna má það þegar maðurinn fer næst að tala um einokun rflús- stjómar á útvarpinu. Björn fullyrðir að 6% verðhækkun stafi af ákvörðun stjómarvalda beinlinis. Er svo að skilja að hann telji það stafa beinlínis af hrekkvisi og illvilja rflcisstjórnarinnar. Hér mun nú reynt að lita á vissa þætti þessara veröhækkana. Nefnum fyrst hækkun á land- búnaöarvörum. Hlutiaf veröhækkun þeirra átti að réttu lagi að koma fram á fyrra ári, en samkomulag fékkst um að fresta henni vegna verð- stöövunar og þeirrar óvissu sem var um þaö hvaðgert yrði i verö- lagsmálum og efnahagsmálum almennt. Björn Jónsson metur slikt eftir þvi sem drengskapur hansendisttil — metur það einsk- is. Annar þáttur þessarar verð- hækkunar er til þess að bændur fái kaúphækkun i hlutfalli við aðra. Birni finnst forsmán að þaö skuli gerast um leið og aörir fara að vinna fyrir hærra kaupi. Það yrði að minnsta kosti að blða þangað til menn fái útborgað. Um þetta þarf ekki aö fjölyröa. Það liggur ljóst fyrir að Birni finnst rétt að Alþýðusambandinu sé beitt til þess að koma I veg fyrir að bændur fái kauphækkun um leið ogAnnaö fólk. Um það er ágreiningurinn. 1 þriöja lagi hækkuðu land- búnaðarvörur vegna þess að niðurgreiðsia var minnkuö. Eitt af baráttumálum Alþýðusam- bandsins er lækkun skatta. Auðvitaö þarf minna fé að heimta I rlkissjóð vegna þess að niöur- greiðslur lækka. Bjöm hefur ekki sagt hvaða rikisútgjöld ætti að fella niður vegna minni skatt- heimtu, en þetta dæmi sýnir að það getur orðið erfitt að gera hon- um til hæfis I þeim efnum. Vildi Alþýöusambandiö kannski halda óbreyttu útsöluverði land- búnaðarafuröa þrátt fyrir minnk- aða niðurgreiðslu? Mættum viö vona að Björn Jónsson hafi einhverja skoðun um það. I öðru lagi deilir Björn Jóns- son á hækkaö verð hjá rikisstofn- unum svo sem rafveitum. Sjálf- sagt má nefna sementsverk- smiöju i sama flokki. Vill hann reka þessi fyrirtæki með hallá? Sé svo, hvemig vill hann þá jafna þann halla? Um þetta hljóta menn að spyrja. Heldur Björn að það komi betur við almenning að láta rikissjóð taka á sig beina niðurgreiðslu á rafmagni og sementi? Þarf ekki einhvers kon- ar skattheimtu til þess? Enn deilir Björn á rikisstjórn- ina fyrir að hafa leyft ýmsar veröhækkanir almennt svo sem dagbl. Hafi það verið ástæðu- laust er væntanlegt að flokkur hans selji blað sitt á gamla verð- inu. Ekki neyöa þeir vondu menn I ráðherrastólunum neinn til að hækka verð þó að þeir leyfi það. Það myndi vega upp á móti mörgum æsingaræðum á Lækjar- torgi ef Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn sýndu i verki að það var ástæðulaust að leyfa þessar verð- hækkanir. Enn deilir Bjöm Jónsson á rikisstjórninafyrir hækkað verð á einkasöluvörum — þ.e. áfengi og tóbaki. Þar er lika um að ræöa skattheimtu sem hann er á móti. En ætli að þjóðarhagur þyldi nú ekki þó aö menn minnkuðu ögn kaup og notkun á þeim vörum? Það skal ég játa að mér er ekki fyllilega ljóst hvernig Björn Jóns- son reiknar út hlut kaupgjaldsins iverðlaginu. Mér skilst að það sé nokkuð flókiö mál. Tökum til dæmis flutningskostnað vöru milli einhverra staða. Þar kemur auðvitað til bein vinna við tilfærsluna. En svo er kostnaður viö bil. Þá þarf aö reikna hlut kaupgjaldsins i verði varahluta, i viögeröakostnaöi, sem að nokkru er vélavinna og i oliuveröinu. Svo þarf aö vita um hlut kaupgjalds- ins i húsaleigunni. Það má vel vera að þeir Bjöm Jónsson og As- mundur Stefánsson hafi þetta alit á hreinu. En gaman væri að mega sjá það. II. Baldur Oskarsson skrifar i Morgunblaðið, ieynir þar að skjóta skildi fyrir Björn Jónsson og talar um ótta við Alþýðusam- tökin. Um svipað leyti skrifar Vilmundur Gylfason i Visi og i þetta sinn góða grein. Hann bendir þar á að þau alþýðusam- tök, sem ekki vita hvað þau vilja, hafi ekkert með pólitiskt vald að gera. Alþýðusamband íslands hafi enga skoðun á þvi hvaða launahlutfall eigi að vera i land- inu. Þegar öllu sé skipt upp sé auðvitað að hækka við einn án þess aö draga þaö frá öðrum. Allt tal um annað sé ábyrgðarlaust fleipur. Vilmundur segir beinlinis i þessu sambandi að hátekjuhópar noti stundum verkfallsréttinn til fjárkúgunar, þó að verkalýðs- hreyfingin hafi það eitt þar við að segja að verkfallsrétturinn sé heilagur. Ég átti fyrir nokkru hér i Timanum grein þar sem ég deildi á Alþýðusambandiö fyrir það aö berjast fyrir hlutfaflslegri hækk- un á öllum launum þannig að lág- launamenn yrðu að bera umfram þá hækkun sem þeir fengu sjálfir kostnaðinn af kauphækkun hinna. Ég skal setja þetta upp I dæmi, Kauphækkun 6%. Dagkaup 2400 krónur hækkar um 144 krónur. Dagkaup 5000 krónur hækkar um 300 krónur. Kostnaður við heimilishald vex um 200 kr. á dag. Aö gefnu tilefni vegna orö- sendingar frá bæjarráöi Hafnarfjarðar vill jafnréttis- nefnd Hafnarfjarðar taka eftir- farandi fram: 1. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarð- ar var kosin af bæjarstjórn Hafnarfjarðar hinn 14. októ- ber 1975, og er þvi undimefnd bæjarstjórnar eins og t.d. bæjarráö. 2. Samkvæmt samþykkt bæjar- stjórnar á hlutverk nefndar- innar að vera m.a. ,,að gera úttekt á stöðu kvenna I bæn- um og vinna að skrá um óskir þeirra að þvi er varðar stjórnun og rekstur bæjar- félagsins” og „hafa með höndum almenna fræöslu- og upplýsingastarfsemi meðal almennings um jafnréttis- mál.” 3. Það er rétt, að könnunin, sem hér um ræðir er hvorki á veg- um bæjarráös né bæjarstofn- ana I Hafnarfiröi heldur er hún á vegum jafnréttisnefnd- ar Hafnarfjaröar eins og greinilega kemur fram i bréf- inu, sem fylgir könnnuninni og bréfhaus Hafnarfjarðar- bæjar er á. Jafnréttisnefndin haföi engan ófrómleika I SJ-Reykjavik. A sunnudag fóru fram fyrstu kappreiðar Fáks á þessu vori. Fóru þær vel fram i góöu veöri, og voru áhorfendur nokkur þúsund. Sköruðu þeir hestar fram úr, sem verið hafa i góöri þjálfun. í 250metra skeiði sigraði Óöinn Þorgeirs Jónssonar i Gufunesi. Timi hans var 22,5 sek. og knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson. Var þetta aöeinsbetri timi en Islands- met Glettu Sigurðar Clafssonar, en fæst ekki staöfestur vegna meðvinds, sem var á sunnudag- Niðurstaðan er sú að af þeim sem minna hafði eru teknar 66 krónur á dag umfram þá kaup- hækkun sem hann fékk til þess að bæta 100 krónum raunverulega við dagkaup hins. Þetta er gert undir þvi yfirskini að verið sé að rétta hlut hinna lægstlaunuðu. Þetta kallaði ég hræsni og for- smán. Þetta bað ég forustumenn ASI að ræða við mig. Til þess reynast þeir tregir. Kannski eru þeir ekkert stoltir af frammistöðunni. Ég er ekki hræddur við alþýöu- samtökin að öðru leyti en þvi að ég veit aö það er kviðvænlegt ef þeir sem völdin hafa vita ekki hvernig þeir vilja nota þau. Ég hef árum saman haldið þvi fram að launþegasamtökin eigi aö vera sterk og eigi að ráða launakjörum i landinu. — Þau gera þaö aö verulegu leyti. — En ég hef bent á að þau eigi að bera ábyrgö. Rikisvaldiö — löggjafinn eigi aö fela þeim ábyrgð. Laun- þegasamtacin eigi að vera ábyrg fyrir beim launamismun eða segjum launahlutfalli sem viöur- kennt er i landinu. Ég neita mér þvi ekki um það aö láta gleði mina fljós þegar ég les i blaöi álit Vilmundar Gylfasonar aö hreyfingin hafi ekkert með póli- tiskt vald aö gera fyrr en hún hefur einhverja skoöun i þeim efnum. Þetta er satt. Við erum ekki hræddir viö alþýðusamtökin. En við höfum áhyggjur af háttalagi og skoðanaleysi þeirra sem nú hafa þar forustu. H.Kr. huga, þegar hún lét setja bréfhaus Hafnarfjarðarbæjar efst á bréfið, þvi aö hún vissi sig kosna af bæjarstjórn til ákveðinna verkefna, sem hún er að vinna að með könnun- inni. Ef hins vegar sú er raun- in á, að aðeins bæjarráð og bæjarstofnanir megi nota bréfhaus bæjarins á bréfum sihum, þá er sjálfsagt aö biðja þá afsökunar, sem tóku sér nærri þessi „mistök” nefndarinnar. 4. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarð- ar vill nota þetta tækifæri til þess að þakka konunum úr Bandalagi kvenna fyrir sjálf- boðaliðsvinnu við fram- kvæmd könnunarinnar, en verðmæti hennar nemur þeg- ar nokkuð á annað hundrað þúsund krónur. Þá þakkar jafnréttisnefnd Hafnarfjarö- ar ýmsum öðrum, sem lagt hafa könnuninni lið og þá ekki sizt öllum þeim, sem taka þátt i könnuninni bæöi góöar viðtökur og þann skerf sem þeir leggja af mörkum, til þess aö könnunin nái tilgangi sinum. Hafnarfirði 16. mal 1976. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar. Annar var Fannar Haröar G. Albertssonar á 23,3 sek., knapi Ragnar Hinriksson. Þriöji var Ljúfur Haröar G. Albertssonar á 24.3 sek., knapi Sigurbjörn Bárð- arson. I 250 metra stökki sigraöi Funi, eigandi og knapi Vilhjálmur Hrólfsson. Timi 19 sek. Ann- ar var Sleipnir Harðar G. Al- bertssonar á 19,1 sek., knapi Sig- urbjörn Bárðarson. Þriöji varö Hreinn Harðar G. Albertssonar á 19.3 sek. knapi Jóhann Tómasson. Orðsending til Hafnfirðinga Kappreiðar Fáks á sunnudag Óðinn Þorgeirs í Gufunesi vann skeiðið Bætti íslandsmetið, en meðvindur kom í veg fyrir staðfestingu r 1 Kaupmannahöfn er stœrsti ferðamarkaður No rðurlanda > m i sumar f tjúgum við 3 kvöld i viku til Kaupmanna- ^ hafnar á mánudögum/ miðvikudögum og föstu- dögum. Héðan verða farnar 4 ferðir í viku til rn Narssarssuaq i sumar. z * > 33' o- 30 o- 2 2 o w * < > co c * > 30 m w H ■n 30 > Z ■n C 30 H O m z 2 0 z o X m z „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur" kvað Jónas Ilallgrimsson i Kaup- mannahöfn fyrir nærri 150 árum. Enn má rekja spor Jónasar i borginni viö sund- ið. Kaupmannahöfn er mesta samgöngumiðstöö á Noröur- löndum. Þaðan liggja leiðir til allra átta. A ferðamarkaöi Kaupmannahafnar er feiki- legt úrval ferða um allan heim. Þar fást dýrar ferðir og ódýrar, langar og stuttar, ■ til austurs og vesturs og til noðurs og suðurs. SAS er áhrifamikill aðili á ferðamarkaöi Kaupmanna- hafnar. Gób þjónusta SAS saman- stendur af mörgum þáttum og miklu starfi. Hér eru fáein atriði nefnd, sem setja svip- mót á starfsemi SAS: Umhyggja fyrir farþegunum frá upphafi ferðar til leiðar- loka. Flugvélar af nýjustu og bestu gerðum. Skandinaviskt starfsfólk um ailan heim. Sérstök sæti fyrir reykingar- menn. Fyrirgreiösla i fjarlægum löndum. Matur fyrir sykursjúka, grænmetisætur og smábörn, sé hann pantaður i tæka tið. A löngum flugleiðum skiptir slikt máli. Þjónusta SASer.rómuð um allan heim vegna þess, að starfsmenn félagsins leggja sig fram um að greiða fyrir viðskiptamönnunum eftir því sem efni standa frekast til. JP/X Laugavegi 3 Símar: 21199 22299 > co O z CD X C X m m c/) ro > ro o m r~ O Z > TJ > ro œ x > 2 ro O x o ^ISSA SINGAPORE NAIRÓBÍ JÓHANNESARBORG TO Fóstra óskast til starfa við leikskóla Hvammstanga i sumar. Nánari upplýsingar gefur undirritaður og skulu umsóknir berast til hans fyrir 27. mai n.k. Sveitarstjóri Hvammstangahrepps. Simi 95-1353, Hvammstanga. Arnesingar Ónæmisaðgerðir gegn mænuveiki fara fram sem hér segir: Á Heilsuverndarstöð Selfoss þriðjudagana 25.5., 1.6. og 8.6., frá kl. 16,30 til ki. 18,30. Á læknamóttökunum i Hveragerði fimmtudaginn 20.5. í Þorlákshöfn mánudaginn 24.5. Á Eyrar- bakka fimmtudaginn 3.6. Á Stokkseyri föstudaginn 4.6. frá kl. 16,30 til 18,30. Heilsuverndarstöð Selfoss. I 350 metra stökki sigraöi Loka Þórdisar H. Albertsson á 25,4 sek., knapi Sigurbjörn Báröar- son. Annar varö Óöinn Haröar G. Albertssonar á 26,1 sek., knapi Jóhann Tómasson. Þriöji varö Goöi Sigurþórs Sæmundssonar á 26,3 sek.,knapiBjörn Baldursson. SOOmetra stökk fór á þá leiö, aö fyrstur varö Geysir. Eigendur Helgi og Höröur Haröarsynir. Timi 64,7 sek., knapi Sigurbjörn Báröarson. Annar varö Þjálfi Sveins K. Sveinssonar á 65,5 sek., knapi Guörún Fjeldsted. Þriöji varö Rosti, eigandi og knapi Baldur Oddsson. Timi hans var 66,6 sek. 1 1500metra brokkisigraöi Faxi Eyjólfs Isólfssonar, sem einnig var knapi. Timi 3 min 19,6 sek. Annar varö Léttir Sigurbjörns Gunnarssonar, sem einnig var knapi. Timi 4 min. 02,5 sek. Þriöji varö Gnýr á 4 min 17,1 sek. Eig- andi og knapi Bjarni Sigurösson. PRAG AMSFERDAM LISS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.