Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 6
6 TíMINN MiOvikudagur 19. mai 1976 LEIKFÉLAG KÓPAVOGS „Tony teiknar hest” eftir Lesley Storm. Frum- sýning. Þýöandi: Þorsteinn ö. Stephen- sen Leikstjóri: Gisli AlfreOsson Leikmynd: Gunnar Bjamason. Leikfélag Kópavogs frum- sýndi „Tony teiknar hest” eft- ir eftir Lesley Storm síöast liö- inn föstudag I góöu veöri og fögru, en þetta siöast talda er dálitiö atriði, ef hugsaö er til ný- liöins vetrar. Áhorfendur eru betur i stakk búnir á fögru vor- kvöldi til þess aö njóta leikhúsa, heldur en þegar þeir brjótast gegnúm hriðina og kófiö innan um beinbrotna trukka og yfir- gefna bfla og fötin á dömunum slást eins og freigátusegl fyrir storminum, meðan klöngrazt er seinasta spölinn inn i leikhúsiö. Nú er komið vor og eftirréttir leikhúsanna eru bornir fram eftir misjafnan kost I veizlunni miklu, sem staöið hefúr yfir slöan i haust. Leikfélag Kópavogs var endurvakið eftir nokkurt hlé á starfsemi og eftir þvi sem segir i bréfi frá leikfélaginu i sýningarskrá, þá hófst starf- semi félagsins seint á siöast- liönu sumri með æfingum á söngleiknum Bör Börssyni jr. eftir Harald Tusberg og Egil Monn-Iversen. Leikstjóri: Guö- rún Þ. Stephensen. Þýöandi: Kristján Árnason. Hljóm- sveitarsljóri: Björn Guðjóns- son. Dansstjóri: Ingibjörg Björnsdóttir. Leikmynda- hönnuöur: Gunnar Bjarnason. Næsta verkefni félagsins var jólavaka meö blönduöu efni en stærsta verkefniö var helgi- leikur eftir dr. Jakob Jónsson. Leikstjóri var Jóhann Norö- fjörð. Leikarar ú Leikfélagi Kópavogs fóru meö hlutverk, ásamt ungu skólafólki úr Kópa- vogi. Þriöja verkefni félagsins var barnaleikritiö Rauöhetta eftir Robert Burkner i þýöingu Sverris Háraldssonar. Leik- stjóri: Jóhann Noröfjörö. Músik og ljóö geröi Þóra Steingrlmsd. Dansatriöi: Ingibjörg Björns- dóttir. Fjóröa leikritið er brezka gamanleikritiö „Tony teiknar hest.” Tony teiknar hest Lesley Stormerfædd i Manse, Maud I Aberdeenskiri áriö 1903 og stundaöi nám viö háskólann i Aberdeen og lauk þaöan prófi. Fyrsta leikverk, sem eftir hana var sýnt var Dark Horizon, en þaö var frumsýnt fyrir fjórum áratugum eða rúmlega þaö. „Tony teiknar hest” var frum- sýnt i London árið 1939, en alls hefur það veriö sýnt 364 sinnum þar í borg. Þvi er svo viö aö bæta, að sum leikrit höfundar hafa verið flutt i Islenzka rikisútvarpiö. „Tony teiknar hest,, er gamanleikur af léttari sortinni, þar sem ráöizt er með háöi að efnaðri millistétt og eldsneytiö eöa blóðvökvinn er „mis- skilningur” og fieira i þeim dúr, sem "Viö þekkjum svo vel. Munurinn er aðeins sá, aö Tony er betur samiö og heillegra verk en margt af þessu tagi, sem boöiö er upp á. Viö lifum á erfiö- um timum og krafa okkar um sálfræðiieg, dapurleg verk, er þvi ekki einasta hávær, heldur lika auöskilin, en það verður þó aö segjasteins og er. aö þaö er ósköp notalegt aö hverfa um stund úr kraftlinum hinna drungalegu leikbókmenntaog nema i staöinn hinn fjöruga tón. Hláturinn er aö visu ekki tak- mark i sjálfu sér, en ef menn missa meö öllu hæfileikann til þess aö brosa, þá verður hlátur- inn alvarlegt mál eins og allt hitt I menningu okkar, en nóg um þaö. „Tony teiknar hest” er skemmtileg sýning og laus viö ýmsa agnúa, sem hrjáð hafa leikfélagiö á leiöinni upp úr öidudainum, þar sem þaö haföi legiö stóra stopp i nokkur ár. Sýningin er óþvinguö, vel æfö og meö þeim hætti aö notast leik- kraftarnir betur, ekki einasta hjá áhugaflokkum heldur i öll- um leikhúsum. Hópatriöi, blaðamannafundur á heimili Alfreðs Parsons. A mynd- inni eru I hlutverkum slnum, taliö frá vinstri, Arni Kárason, Björn Magnússon, Jóhanna Norðfjörð, Hafsis Benediktsdóttir, Helga Harðardóttir og Sig. Grétar Guömundsson. Tony teiknar hest í Kópavogi Leikurinn snýst einfaldlega um viðbrögð brezkrar milli- stéttarfjölskyldu viö þvi, þegar ungur sonur læknishjóna teiknar hest. Hesturinn er ekki aðeinsmeö haus og tagl og fjóra fætur, heldur ýmis önnur liffæri sem ekki falla beint inn I vandað heimilishald siöavandra stétta, þótt reðursættin fari enn meö völd I Bretlandi og afkomandi Auðuns skökuls sitji i hásætinu. Hestmyndin veldur deilum, ásamt klúru oröbragði drengsins: læknishjónin skilja um stund, konan hleypur aö heiman, brúökaupum er frestað og Alfreö Parson, tilvonandi borgarstjóri og lávaröur missir onum sig buxurnar á fámennum æsingafundi I Hyde Park. Það er enginn vafi á að það er leikstjórnin, sem hér gerir allan gæfumuninn. Þaö fólk, sem þarna leikur og ég hefi áöur séð, hefur ekki áður náö svo góöum árangri á sviðinu. Þaö sem helzt spillti sýningunni, er óhentugt húsnæöi og timafrekar skipt- ingar á leiktjöldum. Leikmynd Gunnars Bjarnasonar er ágæt, vönduð og „ensk”, en hún hentar á hinn bóginn illa vegna þess, að skiptingarnar taka of langan tima. Til mála kæmi að nota sömu sviðsmynd, út i Dr. Howard Flemming (Sig. Grétar Guömundsson) frú Parson (Jóhanna Noröfjörö). gegnum leikinn, meö minm- háttar breytingum, t.d. breyttist stofa Parson hjónanna mjög auöveldlega i franska krá með einfaldri skiptingu á hús- búnaöi. Þá mætti foröa sýningunni frá þvi spennufalli, er fylgir langdregnum skipt- ingum með þvi að beita ljós- fræöinni betur. Þetta eru atriöi, sem sett eru fram til athugunar fyrir leikhúsið. Vitna má til svipaðrar tækni I hinni ágætu sýningu Leikfélaganna á Sel- fossi og I Hveragerði á Atóm- stöðinni eftir Halldór Laxness, þar sem sama sviösmynd gekk gegnum fjölda atriöa meö ein- földum skiptum á munum og myndum. Þýöinguna geröi Þorsteinn ö. Stephensen, leikari og virðist hún mjög vönduö. Oröaleikir njóta sln vel og málfar er vandaö, en laust viö bókmál og allt það sem þvi oft fylgir. Eöli- legt málfar ljær sýningunni eðlilegan blæ. Um frammistöðu einstakra leikenda vil ég fátt segja, en okkur var það Ijóst fyrir, aö Leikfélag Kópavogs ræöur yfir ágætum leikkröftum og vil ég sérstaklega nefna þau Jóhönnu Noröfjörð, Helgu Harðardóttur, Sig. Grétar Guömundsson og Árna Kárason.sem sýndu ágæt- an leik. Árni þyrfti þó aö vanda framsögnina meira. Björn Magnússon nær lika betri árangri en ég hefi áöur oröið vitni aö hjá honum. Annars er það megineinkenni þessarar sýningar, aö leikendur eru jafnir, þótt sumir séu jafnari en aðrir eins og þar stendur, og áhorfendur skemmtu sér prýði- lega. Leikhusráð í Kópavogi Leikhúsfólk á höfuðborgar- svæðinu hlýtur ab fagna þvi, að Leikfélag Kópavogs starfar að fullum þrótti. Menn hafa dáiitið gagnrýnt verkefnaval þess, en um það skal þó ekki fjallaö hér. Margt bendir til þess aö félagiö hafi mikil áform og góö i fram- tiöinni. Næsta verkefni félags- ins veröur eftir færeyska skáld- iö William Heinesen, (Glataðir snillingar). Nýmæli hafa verið tekin upp I stjórn leikhússins. A aöalfundi Leikfélags Kópavogs i vor, var i fyrsta skipti kosið eftir nýjum lögum L.K. Lögin kveöa svo á um, aö kjósa skuli I leikhúsráð. Þetta er nýmæli hjá L.K. Leik- húsráö er skipaö þrem full- trúum frá L.K., framkvæmda- stjóra og einum fulltrúa kjörn- um af bæjarstjóm Kópavogs. Fulltrúi bæjarins var kjörinn Axel Jónsson alþingismaður og bæjarfulltrúi i Kópavogi. For- maður Leikfélags Kópavogs er Björn Einarsson. Jónas Guömundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.