Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 19. mai 1976 Dagblaðið Timinn óskar að ráða handrita- lesara. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Lesendur segja: Utanrikisráðuneytið, Reykjavikl7. mai 1976. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða fulltrúa I utanrikisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 9. júni 1976. Staðan verður veitt frá og með 1. júli 1976. Menntamdlaráðuneytið Hjúkrunarskóli íslands Nokkrar stöður hjúkrunarkennara eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. ! Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu og skulu umsækjendur tiigreina menntun og starfsreynsiu. Nánari , upplýsingar veitir skólastjóri. Laus staða Staða bókara við embætti bæjarfógetans i Bolungarvik, er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. júni 1976. Bolungarvik 17. mai 1976. Bæjarfógetinn i Bolungarvik. Bændur — kaupavinna 15 ára sveitastúlka óskar eftir kaupa- vinnu, eftir miðjan júni. Skrifið i pósthólf 72, Egilsstöðum. Útboð Tilboð óskast frá innlendum framleiöendum, I smiði lampa fyrir Hafnarbúðir. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, 28. mai 1976, kl. 14.00 e.h. __________ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Jón Emil Guðjónsson: Hvaðan kemur fé til breytinga vegna endurupptöku Z-unnar? Fyrirspurn til alþingismanna: Svo horfir sem ætlunin sé aö drifa hið svonefnda zetufrum- varp i gegnum Alþingi áður en þvi lýkur að þessu sinni. Enga einstaka stofnun mun frumvarp þetta snerta meira, ef að lögum verður en Rikisútgáfa námsbóka. Þrátt fyrir það hefur ekki þótt ástæða til að leita um- sagnar hennar um frumvarpið. Ég vona samt að mér leyfist — sem starfsmanni útgáfunnar — að beina eftirfarandi spurningu til fylgismanna áður- nefnds frumvarps á Alþingi. Ætla þeir að beita sér fyrir þvl, aö Rlkisútgáfan fái sér- staka fjárveitingu vegna þess mikla kostnaðar, sem leiða mun af þvi, ef zetu-frumvarpið verður að lögum — eða hafa þeir e.t.v. nú þegar útvegað fé til þessa, t.d. 10-20 milljónir króna? Rikisútgáfa námsbóka er þjónustustofnun fyrir kennara og skólanemendur. Ef hún fær ekki sérstaka fjárveitingu vegna hugsanlegra nýrra staf- setningarlaga mundi sú þjónusta, sem hún veitir, minnka I hlutfalli við þann kostnað sem ný lög um staf- setningu hefðu I för með sér fyrir útgáfuna. Ég tel því llklegt að háttvirtir stuðningsmenn zetu-frumvarpsins á Alþingi beiti sér fyrir þvi að útgáfan fái sérstakan fjárstyrk vegna þess, ella væru þcir með samþykkt frumvarpsins að rýra þann hlut sem útgáfan getur lagt til heimilanna og skólastarfsins i landinu. Slikt vil ég auðvitað ekki ætla þeim. Samt tel ég rétt að spyrjast fyrir um þetta til þess að um það þurfi ekki að vera neinn vafi eftir á. 15. mai 1976 Hver vill eignast pennavin hinum megin á hnettinum? Herra ritstjóri. Ég vona þú takir mér það ekki óstinnt upp að skrifa þér á þennan máta, enég er að vonast til þessaö þú getir hjálpað mér. Þannig er, að mig langar til að komast I bréfasamband við einhvern landa þinna. Þar sem ég þekki engan, sem ég gæti skrifað til, flaug mér i hug aö reyna fyrir mér hjá dagblööum. Ég hef ákaflega mikla ánægju af þvi að komast I samband við fólk og þar sem ég þekki lltiö til lands ykkar og þjóöar af eigin reynslu, flaug mér i hug að bréfaskriftir við einhvern gætu hjálpað mér að skilja lif ykkar. Ef þið gætuð aðeins kynnt mig fyrir íslendingum, sem fengjust til að skrifa mér, þá gæti það jafnvel orðið til þess að skapa vináttusambönd, svipuð þeim sem ég á við fólk I öörum heims- hlutum. Ég skrifast til dæmis reglulega á við pilt á Indlandi, sem nú hefur verið góður vinur minn um þriggja til fjögurra ára skeið. Vegna þess sam- bands veit ég hvað bréfasam- bönd geta haft margt gott I för meö sér. Aður en nokkur fæst til að skrifa mér, er ekki óllklegt að viðkomandi vilji vita ofurlítiö um það hverjum hann er að skrifa. Til að byrja með er ég nitján ára gömul, bankamær, og er á- kaflega ástfangin af lífinu. Ég hef mikla ánægju af tónlist, þótt ég hafi aldreilært að spila á nokkurt hljóðfæri, og ég er að- dáandi Wings, David Essex og margra ástralskra listamanna. önnur áhugamál min eru til dæmis ferðalög, sem ég vonast til að geta stundaö að nokkru marki i framtiðinni. Ég hef enn- fremur gaman af fatahönnun. Ég hef mikinn áhuga á potta- blómum og hef mikið af þeim 1 herberginu minu. Nýjasta áhugamál mitt (eða della) er aðmála. Ég náði mér I oliuliti og gekk svo af göflunum við að mála. Málverkin mln eru .... mundi ég segja... KLESSU- LEG, en ég skemmti mér kon- unglega við aö skapa þau. Auk þess fylgist ég með knatt- spyrnu, kappakstri svolitið með krikket og öðrum útilþróttum. Um þessar mundir bý ég meö foreldrum minum I Salisbury North, sem er úthverfi I veru- lega hreinni og fallegri borg, Adelaide, sem er höfuðborg Suður-Ástraliu. Raunar hef ég aðeins búið hér slðastliðin þrjú ár, en fram til þess bjuggum við I sveit, á sveitabýli. Þar var gott að vera, en fremur dauft, þar sem ég komst ekki I kvik- myndahús, diskótekeða aðra þá staöi sem ég hef gaman af að sækja með vinum minum nú. Ég ætla að ljúka þessu bréfi, áöur en málæðiö yfirtekur mig og ég vona að þið getið hjálpað mér viö að finna pennavin. Ég yrði ævarandi þakklát, þar sem vinir eru þaö dýrmætasta, sem hægt er að eignast I þessari ver- öld. Þin einlæe Ms. Ann C. Buttfield 28 Downton Ave, Salisbury North 5108 South Australia Beiðni Ann er hér með komið á framfæri, i þeirri von að hún finni pennavin hér. Ann skrifar á ensku. Útboð Tilboð óskast I gatnagerð og iagnir i Hálsahvcrfi, 1. áfanga (iðnaöarhverfi milli Vesturlandsvegar og Bæjar- háls, rétt austan Höföabakka). Ctboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuveg 3, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, miövikudaginn 2. júni 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 * ..... "" 1 HRINGIÐ í SÍAAA 18300 MILLI KLUKKAN 11 — 12 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.