Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 7 Fjórðungssamband Norðlendinga: Efnir til róðstefnu á Sauðórkróki KS—Akureyri — Fjórðungssam- band Norðlendinga, hefur ákveð- ið að gangast fyrir ráðstefnu um nýtingu auðlinda hafsins og sjáv- arútvegsmál á Norðurlandi á svæðinu frá Horni að Langanesi. Ráðstefnan er i nánu samstarfi við Sjávarútvegsráðuneytið, Fiskifélag Islands og Haf- ran nsók na s to f nun , ásamt Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, Þjóðhagsstofnun og Aætlana- deild Framkvæmdastofnunar rikisins. Jafnframt er hún haldin með þátttöku samtaka sjómanna, útgerðarmanna og fiskframleið- enda á Noröurlandi. Flutt verða framsöguerindi um hagnýtingu fiskimiðanna fyrir Norðurlandi, um úrvinnslu sjávarafurða, fiskveiðilagarétt- inn, og um stjórnun fiskveiða. Einnig verða flutt erindi um þjóð- hagsstöðu sjávarútvegsgreina og um áætlanagerð i framleiðslu sjávarafurða. Fulltrúar hagsmunasamtaka sjávarútvegsgreina á Norður- landi munu þar gera grein fyrir sjónarmiðum sinum. Ráðstefnan verður haldin á Sauðárkróki laugardaginn 12. júni næstkomandi oghefstkl.9,30 f.h. með ávarpi sjávarútvegs- málaráðherra Matthiasar Bjarnasonar. Gert er ráö fyrir aö ráðstefnunni ljúki samdægurs. Ráðstefnan er öllum opin með málfrelsiog tillögurétti. Þeir sem láta sig sjávarútveg, sveitar- stjórnarmál eða fiskframleiðslu varða eru sérstaklega hvattir til að sækja ráðstefnuna og þó eink- anlega þeir er búa á svæðinu frá Horni að Langanesi. Ráðstefnan er ekki ályktunar- ráðstefna. Um þau málefni, sem koma fram á ráðstefnunni, verður fjallað af sérstakri sam- starfsnefnd, sem skipuð veröur I samráði við þá aðila, er að ráð- stefnunni standa. Nefndin mun annast sérstaka tillögugerð og stefnumótun fyrir næsta fjórðungsþing Norðlendinga, sem haldið verður á Siglufirði siðari hluta sumars, og mótar endan- lega stefnu i þessum málaflokki. Framhaldsdeildum Samvinnuskólans slitið 14. maí Framhaldsdeildum Samvinnu- skólans i Reykjavik var slitið þ. 14. mal. 25 nemendur stunduðú nám i 2 bekkjardeildum. Að þessu sinni brautskráðust. 7 stúdentar, og er það i annað sinn að stúdentar útskrifast frá framhaldsdeildum Samvinnu- skólans. Eins og s.l. ár var höfð samvinna við menntaskólann við Hamrahlið vegna brautskrán- ingar nýstúdentanna, þar eö enn vantar reglugerð frá hinu opin- bera um starfsemi deildanna. Rektor menntaskólans við Hamrahlið, Guömundur Arn- laugsson, afhenti nýstúdentum skírteini sin. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Sigmar E. Arnórsson, Reykjavik, 8,63. Avarp og kveðjur við skólaslit fluttu Axel Gislason, frkvstj. skipulagsdeildar S.Í.S., Svavar Lárusson, yfirkennari við framhaldsdeildir Samvinnu- skólans,og af hálfu nýstúdenta tal- aði Sigmar E. Arnórsson, Haukur Ingibergsson, skólastjóri, sleit siðan skólanum. Eins og flestum er kunnugt, er Samvinnuskólinn (1. og 2. bekk- ur) staösettur að Bifröst og hefur skólastjóri aðsetur sitt þar, en framhaldsdeildirnar eru i Reykjavik og hefuryfirkennarinn við þær, Svavar Lárusson, umsjón með daglegum rekstri Guðla ugsstaða mu n nsöfn- uður um Heilsugæzlustöð á Sauðórkróki Fremsti leiðtogi Framsóknarflokksins Jónas frá Hriflu mun einhvern tima hafa sagt, að hann hafi aldrei heyrt getið um heimskan Húnvetning. Nú vill aftur á móti svo til, að einn af alþingismönnum Framsóknarflokksins af einni algáfuðustu ætt Húnavatns- sýslu, Guðlaugsstaðakyni, hefur sýnt fram á að undantekningin getur sannað regluna. Þessi þingmaður hefur i ræðum á alþingi og ritgerðum í Timanum sýnt, að honum er fyrirmunað að skilja, hvað felst i kostnaði við hönnun mannvirkja. Er þetta óneitanlega mikill ljóður á hans ráði. Ekki sizt nú þegarlögð er sivaxandi áherzla á mikilvægi vandlegs undirbún- ings verka. Hann vill nú á grundvelli sinnar fáfræði setja á stofn heila rikissto&iun til að bjarga þessum hönnunarmál- um. Alþingismaðurinn, Páll Pétursson frá Höllustöðum, hefur með offorsi hvaö eftir annað ráðist á teiknistofu, sem ég á aðild að, með órökstuddum fullyrðingum. Hann heldur þvi fram, að hönnunarkostnaður teiknistofunnar við Heilsu- gæzlustöð á Sauðárkróki, sbr. Alþingistiðindi 18. hefti 1975 — 76. dálk 2592, sé hvorki meira né minna en 29 milljónir eins og það er orðað. Misskilningur þingmannsins, ef um slikt er að ræða en ekki annað verra, er margfaldur. 1 fyrsta lagi er hann sá, að hér er ekki um að ræða reikning einnar arkitektastofu fyrir upp- drætti að heilsugæzlustöð heldur kostnað við alla undirbúnings- vinnu. Þar á meðal útreikninga Guðnin Jónsdóttir, arkitekt. og teikningar buröarþols, vatns og frárennslis, hitalagna, raf- magns, skipulags og frágangs lóðar ásamt greinargerðum og verklýsingum að hverjum þætti fyrir sig i samræmi við kröfur, sem gerðar eru i lögum um skipan opinberra framkvæmda frá 1970. Umfangi þeirra atriða geröi Ormar Þór Guðmundsson arkitekt góð skil i grein i Timán- um nú nýverið og er þvi óþarfi að fara nánár út i þau. 1 þeirri 29 millj. króna frum- áætlun frá siðastl. hausti, sem þingmaðurinn vitnar i, var heldur ekki eingöngu um að ræða hönnunarkostnað heilsu- gæzlustöðvar, heldur og kostnað við töluvert umfangsmiklar breytingar og úrbætur við nú- verandi sjúkrahús á Sauöár- króki. Var talsverður hluti áætl- aðs kostnaðar bundinn þvi starfi. \ Frumáætlunin var miðuð viö tillögu, sem var sú áttunda i röðinni af tillögum að viöbótum og breytingum, mismunandi umfangsmiklum. Þessar tillög- ur hafa verið gerðar að beiöni réttra yfirvalda i leit aö þeirri lausn, sem heimamenn og heilbr.- og tryggingamálaráðu- neytið gætu fellt sig við, en fullmótaðir staðlar eða for- skriftir að slfkum verkefnum hafa ekki verið til og þurfti þvi að móta forsögn að þessu verk- efni i fyrrgreindum ritum. Hér er þvi eins og þegar hefur verið sagt um að ræða þriþætt verk- efni. Gerð forsagnar, teikningu heilsugæzlustöðvar, sem er ný- bygging, og endurbætur á nú- verandi sjúkrahúsi, og stækkun þess. Væri þvi fróðlegt að vita, hvort Höllustaðabóndi gæti komið með raunverulegar kostnaðartölur frá rikisstofnun- um á sambærileg verkefni, en eins og flestir vita er þjónusta sú, sem slikar stofnanir láta i té, niðurgreidd úr rikissjóði og þar að auki skattfrjáls. Hvorki teiknistofa okkar né aðrar teiknistofur, sem aö slikum verkefnum vinna, ákveða stærð stofnana, siikt er ákveðið af stjórnvöldum og fjárveitingar- valdinu eins og alþingismaður- inn ætti e.t.v. að vita. Þvi eru allar aðdróttanir um að viö höf- um reynt að spenna upp stærð Heilsugæzlustöðvarinnar á Sauðárkróki i eiginhagsmuna- skyni, ekkertannað en alþekkt- ur Guðlaugsstaðamunnsöfnuö- ur, en það hugtak þekkja allir Húnvetningar og sennilega Skagfirðingar lika. Guörún Jónsdóttir arkitekt, frá Þingeyrum. SÍÐASTI HJÚKRUNARKVENNAHÓPURINN FRÁ LANDAKOTSSPITALA Þetta er slöasti hópurinn, sem útskrifast frá Landakots- spitala. A þessu ári eru liöin 10 ár frá þvl aö fyrsti hópurinn útskrifaöist. Mynd.: fremri röö frá vinstri Birgitta Borg, Margrét H i nr i k s d ó tt ir . Kristfn Sa múelsdóttir, systir Hilde- gard, EUsabet K. Jakobsdótt- ir, Kristín Eirlksdóttir, Vilhelmina AUreösdóttir, Efri röö til vinstri. Elisabet E. Jónsdóttir, Sigur- björg Björgvinsdóttir, Bjarn- ey Gunnarsdóttir, Valrún Guöm undsdóttir, Þdrunn Matthiasdóttir, Kristin Asta Pálsdóttir, Ólöf Brynja Garöarsdóttir, Björk Geirs- dóttir, Auöur Steingrimsdótt- ir, Sylvia Kristjánsdóttir. íslands- flug SAS hefst á mánu- dag Næstkomandi mánudag þ. 14. þ.m. hefjast ferðir SAS hingað til lands á þessu isumri. Að þessu sinni verða feröirnar þrjár hingað frá Höfn. Þær halda aUar áfram til Narssarssuaq á Grænlandi. Þessi auknu umsvif SAS hér á landi segir i fréttatilkynningu félagsins hafa kallaö á nokkra af forystumönnum fyrirtækisins hingað til lands að undanförnu. Þann 19. iþ.m. lýkur þessum heimsóknum aðsinni með því að þáikoma hingað þeir Mogens K. Rasmussen og Jörgen Eilersen. Mogens K. Rasmussen er for- stjóri markaðsmála SAS i Dan- mörku og um leið æðsti yfirmaður markaðsmála á tslandi. Færeyj- um og Grænlandi. Jörgen Eilersen er framkvæmdastjóri skipulagsdeildar. markaðsmála SAS i Danmörku. Hann er jafn- framt þvi staðgengill Mogens K. Rasmussen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.