Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Miövikudagur 19. mai 1976 Dreieck INDIEN Chiani THAILAND CHINA PAKISTAN LAO'S INOIEI ohnanbau zone CHINA BiRMA AFGHANÍSTAN Eiturlyfjavima. — Er þetta himnariki eða hel- viti? Er þetta vegurinn til sanns lifs eða til kvalafulls dauðdaga? Nál er stungið i æð og mjólkurlitur vökvi streymir inn i blóðrás- ins, stigur upp til höfuðsins og til heilans. Eftir fimm til átta sekúndur hefur hann náð til stöðva i mið- heilanum, sem stjórna skynjunum okkar. Það er hápunkturinn, — blossinn. Karin, tuttugu og tveggja ára hjúkrunarkona frá Hamborg, trúöi þvi þegar hún var hátt uppi,, aö hún væri i himnariki. Hún sagöi lækni sinum draum, sem hana dreymdi i þessu ástandi. — 1 endalausri blárri viöáttu var hvit eyja. Á miöri eynni var svartur kastali meö stórum svörtum her- bergjum. t hallarganginum stóö stór svartur poki, sem var fullur af hvitu heróini, sem lýsti af. Þaö liöa allt frá tveimur" klukkutimum til tiu, frá þvi aö efnisins er neytt, þar til neytand- inn kemstafturtil fullrar meövit- undar og hrekkur inn i raunveru- leikann. Þaö fer alveg eftir þvi hve sterkur skammturinn hefur veriö Stundum kemur þó fyrir aö hann gerir þaö alls ekki. Svo fór t.d. meö Karinu. Hún fannst látin úti i skógi i október siöast liönum. Viö hliö hennar lá tóm sprauta. Hún haföi dvaliö á hæli fyrir eiturlyfjaneyténdur um nokkurt skeiö, en án árangurs, og haföi auösjáanlega fengiö sér of stóran skammt, þegar hún kom út. Var dauði hennar slys eöa sjálfsmorö? Þaö er enginn hægö- arleikur aö skera úr um þaö en i dánarvottoröinu stóö, aö drottinn allsherjar heföi kallaö hana til sin allt I einu og alveg óvænt. Karin var ein af tvö hundruð fómardýr- um eitursins, sem létu lif iö i Vest- ur-Þýzkalandi á siöasta ári. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigöisyfirvöldum i Bonn, eru um fjörutiu þúsund eiturlyfja- neytendur á aldrinum fjórtán til tuttugu og fjögurra i Vest- ur-Þýzkalandi. Þessum tölum ætti þó aö taka meö fyrirvara, þvi þeir gætu allt eins verið helmingi fleiri sem hafa „flippaö” út úr þjóðfélaginu, sem hafa losnað úr tengslum viö fjölskyldu sina, skóla og atvinnu og þekkja aöeins eitt takmark: aö hafa alltaf tök á þvi aö útvega nægilegt efni fyrir næsta skammt. Alveg sama hvernig, alveg sama hvar. Staöreyndin er nefnilega sú, aö fólk getur oröiö háö eitrinu eftir að hafa reynt það aöeins einu sinni. Mánnslikaminn myndar mót- eitur, sem aftur orsakar óheyri- legar kvalir ef nýju efni er ekki dælt inn i blóðrásarkerfið, þegar eftirköstin koma. Niöurgangur, uppköst, van- máttarkennd og undarleg hugboö og grillur eru fylgifiskar þessara eftirkasta, auk þess sem gifurleg fikn I efniö heltekur manninn. Og þaö er aöeins ny spraula", sem getur losaö hann úr þessu ástandi. Heróinneyzla veldur þvi aö lifiö veröur stanzlaus umskipti frá Dauöur maöur á bekk i almenningsgaröi. Hann lézt af ofneyzlu heróins. Tollveröir i New York möibrutu verömæt antikhúsgögn, sem veriö var aö flytja frá Evrópu. A bak viö tvöfalda veggi og i hol- rúmum voru faldir 152 plastpokar meö 75 kg. af hrcinu heróini. ævintýralega mikill. Til aö mynda var hann þrjátiu og fimm billjónir I Vestur-Þýzklandi i fyrra. Þjóöverjar, Amerikanar, Gyö- ingar, Arabar, Kinverjar og Malasiumenn, — reyndar allra þjóöa kvikindi — hafa riðiö net leyndra og ólöglegra dreifinga- miöstööva, verkstæöa, milli- göngumanna og umboösmanna um allan heiminn. Þeir nota múl- dýr, skip, flugvélar og bila til þess aö koma þessari forboönu vöru, heróininu, til neytendanna. Lögreglan og leyniþjónusta virðast vera aflvana og úrræöa- lausar gagnvart þessum skipu- lögöu glæpahringum. Þaö eru of margir viöriönir þessa smygl- starfsemi og þeir eru of dreiföir um heiminn til þess að yfirvöld geti nokkra rönd viö reist, auk þesssem of mikiö er upp úr þess- um viöskiptum aö hafa. Jafnvelþegar lögreglunni hefur tekizt aö hafa hendur i hári ein- hverra meölima hringanna, eöa þá aö þeir koma sjálfir með- limum annarra hringa sem eru i samkeppni viö þá, fyrir kattar- <-------------------------m. Glæpalögreglan haföi fengið nasaþef af þviaöi þessu diskóteki færi fram eituriyf jasala og dreifing. Og reyndin var sú, þvi lögreglumennirnir fundu þarna heróin, faliö á salernum og undir biiljardboröum. Ekki voru gómaöir þarna neinir stórkariar, fremur en oftast áöur. A frumstæöum verkstæöum er hráóþium soöiö úr brúnlitum og kvoöukenndum valmúasafanum. draumi yfir i martraöir, frá himnariki til helviti. Heróin er dýrt. Svarta- markaösverð þess er allt aö tiu þúsund krónur fyrir eitt gramm, en þaö nægir aö jafnaöi fyrir tiu sprautum. Þeir sem orönir eru háöir eitrinu, setja veröiö ekki fyrir sig. Þeir eru reiöubúnir aö greiöa uppsett verö, hve hátt sem þaö er, og aö gera svo til hvaö sem er til aö komast yfir peninga til aö geta keypt það. Vestur-Þýzkaland er nú næst- bezti markaöur fyrir alþjóðlega smyglhringi, en Bandarikin hafa þar vinninginn, sem i svo mörgu þessu skyldu. Gróöinn af fikni- efna- og eiturlyfjasölunni, sem fellur I hlut þessara hringa, er Gullni þrihyrningurinn Vaimúaræktarhéraö Miövikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 11 nef, fyllist óöar i sköröin. Samt sem áöur hefur þýzka lögreglan og tollgæzlan handtekiö á slðustu árum átta þúsund tvö hundruð og sjö eiturlyfjasala og smyglara. Þetta er há tala, en þess ber að gæta, aö flestir þessara manna voru aöeins smápeð, sem ætluöu sér aöeins aö dreifa einu og einu grammi á dimmum götuhornum og knæpum. Mjög sjaldan tekst aö hafa hendur i hári stórkarl- anna, sem standa á bak viö allt saman. Almenningur veltir þvi ef til vill fyrir sér, hvaöan heróiniö komi og eftir hvaöa leiöum. Saga þess er löng og þar hafa bændur, her- menn, smyglarar, lögreglumenn, morðingjar og annar lýöur hver sinu hlutverki aö gegna. Aðeins er hægt aö stöðva eitur- lyfjaneyzlu vestrænna ungmenna meö þvi aö stööva framleiöslu á heróininu, finna uppspretturnar og stööva framleiösluna þar. Þvi hefur INTERPOL (alþjóðalög- reglan) og nefnd á vegum S.Þ. rakiö slóð heróinsins frá upphafi til enda — frá valmúaökrum i Austur-Asiu á markaöi i Vest- ur-Evrópu. Saga heróinsins hefst i fjöllum Burma, Laos og Thailands, hin- um svonefnda Gullna þri- hyrningi. Þama blómgast hviti valmúinn, sem draumgjafinn, heróiniö er unniö úr. Alls eru ibú- ar á þessu svæði rúmlega eitt hundraö þúsund, og eru þetta mest fjaUabændur, sem hafa búiö þarna kynslóö fram af kynslóð svo öldum skiptir. Bambuskofa- þorp þeirra tróna i klettagnipum eins og óvinnandi arnarhreiöur. Uppskerutiminn stendur yfir frá janúar fram i marz. Þá rista bændurnir grunnan skurö i börk valmúaplöntunnar, og viö þaö rennur mjólkurhvitur vökvi úr þeim, þunnur i fyrstu, en veröur eftir nokkurn tima brúnleitur og kvoöukenndur. Kvoöu þessari er safnaöi blikkilát, en siöan er hún soöin og hnoöuð saman. Þessi framleiösla er hráopium. Árs- framleiösla á hráopium nemur I kringum tuttugu kiló hjá hverri fjölskyldu, og á hverjum upp- skerutima eru framleidd þarna i Gullna þrihyrningnum yfir sjö hundruö tonn, en þaö munu vera um 70% af heimsframleiöslunni. Valmúaræktun er ekki bönnuö, en samt sem áöur er ólöglegt aö verzla meö hráopium. Hvaö sem þvi liöur, þá er þaö stór þáttur i efnahagslifi fólks á þessu svæði, og þaö eru mestmegnis Kinverjar sem stunda þessi ólöglegu viö- skipti. Á uppskerutimanum riöa kaup- mennirnir i löngum lestum, þar sem oftlega má sjá yfir 100 múl- dýr og tylft fila, á milli þorpa og kaupa inn ópiumframleiöslu bændanna. Vopnuö varöliö vernda lestirnar og tryggja þaö, aö varningurinn komist til höfuö- stöövanna. Þá eru njósnarar og aðrir útsendarar um allan skóg, og þeir vara kaupmannalestirnar viö i tima, ef lögregluliö eöa her- menn stjórnarinnar eru i ferli I nágrenninu. Ópiumkaupmennirnir hafa sett upp tugi slikra miöstööva á bökk- um Mekong-fljótsins á landa- mærum Burma og Thailands. Flest þeirra lita út eins og hver önnur sveitaþorp, og fáa gruna hvers konar starfsemi fer þar fram. t búðum þessum biöa aörar sveitir Kinverja tilbúnar aö taka viö efninu og koma þvi áleiöis til þess staöar, þar sem unniö er frekar úr þvi. Þessir menn eru meölimir eins af „gleymdu herj- unum”. Eftir kmversku borgara- styrjöldina 1949 flýöu rúmlega sex þúsund hermenn Kuomin-hersins upp til fjallanna undan sigursælum hersveitum kommúnista undir forystu Maós formanns. Þeir gerðu sig heima- komna meðal ópiumræktarbænd- anna i Gullna þrihyrningnum, vernduöu þá fyrir ræningjum, kvæntust dætrum þeirra, og yfir- tóku svo að lokum alveg útflutn- inginn. Þessar vel vopnuöu og skot- glöðu sveitir kinverskra her- manna, voru i augum rikisstjórna Burma, Thailands og Laos eins og himnasending, þvi þær þjónuðu sem fyrirtaks verndarsveitir gegn uppreisnargjörnum þjóð- félagshópum og glæpaflokkum, sem óöu uppi. Valdamestu mennirnir á þessu svæöi eru nú frumskógarforingjarnir LoTuan, sem kallaöur er „Tuan gamli,” og Li Wen Huan. Þeir rikja yfir þessu erfiöa næstum óstjórnandi landi, hvers eina tekjuuppspretta er eiturlyfjarækt og sala. Aö visu barðist thailenzki herinn i fyrstu litillega gegn þessum kinversku mönnum en þaö var aöeins til málamynda og vegna þrýstings frá Bandarikjamönnum, sem vildu umfram allt stööva þessa starfsemi. Ef kaupmenn voru gómaöir, var þaö sjaldan tilkynnt opinberlega, og ef þaö var gert, þá var það i samráöi viö aöra kin- verska yfirmenn. Sumariö 1973 tældu þeir landa sinn Lo Hsing Han i gildru á landamærumBurma og Thai- lands, en hann var þá á leið þar um, nýkominn úr innkaupaferö. Lo þessi var oröinn of valdamik- ill. Þaö haföi t.d. veriö haft viö hann blaöaviðtal, þar sem hann haföi látiö hafa þaö eftir sér aö hann væri heróinkonungur Suöu- austur-Asiu. Lo haföi umsjón meö fimmtán leyniverkstæðum i Tachilek— héraðinu þar sem ópium var breytt i heróin. En þarna á landa- mærunum sátu lögregla og herliö fyrir honum, og mikil orrahrið hófst milli þeirra og einkahers eiturkóngsins. Lauk þeirri viöur- eign, að tvær tylftir lágu i valn- um. Þeir sem eftir liföu af her Los, flýðuupp til fjalla. Lo sjálfur var handtekinn bundinn i hlekki og varpað i fangelsi. En viöskiptin hættu ekki þóct Lo hyrfiafsjónarsviðinu,heldur halda þau áfram að blómgast og dafna og gróöinn eykst meö hverri uppskeru. Hráópiuminu er smyglaö á landi legi og i lofti. Þaö er flutt með vöruflutningabilum, seglbát- um ogflugvélum. Lokastaðurinn i Asiu, áður en þaö er flutt á markaðina úti um heiminn, er Hongkong, nýlenda brezka konungsdæmisins, mótsstaöur al- þjóölegra flugsamgangna, lykill aö heimshöfunum, alþjóðmiðsíöö ópium- og heróinverzlunar. Hongkong þýöir ilmandi höfn. Þab er þó ekki hægt aö tala um það, aö borgin beri nafn meö rentu. Þar er illþolanlegur fnyk- ur, höfnin lyktar af oliubrækju, klóakþef og dauöum og rotnandi fiski. Yfir hafnarbökkunum ligg- ur angan af áfengi og ópium. A annaö hundraö þúsund eiturlyfj- neytendurbúa i borginni. Tveir af hverjum þremur hafnarverka- mönnum „elta drekann”, eins og þeir kalla þaö aöneyta eiturlyf ja. Megnið af hráópiuminu, sem kemur til borgarinnar, kemur með skipum frá Bangkok eöa Singapore. Skipaumferöin þarna er gifurleg, og erfitt er fyrir lög- reglu að hafa fullt eftirlit og um- sjón meö öllum þeim skipum, sem fara þar um dagl., en þaö ku vera yfir eitt hundraö þúsund seglskip og fimm hundruð haf- skip. Enda er reyndin sú aö barnaleikur er aö koma heróininu um borö i flutningaskipin óséöu framhjá vöröunum. Smyglararnir Frá þvi aö náiinni er stungiö i æö og þar til blossinn kemur, líöa aö- einsfimni til átta sekúndur. Einn iuttugasti hluti úr grammi nægir til þess að framkalla klukkustundavimu. En eftirköstin segja fljótt til sin og meira aö segja fyrsta sprautan getur valdiö þvi aö viökomandi veröur háöur eitrinu. henda þvi svo fyrir borö á ákveðnum stööum, pökkuöu i vatnsþétta plastpoka, og aö- stoöarmenn þeirra sækja svo varninginn seinna. 1 febrúar á síöasta ári fannst lik i höfninni i Hongkong. 1 sjálfu sér er það kannski ekkert nýmæli, en þetta var af hvitum sjóöliða að þvi er virtist hálffertugum eða svo. Hann var klæddur i ein- kennisbúning, en engin skilriki voru á honum. Hann haföi verið stunginn / hjartað. Það var ekki fyrr en viku siöar, að kennsl voruborin á likiö, en þaö reyndist vera af Henry Kandon, einhleyp- um leynilögreglumanni, bú-- settum i New York. Hann haföi verib þarna á vegum eitur- lyfjadeildar lögreglunnar og átti aöreyna að komast I sambönd við bakhjarlana i heróinútflutningn- um. Þess vegna hafði hann dul- búiö sig sem sjóliöa og unnið þarna i nokkra mánuði. Moröingi hans hvarf sporlaust i mannhaf þessarar fjögurra milljón ibúa borgar. Þaö er aöeins eitt, sem lögreglan i Hongkong treystir sér til aö fullyrða um þetta mál, en þaö er aö Kandon hafi augljóslega öölazt fullmiklar upplýsingar um bakmennina og veriö myrtur samkvæmt skipun þeirra. James Donning, yfirmaður eiturlyfjadeilda lögreglunnar i Hongkong, veit aö voldugustu og rikustu glæpaforingjarnir hafa efnaztaf eiturlyfjasölunni. A yfir- borðinu viröast þeir hinir lög- hlýðnustu menn. Þeir reka virt atvinnufyrirtæki, eiga bari, hótel, veitingahús og matvöruverzlanir, eba flytja út hákarlasporöa. En á bak viö tjöldin stjórna þeir öörum og gróöavænlegri viðskiptum. Sjálfir snerta þeir aldrei eitriö, svo aö þeim veröi ekki komiö i opna skjöldu. Samkvæmt upplýsingum frá eiturlyfjanefnd S.Þ. koma tveir þriðju hlutar af heróini þvi, sem er i umferö á heimsmarkaönum Framhald á bls. 19. Margir eru felustaðirnir sem notaðit eru tií að reyna að koma ofninu framhjá oelg- iskum toilvörðum. Yngsti eiturlyfjasmyglarinn, sem lögreglan hefur komizt i tæri við, hinn þriggja ára gamli Chye Ng. Bangsinn hans hafði verið stoppaður með heróini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.