Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 13 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 56 Venetia hló. — Ætlarðu kannske að segja mér/ að hann elski hana líka? spurði hún tortryggin Það veit ég ekki. — En það get ég sagt þér, áður en við skiljum fyrir fullt og allt. Hann hef ur ekki minnsta áhuga á henni og mun aldrei fá hann. Geturðu raunverulega ímyndað þér mann eins og hann verða ástfanginn af stúlku eins og Myru? Veslings stúlkan — hún sóar tímanum til einskis. Það veit ég mætavel! Og með hæðnislegu brosi sendi hún honum f ingurkoss og gekk inn í svef nherbergið og lokaði á eftir sér. Andartaki síðar heyrði hún fremri dyrnar lokast. Brent. Brent var farinn! Hún sat eftir með þá tilf inningu, að hafa glatað einhverju, sem ekki var hægt að bæta. Hún var svo örvæntingaf ull, að hún gat ekki einu sinni grátið. Hatrið vall og sauð í henni. Þetta var allt saman Myru að kenna! Brent yrði aldrei allur hennar aftur, þótt svo að hann kæmi aftur... en hún vissi, að það gerði hann ekki. Ég hata hana, ég hata hana, hugsaði Venetia æst. Ef hún hefði ekki komið til sögunnar, hefði Brent aldrei fengið þessa hlægilegu ábyrgðartilf inningu. Ef hún væri ekki, ætti Venetia ennþá auðmjúka ást og tilbeiðslu Brents. En hún skyldi eignast það aftur. Venetia gat sært hana, því Brent hafði sagt henni, að Myra elskaði Mark. Ég skal taka hann frá henni, það skal ég, hugsaði Venetia. Ég skal láta hana finna, hvernig það er, þegar önnur kona eyðileggur líf manns. Mark varð fyrir áhrif- um i kvöld... ég skal fá hann til að elska mig! Ég skal láta hann elska mig svo heitt, að Myra fái ekkert tæki- færi! Hún neri svo á sér hendurnar, að hringarnir skárust inn í húðina. Þá kom hún auga á trúlof unarhring Brents. Hún leit á hann, hissa yfir að augu hennar voru full af tárum. Hún, sem grét aldrei nema á sviðinu Hún dró hringinn af f ingrinum og f leygði honum niður i skúffu. 22. kafli Morguninn, sem Jósep gamli útskrifaðist, kom Myra til að kveðja hann. Hann var kominn á fætur og beið aðeins eftir að Brent kæmi og sækti hann. Hann stóð við glugg- ann og horfði yf ir húsaþök borgarinnar... gamall maður sem fengið hafði nýja reisn og öðlast nýja trú á líf ið. Hún vonaði að ÁAark fengi tækifæri til að sjá hann, áður en hann færi, en hann var önnum kafinn við uppskurð og líklegt var að Brent kæmi, áður en hann væri búinn. En að minnsta kosti get ég núna sagt Mark sannleikann um Jósep gamla, hugsaði Myra ánægð. Hún og Brent höfðu komið sér saman um að segja engum frá honum, meðan hann var enn á sjúkrahúsinu, þannig vildi gamli maðurinn hafa það. En þegar hann væri farinn,' vissi Myra, að hún yrði að segja Mark sannleikann. Hann hafði alltaf haft áhuga á gamla manninum og hún efað- ist ekki um, að það gleddi hann að nú myndi honum líða betur eftirleiðis. Aukþess myndi það skýra komu Brents á sjúkrahúsið... það var greinilegt að Mark hafði lagt ranga meiningu í hana. Hún hafði ekki talað við hann sfðan, ef frá voru talin nokkur orð um sjúklingana. Ef hún gat ekki gleymt undarlegu tilf inningunni, þegar þau höfðu staðið saman við skurðarborðið nóttina góðu... það hafði verið rétt eins og þau væru ein manneskja. Gat slík tilfinning kviknað, til þess eins að slokkna á næsta andartaki? Hún gat ekki neitað því, að allt frá þeirri nóttu hafði Mark verið kaldur og fjarlægur, já stundum nær hranalegur við hana. En nú varð hún að einbeita sér að Jósep gamla. Þegar hann heyrði fótatak hennar, sneri hann sér við og brosti. Hann leit ennþá fremur veiklulega út, en þó tíu sinnum betur en þegar hann hafði komið á sjúkrahúsið. Hvíld og gott fæði hafði gert sitt, og allt sem hann þarfnaðist nú, var sálarró, f járhagslegt öryggi og vinna. — Ég sé, að það er allt i lagi með þig, sagði hún. — Rétttil getið Myra. Ég er frískur einsog f iskur. Myra mátti ekki vera að því að dvelja neitt, það biðu f leiri sjúklingar eftir henni, þess vegna rétti hún aðeins fram höndina og sagði brosandi: — Vinna og meiri vinna, er allt, sem þú þarfnast hér eftir. — Það er einmitt það sem ég ætla að gera, svaraði hann. — Brent segist ætla að standa yfir mér með svipuna í hendinni og gæta þess að ég slái ekki slöku við. — Ég skal gera mitt. Ég vona, að þú haf ir ekki gleymt, að þú ætlaðir að mála mig? MIÐVIKUDAGUR 19. mai 7.00 Morgunútvarp. 12. Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar. 13.30 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Gest- ur i blindgötu” eftir Jane Blackmore. Valdis Hall- dórsdóttir les þýðingu sina (8). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrr börn yngri en tólf ára. 17.30 Mannlif i mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rifjar upp minningar sinar (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.15 Landsleikur i knatt- spyrnu: Noregur—island. Jón Asgeirsson lýsir siðasta hálftima leiksins frá Ulle- vall-leikvanginum i Osló. 19.45 Tilkynningar. 19.50 Kvöldvaka. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (29). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haralds Björns- sonar. Höfundurinn, Njörð- ur P. Njarðvik, les (22). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. mai 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Demantaþjófarnir Finnsk framhaldsmynd 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Strákarnir Pertsa og Kilu eru komnir i sumarleyfi og vita ekki, hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur. Þeir gera alræmdan glæpamanni greiða, og lögreglan fær grun um, að strákarnir séu á einhvern hátt tengdir flokki demantaþjófa. Þýðandi Borgþór Kjærnested. (Nordvision- Finnska sjónvarpið) 18.45 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur. Glergerð. Risaflugvélar. Oliuborpallar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Mvndataka af hitageislum likamans. Nýjungar- i uppskipunartækni. Verndun höfrunga. Fylgst með jörðinni úr gervihnöttum. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Páskavatn Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.30 t kjallaranum Hljóm- sveitin Cabaret flytur frumsamin lög. Hljóm- sveitina skipa Tryggvi J. Hubner. Valgeir Skagfjörð. Ingólfur Sigurðsson. Finnur Jóhannsson og Jón Ólafsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.50 Kvennastörf — kvennalaun Dönsk fræðslu- mynd um konur á vinnu- markaðnum. launamisrétti og ýmis önnur vandamál. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. (Nordvision- Danska sjónvarpiðl 22.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.