Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 15 ..Útlendinqqrnir" q miðjunni...? — þegar Islendingar mæta Norðmönnum á UllevaaMeikvellinum í Osló Landsiiðsmenn okkar i knattspyrnu verða i sviðsljósinu i Osló i kvöld, þegar þeir mæta Norðmönnum á Ullevaal-leikvellinum. Reiknað er með að um 20 þús. áhorfendur sjái leikinn, sem er fyrsti landsleikur þjóðanna á sumrinu. tsienzku leikmennirnir eru ekki sérstaklega hrifnir af vellinum — en það sést varla stingandi strá á honum. Þeir voru á æfingu i gærkvöldi, en i morgun átti að vera létt æfing og töflu- fundir með leikmönnunum — þar sem Tony Knapp ætlaði að rifja upp ýmislegt frá sl. sumri. Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson komu til liðs við landsliðshópinn á mánudaginn, en þá komu þeir frá Belgiu. Jóhannes Eðvaldsson og Arni Stefánsson bættust siðan i hópinn i gær- morgun. Óskar Tómason úr Vikingi fór út með landsliðinu. — Hann kom istað Asgeirs Eliassonar.sem meiddist ileik Vikings og Fram. Það verður ekki tilkynnt fyrr en rétt fyrir leikinn, hvaða 11 leik- menn byrja leikinn. Miklar likur eru á þvi, að Tony Knapp, lands- liðsþjálfari, láti atvinnumennina Asgeir Sigurvinsson, Guðgeir Leifssonog Jóhannes Eðvaldsson leika á miðjunni, ásamt ólafi Júliussyni.Þá myndu þeir ólafur Sigurvinsson og Jón Pétursson verða bakverðir og þeir Marteinn Geirsson og Gisli Torfason mið- verðir — en einnig er möguleiki á, áð Jóhannes byrji að leika sem miðvörður og Gisli þá sem aftasti tengiliður, og siðan myndu þeir geta skipt um stöðu, þegar meö þarf. Skagamennirnir Teitur Þórðar- son og Matthias Hallgrimsson, verða eflaust látnir byrja I fram- linunni og þá myndi Guðmundur Þorbjörnsson væntanlega koma i framlinuna siðar i leiknum, fyrir annanhvorn þeirra. Ekki er hægt að segja um, hvort Arni Stefáns- son eða Sigurður Dagsson leika i markinu — en að öllum likindum verður Sigurður fyrir valinu, þar sem Arni hefur litið sem ekkert leikið i sumar. Að öllum likindum verða tveir varamenn látnir koma inn á I leiknum — Guðmundur Þor- björnsson og Simon Kristjánsson eða Arni Sveinsson.en það fer allt eftir þvi, hvernig þeir leikmenn, sem byrja inn á, standa sig. Leikurinn i Osló verður 18. landsleikur tslendinga og Norð- manna, og þriðji leikurinn, sem fer fram i Osló. Norðmenn hafa borið sigur úr býtum 14 sinnum, einu sinni hefur orðið jafntefli og tveim leikjum hefur lokið með sigri Islands — 1955: 1:01 Reykja- vik og 1959: 1:0 I Reykjavik. — SOS GUÐMUNDUR ÞORBJöRNSSON.-.hinn marksækni Icikmaður Vals, leikur að öllum likindum sinn fyrsta landsleik á UHevaal-leik- veliinum i Osló I kvöld. Spurningin er, tekst honum þá að skora sítt fyrsta mark fyrir island? (Timamynd Gunnar). N ISARINN" nálgqst leikinn FRANZ„keisari" Beckenbauer. fyrirliði Bayern Munchen og v-þýzka landsliðsins. mun leika sinn 98. landsleik fyrir V-Þjóðverja á laugardaginn. þegar Þjóðverjar mæta Spánverjum í Evrópu- keppni landsliða i Miinchen. Leikur þjóðanna er siðari leikur þeirra i 8-liða úrslitum. en Spán- verjar og V-Þjóðverjar gerðu jafntefli (1:1) i Madrid fyrir skömmu. Svo skemmtilega vill til, að ef V-Þjóðverjar leika til úrslita i Evrópukeppninni, þá mun Beckenbauer leika þar sinn 100. landsleik fyrir V-Þýzkaland. Helmut Schön, einvaldur v-þýzka landsliðs- ins, hefur valið 16 leikmenn, sem leika eiga gegn Spán- verjum og byggir hann landslið sitt upp á leikmönn- um frá Bayern Munchen (5) og Borussia Mönchenglad- bach (4), eins og áður. Landsliðshópur Schön er skipaöur þessum leikmönn- um: — Markverðir: — Maier (Bayern Múnchen) og Kargus (Hamburger SV). Varnarmenn: — Vogts (Bo- russia), Beckenbauer og Schwarzenbeck (Bayern Miinchen), Dietz (Duisburg) og Kaltz (Hamburger SV). Miðvallarspilarar o g sóknarleikmenn: — Stirlike, Bonhof og Wimmer (Bo- russia), Duernberger (Bay- ern Miinchen), Holzenbein (Frankfurt), Becr (Hertha Berlin), llöness (Bayern Miinchen), Toppmuller (1. FC Kaiserslautern) og Bon- gartz (Schalke 04). — SOS FRANZ „KEISARI” BECKENBAUER. .... —................................... „Njósnarar" fró Belgíu „tslendingar eru komnir — meö þrjá atvinnumenn”, segir i fyrirsögn norska blaðsins „Arbeiderbladet” i gær, þegar blaðið sagði frá þvi, aö Is- lenzka iandsiiðið væri komið tíl Oslóar, þar scm það muni búa sig undir á- tökin gegn NorðmÖnnum. Þaö kemur fram aö Norðmcnn eru mjög Bjart- sýnir á góðan sigur sinna manna Blaðið ræðir um islenzku atvinnumenn- ina, Asgeir Sigurvinsson, Guögeir Leifsson og Jóhannes Eðvaldsson og segiraðþeir verði örugglega hættuiegir Norðmönnum. Þá er sagt frá þvi i blaöinu, aö „njósnarar” frá Belgiu, sem cru i Danmörku, til að Icita að knattspyrnumönnum, fyrir félög sin, séu væntanlegir til Oslóar, til að sjá landsleikinn — og reyna að sjá út leikmenn, sem þeir gætu notað. —SOS Keegqn og fé- Iqgqr í Belgíu -þar sem þeir mæta FC Brugge í UEFA- bikarkeppninni — Þetta verður örugglega erfið- asti leikurinn, sem við höfum leikið I langan tima, sagði Kevin Keegan, fyrirliði Liverpool-iiðs- ins, sem mætir belgiska liðinu FC Brugge I siöari úrslitaleik liðanna i UEFA-bikarkeppninni. — Við reynum allt til aö vinna en þaö verður örugglega erfitt að halda forskotinu (3:2), sem við mörðum I Liverpool, þar sem Brugge-liðið er erfitt heim að sækja, sagði Keegan. Leikmenn FC Brugge — nýkrýndir Belgiumeistarar — eru erfiðir á heimavelli, það sýndu þeir gegn Ioswich I vetur. Ipswich vann þá 3:0 á heimavelli, en siðan mátti liðið þola stórtap (0:4) i Brugge. # • Stór- sigur Celtic JÓHANNES Eðvaldsson og félag- ar hans i Celtic-Iiðinu unnu stór- sigur (4:0) yfir Manchester Unit- ed á Parkhead i Glasgow, þegar liðin léku þar i ágóðaleik fyrir gömlu kempurnar Bobby Lennox og Jimmy „litla” Johnstone. Kenny Dalglish skoraði „hat- trick” fyrir Celtic og Bobby Lennox skoraði fjórða markið. Johnstone lék með Celtic-Iiðinu og sýndi hann stórgóðan leik. United lék án ensku landsliðs- mannanna Pearson, Gordon Hill, og Greenoff, og Lou Macari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.