Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.05.1976, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 19. mai 1976 TÍMINN 17 Kristinn Björnsson skrifar: Ahrif stóreignamanna í efnahags- lífinu eru á kostnað réttlætis Lán til skipakaupa telur Kristinn vera styrki og fer fram á að þeir verði nefndir sinu rétta nefni, ef ráðstafanir verða ekki gerðar tii að tryggja endurgreiðslu raunverulegs verðmæti þeirra, þannig að þeir geti talist raunhæf lán. Ég vil Jjakka hagfræðingun- um Jóni Sigurðssyni og Jónasi Haralz svör við spurningum minum i Timanum 13. april siðastliðinn (svör birt 5 maí i sama blaði) og lýsa ánægju minni yfir áhuga þeirra á mál- inu. Mér voru þó nokkur von- brigði að þeir telja verðtrygg- ingu svo erfiða i framkvæmd, þvi að vaxtahækkun nær aldrei sama tilgangi. 1 fyrirspurninni lagði ég áherzlu á eitt kjarnaatriði, til að vekja á þvi frekari athygli, atriði sem fáir hafa bent á eða rætt að nokkru marki, semsé óskir og viðleitni þeirra sem hagnast á verðbólgu, til að viðhalda henni. Mér er þó ljóst, að upphaflega eru orsakir verðbólgu aðrar og fjölþættari og erfitt er hér að greina milli orsaka og afleiðinga, þegar vixlverkun eða vitahringur myndast. Það er sú staðreynd að verðbólga er mikil, sem gerir mönnum kleift að notfæra sér hana og það verkar svo aftur verðbólgu- hvetjandi. Hið óhugnanlega I þessu máli er hversu litinn vilja og stað- festu stjórnvöld hafa við að beita þeim ráðum, sem duga til að rjúfa vitahringinn og vinna bug á verðbólguþróun. Þetta held ég varla sé tilviljun, kjark- leysi eða því um likt. Heldur er verðbólga orðin auðveld leið til að skerða kjör launþega og færa eignir frá þeim efnaminni, til þeirra sem beztrar aðstöðu njóta. Þessuveita of fáir athygli. Ef verðbólga er til dæmis 5% á mánuði, þá hefur launþegi þegar tapað jafnmiklu af laun- um súium er hann fær þau greidd, fyrsta dag mánaðarins, nema hann hafi tekið laun og keypt nauðsynjar sinar fyrir- fram, áður en þær hækkuðu i verði. Það eru lika þeir, sem minna mega sin og litið eiga, sem verða að geyma sparifé sitt i bönkum, en geta slður tryggt það með fasteignakaupum. Nú eru þó flestir farnir að sjá, að sparifjársöfnun er óhugsandi. Fyrir allmörgum árum tók ágætur og áhugasamur skóla- stjóri, Snorri Sigfússon, að skipuleggja sparif jársöfnun skólabarna, undir kjörorðinu „Græddur er geymdur eyrir”. Landsbankinn studdi þetta starf,en það var fyrst og fremst unnið I uppeldislegum tilgangi, þeim að kenna ungu fólki hag- sýni og ráðdeild. Litið varð úr þessu starfi er frá leið, vegna þess að flestir sáu að innistæða I banka rýrnar, en ávaxtast ekki, og réttara kjör Kristinn Björnsson sálfræðingur. orð nú væri „Glataður er geymdur eyrir”. Það er þvi eðlilegra, að fólk reyni að lifa i samræmi við þetta og vernda fé sitt með þvi að eyða þvi sem fyrst, þvi að banki skilar ekki þvi verðmæti sem inn -var lagt, ef það er geymt nema stuttan tima. Þess vegna erum við alltaf að keppast við að kaupa á „gamla verðinu” og kaupum þá oft hluti i ár, sem ekki þyrfti að kaupa fyrr en að ári. Ef ekki er um nytjahluti að ræða þykir mörg- um skömminni skárra að skemmta sér fyrir siðustu krón- una, eða fara i ferðalag. Allir vita til dæmis að ferð til sólar- landa verður dýrari að ári og þvi ekki hagur að fresta henni. Þetta eyðslukapphlaup er auðvitað mjög óhoUt bæði fyrir andlegt lif fólks og efnahagslif þjóöarinnar, en það er óhjá- kvæmilegt við þær aðstæður, sem skapaðar hafa verið. Athyglisverð deila hefur stað- ið yfir að undanförnu. Náms- menn kvarta og ásaka mennta- málaráðherra fyrir að vilja visi- tölutryggja námslán. Þetta sýn- ir að sá hugsunarháttur er að verða rótgróinn, að lán eigiekki eða þurfi ekki að endurgreiða með sama verðmæti. Nú geta námsmenn verið alls góðs verð- ugir, en lán sem ekki eru verð- tryggð, eru frekar styrkur en lán, og væri þá réttara að fara fram á styrki en lán, þó ekki væri nema tU þess að kaUa hlut- ina smum réttu nöfnum. Hið sama á við um lán til bygginga, skipakaupa og alls annars. Auðvitað væri ekki réttlátt að verðtryggja aðeins námslán, heldur öll án. Ég lýk þessum hugleiðingum með ósk um að hagfræðingar leggi sitt lóð á vogarskál til að stuðla að þvi, að hamlað verði i alvöru við þeim verðbólguvexti sem einkennt hefur islenzkt efnahagslif og farinn er að rugla dómgreind fólks, veldur andlegri streitu og margvislegu óréttlæti. Ég veit að visu að áhrif sér- fræðinga vega ekki alltaf þungt miðað við áhrif fjárafla- og stóreignamanna, eins og þeir Jón og Jónas gefa raunar I skyn igrein sinni. Vonandi finnastþó nægilega margir stuðnings- menn breyttrar efnahagsstefnu, svo að hægt verði að stöðva hina háskalegu verðbólguþróun og hætt verði þeim ljóta sið, að færa sífellt fé frá launþegum, sjóðum ellilifeyrisþega, spari- sjóðsbókum barna og eignalitl- um sparifjáreigendum, yfir til þeirra, sem aukið geta eignir sinar með skuldasöfnun og fasteignakaupum. Innan þessarra veggja, sem og innan veggja annarra samsvarandi stofnana, er sparifé launþega uppétið og gert að engu. r TIMA- spurningin — Ætlarðu i sveit i sumar? ólöf Ingibjörg Davlðsdóttir kvennaskólanemi: — Nei, ég er búinn að sækja um að komast i unglingavinnuna. Ég hef aldrei verið i sveit, og ekki unnið á sumrin nema snattaö fyrir kunningjana. AslaugGuðjónsdóttir, kvennaskólanemi: — Nei, ég fer kannski á sumarskóla i Englandi. Ég hef aldrei verið i sveit eða unnið á sumrin, og vil gjarnan hafa eitthvaö fyrir stafni, við erum orðnar þreyttar á aðgerðarleysinu. Geirþrúður Maria Rósadóttir 12 ára: — Nei, ætli það, ég hef aldrei verið i sveit. Kannski fer ég með pabba og mömmu i ferðalag út á land. Óttar Hallsteinsson nemandi I Viöistaðaskóla: — Nei, ég efa það. Ég hef aldrei veriö i sveit, en ég hef verið hjá ömmu minni á ísafirði, svo hef ég selt blöð og hjálpað pabba að vinna. Althildur Jóhannsdóttir 11 ára: — Ég ætla að bera út blöð, og kannski fer ég til Egilsstaða að heimsækja frænda minn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.