Tíminn - 21.05.1976, Side 21

Tíminn - 21.05.1976, Side 21
Föstudagur 21. mal 1976 TÍMINN 21 Snækolla skrifar: Um fjdrböðun, fugladrdp og fleira varðandi dýrameðferð Mannúð þinni mæt var þeirra sæla Er máttu liða, þegja og hugsa sitt Þaö er vist ef dýrin mættu mæla Þá myndi veröa blessað nafnið þitt. skapar, þurfi að bregða fljótt við til að bæta þar úr. A þvi held ég að oft sé allt of mikill seina- gangur. Fráleitt er, að það skuli þurfa að taka fimm ár, kannski meira, til þess að svifta mann eignarrétti dýra sinna, ef hann er uppvis að slæmri meðferð á þeim. Væri ekki æskilegt, að Dýraverndunarfélagið sæi um íorðagæzlu i öllum sveitum landsins? Þar væru óvilhallir menn á ferð, sem tækju málin fastari tökum heldur en sveit- ungar viðkomandi aðila hverju sinni. Annars finnst mér allt of mikil deyfð yfir dýraverndunar- málum hér á landi og Dýra- verndunarfélagið hálf máttlaus félagsskapur, sem þyrfti stór- lega að efla. Undrandi er ég þvi, að það skuli ekkert láta til sin taka eða skerast i leikinn um meðferð fjár. Björns bónda á Löngumýri. Ég skil ekki, að það skuli vera hægt að framkvæma slika dýraniðslu í laganna nafni, þvi i ósköpunum var ekki gengið i að framkvæma þessa böðun á réttum tima? Mér skilst að þeg- ar tvibaðað er, eigi að liða viss timi á milli fyrri og seinni böð- unar, ef sú siðari á að koma að gagni, og að þessi tími sé hálfur mánuður. Liggur þvi i augum uppi að böðun, sem framkvæmd er svona löngu seinna, getur ekki verið framkvæmd i þvi augnamiði að útrýma lús og kláða, heldur i hefndarskyni við eiganda fjárins, einhverra hluta vegna. Þykir mér það vægast sagt li'tilmótleg aðferð, að láta slikt bitna á saklausum dýrun- um. Haftvar eftir yfirdýralækni i viðtali i Timanum þann 28. april, að engin hætta sé að baða sauðfé fáum dögum fyrir burð, ef varlega er farið. Sá góði mað- ur hefði jafnframt átt að bjóða sig fra m til að sjá um að varlega værifarið viðþessa böðun. Þeir, sem hafa unnið að böðun, vita fullvel að erfitt er að komast hjá þvi að féð verði fyrir meira og minna hnjaski og ekki eru ærn- ar nú meðfærilegri komnar að burði og ílestar með tvö lömb i sér. Það þarf miskunnarleysi til að stuðla að og framkvæma slikt. Eitt er það enn, sem ég hef oft hugleitt, en það er hvernig eftir- liti á aðbúð sláturdýra i slátur- húsunum sé háttað. Það eru sjálfsagt til lög um það hvernig aðbúnaður allur og framkvæmd slátrunar á að vera, en skyldi vera nokkuð litið eftir þvi að þessum reglum sé framfylgt. Ég vildi óska, að þvi væri komið á að nautgripum væri gefin tugga meðan þeir biða slátrun- ar. Sláturfélagsbflarnir, sem sækja gripina á bæina koma auðvitað mjög snemma dags á fyrstu bæina og sumstaðar kannski alls ekki farið að gefa, þegar kýrnar eru teknar. Þarna svelta þær þá hálfan annan sólarhring. Kýr eru mjög lyktnæmar og hlýtur þeim þvi að liða mjög iila þennan siðasta sólarhring, en ef þær fengju þarna tuggu myndi það heldur róa þær, og gera lyktina likari þvi sem þær eiga að venjást. Sveitafólk ætti að standa saman um að þessu yrði komið á. Það gæti hver bóndi senthey meðsinum gripum, eða hvernig sem það yrði haft. Fjár- munum er iðulega eytt i meiri óþarfa en þetta. Eins hlyti að vera hægt að gefa kálfum, sem þarna biða undanrennu, án mikils tilkostn- aðar. Ég hef aldrei getað litið á dýrin, sem ég umgengst dag- lega sem lifandi kjöt, heldur lit ég á þau sem einstaklinga, með skynjun og tilfinningar. Ég er á móti útrýmingu gæsarinnar og þeim sammála og þakklát, sem hafa skrifað um það og lýst sig andvi'ga útrýmingunni. Ég man ekki hvort ég las á prenti, eða heyrði i útvarpi, að rjúpnaskytt- ur voru beðnar um að sýna gát og skjóta ekki fálkann i mis- gripum fyrir rjúpuna. Af hverju skyldi vera lögð svo mikil áherzla á friðun ránfugls, en leyfa ótakmarkað dráp á sak- lausum og i alla staði meinlausum fuglum. Látum nú vera ef allt væri dauðskotið sem miðaðer á, en menn eru nú m'is- hittnir, eða ótaldir þeir fuglar, sem fá i sig slatta af höglum þannig að þeir dragast til dauða á löngum tima. Ég gleymi aldrei grágæs, sem leitaði hér heim til bæjar, helsærð, eitt vorið. Það voru viða göt eftir högl á bjórnum hennar. Hefur þó vistáttað heita aðgæsin væri iriðuð á vorin, en það er sjálf- sagt meðal þeirra laga, sem ekkerter gert tilaö fylgjast með hvort haldin eru eöa ekki. Og hetjulegar leyniskyttur skriða óáreittar um skurði og móa. Mér fannst gott að hlusta á dýralækni, sem talaði i bún- aðarþætti útvarpsins fyrir skömmu. Hann talaði af mikl- um skilningi um meðferð ánna um burðinn. Dýrin hafa þvi miður ekki mál til að kvarta y fir þvi, sem miður fer i sambúð okkar mannanna við þau. öllu verða þau að taka þegjandi og möglunarlaust. Að lokum set ég hér gamla visu sem ég veit þó ekki um höfund að. Það er oft hugsað mest um kjötið af stórgripunum, þaö gleymist þá jafnvel aö þeir hafa vitund og finna til, þar til siátrun or ml/in Sem betur fer eiga margir þennan vitnisburð skilinn, en þó ekki nógu margir. Snækolla. 1 þeirri von að einhverjir atkvæðamiklir menn, sem vilja láta sig eftirfarandi einhverju varða, lesi þessar linur, bið ég ykkur að birta þessa þanka mina. Ég hef til dæmis verið að velta þvi fyrir mér um bööun á sauðfé. Fyrst ekki hefur náðst samstaða um að útrýma kláða oglús,alla þessaáratugi frá þvi böðun var lögskipuð, þrátt fyrir þessi öruggu baðlyf, sem notuð eru, væri þá ekki réttmætara að skipa menn sem til þess þættu færir að leita fénu lúsa og fyrir- skipa þá böðun, þar sem þess væri þörf. I miklum meirihluta tilfella mun það vera svo, að engin óþrif finnist, en böðunin, einsoghún er framkvæmd viða, er hrein misþyrming á skepnun- um. Það er lögskipuð böðun, en ekkert fylgzt með hvernig hún er framkvæmd, eða við hvaða aðstæður. A sumum bæjum er alls engin aðstaða til böðunar og féð þá rekið langar leiðir milli bæja, eða það sem verra er, þvi er ekið langar leiðir á vögnum. Ætti hverjum sæmilega viti bornum manni að vera auðvelt að gera sér i hugarlund hversu miklu hnjaski skepnurnar mæta við þannig flutninga, auk þess að þaö hlýtur að vera ónotalegt i meira lagi fyrir féð að standa rennblautt á opnum vagni, langa leið i' kalsa veðri og koma svo kannski i köld og blaut hús, sem oft vill nú vera þar sem fé er á. Út fyrir allt tekur þö lög- hlýðnin hjá bændum, eða öllu heldur miskunnarleysið þegar drifnar eru i hálfkalt bað veikar og illa á sig komnar kindur. Þetta hef ég heyrt að sé til, og tel það refsiverða glæpa- mennsku. Ef til vill er það þó viðkomandi baðstjóri, sem er i mestri sök. Einnig hef ég velt þvi fyrir mér hvort eftirlit með fóðrun búpenings yfir vetrar- mánuðina sé nógu strangt. Mér virðist, að þar sem vanfóðrunar verður vart, hvort heldur er sökum vankunnáttu eða trassa- O A TIMA- spurningin — Ætlarðu á Listahátíð Sigurjón Jóhannsson ieikmyndasmiður Þjóðleikhússins: — Auðvitað, ég ætla t.d. aö sjá brúðuleikhús Meschkes, sem verður hér i Þjóðleikhtisinu. En mér finnst hneyksli, að forrdða- menn Listahátiðar skuli hælast um að islenzkir listamenn skuli gefa framlag sitt á hátiðinni, það nær ekki nokkurri átt. Jón Stefánsson verkamaður: — Nei, ég hef engan áhuga á þvi. Aöalbjörg Pétursdóttir húsmóðir á Raufarhöfn: — Nei, ég hef ekki tima til þess, ég verð farin úr bænum. Bergþóra Guðmundsdóttir húsmóöir: — Jú ég ætla að hlusta á Onnu Lisu Rothenberger og sjá Helga Tómasson ballettdansara. Anna Mariella Sigurðardóttir nemandi i Hagaskóla: — Ég er búin aö kaupa miöa á ballettinn með Helga Tómassyni. Mig langaði lika aö hlusta á Benny Goodman, en það er ekki hægt aö fara á allt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.