Tíminn - 26.05.1976, Síða 3

Tíminn - 26.05.1976, Síða 3
Miðvikudagur 26. mai 1976. TÍMINN 3 Hvaleyrarlón dýpkað: NÝSMÍÐI OG VIÐGERÐIR Á 300-500 TN SKIPUM GERÐAR MÖGULEGAR — Fullkomin viðgerðarhöfn til á teikniborðinu SJ-Reykjavik — Unnið er að þvi með dýpkunarprammanum Háki, sem Vitamálaskrifstofan á, að dýpka rennu i Hvaleyrarlóni við Hafnarfjörð að skipasmiðastöð- inni Bátalóni. Stefnt er að þvi að eftir dýpkunina veröi hsegt að framkvæma viögerðir og nýsmiði á 300 tn. skipum i Bátalóni, og 400-500 tn. skipum, þ.e. minni gerð skuttogara ef hún heppnast vel. sem áður um getur gera einnig ráð fyrir dýpkun utan viö grandann, sem afmarkar lónið. Að þessu sinni verður einnig grafin renna inn að smábátahöfn- inni fyrir innan Bátalón og eru það smábátaeigendurnir sjálfir, sem standa straum af þeim kostnaði. Teikning Vitamálaskrifstof- unnar af framtiðarviðgerð- arhöfn i Hvaleyrarlóni. ÍHákurvið dýpkun rennunnar að Bátalóni. Timamynd: GH. AFSTÖÐUMYND Ji Ekki veröur öllum leirnum dælt úr lóninu að þessu sinni, en væri það gert yrði mesta dýpi þar niður á fastan botn 6 metrar undir stórstraumsfiöruborð. Til samanburðar má geta þess, að djúprista minni skuttogaranna er frá 4 upp að 5 metrum eftir þvi hvort þeir eru tómir eöa hlaðnir. Stærstu skuttogararnir munu fullhlaðnir rista 5.20 metra. Samkvæmt nýlegum teikn- ingum Vitamálaskrifstofunnar, sem miöaðar eru við hugsanlega viðgerðaraðstööu skipa i lóninu með um 50 metra stálþili, svo og nýtingu lónsins fyrir smábáta- höfn, gætu skip af framangreind- um stærðum komiö inn i lóniö, og lagzt að viögerðarbryggju skammtfrá verkstæöisdyrum, en slika aðstöðu vantar i flestum ef ekki öllum höfnum hér á landi og stöndum við þvi höllum fæti á þessusviði, sem mörgum öðrum i samanburði við viðgerðaraðstöðu skipasmiðastöðva viða erlendis, vegna of mikillar fjarlægðar frá verkstæði eða viðgerðarstað. Ef viðgerðaraðstaðan yrði bætt á likan hátt og að framan greinir, væri ekkert eðlilegra en að t.d. vélsmiðjurnar i Hafnarfirði kæmu sér upp viðgerðaraðstöðu við lónið. Landrými ætti aö vera nægilegt, ef uppfylling yrði gerð lfkt og teikningar Vitamálaskrif- stofunnar gera ráð fyrir. Umrædd mannvirkjagerðer of- viða fyrirtæki sem Bátalón og er það Hafnarfjarðarbær, sem sér um dýpkunina að þessu sinni. Akveðin fjárhæð er veitt I þessu skyni og veröur unnið eins mikið að dýpkun og hún leyfir. Teikn- ingar Vitamálaskrifstofunnar Samvinnuf erði r taka til starfa Hafrannsóknastofnun: Fjölþættur umhverf isleiðangur hafinn gébé Rvik — I gærkvöldi lagði rannsóknars kipið Bjarni Sæ- mundsson upp i árlegan vorleið- angur, sem tarinn er á vegum Hafrannsóknastofnunar. Leió- angursstjóri er Ingvar Hall- grimsson, fiskifræðingur, en auk hans veröa 6-7 aðrir sérfræðingar i leiðangrinum. Margt er áætlað að athuga I þessari hringferð rannsóknarskipsins, en aðallega eru það umhverfisathuganir. Meöal annars er áætlað að at- huga djúprækjuveiöar, en skipiö er útbúiö rækjutrolli I þvi skyni. Fiskifræöingar, efnafræöingar, plöntufræðingar og haffræðingar verða með i förinni og mun verða athugað plöntu- og dýrasvif i haf- inu umhverfis landið og tekin sjó- tökusýni. Þá er skipið einnig út- búið nýrri gerð af flottrolli sem á að reyna, svo og botntrolli. VS-Reykjavik 1 dag taka Sam- vinnuferðir, hin nýja ferðaskrif- stofa samvinnumanna, til starfa aö Austurstræti 12 I Reykjavik. Félagið var stofnáð 22 nóvem- ber siðast liðinn i framhaldi af samþykkt stjórnar Sambands- ins um stofnun ferðaskrifstofu, en það mál hafði þá lengi verið á dagskrá innan samvinnuhreyf- ingarinnar. Aðlahluthafar eru Samband Isl. samvinnufélaga, Samvinnu- tryggingar gt. og Oliufélagið hf. Einnig hefur Sambandskaupfé- lögunum, félagsmönnum þeirra og öðrum félagasamtökum veriö gefinn kostur á að gerast hluthaf- ar. Þegar hafa fjölmörg kaupfé- lög látið skrá sig fyrir hlutum og auk þess nokkur félagasamtök, svo sem Stéttarsamband bænda, Starfsmannafélag Sambandsins, Landssamband isl. samvinnu- starfsmanna og samvinnufélagiö Hreyfill. Samvinnuferöir hafa þegar hafiö sölu á sólarlandaferöum, og er ráðgert aö fara fyrstu ferðina 17. júni til Costa del Sol. Auk Spánarferða er ætlunin að gefa fólki kost á ferðum til Portú- gals i haust, og hefur strönd Algarve orðið fyrir valinu. 1 þriðja lagi er svo ætlunin að taka upp vetrarferðir til Kanarl- eyja I byrjun vetrar og halda þeim áfram fram á næsta vor. Samvinnuferðir hyggja til sam- starfs viö feröaskrifstofur sam- vinnumanna i nágrannalöndun- um með gagnkvæm samskipti i huga, einkum á Norðurlöndum. A blaðamannafundi sagði Er- lendur Einarsson, forstjóri Sam- bands islenzkra samvinnufélaga, að menn skyldu hafa vel hugfast, að til væru fleiri lönd en sólar- lönd, og hin nýja feröaskrifstofa myndi leggja rika áherzlu á feröir um okkar eigið land, þótt ekki yröi slakaö á þjónústu við það fólk, sem feröast til útlanda. Hann sagöi, að Samvinnuferöir óskuðu eftir góðri samvinnu viö þá aöila, sem stunda farþega- flutninga. Framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða er Böðvar Valgeirsson, sem undanfarin ár hefur veriö fram- kvæmdastjóri skrifstofu Sam- bandsins i Hamborg. Stjórn fé- lagsins skipa: Erlendur Einars- son formaður, Valur Arnþórsson varaformaður og meöstjórnendur Axel Gislason, Hjalti Pálsson, Hallgrimur Sigurössonog Sigurð- ur Þórhallsson. Forstjóri SIS með starfs- stúlkum og framkvæmda- stjóra Samvinnuferða. Taliö frá vinstri: Krlendur Ein- arsson, Gyða Guðmunds- dóttir, Hrafnhildur Siguröar- dóttir og Böðvar Valgeirs- son. — Timamynd GE. Stefán Magnús Gunnars- son ráðinn bankastjóri við Alþýðubankann Bankaráð Alþýöubankans hf. samþykkti einróma á fundi sinum i gær aö ráöa Stefán Magnús Gunnarsson sem banka- stjóra við Alþýðubankann frá og með 1. júni 1976. Stefán er fæddur 6. desember 1933 og útskrifaðist frá Samvinnuskólanum vorið 1954. Stefán var deildarstjóri I Seðla- banka íslands og hefur verið starfsmaður þar 115 ár. Bankastjóri Alþýðubankans verður nú einn, en þeir voru tveir talsins áður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.