Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN
Miðvikudagur 26. mai 1976.
,,Ég datt i druliuna.... þau komu
bara með til að heyra hljóðin i
þér.”
Hún víll borga 500 pund
fyrir eiginmann!
Jennie Daley, sem viö sjáum
hér brosandi á myndinni, birti
nýlega auglýsingu með með-
fylgjand.i mynd. Þar býður hún
þeim manni, sem vilji ganga i
hjónaband með henni fyrir 2.
júli 1976 , 500 pund (164.000.- kr.
isl.) að launum. — Ég vil aðeins
að hann giftist mér vegna þess-
arapeninga, segir Jennie. Þetta
samband á aö vera einungis við-
skiptalegs eðlis, en hvorki kyn-
ferðislegt, eða nokkur brúö-
kaupsferð eftir athöfnina, eða
annað slikt, sem fólk gæti látið
sér detta i hug. Aöeins
skyndi-hjónaband — og siðan
skyndi-skilnaður eins fljótt og
hægt er að koma honum i kring
samkvæmt lögum.
Jennie Daley er 23 ára og er
nemandi viö Portsmouth tækni-
skólann i Englandi. Hún fæddist
i Zamblu og hefur suður-afrisk-
an borgararétt og vegabréf, og
dvalarleyfi hennar i Bretlandi
rennur út I júlimánuöi næstk.
Hún vill ekki fara aftur til
Suður-Afriku, einkum vegna
ástandsins i kynþáttamálum
þar. Hún segist ekki geta fellt
sig við stjórnmálaástandið þar
yfir höfuð. En þetta er vand-
ræðaástand, ég býst við að
verða að yfirgefa Bretland, ef
mér tekstekki að veröa mér úti
um góðan og heiðarlegan mann,
sem vill ganga að þessum
hjónabands-tilboði minu meö
minum skilyrðum. Mér er sagt,
að 500 pund þyki góð greiðsla
fyrir þessa aðstoð. Skilnað er
svo hægt að sækja um strax eftir
hjónavigsluna, en liklega tekur
það um það bil tvö ár, þangað til
að hann veröur löglegur.
Jennie hefur lagt fyrir sig sér-
nám i sambandi viö tölvur, og
þykir mjög dugleg I sinni grein.
Hún hefur einnig komið fram i
útvarpsþætti, og þar minntist
hún á vandamál sitt, svo aö von-
andi liður ekki langur timi, þar
til einhver góður maður kemur
til aðstoðar i málinu.
Audrey Hepburn
— áhyggjufull á svipinn
Það mætti ætla, að Audrey Hep-
burn væri aö mæta til einhverr-
ar sorgarathafnar svo áhyggju-
full er hún á svipinn, — en i
rauninni er hún þarna i sinu
bezta skarti að koma i sam-
kvæmi það, þar sem úthlutað er
árlega hinum svokölluðu
Oscarsverðlaunum fyrir leik i
kvikmyndum, stjórn, hljómlist
og fleira sem tengist kvik-
myndaiðnaðinum. Þar mætir
frægt fólk til að sýna sig og sjá
aöra, — en þó aðallega til að
sýna sig! Audrey Hepburn kom
til þessarar hátiðar ein sins liös,
— Ertu galinn. Hérna kostar það
peninga.
og vakti það miklar vanga-
veltur um það, hvar maðurinn
hennar, dr. Andrea Dotti, væri.
Það gengu sögur um það að
mannræningjar á ttaliu hefðu
rænt honum, en sem betur fór
var ekki svo, en sagan var samt
ekki uppspuni frá rótum.
Þaö réðust fjórir menn
á dr. Dotti, en hann
varðist það vel, að þeir gátu
ekki haft hann á brott með sér.
Andrea Dotti er italskur læknir
og sálfræöingur, 36 ára að aldri,
(Audrey kona hans er 46) og
virðist hann vera hinn hraust-
asti maður, þar sem honum
tókst að sleppa úr klóm þessara
glæpamanna. Annars gæti
áhyggjusvipurinn á Audrey
Hepburn stafaö a£ öðru. Dr.
Dotti hefur nefnilega mikið sézt
á skemmtistöðum og annars
staðar með ungri og glæsilegri
stúlku, Beatrice Giorgi, og auð-
vitað hafa myndazt sögur um
samband þeirra, Þau hjónin
segja samt að allt sé i lagi með
hjónaband þeirra og engra
breytinga þar að vænta, og Dotti
var með konu sinni i þessari
ferð til Hollywood til hátiða-
haldanna, en hann var löglega
forfallaður — lasinn heima i
rúmi!
DENNI
DÆAAALAUSI