Tíminn - 26.05.1976, Page 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 26. mai 1976.
Slö
Magnús Ólafsson form. SUF
Umsjónarmaður:
Pétur Einarsson
Sigurinn er í sjónmáli
Bretar eru að tapa þorskastriðinu og sigur
okkar er i sjónmáli. Um það þarf ekki að efast
ettír siðasta fund Hafréttarráðstefnunnar og
einnig er ljóst, að sifellt verður almennings-
álitið i Bretlandi okkur hagstæðara. Nú siðast
gerðist það, að Frjálslyndi flokkurinn i Bret-
landi lýsti yfir stuðningi við okkar málstað.
Það er þvi einungis spursmál um vikur eða
mánuði þar til við höfum unnið fullnaðarsigur.
En það geta orðið strangir dagar. Það er
alkunna að refur, sem er eltur og finnur að
hann er að þrotum kominn, verður tvielfdur að
afli og hann herðir sprettinn, sem mest hann
má i von um að sleppa. Á sama hátt hefur nú
hlaupið fitonskraftur i Breta og neyta þeir
allra bragða til að gera okkur sem flest til
miska, jafnframt þvi sem þeir freista þess, að
ná því, sem þeir frekast geta. Um þetta bera
vitni ósvifnar árásir þeirra á varðskip okkar
siðustu dagana jafnframt örvæntingafullum
tilraunum þeirra til að ná samningum við
okkur.
Við megum þvi flýta okkur hægt. Tíminn
vinnur með okkur. Þó er rétt að ræða við Breta,
og kanna hvort hugsanlegt sé að ná hagstæðu
samkomulagi um lausn deilunnar, þvi vissu-
lega væri gott að vera laus við þau hættulegu
átök, sem nú eiga sér stað á miðunum.
Alger forsenda fyrir þvi að hægt sé að setjast
að samningaborði er þó að Bretar kalli herskip
sin út fyrir 200 milna mörkin og ef togarar
þeirra halda áfram veiðum verður að beita
landhelgisgæzlunni af fullri hörku. Aldrei kem-
ur til greina, að brezkir togarar fái frið til að
veiða meðan setið er að samningum.
Ekki kemur til greina að semja um nema
mjög takmarkaðan afla til mjög skamms tima.
Forsenda fyrir slikum samningum er sú, að
þótt sigur sé i sjónmáli er óvist að hann sé i
höfn fyrr en seint á þessu ári. En kostur er að
ljúka deilunni, þvi enginn veit hvenær
óskammfeilið framferði Breta kann að kosta
mannslif.
Eitt meginákvæði samninga við Breta á að
vera það, að við lok samningstimans verði
veiðum Breta hér við land lokið að fullu. Að
öðrum kosti er hætt við að samningsvilji Breta
byggist á þvi að þeir hyggist tryggja sér
einhvem rétt til frambúðar i islenzkri land-
helgi. En til þess má aldrei koma.
Litlar likur eru á, að Bretar gangi að slikum
skilyrðum og þvi ekki liklegt að samningar
takist. En út á við er liklegt að staða okkar
verði betri, ef við reynum að semja.
En við íslendingar verðum að muna, að sigur
okkar er i nánd. Héðan af er ekki hætta á að við
glötum neinu af fiskimiðum okkar. Við skulum
þvi ekki flana að neinu, heldur leika af ró og
yfirvegaðri skynsemi.
Framsóknarmenn hafa verið i fylkingar-
brjósti fýrir allri sókn okkar i landhelgis-
málinu allt frá upphafi vega. Og þeir munu
fylgja málinu eftir allt þar til lokatakmarkinu
er náð.
M.Ó.
Hernum þarf að
komo úr londi
1 aldarfjórðung hefur erlendur
her verið hér á landi. Sú herseta
er þegar oröin allt of löng og um
þaö eru allir sammála, a.m.k. ef
marka má oröagjálfur margra
um að ekki eigi að vera hér er-
iendur her á friöartimum. En ef
reiknaö er meö, aö hugur fylgi
máli þeirra, sem segja að ekki
skuli vera hér her á friöartimum,
er ljóst aö matmanna er þaö, aö
enn séu ekki komnir þeir friöar-
timar i heimi hér að hægt sé aö
iáta herinn fara.
ófriðarblikur
En hér eru vissulega látnar i
ljós nokkrar efasemdir um aö all-
ir þeir, sem tala um aö ekki eigi
hér aö vera her á friðartlmum
meini þaö, og séutil meöaö fylgja
þeim oröum eftir, ef þeim gefst
tækifæri á. Væri svo, væri herinn
farinn, þvi ekki er með nokkrum
rökum hægtaö nefna þær ófriðar-
blikur hér á norðurhveli jarðar
sem tilefni gefa til áframHaldandi
hersetu.
Þaö er þvi miður ástæða til að
ætla, aö allt of margir þeirra,
jafnvel þeirra, sem hvaö hæst
tala um að herinn eigi að fara,
meini I raun ekkert meö þvi. Sem
dæmi má nefna, aö ein ákveðin
samtök ópóiitisk þó, höföu um
margra ára skeið ályktaö um það
á fundum sinum, aðherinnætti aö
fara. Aldrei heföi nokkur maöur
veriö á móti þessum ályktunum
og þær þvi einróma samþykktar.
Siöan gerðist það á fyrsta fundi
samtakanna eftir aö vinstri
stjórnin undir forsæti ólafs Jó-
hannessonar kom til valda, aö
enn kom ályktun i sama anda og
þær, sem áöur höföu samhljóða
verið samþykktar. Þá voru höfö
uppi mótmæli viö aö slik ályktun
væri samþykkt. Og rökin voru
þau, að á meðan viðreisnar-
stjórnin var viö völd, var allt i
lagi að samþykkja slikar ályktan-
ir.þvi ljóstvar, aðeftir þeimyröi
ekki fariö. Hins vegar væri nú
komin til valda stjórn með þetta
mál á stefnuskrá sinni, og þvi
væri alls ekki hægt að samþykfcja
neitt I þessa átt, enda gæti þaö
styrkt stjórnina i að framkvæma
þessi áform sin. Og slikt mætti
alls ekki gerast.
Framsóknarmenn
vilja herinn burt
Framsóknarmenn hafa lengi á-
lyktaö um þaö, aö ekki ætti hér aö
vera erlendur her á friöartlmum
og vinstri stjórnin undir forsæti
Ólafs Jóhannessonar haföi þaö á
stefnuskrá sinni, aö herinn ætti aö
fara I áföngum.
Þvimiður sat sú stjórn ekki þaö
lengi, aö henni tækist aö koma
þessu stefnumáli sinu i fram-
kvæmd. Þvi olli brotthlaup hluta
frjálslyndra og vinstri-manna áð-
ur en kjörtimabilinu lauk. Og
vegna deilna Aiþýöubandalags og
Alþýöuflokks, tókst ekki aö
mynda nýja vinstri stjórn aö
kosningum loknum. Þess vegna
urðu framsóknarmenn að ganga
til núverandi stjórnarsamstarfs
þótt þaö yröi til þess, að ekki væri
grundvöllur aö halda áfram meö
áformin um brottför hersins aö
sinni.
Vonondi ekki
orðin tóm
Nú upp á siðkastið hafa þær
raddir sifellt orbiö háværari, þar
sem krafizt er aö herinn fari af
landi brott og jafnvel að tsland
segi síg úr Nato. Vissuiega er þaö
vel.að sifellt fleiri viröast átta sig
á þeirri staðreynd, aö varnarliöiö
er hér ekki til að verja okkur og
þvi happadrýgst fyrir dkkur ts-
lendinga, aö losna viö þaö sem
fyrst. En hinu ber ekki að neita,
aö nokkur uggur er I minu brjósti
um aö margir þeir, sem nú eru
hvaö ákafastir herstöövarand-
stæðingar og Natófjendur, séu
þaö aöeins á meðan viö erum aö
vinna fullnaðarsigur i landhelgis-
striöinu við Breta.
Siöan þegar sigurinn er i höfn
berji þeir sér á brjóst og segi aö
sigur hafi unnizt vegna þess, aö
þessi eöa hinn Natóherrann hafi
haft áhrif á Breta og komiö vitinu
fyrir þá. Þvi sé ekki nokkur leiö
að launa þeim þennan drengskap
meö því aö reka þá burt meö sinn
her.
Með öðrum oröum, ég óttast aö
ýmsir þeir, sem nú tala hátt um
að reka herinn úr landi, geri það
fyrst og fremst vegna þess aö þeir
telja, aö engin hætta sé á aö til
slfks komi meöan núverandi
stjórn situr, Siöan hljóönuðu
þessar raddir, þegar aftur kemur
stjórn, sem hugsanlega hefur
pólitiskt þor til aö láta herinn
fara.
Herinn ekki til
að verja okkur
Þaö verður þvi að vinna ötul-
lega aö þvi, aö koma fólki i skiln-
ing um að herinn er ekki hér til að
verja okkur gegn hugsanlegri
árás. Þetta hefur berlega komiö i
ljós i þvi striöi, sem viö eigum I
viö Breta. Og það er mér mjög til
efs , aö nokkru sinni heföi komið
til þorskastriös, ef okkur heföi
auðnazt aö reka þá utanrikispóii-
ik gegnum árin, aö vera utan
hernaðarbandalaga. Ætli Bretar
hefðu þá ekki tiugsað sig tvisvar
um áöur en þeir gerðu atlögu aö
okkar varðskipum af ótta viö aö
Rússar kynnu aö álita þá gerast
óþarflega aögangsharða á hlut-
lausu svæöi.
Jafnframt verður aö gera fólki
þaö ljóst, aö sá her, sem hér dvel-
ur, er ails ómegnugur til varnar,
ef til ófriðar kemur I þessum
heimshluta. Þaöer þvi alger firra
aö halda þvi fram, aö hann sé hér
okkur til varnar.
Herstöðin
skapar hættu
Þá er það einnig staöreynd, aö
herstööin hér skapar miklu meiri
hættu, en ef engin slik væri, vegna
þess aö ef til styrjaldar milli
Rússa og Bandarlkjamanna kem-
ur, veröur þaö fyrsta verk Rússa
aö granda þessari annars van-
megnugu herstöð hér. Það eiga
þeir auöveit með aö gera meö
langdrægum eldflaugum, en þá er
hættviö aö æði mörgu fleiru verði
grandað en herstööinní.
Margt fleira mætti tilgreina til
að sýna hversu gagnlaust okkur
er aö hafa hér herstöö, herstöö,
sem ekkert gagn gerir en setur
okkur I mikla hættu ef til ófriðar
kynni aö koma.
Þaö veröur þvi aö vinna ötul-
lega aö brottför hersins héöan af
landi. Honum veröur að koma
burt áður en þjóölifiö verður orö-
iösvo samdauna honum, að fnyk-
urinn finnist ekki.
ELU RAFMAGNSVERKRERIN
FLESTUM VERKRÍERA-
VERZLUNUM LANDSINS_______
ÞÚRg
SiMI bibqo-Armúlati
Bændur
vantar ykkur duglegan
13 ára gamlan strák.
Vanur öllum venjuleg-
um sveitastörtum.
Get komið strax.
Upplýsingar í síma
27060 og eftir kl. 7 í
síma 76356.
stanglr
Tré- og málm-
gardínustangir í mörgum stærðum
PÓSTSENDUM
Málning & Járnvörur
Laugavegi 23 * Símar 1-12-95 & 1-28-76 * Reykjavík