Tíminn - 26.05.1976, Síða 15

Tíminn - 26.05.1976, Síða 15
Miðvikudagur 26. mai 1976. TÍMINN 15 Ali var í essinu sínu.. — þegar hann lék sér að Bretanum Dunn i Munchen -Dunn á eftir að verða góður, mig grunaði ekki að hann væri svona sterkur — ég bjóst við auðveldum sigri, sagði hnefaleikakappinn snjalli Muhammed Ali, eftir að hann hafði unnið sigur yfir Bretanum Richards Dunn i Munchen — sigraði á tæknilegu rothöggi, eftir að Dunn hafði sex sinnum skoliið i gólfið. Ali, sem var i essinu sinu, var alltaf hinn öruggi sigurvegari — strax frá byrjun. Yfirburöir hans komu fram i fjórðu iotu, þegar hann sendi Dunn þrisvar sinnum i gólfið, en Bretinn náði alltaf að risa upp aftur. Þegar 5. lotan hófst, benti Ali á gólfið — „þarna skaltu liggja”!!! Og Ali gekk hreinlega til verks, hann lumbraði rækilega á Dunn, sem féll þrisvar sinnum i gólfið og þegar Dunn reyndi að standa á fætur i fjórða sinn — ætlaði Ali að afgreiða hann aftur. En áður en hann gat það, var dómarinn búinn að stöðva leikinn og Ali var dæmdur sigur — tæknilegt rothögg. Það er ekki vafi á þvi hver er snjallasti hefaleikakappi heims. Ali getur svo sannarlega hrópað núna — , -,,Ég er mestur”. GEIR HALLSTEINSSON VIÐAR SIMONARSON ÞÓRARINN RAGNARSSON PALMI PALMASON Geir, Pdlmi, Ágúst, Þórarinn og Viðar — aftur í landsliðið í handknattleik, sem byrjað að æfa fyrir Bandaríkjaferðina Landsliðið í handknattleik er nú farið á stað— fyrsta æfingin hjá liðinu var á' mánudaginn og mætti þá 16 manna hópur. — Við ákváðum að byrja strax að prófa leikmenn, en lands- liðsæfingarnar hefjast á fullum krafti í næstu viku — og verður þá æft 5 sinnum í viku fram að Bandaríkjaferðinni, sem verður farin sagði Birgir f ormaður nefndarinnar i lok júní, Björnsson, landsliðs- Uppstokkanir í landsliðinu — 6 leikmenn frd hinum frækilega Júgóslavíuleik, ekki lengur í liðinu ÞEGAR að er gáð, þá eiga sér nú stað glfurlegar uppstokkanir á islenzka landsliðinu I handknattleik — 6 af lykiimönnum iandsliðsins, sem náði hinum frábæra árangri gegn Júgósiövum sl. vetur, eru ekki i landsliðshópnum, scm hefur nú verið vaiinn, fyrir undirbúninginn fyrir b-keppnina, sem fer fram i marz 1977. Þessir leikmenn eru Bjarni Jónsson, sem gefur ekki kost á sér, Jón Karlsson, sem sá sér ekki fært að fara til Bandaríkjanna, Sigurbergur Sigsteinsson og „útlendingarnir ólafur H. Jónsson. Gunnar Einarssonog Ólafur Einarsson Nú fleiri traustir leikmenn eru ekki á landsliöshópnum, eins og Stefán Gunnarsson, sem hefur af óskiljanlegum ástæðum, ekki verið valinn i landsliöshópinn. Fjórir af áðurnefndum leikmönnum, þeir ólafur Jónsson, Sigurbcrgur. Bjarniog Stefán; eru okkar sterkustu varnarmenn. Það verður erfitt að fylla þeirra skörð I landsliðinu, þar sem þessir snjöllu leik- menn skilja óneitanlega eftir sig mjög stórt gat, semerfittverðuraðfylla, —SOS — Til að byrja með verða þrjár þrekæfingar, undir stjórn Jó- hannesar Sæmundssonar.og tvær knattæfingar i viku, sagði Birgir. Birgir sagði að 16 leikmenn hefðu verið boðaðir til fyrstu æfingarinnar, en þeir eru: Birgir Finnbogason, FH Guðjón Erlendsson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Viðar Simonarson, FH Þórarinn Ragnarsson, FH Pálmi Pálmason, Fram Pétur Jóhannsson, Fram Arni Indriðason, Gróttu Steindór Gunnarsson, Val Bjarni Gunnarsson, Val Þorbjörn Guðmundsson, Val Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi Ingimar Haraldsson, Haukum Höröur Harðarson, Armanni Hörður Hákonarson, IR — Það munu fleiru leikmenn bætast við þennan hóp. Leikmenn sem eru meiddir, á sjúkrahúsi og út á landi, eins og stendur, sagði Birgir. — Hvaöa leikmenn eru það? — Það eru þeir Friðrik Friðriksson (Þrótti), sem er á spitala, þar sem er verið að gera aðgerð á nefinu á honum, Björgvin Björgvinsson, sem er væntanlegur á næstunni frá Egiisstöðum, Agúst Svavarsson, sem er nýkominn heim frá Sviþjóð, Páll Björgvinsson (Vikingi), sem er ekki enn búinn að ná sér fullkomlega eftir meiðslin, sem hann hlaut i Júgó- slaviu, Hannes Leifsson (Fram), sem er með hendi i gipsi, og Viggó Sigurðsson, sem er i prófum við iþr.kennaraskólánn að Laugarvatni. Þá höfum við rætt við markverðina ólaf Benediktsson (Val) og Sigurgeir Sigurðsson (Vikingi), og einnig má þess geta, að allir þeir 1. deildarmarkverðir, sern hafa áhuga, fá tækifæri til að æfa með liðinu, sagði Birgir. — Hafið þið einhverja fleiri leikmenn i sigtinu? — Já, ekki get ég nejtað þvi — en eins og stendur, la^t ég ekki nöfn þeirra uppi. Þess má geta að lokprn, að áætlað er að fara með l\ leik- menn i Bandarikjaferðina, en i henni verða leiknir fjórir lands- leikir — tveir gegn Bandarikja- mönnum og tveir gegn Kanada- mönnum. —SOS Ármenrtingar og . . . . Blauta grasið í Laugardalnum Leikmenn 2. deildarliðs Armanns I knattspyrnu, eru ekki ánægðir með þá ástæðu, sem Baldur Jónsson, vallar- stjúri, gaf fyrir þvi, að Armann hefði ekki fengið að leika gegn Isfirðingum á nýja grasvell- inum i Laugardal fyrir stuttu — heldur var ieikurinn færður á gamla MeiavöIIinn. Vegna ástæðnanna, sem Baldur gaf upp, hafa Armenningar sent frá sér eftirfarandi athugasemd: „Siðastliðið haust var haldinn fundurmeð 2. deildarfélögunum og var rætt um ráðstafanir til að kljúfa þann kostnað, sem fylgdi þeim ferðalögum, sem eru i deildinni. Þar sem Armann er eina félagiði Reykjavik, sem leikur I 2. deild, var ákveðið á fundinum aö fá leyfi til að spila á Laugar- dalsvellinum, þvi að með þvi fengju liðin meiri ágóöa af leikjunum. Leitað var til KRR og KSÍ og voru þau samþykk þessari ráðstöfun, en endanleg ákvörðun var tekin hjá IBR og samþykkti það einnig. Þar með var Armann búið að fá Laugar- dalsvöllinn sem sinn löglega heimavöll. En þegar Armann á að leika sinn fyrsta leik á móti tBt 15. mai kemur i ljós, að Baldur Jónsson, vallarstjóri, hefur ekki gefið endanlegt svar og það er hann, sem getur samkvæmt lögum fært leikina frá Laugardalnum og á Mela- völlinn. Ástæðan, sem hann gefur fyrir þvi að Armann fái ekki að spila umræddan leik á Laugar- dalsvellinum var sú, að völlur- inn væri of blautur til að hægt sé að leika á honum, þó svo að það hafi veriö þurrkur i tvo daga. Er KR og Þróttur léku á Laugardalsvelli var ausandi rigning allan þann dag og dag- inn áður, en samt fór leikurinn fram. Sama gildir um leik FRAM-KR þann 23. mai og leik Þróttar og Keflavikur 24. mai sl. Var vöilurinn þá ekki blautur? t upphafi var gert ráð fyrir 2 leik- völlum i Laugardai. Það átti að vera hægt að færa leikvöllinn til ef of mikið álag yrði á einn völl, Sennilega hefur vallarstjóri ekki séð ástæðu til aö færa leik- völlinn til, úr þvi aö það var 2. deildar lið Armanns sem átti i hlut. Full ástæða er til aö fá vitneskju um þaö hjá vallar- stjóra, hvort Armann fái „hans leyfi” til að leika á Laugardals- vellinum i sumar, eða hvort völlurinn verði of blautur i allt sumar." Leikmenn Armanns

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.