Tíminn - 15.06.1976, Side 8

Tíminn - 15.06.1976, Side 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 15. júni 1976 Mikil spenna í rallkeppni FÍB Átta bílar urðu að hætta keppni Ómar Þ. Ragnarsson og bróðir hans Jón R. Ragnarsson höfnuðu i 2. sæti á bifreiö sinni, Fiat 127. Timamynd: Gunnar. Gsal-Reykjavik — Magnús Heigason og Guðjón Skúlason á BMW-1600 — bifreið sigruðu glæsilega i rallkeppni Félags islenzkra bifreiðaeigenda, sem fram fór siðastliðinn laugardag. Refsitimi þeirra var rétt liðlega tvær minútur, 2.17, en næstu bif- reiöar, af Fiat-gerð sem Ómar Þ. Ragnarsson og Jón R. Ragnarsson óku, rúmlega sex minútur, 6.17, og sá þriðji i röð- inni hafði refsitimann 6.20, en það var Volkswagen-bifreiö, sem Vilmar Þ. Kristinsson og Sigurður I. ólafsson, óku. Rallkeppnin hófst kl. 13 við Hótel Loftleiðir. Þar afhenti Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri fyrsta bilnum timaspjald og þar með var keppnin hafin. Bifreiöarnar voru ræstar með minútu milli- bili, en i keppninni tóku alls þátt 37 bifreiðar. Leiðin, sem ekin var er 250 km, en leiöin, sem ekin var í fyrra, er FÍB efndi fyrst til rall- keppni, var hundrað kilómetr- um styttri. Ekið var um vegi og vegleysur, sérstaklega þótti kaflinn meðfram Leirvogsánni á Varmadalsmelum erfiöur yfirferðar, en þarþurftim.a. aö fara yfir Þverá skammt frá Þverárkoti. A þessum kafla leiöarinnar, sem ekinn var tvis- var, heltust 8 bilar úr keppninni, eöa allir þeir sem hættu keppni. Aætlaður meðalhraði á þessum kafla var 68 km á klst og tókst aðeins einum að aka á þeim hraöa. Ýmiss konar óhöpp uröu þess valdandi að bifreiöarnar gátu ekki haldiðáfram.tveir höfnuðu utan vegar, oliupönnur fóru undan, kveikjulok fór af, öxlar brotnuðu, svo eitthvað sé nefnt. Leiðinni var skipt i fjórtán hluta, og hafði FÍB áætlaðan tima á hverjum hluta, en keppn- in er einmitt i þvi fólgin að aka á þeim tima, sem FÍB gaf upp á Birgir isleifur Gunnarsson, borgarstjóri afhendir keppendum á bifreið nr. 1 timaspjald þeirra - og þar meö hófst keppnin. Það voru sigurvegararnir frá þvi I fyrra sem óku þessum bil, en þaí óhapp henti þá, að þeir óku bil sinum útaf I krappri beygju á Varmadalsmelum. Timamynd: Gunnar Bifreið sigurvegaranna, BMW-1600, á leiðyfir Þverá. Timamynd: Gsal varö þó ljóst hver hafði borið sigur úr býtum. Sigurvegararn- ir fengu að launum bikar, sem Sportval gaf til keppninnar, auk 80 þús. kr. verðlauna og blóm- sveiga. 45 þ'ús. kr. var veitt til þeirra, sem höfnuðui 2. sæti, og 20 þús. kr. fyrir þá sem höfnuöu i 3. sæti. Ökumenn fyrstu þriggja bif- reiðanna fenguog gull, silfur og brons-peninga frá FIB. Að sögn Ama Arnasonar, framkvæmdastjóra keppninn- ' ar, þótti þessi keppni takast mjög vel, og sagöi hann að mun meiri spenna hefði verið i keppninni nú en i fyrra. hverjum hluta leiöarinnar. Við enda hvers leiðarhluta voru timaverðir, sem skráðu tima keppenda. Þeir keppendur, sem gátu fylgt tima FIB nákvæm- lega fengu 0, en fyrir það að koma t.d. minútu of seint fékk viökomandi keppandi 11 minus, en fyrir þaö aö koma minútu of fljótt voru gefin 2 minusstig. Við Þrastarlund var stöðvað i 20minútur, en siðan ekið svo til sömu leið til baka. Fyrstu bif- reiðarnar, sem komu i mark við Hótel Loftleiöir, komu um 6-leytið. Mikill fjöldi fólks fylgd- ist meö keppninni, bæði við Loftleiðahóteliö, þar sem upp- lýsingum var jafnóöum komið til fólksins um keppendurna, og eins á hinum ýmsu stöðum á leiðinni. Nokkurn timatók að reikna út úrslit keppninnar, en fljótlega Guðmar Magnússon, formaður Rallnefndar FÍB afhendir sigervegurunum verðlaunin. Tima- mynd: Gunnar Vilmar Þ. Kristinsson og Sigurður I. ólafsson viö Voikswagen bifreiö sina, en þeir höfnuðu i 3. sæti. Timamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.