Tíminn - 15.06.1976, Page 10

Tíminn - 15.06.1976, Page 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 15. júnl 1976 skipum sinum o. fl. o.fi. Eðlilegast væri, að land- krabbarnir legðu sig alla fram við að gera þessum þrautseigu hetj- um okkar daginn sem eftirminnilegastan með skemmtiatriðum og hátiðarbrag, en gæfu sjómönnum frí. Á það er svo hins vegar að lita, að liklegaværi hálf fátæk- legur bragur á hátiðar- höldum sjómannadags- ins, ef sjómennirnir tækju ekki þátt i að gera hann sem skemmtileg- astan. Sérstaklega á þetta við um sjávar- plássin úti um allt land, þar sem mun meira er um dýrðir, heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu. Eðlileg niðurstaða virðistþvi vera sú, að is- lenzka sjómannastéttin sé allri þjóðinni jafn nauðsynleg, hvort sem er i starfi eða leik. Meðfylgjandi myndir eru teknar af skemmti- atriðum sjómannadags- ins i Nauthólsvik og af- hendingu heiðurs- merkja, en viðurkenn- ingar hlutu að þessu sinni: Jón Sigurbjörnsson hlaut Fjalarbikarinn fyrir frábæran námsár- angur i vélstjóranámi. Heiðurskross sjó- mannadagsins fyrir langt og gæfurikt starf við sjómennsku hlutu Jón Eiriksson, skip- stjóri, Magnús Guð- mundsson, háseti og vél- stjóri, og Guðmundur Guðmundsson, bryti. Gullmerki sjómanna- dagsins fyrir frábærlega vel unnin störf i þágu samtaka sjómanna hlutu Jón Sigurðsson, formaður Sjómanna- sambands íslands, og Tryggvi Helgason, for- maður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Þeir hyggjast báðir draga sig i hlé næsta haust. Afreksbikarinn hlaut að þessu sinni Einar Friðrik Sigurðsson, skipstjóri frá Þorláks- höfn, fyrir að hafa bjargað 3 áhöfnum. Tók hann það fram, að slikt væri aðeins hægt að gera með góðri og samstilltri áhöfn. Berent Th. Sveinsson, loftskeytamaður hjá Landhelgisgæzlunni, tók við bikar fyrir hönd allra starfsmanna Gæzl- unnar frá sjómannadeg- inum i Reykjavík, fyrir vel unnin störf i siðasta þorskastriði. Skal bikar- inn geymdur a.m.k. fyrst um sinn i flagg- skipi flotans. Fjöldi manns fylgdist meb skemmtiatribunum I Nauthólsvikinni. Berent Th. Sveinsson tekur viö Gæzlubikarnum. Einar Friörik Sigurösson. tekur viö afreksbikarnum úr hendi Péturs Sigurössonar. Frá verölaunaafhendingunni t.f.v.: Hanna Lis Jónmundsdóttir f.h. Jóns Sigurbjörnssonar, Magnús Guömundsson, Berent Th. Sveinsson, Tryggvi Helgason. Pétur Sigurösson, formaöur Sjómannadagsráös, Elinborg Jónsdóttir f.h. Guömundar E. Guömundssonar, Jón Sigurös- son, Jón Eiriksson og Einar Friörik Sigurösson. Timamyndir: Gunnar. Sjómannadagurinn 1976 —hs-Reykjavik. Sjó- mannadagurinn var hátiðlegur haldinn um allt land i 39. sinn s.l. sunnudag. Viðast hvar var þokkalegt veður, og af þeim sökum heppn- aðist þessi hátiðar- og fridagur sjómannastétt- arinnar með ágætum. Rétt er að hafa smá- fyrirvara á þegar talað er um fridag sjómanna. Sjómannadagurinn er orðinn hátiðisdagur allra landsmanna og er það vel, en heiðursmenn dagsins, sjómennimir geta ekki eðlis starfsins vegna fengið sér fri og var þvi mikill hluti þeirra við sina vinnu þennan sjómannadag, sem og aðra. Auk þessa eru svo þeir sjómenn, sem i landi eru á hátiðisdegi sinum, jafnan settir i að skemmta öðrum lands- mönnum með erfiðum kappróðrum, kappleikj- um, hópsiglingum á

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.