Tíminn - 15.06.1976, Page 15

Tíminn - 15.06.1976, Page 15
Þriðjudagur 15. júni 1976 TÍMINN 15 Oddný Guðmundsdóttir: „AÐ SVISSA YFIR Á ENSKU" Ef ekki verður rönd viö reist, komum við okkur bráölega upp nýju tungumáli, sem nefna mætti Nato-Islenzku. Blaöamenn hlynna aö henni meö enskum oröalepp- um og enskri oröaröö. Oft heyr- ast annarlegar áherzlur i útvarpi og sjónvarpi. Bögubósar þýöa bækur. Þar kemur erlenda orða- rööin til skila, ásamt röngum beygingum og oröskripum. Stundum taka jafnvel vel ritfærir menn sig til og þýöa subbulega reyfara i tómstundum sinum og nenna þá jekki aö vanda mál sitt. Flest þykir vinnandi fyrir peninga nú á dögum, einnig þaö, að leggja nafn sitt við menningar- snauöar og afsiöandi bókmenntir. „Þróun” framburöar er komin á þaö stig, aö einhver brögö eru aö þvi, aö börn beri sykur fram eins og sigur og baukur eins og baugur. Sykurbaukur er ekki sama og sigurbaugur. Slikar framburöarbreytingar valda misskilningi. Kennarar gætu haft mikil áhrif á málverndun, ef þeir geröu sér ljóst, hve hættan er mikil og ná- læg, og ef islenzkukennslan væri ekki, samkvæmt námsskránni, bundin viö utanaölærdóm orö- flokka og málfræöiheita. Ég er vön aö byrja móöurmáls- kennslu á þvi aö venja börnin af aö japla endalaust „ókey” og kveðja meö „by,by”. (Hvor- tveggja hljóöritaö, ókei ogbæbæ, eins og Natóislenzkan verður áreiöanlega) Ég segi þeim hik- laust, að þetta sé sóöalegur munnsöfnuöur. Syni þeim svo á töflunni, hvernig sú fagra kveðja „guö blessi þig” er oröin að stuttu hvellu bofsi á slangurmáli stór- þjóða, sem alltaf hefur skort þá alþýöumenningu, sem á Islandi liföi af öll hallæri. Guö blessi þig er orðiö aö bæ, bæ I þróun enskrar tungu. Dagblöö hafa öðru hverju haft sérstaka barnadálka og nefnt ýmsum nöf num. 0 g vej er þaö. Þá yrkja þau gjarnan.Litiö erþar af órimuöum ljóöum. Mest eru þetta vlsur, sem hafa endarim, en eru óstuðlaðar eða rangstuðlaðar. Þetta ætti ekki aö birta eins og góöanog gildan kveöskap, heldur endursenda ungu skáldunum meö vingjarnlegum leiöbeiningum. Skólablöö birta gnótt kveðskapar af þessu tagi. Hvaö eiga blessuö börnin aö halda, þegar kennarar og ritstjórar taka þessu meö þökkum? Hvergi væri tekinn á handavinnusýningu vettlingur meö ótal lykkjuföllum. Hvers vegna er orösins list svo miklu minna metin en prjónles? Þaö kemur fyrir, þegar ég er aö segja krökkunum frá rimi og stuölum, aö einhver kemur til min meö visu og spyr, hvort rétt Se ort. Hvort þessir krakkar veröa hagyröingar, reyni ég ekki aö gizka á. En ég vona, aö þetta spjall okkar komi i veg fyrir, að þeir birti eftir sig leirburö og viti ekki betur. Skortur á sjálfsgagnrýni I ljóðagerö er ekki eingöngu barna- brek. Eftirfarandi visa er tekin úr gamanmálum i skólaslitablaði. Nemendur voru um tvitugt. Þessi visa var engan veginn lökust: „Stefánia heitir ein nett og sæt, sem stritast við að læra. Við nánari kynni hún er ágæt, en bezt viö hann Óla sinn kæra.” Ef kveöskapur á borö viö þetta ryöur sér til rúms, án þess aö nokkur láti sér fátt um finnast, er „stuölanna þriskipta grein” i bráöri hættu. Islenzkri ljóðlist stafar engin hætta af svokölluöum atömkveð- skap. Hann er sérstök listgrein, óviökomandi bundnu máli. Margir iöka hana og halda, af misskilningi, aö hún sé auöveld. Aöeins örfáum tekst vel. En um þaö ætla ég ekki að ræöa. órimuöu ljóöin sljóvga ekki brag- eyra lesandans eöa kröfur hans til bundins máls. Þau eru á ööru sviöi. En fari blöö og útvarp aö veita viötöku vitlaust rimuðum og rangtstuöluöum kveöskap.er þaö sama og aö gera leirburöi jafn- hátt undir höföi og þvi, sem hingaö til hefur verið talinn gjald- gengur skáldskapur. Skólablöö siöustu ára bera langri mennta- braut dapurlegt vitni. Nýlega kom út á vegum ung- templara kver, sem heitir „Rass- vasasöngbókin Spangólia”. Sýnishorn eru þar nóg af nútima- kveðskap.: „Nefiö er guðdómlega skapaö nef finnst mér. Augun falleg, skær, djúp og blá. En likaminn er af og frá ----Rassgatið, Þaö er meira rosaboddiiö, stendur marga metra út i loftiö, svo allir verða skelkaöir.” Og enn kveöa þeir ungu vormenn tslands: „Ó, Gunna, elsku Gunna min alveg eins og tunna, svo æöislega fin, og flatbrauössneiö i töskunni, og glóð er enn i öskunni, viö komum öskufullir heim” -Hvernig ætli söngvar brenni- vinsberserkjanna séu, þegar templarar syngja svona? Þó að nafnbókarinnar eigi ágætlega við sumt af efninu, heföi verið réttara aö kalla hana „Eitthvað fyrir alla.” Hún hefst á þjóösöngnum, og þar eru ljóð, sem jafnan hafa veriö talin meöal snilldarverka þjóöskáldanna. Bókin er þvi hiö ágætasta dæmi um „þróun” málsins og íslenzkrar ljóölistar. Agætt væri aö hafa hana til hliðsjónar viö kennslu i bók- menntasögu. Þaö er litiö ættarmót meö þeim Islendingum, sem bókin er ætluö samkvæmt reglunni, „eitthvaö fyrir alla.” Slikur munur er á þvl, sem hæst ber og þvi, sem lægst leggst I þessari bók. En hún er hentug, ef einhver ræöst i aö semja doktorsritgerö um þróun islenzkrar ljóölistar. Sú þróun málsins, sem kemur fram I söngvum ungu mannanna, gerir, aö sjálfsögöu, viöar vart viö sig en I bundnu máli. Arni Böövarsson segir I Samvinnunni 1971 um málfar menntaskóla- nema: — Um stúlkur almennt eru notuð orö eins og tjása, meri, pia, flott pia, pæja, spúsa, flyöra, smart grýla, beibi, boddi — ” , Takiö eftir, aö A.B. segir stúlk- ur almennt. Þetta eru þvi engin skammaryröi. Unga stúlkan má ekki móögast þó aö pilturinn hennar kalli hana tjásu eöa meri. Þaö er bara vel meint. Þaö veröur aö segja atómljóða- höfundunum til ámælis, aö þeir eru ekki lausir viö niöra bundiö mál og telja þaö úrelt. „Hiö hefö- bundna form 19. aldar er nú tómt hús,” segir Einar Bragi. Ungt fólk er nýjungagjarnt. Þvi hættir viö að litilsvirða allt gamalt. Aróöurinn hittir þvl i mark. Þetta fólk litur, ef til vill öðrum augum á ljóö siöar á æv- inni. En þá er þaö um seinan. Brageyraö er dauft. Hrynjandi stuölanna er þvi framandi. Hún ómar ekki I vöku og svefni, eins oghjá þeim kynslóöum, sem ortu I svefni draumavisur undir dýr- um háttum. Atómskáldum ber að fága iön sina, svo aö þau veröi fullsæmd af, en skeyta ekki skapi sinu á látnum ljóösnillingum og óviröa þá i augum æskunnar. Stephan G. Stephansson yrkir um Kolbein Jöklaraskáld og skipti hans viö Kölska. Kölski Stephans er ekki á sálnaveiðum samkvæmt þjóötrúnni. Hann er veraldlegur höföingi, fégjarn og drottnunargjarn. Aöferö hans er lævis. Hann veit, aö móöurmál hverrar þjóöar er menningarleg- ur styrkur hennar: „Hiö greiöasta skeiö til aö skrilmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna.” Undirokuö þjóð heldur velli, meðan hún talar ekki mál kúgarans. Kölski minnist þess, að Lúther gerði honum grikk, þegar hann lét snúa bibliunni á tungu þjóöarinnar. Sérstaklega er Kölska illa viö alþýöuskáldin. Þeir vita þaö báöir, Kolbeinn og Kölski, aö móðurmáliö er undir- staöa menningarinnar, eins og Einar Benediktsson orðar þaö. Óvinurinn situr enn á Þúfu- bjargi og tistir i eyra fræðslu- málayfirvaldanna: Enska i tiu ára bekk — enska i tiu þara bekk. En hvaö varö af Kolbeini? Enginn varð til þess i fyrra, svo ég viti, aö kveöastá viö þann sem ráðlagði okkur að „svissa yfir á enskuna.” Gamalt ævintýri segir frá systrum tveimur, sem uröu fyrir þeim álögum, aö af vörum annarrar hraut ljót padda við hvert orö, sem hún talaði. En af vörum hinnar féll fegursta rós. Þjóðsagan er aö segja okkur, aö slikur sé munurinn á fógru máli og ljótu. Og hamingjan, í gervi kóngssonarins, nemur ekki staöar til aö hlusta á subbulegt tætingsmál. Þróunin lætur ekki á sér standa. 1 staögömlu konunnar viö hlóöirnar, sem sagöi slikar sögur af kunnáttu, sem entist snilling- unum til frægöar, þegar bezt lét, kemur sjónvarpiö meö sina dag- legukynningu á „kallinum, sem skaut hinn kallinn og kallinum, sem skaut þann kall,” eins og börnin orða það. Árangur þeirrar sýnikennslu setur auövitaö nokkurn svip á orösins list. En einkum sésthann hjá litlum börn- um, sem ota fram sperrtum handlegg og herma eftir skot- hvellum. Árangurinn kemur og fram i flani byssudólga, sem lög gæzlan hefur áminnt um, aö rápa ekki um fjöll og firnindi og látast vera rjúpnaskyttur, án þess aö kunna til þeirra verka. • Fyrir mörgum árum fengu kennarar spurningaeyöublöö, þar sem, meöal annars, átti aö segja álit sitt á þvi hvernig kennari eigi aö vera. Sumt af þessum svörum birtust smám saman I Mennta- málum. Þar voru nefndar flestar þær dyggöir, sem mann geta prýtt. Og svona átti kennarinn aö vera. Ég hirti ekki um aö sem ja lang- an lista yfir mannkosti, en nefiidi nauösyn þess aö kennarinn sé vel máli farinn og tali þannig, aö börnin skilji auöveldlega. Ritiö gat þess, aö þrir af öllum þeim, sem svöruöu heföu tekiö fram, að kennari yröi aö tala gott mál og skýrt. Bókstafsþekkingin er talin ein- hlit. Aukaatriði, hvort fræöarinn getur miölaö öörum þvi, sem hann veit! Til hvers þurfum viö kennara i sögu, bókmenntum og landafræði, þegar völ er á itarleg- um bókum? Er þaö ekki einmitt hlutverk kennarans aö blása lifi I námsgreinina, hjálpa barninu til aö diilja. Þaö er skaöi aö stirölegt mál ogklaufaleg nýyröi stórspilla mörgum nýjumkennslubókum nú á dögum. Lýðháskólarnir i Danmörku voru þjóðleg vakning, meöal annars til þess aö sporna gegn þýzkum áhrifum i máli og menningu. Unga fólkiö átti aö læra að meta tungu sina og bók- menntir. Grundtvig var mikill og viö- sýnnandi. En fyrst og fremst haföi hann meira verksvit, en flestir aðrir, sem viö kennslu hafa fengizt. Saga er til af þvi, aö hann sat ráðalaus yfir stúlkubarni, sem ekkert botnaði i kristin- dómnum sinum. Þá hugkvæmdist honum aö segja telpunni sögurn- ar, sem hún gat ekki lært á bók. Þá brá svo viö, aö barniö vitkaðist oggekk fyrir gafl á rétt- um tíma. Sagan segir, aö þetta atvik hafi vakiö hugmynd Grundt vigs um skóla, þar sem mál- snjallir menn gæfu þunglamaleg- um fróöleik vængi og opnaöi hon- um leiö inn i huga nemandans. Grundtvig heföi áreiðanlega ekki komiö til hugar ab kenna börnum erlend mál, áöur en þau eru læs á móöurmál sitt, eins og nú tiökast. Honum heföi liklega þótt krossaprófin svonefndu fremur andlaus. (Þaö hafa þeir fundiö á Eskifiröi, en skopskyniö, sem átti aö blása lifi i Landnámu, var bara helzt til óbjörgulegt, sem frægt er oröiö.) Þessi litla saga um Grundtvig og tomæma barnið er sögö mjög áþekk um annan merkan lýöhá- skólamann Christian Kold. En þaö, sem lýNiáskólamennirnir „fundu upp,” haföi reynslan sannaö fyrir löngu á Islandi: Þaö varhægt aösegja sögu svo vel, aö hver kynslóöin af annarri skilaöi henni jafnsnjallri og hún tók viö henni, þar til ritarar komu til sög- unnar. Fyrir nokkrum árum var nor- rænt kennaraþing I Reykjavik. Mér er það minnisstæöast, aö frönsk kona flutti þar erindi um norræna lýöháskóla, og kvaö þeirra brýna þörf á tslandi til verndar tungu og þjóöerni eins og hjá Dönum á sinum tima. Glöggt er gests augab. Þau fáranlegu vinnubrögö, aö kenna börnum erlendar tungur, áöur en þau eru sendibréfsfær á móöurmáiinu og jafnvel ekki skammlaust læs, er rökstudd meö þvi, aö ekki sé hægt aö feröast um allan heiminn, án þess aö kunna ensku. Fyrst er nú það, aö sá, sem ekki er skammlaust læs, lærir ekki ensku aö neinu ráöi. t ööru lagi á hann ekki brýnt erindi um allan heiminn. Hann á svo mikiö ólært heima. önnur rök eru þau, aöhin stirð- læsi tslendingur geti lent i hóp- ferö til London, komiö i búö og orðið miður sin af vanmáttar- kennd, ef hann þarf aö gera sig skiljanlegan meö bendingum. Þessi ótti við vanmáttarkennd er orðinn likastur myrkfælni, enda skyldur hjátrú. Þaö er nú einu sinni svo, aö viö getum ekki lært alla skapaöa hluti.Til þess endist ekki ævin og ekki næmi þeirra gáfuðu, hvaö þá þeirra heimsku. Það þyrfti raunar aö vera fyrsta boðorö I öllum skólum, aö ekki sé krafizt meira náms af neinu barni, en þaö ræður viö. Þaö á hreinlega aö sleppa þeim tor- næmu viö þaö, sem þeim er ofur- efli. En sá sem fellur á setninga- fræöi, mengi og eölisfræöi, getur haft góöan skilning á vel kvebinni visu og fróöleik um land og þjóð. Eitt er þaö, sem ætti aö hlifa öllum nemendum viö. Þaö er utanaölærdómur nafna, sem litil eöa engin vitneskja fylgir og er ekki liklegt, aö skipti okkur neinu alla ævina. Siöan ég lærði þulu um sjö þverár Dónár, hef ég aldrei heyrt þeirra getiö, hvoiki til ills né góðs. Ég læröi lika nöfn sextán spámanna i bibliusögun- um minum. En fárra þeirra hef égheyrt getið siöan. Þó voru þær bækur, sem ég læröi, ekki jafn stfickhlaönar samhengislausum minnisatriðum og skólabækur eru nú. Þegar unglingarnir hafa öölazt sæmilega leikni I munnlegri og skriflegrifrásögn, er kominn timi til aö læra þetta, sem i þröngri merkingu er kallaö málfræöi og er einskis veröur þululærdómur, ef hvorki orðaforöi né málkennd er fyrir hendi. Börn eru ekki nákvæm vasaút- gáfa af fullorönu fólki. Þau hugsa ekki kerfisbundiö. Þaðsem okkur þykir merkilegt, er oft leiðinlegt og skiptir engu i þeirra augum. Þau veröa aö sjá atburöi I mynd- um, og þeir veröa aö vekja hjá þeim tilfinningar. Einhver sagði mér, aö nauðsynlegt væri aö kenna börnum að búa til linurit. Þaö hljóta aö vera undarleg börn, sem sólgin eru i aö læra fróöleik af linuritum. Einu sinni spuröi ég að þvi i skriflegu verkefni, hvað Guðbrandur biskup væri frægastur fyrir. Nokkrir svöruðu eitthvað á þá leið, að hann hefði riðið suöur á Þingvöll i kvensöðli, eldgamall. Gömul, hnausþykk smáletruö bók og gildi hennar fyrir islenzka menningu, getur ómögulega vakiö hrifningu hjá venjulegu barni. En þessi kyn- lega mynd af siðskegguöum öldungi i kvensööli, á leiö um fjöll og firnindi gleymist ekki auðveld- lega. Hún vekur meira að segja löngun til aö vita meira. Og fróð- leikur um hina meiri verðleika biskupsins hleöst aö myndinni fyrr eöa siöar. Skólaganga er ekki nákvæm- lega þaö sama og menntun. Margar og timafrekar náms- greinar koma i veg fyrir, aö hægt sé aö helga sig þvi, sem menn eru hneigðastir fyrir og ekki er hægt aö gera viöhlftandi skil á skömmum tima. Fjölbrauta- skólarnir nýju eiga sjálfsagt eftir aö reynast betri menntastofnanir en stúdentaverksmiöjurnar gömlu. Þó er einhver töfraljómi yfir þeim, þannig, að fólk, sem hefur hlotið sæmilega menntun i öörum skólum, kvartar sáran um, aö þaö þjáist af vanmáttar- kennd gagnvart stúdentshúfum. En heitasta ósk okkar hlýtur þó ab vera sú, aö allir, menntaskóla- nemendur nái sem fyrst þeim þroska aö þeir vaxi upp úr þvi, að beita yngstu börnin fantabrögð- um, sem nálgast pyndingar, ef trúa má frásögnum dagblaöanna siöastlióiö haust. En hvaöa útúrdúrar eru nú þetta? Vorum viö ekki, lesandi góöur, aö hugsa um þróun móður- málsins? Mér kom bara i hug það, sem Sigurður Nordal sagöi einu sinni, að frá skrilmáli væri skammt til skrfls. Menntamaöur semkallar vinstúlku sina tjásu og meri, á eitthvaö ólært i háttvisi. Viö grunum hann um skort á viröingu fyrir fólki yfirleitt. Þjóökunnur öldungurlét sér um munn fara nýlega aö skólakerfiö séágætt —aöeins ekki miöaö viö börnin Þetta er ekki bara góð fyndni, heldur óhugnanlegur sannleikur. Skólakerfiö misþyrmir hverj- um þeim nemanda sem ekki er skapaöur nákvæmlega meö hliö- sjónaf námsskrá. Hinn, sem melt getur „raunvisindin” og fikrað sig fótviss upp launastigann, fer lika einhvers á mis. Ég veit ekki betur en margir þeirra, sem framleiöa ljóö á borö við þau, sem Rassvasasöngbókin Spangólia birtir, séu langskólamenn. Okkur grunar, aö skólarnir þeirra hafi veriö miöaöir viö eitthvað annað en börnin. Oddný Guðmundsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.