Tíminn - 15.06.1976, Page 18

Tíminn - 15.06.1976, Page 18
18 TÍMINN Þriöjudagur 15. júni 1976 HeimsmetílOO m hlaupi kvenna INGER HELTEN frá V-Þýzkalandi setti nýtt heimsmei i 100 m hlaupi á frjálsiþróttamúti I Fuerth um heigina. Þessi 25 ára stúlka hljóp vegalengdina á 11.04 sekúndum — timinn tekinn á rafmagns- klukku. Eldra metiö (11.07) áttu þær Ranate Stecher frá A-Þýzka- landi og Wyomia Tyus frá Bandarikjunum. Stecher á metiö meö skeiöklukku, sem er 10.8 sekúndur. Helten setti metiö i undanrásum, en slöan sigraði hún i úrslitum — 11.31. Evrópumeistari nn Irina Szewinska frá Póllandi varð aö láta sér nægja þriðja sæti — 11.35, en Annegeret Richter frá V-Þýzka- landi varð önnur — 11.34. —SOS Albert verndari alþjóðlegs knatt- spyrnumóts í Nice Fyrir nokkrum dögum var haldiö alþjóölegt unglingamót I knatt- spyrnu i frönsku borginni Nice, og voru þátttökuliö frá Frakk- landi.Sovétrikjunum, Vestur-Þýzkalandi, Ungverjalandi og Skotlandi. Frakkar, sem stóöu fyrir þessu móti, sýndu Albert Guömundssyni, alþingismanni og fyrrverandi formanni KSl, þann heiöur aö biöja hann aö vera verndara mótsins. Var Albert viöstaddur keppnina og tók fyrstu spyrnuna f mótinu ( sjá mynd), en auk annarra kunnra áhrifa- manna í knattspyrnunni, sem þarna voru viðstaddir, var m.a. forseti FIFA, Braziliumaðurinn Dr. Havelange... Nánar veröur sagt frá þess- ari keppni i blaöinu á morgun og birtar fleiri mvndir. Gunter Netzer látinn Keegan var óstöðv- andi — þegar Englendingar sigruðu (4:1) Finna í Helsinki KEVIN KEEGAN var hetja Englendinga, sem unnu góðan sigur (4:1) yfir Finnum I Helsinki, þegar þjóöirnar mættust þar i undanúrslitum HM-keppninnar i knattspy rnu. Keegan skoraöi 2 mörk og þar að auki lagöi hann upp mark, sem Stuart Pearson (Man- chester United) skoraöi. Pearson skoraði fyrsta mark leiksins, eftir að Keegan hafði skallað til hans. Finnar náðu að jafna, (1:1), þegar fyrirliðinn Matti Paatelainen, skoraði gott mark. Keegan kom Englendingum aftur yfir (2:1) fyrir leikshlé, en siðan innsigluðu þeir Keegan og Mike Channon sigur (4:1) Englendinga i siðari hálfleik. Keegan skoraði siðasta mark leiksins, eftir stórkostlegan einleik, þar sem hann sundr- aði varnarvegg Finnanna. Sigur hjá Ungverjum Unverjar unnu sigur (2:0) yfir Austurrikismönnum I vináttu- landsleik I knattspyrnu, sem fór fram I Budapest á laugar- daginn. 35 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem var 500. lands- leikur Ungverja. Glæsilegt met sett í Kiev Valentina sló 3ja óra gamalt met í 800 m hlaupi kvenna Valentina Gerasimova frá Sovét- rikjunum, setti nýtt glæsilegt heimsmet I 800 m hlaupi kvenna um helgina, þegar meistaramót Sovétrikjanna fór fram I Kiev. Þessi snaggaralega 27 ára frjálsiþróttakona hljóp vega- lengdina á 1.56.0 minútum, og bætti þar meö met Svetlu Zlatevu frá Búlgariu — 1:57.5 — sem hún setti i Aþenu i ágúst 1973. Valentina haföi forustuna i hlaupinu allan timann, en tvær stúlkur fylgdu fast á eftir henni. Svetlana Styrkina kom önnur i mark, — á betri tima en gamla heimsmetið — 1:56.7 minútum, og þriöja varð Tatyana Providok- hina — 1:59.3 minútur og var þetta i fyrsta skipti i iþróttasögu Sovétrikjanna, að þrjár stúlkur hlaupa innan við tvær minútur i sama hlaupinu. -SOS Gerd Muller hefur skorað 541 mark GERD „Bomber" Muller, hinn marksækni leikmaöur Bayern Mun- chen, var heldur betur á skotskónum á laugardaginn, þcgar Evrópu- meistararnir unnu sigur (7:4) yfir Herthu Beriin. Mullcr skoraði 5 mörk i leiknum og hefur þessi mikli markaskorari nú skorað 304 mörk I „Bundcsligunni”, eöa fleiri mörk, en nokkur annar leikmaöur hefur skoraö i Bundesligunni”. Gerd Múller hefur skorað 541 mark á keppnisferli sinum og eru þá öll þau mörk, sem hann hefur skorað meö Bayern Múnchen og v-þýzka landsliðinu talin meö. Muller hefur t.d. skorað 304 mörk i „Bundeslig- unni”, 68 mörk i landsleikjum, 61 mark i v-þýzku bikarkeppninni og 58 mörk i Evrópukeppni (31 mörk i keppni meistaraliða, 20 i keppni bikar- hafa og 7 i UEFA-bikarkeppninni.) Gerd Múller nálgast nú markamet Uwe Seeler, sem skoraöi alls 551 mark meö Hamburger SV og v-þýzka landsliðinu á keppnisferli sinum i V-Þýzkalandi. Borussia Mönchengladbach tryggöi sér meistaratitilinn i V-Þýzka- •andi — i fjórða skiptið á sl. 7 árum. Hamburger SV varð i öðru sæti, en Evrópumeistarar Bayern Mú’nchen, sem voru með neðstu liðunum fyr- iráramót, réttu úr kútnum eftir áramót, höfnuöu i þriðja sæti. Bayern Uerdingen, Kickers Offenbach og Hannover 96 féllu niður 12. deild. —SOS sem hefur augastað á Franz Beckenbauer, llli Hoeness og Jupp Heynckes Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid hefur á- kveðið að endurnýja ekki samninginn við þýzka knatt- spyrnusnillinginn Gunther Netzer fyrir næsta keppnis- tfmabil. Þeim þykir Netzer ekki hafa sýnt góða leiki upp á síðkastið/ enda aldurinn (31 árs) tekinn að færast yfir kappann. Real, sem keypti Netzer frá Borussia Mönchen- gladbach 1973 á 240 þús. pund, ætlar sér að kaupa annan evrópskan ,,topp- spilara" í stað Netzers, og hafa margir komið til tals, m.a. Uli Hoeness frá Bay- ern Munchen, Jupp Heynckes frá Mönchen- gladbach, og svo sjálfur ,,keisarinn" Franz Beckenbauer, sem getur gengið inn i lið Real Mad- rid, þegar honum svo sýn- istog fyrir þá upphæð, sem hann sjálfur nefnir. Þrátt fyrir þetta verður Netzer ekki atvinnulaus, þar sem félög í Sviss og Frakklandi hafa sýnt á- huga á að fá hann í sínar raðir. Ó. O. Schoen fer með 18 manna hóp til Júgóslavíu Helmut Schoen hefur valiö 18 manna hóp, sem i veröa fulltrúar V-Þýzkalands I úr- slitakeppni Evrópukeppninn- ar I knattspyrnu. Fyrsti leikur liösins veröur viö gestgjafana I Júgóslaviu þann 17. júni. Markmenn: Maier (Bayern Munchen), Kargus (Ham- borg) og Franke (Braunschweig). Varnarmenn: Vogts (Mön- chengladbach), Beckenbauer, og Schwarzenbeck (Bayern Múnchen), Dietz (Duisburg) Kaltz og Nogly (Hamborg) og Reichel (Frankfurt). Miðju- og sóknarmenn: Wimmer, Danner, Stielike og Bonhof (allir Mönchenglad- bach), Hölzenbein (Frank- furt) Beer (Hertha), Hoeness og Dúrnberger (Bayern Mun- chen) Dieter Múller (Köln), Flohe (Köln), Worm (Duis- burg) og Bongartz (Schalke 04). ó.O. fara frá Real Madrid

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.