Tíminn - 15.06.1976, Síða 19

Tíminn - 15.06.1976, Síða 19
ÞriDjudagur 1S. júni 1976 TÍMINN 19 FH-ingar höfðu ekkert í Valsmenn aö gera... — Valsmenn léku sér að þeim eins og köttur að mús og unnu — 5:1 I Hermann nálgast 100 mörkin Það var ekki burðug möt- spyrna, sem FH veitti Val i leik þeirra I 1. deild sl. laugardag. Að vlsu átti FH liðið 100% skotanýt- ingu, þar sem eina skot þeirra á markið fór inn, en þar sem leik- menn Vals höfðu þá þegar notað smábrot af sínum tækifærum i ieiknum tii þess að skora fimm mörk, skipti mark FH ósköp litlu máli. Leikurinn fór fram i blið- skaparveðri á Laugardalsvelli, en góða veðrið viröist fylgja Val um þessar mundir. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu 10 minúturnar, en á 10. minútu er gefinn hár bolti inn i vítateig FH. Varnarmönnum INGI BJÖRN.... átti stjörnu- leik gegn FH. „FH- ingar voru auðveld r/ bráð — sagði Ingi Björn Albertsson — ÞETTA var aðeins einn við- komustaður i leiðinni aö meistaratitlinum, sagði Ingi Björn Albertsson, hinn mark- sækni miðvallarspilari Vals- Uðsins, eftir aö Valsmenn höfðu leikið sér að FH-ingum. — FH-ingar voru auöveld bráö, og sigur okkar hefði eins getaö oröið stærri, sagði Ingi Björn, sem sýndi stórgóöan leik. — Það er skemmtilegt að leika meö Valsliðinu, eins og það leikur — enda er sóknar- knattspyrna i hávegum höfð. Við höfum nú skorað 21 mark i 6 leikjum, eöa einu marki meira en við skoruöum allt keppnistimabiliö I fyrra I 14 leikjum, sagöi Ingi Björn. Ingi Björn sagði, aö Vals- menn væru ákveðnir i aö halda sinu striki. — Viö höfum litla mótspyrnu fengið ennþá, og eins og stendur, kem ég ekki auga á liö, sem getur stöðviaö okkur, sagöi Ingi Björn." —SOS FH tekst að hálfhreinsa frá en beint fyrir fætur Hermanns Gunnarssonar, sem skoraði óverjandi fyrir Ómar Karlsson i marki FH. Það sem eftir var hálf- leiksins pressuðu Valsmenn mikið, en tókst ekki að skora þrátt fyrir góö færi, m.a. áttu Ingi Björn Albertsson og Hermann góð tækifæri til að 'auka við markatöluna en allt kom fyrir ekki. Nær undantekningarlaust þegar FH-ingar komust fram yfir miðju i fyrri hálfleik mættu þeir fyrir Dýra Guömundssyni, sem sá um það að Sigurður Dagssoni Yfirburðir Skagamanna — þegar þeir fengu Blikana í heimsókn tslandsmeistararnir frá Akranesi náðu sér heldur betur á skrið, þeg- ar þeir fengu Breiöablik i heimsókn upp á Skaga á laugardaginn. Skagamenn „yfirspiluöu” Blikana algjörlega og unnu sigur — 2:0. En sigurinn hefði getað oröiö miklu stærri eftir gangi leiksins. Pétur Pét- ursson, sem átti mjög góðan leik, skoraði fyrra mark Skagamanna — með viöstööulausu þrumuskoti. Sigþór ómarsson bætti siöan við öðru marki — meö þrumuskoti. Teitur Þórðarson skoraði siöan löglegt mark, sem fékk ekki viðurkenningu hjá dómara leiksins, Val Bene- diktssyni. Teitur átti þrumuskot, sem skall I þverslánni og knötturinn hrökk vel inn fyrir marklinu Blikanna. Greinilegt mark — en dómarinn var ekki i aðstöðu til að sjá það. Pátur Pétursson og Karl Þóröarson voru beztu menn Skaga-liösins I leiknum. MAÐUR LEIKSINS: Kari Þórðarson. markinu fékk varla að handleika knöttinn i þessum hálfleik. Dýri hirti alla bolta, sem komu nálægt vitateignum. Seinni hálfleikur var ekki nema nokkurra sekúndna gamall þegar Valur hafði skorað sitt annað mark. Valsmenn hófu leikinn i seinni hálfleik, gefið var á Guðmund Þorbjörnsson, sem einlék upp hægri kant, renndi boltanum út i vitateiginn til Inga Björns.sem skoraði með þrumu- skoti upp i þaknetið. Gerðist þetta án þess að nokkur FH-ingur kæmi við knöttinn. A 55. minútu fékk Ingi Björn góöa sendingu frá Albert Guðmundssyni.lék nokkra metra áfram með knöttinn, og skoraði með góðu skoti. Þarna var vörn FH illilega sofandi. A 67. minútu virtist sem Ingi Björn yrði fyrsti maður íslandsmótsins til aö skora þrennu eða „Hat-trick”. Hann komst einu sinni sem oftar inn fyrir vörn FH og átti aðeins ómar markvörð eftir. En i staö þess að reyna að leika á hann, þá reyndi Ingi Björn skot, sem Ómar hálfvarði, knötturinn rann fyrir fætur Hermanns, sem bregzt ekki i færi sem þessu. Siöasta mark Vals kom á 75. minútu. Guðmundur Þorbjörns- sonskoraði eftir aukaspyrnu Atla Framhald á bls. 23. HERMANN... 91 1. deildarmark. HERMANN Gunnarsson, hinn marksækni leikmaöur Valsliös- ins, nálgast nú 100 mörkin. Her- mann er nú markhæstur i 1. deild- arkeppninni — 8 mörk. Hann hefur skoraö 91 1. deildarmark, siðán hann byrjaöi að leika með Valsliðinu 1963. Hermann hefur skoraö 89 mörk i sjálfri deildar- keppninni, en þar að auki hefur hann skorað 2 mörk I aukaúrslita- leikjum I deildinni — gegn Kefia- vik 1966 og Fram 1967. Hermann skoraði 2 mörk i sin- um fyrsta leik I deildinni — gegn Akureyringum 1963 á Laugar- dalsvellinum, og hannhefur skor- að langflest mörk i 1, deildar- keppninni, en þeir sem hafa skor- aö flest mörkin eru: ■ STEFAN HALLDÓRSSONiv..sendir knöttinn örugglega (2:0) I mannlaust mark Keflvlkinga. (Timamynd Gunnar). Hvað er orðið af Kefla- víkur-keppnisskapinu? Víkingar áttu ekki í erfiðleikum með áhugalausa Keflvíkinga og sigruðu - 2:1 Keflavikurliöiö, sem hefur ver- ið eitt okkar allra sterkasta lið undanfarin ár, er nú komið I öldu- dal, og má liðið muna sinn fifil fegri. Keflavlkur-Iiðið, sem hefur nú tapaö fjórum leikjum I röð — siöast gegn Vikingum 1:2, er ó- þekkjanlegt frá fyrri árum. Keflavikur-keppnisskapiö ann- álaöa er ekki lengur fyrir hendi hjá leikmönnum liðsins. Aftur á móti einkennir áhugaleysið marga leikmenn. Það er greini- legt aö Keflavikur-liðið hefur orö- ið fyrir mikilli blóðtöku við að missa hina baráttuglöðu lands- liðsmenn Karl Hermannsson og Grétar Magnússon, en þeir hafa leikið stórt hlutverk i liöinu und- anfarin ár. Karl og Grétar hafa skiliö eftir sig stórt skarð á miöjunni, sem Keflvikingar eiga erfitt með að fylla upp I. Það hefur komiö fram i leikjum liðsins aö undanförnu. Keflvikingar hafa aldrei náö tikum á miöjunni og þannig hefur sóknarleikur þeirra verið fálm- kenndur og máttlaus. Þessi veik- leiki Keflavikur-liðsins varö til þess, að það náði aldrei tökum á leiknum gegnVikingi. Ódrepandi baráttuviljiog einbeitni Vikinga á miðjunni, gegn Keflvikingum, nægði þeim til sigurs. Vikingar fengu óskabyrjun, þegar Lúövik Gunnarsson, bak- vöröur Keflavikur-liðsins, varö fyrir þvi óhappi, að senda knött- inn i eigið mark — eftir aðeins 30 sekúndur af leik, þegar hann var að kljást viö Stefán Halldórsson, miðherja Vikings. Stefánskoraði siðan (2:0) á 25. minútu, eftir varnarmistök Keflvikinga. Guöni Kjartanssonrann þá til á blautu grasinu, þegar hann ætlaöi að spyrna knettinum frá marki, með þeim afleiöingum, að óskar Tómassonnáöi honum — komst á auöan sjó, og sendi knöttinn til Stefáns, sem skoraöi örugglega. Keflvikingar náðu aö minnka muninn (2:1) á 71. mlnútu., þegar Steinar Jóhannsson skoraði örugglega úr vltaspyrnu. Þorvaröur Björnsson dæmdi leikinn og var hann aUt of vægur, þannig að fljótlega einkenndist leikurinn af hörku. MAÐUR LEIKSINS: Eirikur Þorsteinsson. —SOS.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.