Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 17. júni 1976 440 þúsund trjáplöntur gróðursettar í sumar Slökkvilið Akureyrar: NÝ OG FULLKOMIN SLÖKKVIBIFREIÐ KS-Akureyri- Siöastl. þriöjudag tók Slökkviliö Akureyrar form- lega i notkun nýja og fullkomna slökkvibifreiö. Bifreiöin er af Ford-gerö, en bandariska fyrir- tækiö Darley sá um yfirbyggingu og ýmsan annan frágang. Þótti bifreiö þessi þaö vönduö aö allri gerö, aö fyrirtækiö notaöi myndir af bifreiöinni i kynningarrit, sem þaö gaf út. Slökkvibifreiöin er búin öllum fullkomnustu tækjum til bruna- varna m .a. eru i bifreiöinni froöu- tæki, reykgrimur og fleiri nauö- synleg tæki. Alls er hægt að dæla um 2800 ltr. af vatni á minútu, og F.J. Rvik Fjóröungssamband Norölendinga gengst fyrir ráö- stefnu um landbúnaöarmál og byggöaþróun, i samstarfi viö Búnaöarsamböndin á Noröur- landi, stofnanir landbúnaöarins, heildarsamtök bænda, Fram- kvæmdastofnun, landbúnaöar- áætiananefnd og landbúnaöar- ráöuneyti. Káöstefnan veröur haldin á Blönduósi 21. og 22. júni. Fyrir ráðstefnunni liggur viö- tæk upplýsingasöfnun um stöðu landbúnaöarins i Noröurlandi og þýðingu hans fyrir þéttbýlið i Noröurlandi. Þessi könnun verö- ur m.a.kynnt i framsöguerindum Jóhannesar Sigvaldasonar, um stööu landbúnaöarins, Egils á bifreiðinni eru 11 vatnsbyssur. Verö nýju bifreiðarinnar var röskar 9 milljónir króna, sem má teljast mjög hagstætt verö, en þess má hins vegar geta aö bif- reiðin var pöntuð 1974, þannig að alllangan tima hefur tekið að full- geraallan frágang hennar. Alls hefur slökkviliðið nú 5 bif- reiöum á aö skipa, og er sú elzta frá árinu 1942 og er af kanadiskri gerð, og hefur reynzt alveg ein- staklega vel. Auk framantaldra bifreiða eru staðsettir á slökkvi- stöðinni sjúkrabill, hjartabill Rauða Krossins og slökkvibifreið i eigu brunavarna Eyjafjaröar. Bjarnasonar, um félagslega að- stöðu til búsetu i sveitum og i er- indi Hreiðars Karlssonar um áhrif landbúnaöarins á þróun þéttbýlis i Norðurlandi. Gunnar Guðbjartsson, formaður Fram- leiðsluráös landbúnaðarins, mun ræða um stefnumótun i fram- leiðslu og markaösmálum. Ketill Hannesson, búnaðarhagfræöing- ur ræðir um hagkvæmnisat- huganir i búvöruframleiðslu og búskaparhætti. Guðmundur Sig- þórsson, formaður landbúnaðar- áætlananefndar ræðir um skipu- lag og áætlanagerð i landbúnaöi og strjálbýli. Hjörtur Eiriksson, framkvæmdastjóri ræðir um ull- ar- og skinnaiönaö i iðnþróun á ASK-Reykjavík.Um það bil 440 þúsund trjáplöntur verða gróð- ursettar á vegum Skógræktar Islands nú i sumar. Þessum plöntum veröur skipt niður á héraðsfélögin, sem eru 32 að tölu. Flestar trjáplöntur veröa settar niður i Heiðmörk eða 150 þúsund. Þá fá Arnesingar um 40 þúsund og Eyfirðingar verða með svipaða tölu. Að sögn Snorra Sigurðssonar er hér mest um stafa-furu og sitkagreni, en nokkurt magn verður og gróðursett af lerki og birki. Erfiðlega hefur gengið að fá sjálfboðaliða til að vinna verkið, og þá sérstaklega úti á landi, en mun betur hefur gengið að fá fólk af Reykjavikursvæðinu til vinnu. Snorri sagði þetta vera mikinn kostnaöarauka fyrir skógræktina, en fyrir nokkrum árum var nær öll vinna á vegum hennar unnin af áhugafólki. FB-Reykjavik. Meistarasamband byggingamanna mun brátt aug- lýsa, að þeir vinnu- og efnis- reikningar, sem ckki eru greiddir Norðurlandi. Halldór E. Sigurðs- son, landbúnaðarráöherra mun flytja ávarp og ræða um stefnu- mótun stjórnvalda i landbúnaðar- málum. A ráðstefnunni liggja frammi margþættar upplýsingar sem snerta þróun landbúnaðarins á Norðurlandi. Sérstakir starfshópar munu vinna á ráðstefnunni og skila áliti siðari fundardag. Ráöstefiian er opin öllum með tillögurétti og málfrelsi. Þeim málum og tillög- um, sem fram koma á ráöstefn- unni, er visað til landbúnaðar- nefndar Fjórðungssambands Norðlendinga, sem undirbýr samræmda tillögugerð fyrir næsta Fjórðungsþing. Framlag rikisins til Skógræktar tslands hækkaði um helming á þessu ári, og nemur nú 3.8 milljónum króna, en að sögn Snorra nægir það rétt til að kaupa plönturnar. Það sem á vantar kemur frá héraðsfélög- unum. Þar er um að ræða bæði styrki frá bæjarfélögum svo og einstaklingum. Þannig hefur t.d. Kaupfélag Arnesinga gefið um 250 þúsund krónur. Á vegum skógræktarfélagsins innan eins mánaðar frá framvis- un reiknings, taki á sig venjulega víxilvexti til greiðsludags. Er þetta gert i framhaldi af sam- þykkt, sem aðalfundur Meistara- sambandsins geröi fyrir skömmu. / skýrðu forsvarsmenn Meistara- sambandsins frá þvi, að mikiö væri um það, að menn greiddu seint og illa vinnureikninga. Það væri mjög algengt, að menn sætu uppi með 3 til sex mánaða gamla, ógreidda vinnureikninga, og jafn- vel mun eldri. — Þetta er mjög bagalegt fyrir byggingameistara, og veldur þeim miklu fjárhags- tjóni ekki sizt, þegar verðbólgan i þjóðfélaginu hjá okkur hefur stundum komizt upp i 50% á ári, eins og Gunnar S. Björnsson hjá Meistarasambandinu komst að orði. Gunnar sagði einnig, að svipaður háttur hefði verið upp tekinn hjá málm og skipasmiða- iðnaðinum. Þar hefði verið aug- lýst, að vextir myndu falla á ógreidda reikninga. Hann sagði að reikningarnir hefðu reynd.ar ekki fengizt greiddir neitt fyrr en ella, eftir aö þessi háttur hefði verið tekinn upp, eftir þvi, sem verður farin skógræktarferð til Noregs þann fimmta ágúst næstkomandi. Um 60 manns fara og dvelja framundir miðj- an mánuðinn við gróðursetning- ar i Heiðmerkurfylki. A sama tima kemur hingað svipaður fjöldi Norðmanna og dvelur helmingur fólksins að Laugar- vatni en hinn helmingurinn á Hvanneyri. Norðmennirnir munu vinna við að gróðursetja plöntur i Skorradal. hann bezt vissi, en hins vegar kæmi þá vaxtagreiðslan lánveit- andanum til góða, og fengi hann þvi hlut sinn eitthvað bættan. Sighvatur Björgvinsson hættir sem ritstjóri Alþýðublaðsins FJ-Reykjavik. Alþýðublaðið skýrir frá þvi I gær, að Sighvatur Björgvinsson hafi látið af starfi stjórnmálaritstjóra blaðsins, en Sighvatur hefur verið ritstjóri Al- þýðublaðsins i sjö ár, ýmist einn, eöa stjórnmálaritstjóri með öðr- um. Jón Baidvin Hannibalsson, skóiameistari mun að öllum lik- indum taka við af Sighvati siðar I sumar. Þá mun Vilmundur Gylfason nú leysa Arna Gunnarsson, ritstjóra Alþýöublaðsins af meðan Arni fer i sumarfri. Róðstefna um landbúnað og byggðaþróun ó Noiðurlandi AAeistarasamband byggingamanna: Vextir á ógreidda vinnureikninga Skipað í stjórn launasjóðs FJ-ReykjavIk. Menntamálaráð- herra hefur samkvæmt tillögu Rithöfundasambandsi.is skipaö i stjórn launasjóðs rithöfunda: Bjarna Vilhjálmsson, þjóöskjala- vörð, dr. Guðrúnu P. Helgadótt- ur, skólastjóra, og Véstein Óla- son, lektor. Samkvæmt lögum um launa- sjóö rithöfunda er stofnfé sjóðsins 21,7 milljón króna, sem greiöast úr rikissjóöi, og var i fyrsta skipti veitt til hans fé I fjárlögum yfir- standandi árs. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa islenzkir rithöfundar og höf- undar fræöirita og einnig er heimilt aö greiða úr sjóðnum fyr- ir þýðingar á Islenzku. Sjóöstjórnin skal nú hafa lokið störfum fyrir 15. ágúst n.k., en starfslaunin eruveitt eftir um- sóknum, skemmst til tveggja og lengst til niu mánaöa I senn. Höf- undur, sem hlýtur starfslaun I þrjá mánuði eða lengur, skuld- bindur sig til aö gegna ekki fast- launuöu starfi meðan hann nýtur starfslaunanna. Stjórn launasjóðsins er skipuö til þriggja ára I senn, og má eng- an tilnefna I stjórn tvisvar I röð og engan oftar en tvisvar saman- lagt. I lod m Góð veiði i Viðidalsá Laxveiðin hófst i Viðidalsá þann 15. júni, og á hádegi I gær, voru komnir ellefu laxar á land. Þyngdþeirra var frá átta til tólf pund. Veitt er á sex stangir i ánni. Hinn heimsfrægi Benny Good- man, sveiflu-kóngur jazzins, var einn þeirra, sem veiöi hófu I ánni á þriðjudag, og fékk hann ellefu punda lax fyrsta daginn. Engan laxinn hafði hann þó fengiö til viðbótar á hádegi i gærdag. Agætisveður var við ána i gærdag, að sögn Ingimundar i veiðihúsinu, það skiptust á skin og skúrir, en hlýtt var, þrátt fyrir eilitið hvassviðri. Metlaxveiðisumarið 1973 var veiðin i Viðidalsá alls 1350 lax- ar, en sumarið 1974 var hún 1051 lax. Siðastliðið sumar fengust 1140 laxar úr ánni og var meðal- þyngd þeirra þá 8,9 pund. Silungsveiðin i Laxárdal i S-Þing. Hallgrímur Pétursson veiði- vöröur sagði, aöenn væri veiðin litil, en aö um fjörutiu laxar væru komnir á land. Veitt er á fjórtán stangir, en fáir hafa ver- iö viö veiðar aö undanförnu, og sagði Hallgrimur að veiöin kæmist yfirleitt ekki i fullan gang fyrr en eftir 20. júni, t.d. ætti hann þá von á hópi manna. Flestir þeir silungar, sem veiözt hafa i sumar eru um fjögur pund að þyngd. Treg veiði i Laxá i Aðaldal Um hádegið i gær var þrjátiu og einn lax kominn á land úr Laxá í Aöaldal, en það er mun lakara en á sama tima i fyrra. Þyngsti laxinn reyndist vera 12 pund. Veður hefur veriö sæmi- legt frá þvi að veiði hófst, aö sögn Arnfriöar önnu i veiðihús- inu i gær, en þá var milt og gott veiöiveður. Vatnið er einnig tal- iö mjög gott i ánni núna. Mokveiði i Norðurá Bjarni matsveinn I Veiöihús- inu við Noröurá sagði i gær, að um eitt hundrað og sjötiu laxar væru komnir á land, sem er mjög svipuð veiöi og var á sama tima i fyrra. Þyngsti laxinn sem veiðzt hefur nú, reyndist vera nitján punda hængur, en hann veiddist á maðk i Hvalarhyls- broti. Vatniö i ánni hefur minnkaö nokkuð að undanförnu en er ennþá nokkuö kalt. Veður var á- gætt viö ána i gær, en með kvöldinu fór að smárigna. Bjarni sagði, að nú færi að liða að þvi að laxateljarinn yrði settur niöur i Laxfoss, en hingað til hefur það ekki verið hægt, vegna þess hve áin hefur verið vatnsmikil. Nokkrar tilraunir voru gerðar til aö setja teljar- ann niður fyrir nokkrum dög- um, en þær mistókust allar, þar sem áin var svo vatnsmikil. Góð byrjun i Laxá i Leirársveit Veiði hófst 15. júní I Laxá i Leirársveit og um miöjan dag i gær voru sextán laxar komnirá land, að sögn Siguröar Sigurðs- sonar, Stóra-Lambhaga. Voru þeir allir mjög vænir, eins og venja hefur verið fyrst á vorin, eða frá 10-17 pund. Það var stjórn veiðifélagsins og heima- menn, sem opnuöu ána. Vatniö er mikið i ánni, frekar of mikið heldur en hitt, sagði Siguröur og sæmilega tært er það ennþá. Það er kominn lax upp úr öllu, en hann er nokkuð dreiföur. Þá kvaöst Sigurður ekki búast við að veiði yrði mikil næstu viku, nema þá að kæmi veruleg laxaganga. Sumarið 1973 veiddist 1891 lax i Laxá i Leirársveit, 1116 laxar sumarið 1974 og 1654 laxar i fyrrasumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.