Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 20
20
TíMINN
Fimmtudagur 17. júni 1976
Auglýsing um
umsóknir um
starfslaun rithöfunda
Hér með eru auglýst til umsóknar starfs-
laun úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt
lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út
af menntamálaráðuneytinu 9. júni 1976.
Rétt til greiðslu úr sjdðnum hafa Islenskir rithöfundar og
höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjdðn-
um fyrir þýðingar á islensku.
Starfslaun eru veitt samkvæmt 26. launaflokki opinberra
starfsmanna (byrjunarþrepi), skemmst til tveggja og
lengst til niu mánaða i senn.
Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun þrjá mánuði
eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu
starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slik kvöð fylgir ekki
tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörð-
ungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár
á undan.
Skrá um birt ritverk höfundar siðastliðin fimm ár og verk,
sem hann vinnur nú að, skal fylgja umsókninni. Þeim,
sem sækja um starfslaun vegna fræðirita, ber að geta
styrkja sem þeir hafa hlotið til verksins.
Umsóknarfrestur að þessu sinni er til 15. júli 1976.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik.
Reykjavik, 15. júni 1976.
Stjórn Launasjóðs rithöfunda.
Fró Stýrimanna-
skólanum
í Reykjavík
Umsóknarfrestur um skólavist fyrir nýja
nemendur er til 15. ágúst.
Inntökuskilyrði í 1. bekk eru:
1. Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf.
2. 24 mánaða hásetatimi eftir 15 ára ald-
ur.
Þá þurfa umsækjendur að leggja fram
augnvottorð frá augnlækni, heilbrigðis-
vottorð og sakarvottorð.
Fyrir þá sem fullnægja ekki skilyrði 1) er
haldin undirbúningsdeild við skólann.
Einnig er heimilt að reyna við inntökupróf
i l. bekk i haust. Prófgreinar eru: Stærð-
fræði, eðlisfræði, islenska, enska og
danska. Haldin verða stutt námskeið i
þessum greinum og hefjast þau 14. sept-
ember.
Inntökuskiiyrði i undirbúningsdeild eru 17
mánaða hásetatimi auk fyrrgreindra vott-
orða.
4. stigs deild (varðskipadeild) verður
væntanlega haldin i vetur.
1. bekkjardeildir verða haldnar á eftir-
töldum stöðum ef næg þátttaka fæst:
Akureyri, Isafirði, og Neskaupstað.
Skólinn verður settur 1. október kl. 14.00.
Skólastjórinn.
Auglýsing frá Menntamálaráðuneytinu
Sjúkra- og endurlökupróf í samræmdum greinum lands-
og gagnfræöaprófs vorið 1976 verða haldin sem hér segir.
Mánudaginn 21. júni kl. 9-11.30: tslenska.
Þriðjudaginn 22. júni kl. 9-11.30: Danska.
Miðvikudaginn 23. júni kl. 9-11.30 Enska.
Fimmtudaginn 24. júni kl. 9-11.30: Stærðfræði.
Próf I áðurnefndum greinum veröa haldin á eftirtöldum
stööum:
Gagnfræöaskóla tsafjarðar
Gagnfræðaskóla Akureyrar
Alþýðuskólanum Eiðum
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
Vörðuskólanum Reykjavik.
Nemendur þurfa að hafa skilað staðfestum umsóknum
áður en þeir ganga til prófs. Hafi umsóknum ekki verið
svarað eru þær samþykktar.
Auglýsið í Tímanum
Lesendur
segja:
v
Eysteinn Þorvaldsson, formaður Júdósambands íslands:
Lygar ó lygar ofan
„Þetta furðulega plagg frá
APN virðist eiga að svara við-
tali sem birtist við undirritaðan
i Morgunblaðinu 26. f.m. Ég vek
athygli á þvi aö i þessu
APN-plaggi er birtur málflutn-
ingur „iþróttaráös Sovétrikj-
anna” sem væntanlega er rikis-
stofnun eins og APN, og mun
fara með yfirstjórn Iþróttamála
þar i landi. Ég hélt satt að segja
að búast hefði mátt við þvi að
ráðamenn Iþróttamála I Sovét-
rlkjunum væru menn til að
viðurkenna mistökin og biðja
velvirðingar á smánarlegrí
framkomu sovézkra embættis-
manna gagnvart islenzka júdó-
landsliðinu. Það hefðu þeir gert
ef þeir hefðu sannan vilja til
samskipta við Islendinga. En
hérna höfum við svo viðbrögð
Iþróttayfirvalda Sovétrlkjanna,
og þetta einstæða plagg er svo
yfirfullt af hrikal. lygum og
fávislegum fullyrðingum að þar
fyrirfinnst varla eitt einasta
atriði sem er sannleikanum
samkvæmt. Ekki er nú við þvi
að búast að tslenzkir iþrótta-
menn eöa Islenzkt ferðafólk
mæti manneskjulegri fram-
komu I Sovétrikjunum ef sjálf
Iþróttaforystan bætir lygum of-
an á fantaskap embættismanna
og hreytir strákslegum skætingi
I islenzka Iþróttamenn eins og
sjá má I APN-plagginu frá
iþróttaráði Sovétrikjanna.
Þessi málflutningur Sovét-
manna hlýtur lika að afhjúpa
það fyrir almenningi hvers kon-
ar stofnun APN er og hvert hlut-
verk þeirra manna er sem fyrir
þá stofnun vinna. Þessi áróburs-
stofnun er notuð til þess að
dreifa lygum og óhróðri um Is-
lenzka aðila, og auk þess á hún
að bera blak af ósæmilegri
framkomu sovézkra yfirvalda
gagnvart Islendingum, sem
heimsækja Sovétrlkin.
Ég mun nú svara helztu ó-
sannindunum I APN-plagginu i
Svar við
fullyrð-
ingum
Vadim
Spektor
hjó APN
þeirrí röð sem þau koma þar
fyrir.
Svar við lygi nr. 1
Skipulagsnefndmótsins I Kiev
sendi JSl engin gögn varðandi
EM og uppfyllti þannig ekki
skyldur sínar sem mótshaldári.
Um tilhögun mótsins var okkur
hins vegar vel kunnugt vegna
starfs okkar I Júdósambandi
Evrópu og vegna þátttöku f fyrri
Evrópumótum.
Svar við lygi nr. 2
„lslenzkir júdó-menn svör-
uðu”, segir íjþróttaráö Sovét-
rikjanna. Gaman væri nú að fá
aðsjá þaö svar við bréfi sem við
höfum aldrei fengiö. Fullyrð-
ingin um 8 keppendur er sovézk
lygi. Sllkt hefur aidrei komið til
tals á Islandi. Eyðublöð um
þátttökutilkynningar fékk JSl
frá aöalstöðvum Evrópusam-
bandsins (EJU) I Paris, og
þangaö sendum við þátttökutil-
kynningar okkar eins og vera
ber. Við tilkynntum fjóra kepp-
endur, en þegar til kom gátu
tveir þeirra ekki farið af per-
sónulegum ástæðum. 1
sendiúefnd JSl voru 6 menn
(keppendur, þjálfari, fararstj.,
þingfulltr.)
Svar við lygi nr. 3.
Ferðamennirnir voru ekki 6
heldur 8. Þetta litla dæmi sýnir
hvernig Sovétmenn meðhöndla
tölulegar staðreyndir i málinu.
Svar við lygi nr. 4.
Ferðamennirnir voru áhorf-
endur á mótinu og höfðu
vissulega gert ráðstafanir varð-
andi dvöl sina i Kiev. Um það
vitna t.d. mörg skeyti frá sov-
ézku rlkisferöaskrifstofunni
Inturist, þar sem Inturist lofar
að greiða götu þeirra I Kiev.
Formanni skipulagsnefndar
mótsins, Frolov, var sýnt eitt af
þessum skeytum I Kiev, en
skilningur hans var blindur á
báðum augum.
Svar við lygi nr. 5.
Allir islenzku ferðamennirnir
urðu að kaupa sér aðgang að
mótinu á hverjum einasta degi
og fengu ekkert ókeypis.
Svar við lygi nr. 6.
Ein ófyrirleitnasta lygi Sovét-
manna er sú að yfirriienn sendi-
nefndarinnar hafi neitað að
greiða fyrir dvöl ferðahópsins.
Hér er á ferðinni sama lygin og
Frolov reyndi að segja sumum
mönnum I Kiev, og hann hélt
þessu einnig fram þegar pen-
ingarnir lágu á borðinu hjá hon-
um. Þetta er ómerkilegasti
embættismaður sem við Islend-
ingarnir höfum nokkru sinni
fyrir hitt I nokkru landi, og er þó
þessi maöur sagður vera vara-
borgarsflóri I Kiev. Rétt er að
taka það fram aö ferðamennirn-
ir borguðu auðvitaö fyrir sig
sjálfir, og það stóð aldrei á þeim
frekar en sendinefndinni að
borga það sem um var samið.
Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri:
Örfóar athugasemdir
við skrif um leikstjórastörf
1 að mörgu leyti ágætri grein
eftir Jónas Guðmundsson I
Tlmanum nú I vikunni, þar sem
fjallað er um atvinnuhorfur
leikara, vikur greinarhöfundur
nokkrum orðum að þvl sem
honum finnst vera óhæfa: að
leikhússtjórar fáist við að
stjórna leikritum, og nefiiir
undirritaðan sem dæmi, telur að
þar sé veriö að taka vinnu frá
öðrum. Þar sem mér er sagt, að
einhver A.Þ. hafi verið aö gera
sér mat úr þessu nú um helgina,
virðist þörf að gera örfáar
athugasemdir við þessi skrif.
Atvinnugrein undirritaðs er
leikstjórn og á hann það
sameiginiegt með flestum leik-
hússtjórum I þeim löndum sem
við höfum kynni af, þeir eru
langflestir leikstjórar eða leik-
arar nema hvort tveggja sé.
Sem betur fer virðist viöa hvar
liðinn hjá sá tlmi, að til leikhús-
stjórnar séu settir menn sem
ekki starfa i faginu, og var þaö
lengi stefnumál stéttarinnar. Til
leikhússtjórastarfa geta menn
slöan verið settir til misjafnlega
langs tíma, en heldur ótrygg
atvinnugrein mun það teljast, ef
hægt er aö kalla það atvinnu-
grein yfirleitt.
Jónas Guömundsson nefiiir þá
tilviljun, að fjögur leikrit, sem
ég hef leikstýrt, skuli vera flutt
um sama leyti og mun það eiga
aö vera einhvers konar rök-
semdafærsla. Hér er um að
ræða verkefiii, sem unnin hafa
verið á tveggja ára timabili.
Astæðan fyrir þvl, að Litla flug-
an lá lengi niðri, var veikindi
eins leikarans, sömuleibis get
ég ekki verið að blanda mér i
hvenær Leikfélag Akureyrar
velur sýningu slna á Kristni-
haldi undir Jökli til leikferöar.
Sömuleiðis er það stjórn
útvarpsins sem velur, hvenær
það vill senda út leikrit, sem ef
til vill hafa veriö tekin upp
nokkrum mánuöum áður. En
fyrst greinarhöfundur nefnir
útvarpið, hygg ég honum sé I
lófa lagið að fara þar I skýrslur
og sjá ab undirritaöur hefur þar
stórum sjaldnar leikstjórn á
hendi en flestir starfsbræður
hans, að meðaitali sem næst tvö
leikrit á ári undanfarin ár. Og
hvaö sjónvarp snertir, þá hefúr
hann ekki starfað þar slðan
hann tók við embætti þjóðleik-
hússtjóra.
Til þessa liggja eölilegar
ástæður og þarf varla um að
fjölyrða, enda eðlilegast aö
hann taíri þátt I húsverkunum I
þvl leikhúsi, sem hann starfar
við, og það hefur hann reynt að
gera, sem næst einu sinni á ári.
Hins vegar á hann (og fleiri)
erfitt meö að sjá, hvernig hann
tekur meö þvi vinnu frá öðrum.
Þegar hann kom til starfa I
Þjóöleikhúsinu, voru þar eink-
um starfandi þrlr leikstjórar.
Einn þeirra hefúr horfið til
annarra leiklistarstarfa, annar
hefur dvalizt erlendis lengst af
þennan tima og hinn þriðji er
jafnframt i' hópi helztu leikar-
anna. Hins vegar hafa komið til
starfa á þessu tlmabili margir
nýir leikstjórar, sem áður höfðu
ekki fengið svo mörg tækifæri,
og sumir þeirra tekið miklum
framförum og unniö sigra
Þannig hafa samtals 16 innlend-
ir menn farið meö leikstjórn I
Þjóðleikhúsinu undanfarin 4 ár,
og jafnframt hefur verkefnum
fjölgaö með tilkomu litla sviðs-
ins og nýjum starfsaðferöum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sveinn Einarsson