Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. júni 1976
TÍMINN
15
Páil J. Ardal
„Happið"
— útvarpsleikrit á
17. júní eftir
Pdl J. Árdal
Fimmtudaginn 17. júni, þjóöhá-
tiðardaginn, kl. 20.25 verður flutt
leikritið „Happiö” eftir Pál J. Ar-
dal. Leikstjóri er Baldvin Hali-
dórsson, en með hiutverkin fara
þau Valdimar Helgason, Ragn-
heiður Steindórsdóttir, Bessi
Bjarnason, Guðrún Stephensen,
Sigriður Hagalin, Jón Gunnars-
son og Lilja Þórisdóttir. Vil-
hjálmur Þ. Gislason, fyrrv. út-
varpsstjóri flytur formálsorö.
„Happið” var frumsýnt á
Akureyri veturinn 1897-98, en
hefur á undanförnum áratugum
verið leikið viða úti um land, enda
eitt vinsælasta leikrit, sem þar
hefur verið sýnt. Það hefur áður
verið flutt i útvarpinu, bæði i heild
(1938) og svo kaflar úr þvi. Þetta
er léttur gamaneikur, sem gerist i
sveit, nánar tiltekið hjá Halli
hreppstjóra i Dölum. Valgerður
dóttir hans er hrifin af Gunnari
kennara, en pabbi gamli vill
heldur að hún giftist Helga ráðs-
manni sinum, og Gríma, móðir
Helgu styður þann ráðahag. En
það eru fleiri stúlkur á heimilinu,
og brátt fer svo, að Helgi veit ekki
sitt rjúkandi ráð.
Páll Jónsson, sem sextugur tók
sér ættarnafnið Ardal, fæddist að
Helgastöðum i Eyjafirði árið
1857. Hann stundaði nám i Möðru-
vallaskóla 1880-82 en hafði áður
lært silfursmiði. Páll fór að semja
leikþætti og yrkja kvæði um tvi-
tugt, og um svipað leyti kom út
eftir hann smásaga. Hann settist
að á Akureyri 1883 og varð
kennari við barnaskólann þar,
allt til ársins 1926, þegar hann lét
af kennslu vegna sjóndepru.
Jafnframt kennarastarfinu var
hann vegaverkstjóri i fjölmörg
ár, og um tima bæjarverkstjóri á
Akureyri. Páll J. Ardal lézt árið
1930, 73 ára að aldri.
Þótt „Happiö” sé vafalaust
þekktasta leikrit Páls, samdi
hann mörg fleiri. Má nefna
„Þvaðrið”, „Tárin”, „Saklaus og
slægur” og „Skjaldvör tröll-
kona”.
Egilsstaðir:
Fundur um
þjóðminjavernd
Safnastofnun Austurlands —
SAL gengst fyrir almennum fundi
um þjóðminjaverndi Valaskjálf á
Egilsstöðum laugardaginn 19.
júnf I framhaldi af opnun minja-
og húsverndunarsýningar.
1 fundarbyrjun flytur Hjörleifur
Guttormsson ávarp, en framsögu
hafa Þór Magnússon, þjóðminja-
vöröur, Hörður Agústsson, list-
málari og Gunnlaugur Haralds-
son, þjóðháttafræðinemi. Fjalla
þeir einkum um verndun þjóð-
minja og merkra byggingu á
Austurlandi, en Hörður mun
tengja það efni yfirliti um sögu
húsagerðar hérlendis og sýna
skýringarmyndir. Væntanlega
verður einnig Vilhjálmur
Hjálmarsson, menntamálaráð-
herra á fundinum, segir I frétta-
tilkynningu frá SAL.
Að framsöguerindum loknum
verða almennar umræður.
FÆREYSKT KVÖLD
í NORRÆNA HÚSINU
Meðal gesta sem komu hingað
til lands á Listahátið i Reykja-
vík var færeyskur flokkur, sem
flutti hér „Eitt föroyskt kvöld” 1
Norræna húsinu. Hafði flokkur-
inn þar tvær sýningar fyrir fullu
húsi og fór slðan til Akureyrar á
Vorvöku 76, sem er hugsuö sem
árleg listahátið þeirra Eyfirð-
inga og Norðlendinga ef vel
tekst til.
Færeysku listamennirnir
fluttu margvislegt efni, kvæði
söngva og brot úr leikritum.
Fyrri hluti hluti dagskrárinnar
var einkum geröur úr þvi sem
Færeyingar nefna söngheim
Hans A Djurhusar, sem er þjóð-
skáld Færeyja: kvæði hans eru
áhversmannsvörum.Um þetta
segir á þessa leið i leikskrá:
„Hið aldagamla tjáningar-
form á veraldlegum færeyskum
kveðskap og sönglist, hring-
dansinn, var alls ráðandi langt
fram á 19. öld, en þá kom upp ný
hefð i ljóð- og sönglist samtlmis
þjóðernisvakningu þessa tima.
Þessi nýja hefð varð þjóöareign
og náöi hæst meö H.A. Djurhus,
og með sanni má segja, að
fyrstu kynni núlifandi Færey-
inga af færeyskri ljóðagerð sé
honum aö þakka.”
Þeir sem fram komu I sýning-
unni eru Hoydal, sem er þekkt
leik- og söngkona, sem margir
þekkja hér á landi, þó ekki væri
nema fyrir söng hennar á
Olavur Riddararós, en hún er i
Harkaliðinu færeyska, sem
hlotið hefur miklar vinsældir.
Annika Hoydal hefur síðan
árið 1973 leikiö i leikhúsum' i
Danmörku og ennfremur I sjón-
varpi og kvikmyndum. Annika
er dóttir færeyska skáldsins
Gunnar Hoydal, sem oft hefur
komið hingað til lands.
Eyöun Jóhannessen er fyrsti
Færeyingurinn, sem hlotiö
hefur leiklistarmenntun i skóla.
Hann nam viö Konunglega leik-
húsið f Kaupmannahöfn og við
leikhúsið i Odense og hefur
siðan árið 1973 verið leikhús-
stjóri I Þórshöfii.
Finnbogi Jóhannessen var
undirleikari þeirra fyrrnefndu.
Hann er sjálfmenntaður gitar-
leikari og stundar nú m.a.
kennslu I gitarleik eftir langan
feril í beat hljómsveitum. Hann
er starfsmaður færeyska
útvarpsins.
Færeyingar fluttu lipra og
skemmtilega dagskrá, en það
verður að segjast eins og er, að
þótt mál þeirra sé likast
islenzku af öllum öðrum mál-
um, þá fer margt fram hjá
manni I slikum flutningi þvi það
ereinsogþaö taki dálftinn tbna
að nema málið. Minna fer fram
hjá manni i siöari hluta dag-
skrár en í upphafinu, en mikiö
hjálpaði þó að hafa sum kvæðin
fjölrituð.
Hápunktur sýningarinnar var
auðvitað Ölavur Riddararós,
sem er öllu snöfurlegri en
okkar:
Ungir kallar, kátir kallar
gangiö upp á gólv,
dansiö lystulig.
ölavur riður eftir björgunum
fram
fann hann uppá eitt álvarann.
tJt kom eitt tað álvafljóö,
flættaö hár á herðar dró.
Ver vælkominn, Ólavur
Riddararós,
tú gakk f dans og kveð fyri os.
Ég kann ikki her hjá álvum
vera,
i morgin skal ég mitt
brúdleyp gera.
o.s.frv.
Eftir hlé var haldið áfram
söng og kvæðum og þau Annika
og Eyðun fluttu brot úr sjón-
leiknum Skipiö eftir Sveinbjörn
Jacobsen og brot úr sjónleik
eftir Jens Pauli Heinesen.
Margt var vel gert i þessum
atriðum, þótt söngatriöin væru
betri aö minum dómi.
Aðstaðan til flutnings á svona
dagskrá er ekki sem bezt i
Norræna-húsinu. Svona dagskrá
þarfnast sérstakrar aðstöðu
ekki siður en annað. Ég hefi það
fyrir satt að Akureyringar hafi
tekiö duglega undir viðlögin i
söngnum, en reykviskir áheyr-
endur muldruðu aðeins ofan i
barminn eins og sóknarbörn við
messu. Má vera að þarna hafi
aöstöðumunurinn gjört gæfu-
muninn.
Færeyska listafólkinu var vel
tekið og maður fær ekki betur
séð en timi sé kominn til að fá
heilt færeyskt leikrit hingað i
leikför.
Jónas Guðmundsson
Listmálari
fær lof fyrir
kvikmynda-
gerð
Danski kvikmyndagerðarmað-
urinn Hans-Hendrik Jörgensen og
Tryggvi Ölafsson listmálari hafa
gert kvikmynd um svartlistar-
meistarann og málarann Sören
Hjorth Nielsen og verður hún
frumsýnd i Danmörku innan
tiðar. Kvikmyndin er i litum og
um 20 minútna löng. Það er
„Minerva Film”, sem stendur að
gerð myndarinnar en „Statens
Filmcentral” mun dreifa henni.
Hiorth Nielsen er þekktasti
svartlistarmaður Dana og verður
75 ára á þessu sumri. Hann hefur
teiknaö og málaö frá unga aldri
en gegndi einnig prófessors-
embætti við dönsku listaaka-
demiuna I áratugi: var m.a.
kennari fjölda margra Islenzkra
myndlistarmannaog má af þeim
t.d. nefna Alfreð Flóka, Elias B.
Halldórsson, Eyjólf Einarsson,
Tryggva ólafsson og Þorbjörgu
Höskuldsdóttur.
A afmæli Hjorths Nielsen mun
listasafniö i Silkiborg opna
sýningu á hátt i þúsund verka
hans: einnig er væntanleg á
vegum safnsins ný bók um lista-
manninn eftir listfræðinginn
Troels Andersen. Verður sú bók
hin sjötta, sem út kemur um
þennan merka listamann og
kennara.
Með myndinni um Hjorth Niel-
sen hefur Hans-Hendrik gert
kvikmyndirum fjóra myndlistar-
menn, sem hann hefur sérstakar
mætur á, en hinar þrjár fjalla um
þá Preben Hornung, Ole
Schwalbe og Robert Jacobsen:
var sú siðastnefnda sýnd hér i
Norræna húsinu á sinum tima, en
tónlistin við hana er eftir Leif
Þórarinsson.
Þess má að lokum geta aö
mynd þeirra Hans-Hendriks og
Tryggva Ólafssonar hefur hlotið
óvenju mikið bf i dönskum fjöl-
miðlum, en hún var sýnd frétta-
mönnum og gagnrýnendum nú i
vor.
rétt svo, að það snertir heimskautsbauginn — en fæstir
vita, að þar er sumarfagurt og oft mjög gott veður á
þessum slóðum miðnætursólar. Ekkert hótel hefur verið
á leiðinni frá Egilsstöðum til Húsavikur — fyrr en
Hótel Norðurljós
opnaði á Raufarhöfn á s.l. ári. Það gerir fólki mögulegt
að stækka hringinn — áður fóru allir frá Egilsstöðum
um Mývatnssveit til Akureyrar — en nú opnast ný leið
um Vopnafjörð, Langanes (Þórshöfn) og Sléttu til Rauf-
arhafnar.
Þar er stærsta gistihús Norðanlands
sem getur tekið á móti stórum hópum, smærri fundum
og ráðstefnum.
Siðan er bezt að aka kringum Melrakkasléttu við Norð-
urheimskautsbauginn, að Asbyrgi, meðfram Dettifossi
og Hólmatungum til Mývatnssveitar og Akureyrar. Það-
an eru ferðir oft á dag — bæði með bifreiðum og flugvél-
um.
Hótelið hefur góða aðstöðu til hvers konar einkasam-
kvæma, funda- og ráðstefnuhalds.
Opið júni—september
Hvergi lægra verð á gistingu og veitingum
Upplýsingar:
Hótel Norðurljós
Raufarhöfn — Sími 96-51233