Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 17. júni 1976 vængjum vindanna 0 - H — Ætli það sé hættulegt? A ég að fara? Verð ég mér ekki til skammar, ef það spyrst út að blaðamaður Timans hafi ekki þorað að fljúga, en sent i staðinn ljós- myndarann? Það voru hugsanir af þessu tagi, sem svifu um huga undirritaðs uppi á Sandskeiði s.l. mánudag. Eftir að svifflug- félagsmenn höfðu hvatt mig og Iýst fjálg- lega, hVe indælt það væri að fljúga um loftin blá, herti ég upp hugann og steig upp i eina fiuguna ásamt formanni félagsins Þórmundi Sigurbjarnarsyni. Þið ráðið hvort þið trúið þvi, en eftir þessa ferð langar mig aftur og aftur og aftur... Ferðalagið var að visu stutt, rétt um hálf- timi, og sviíið var yfir svokölluðu Norður- Hangi — eða Vifilfelli öðru nafni. Vindur var ekki sérlega hagstæður — hann var á austan — og það tók okkur tiltölulega langan tima að komast i um 400 m hæð. — Yfirleitt þurfum við einungis tvær ferðir til að komast upp sagði Þórmundur — en það ætti að takast i sex til fjö ferðum núna. Maður verður bara að passa sig á þvi að beygja ekki i átt til fjallsins, þegar snúið er til baka. Það gæti nefnilega verið óþægilegt fyrir okkur. Það var á þessu augnabliki, sem undir- ritaður ákvað að vera viðbúinn að segja formanninum til, en hann gleymdi aldrei að beygja frá. Þd þurfti nemandinn algjörlega að treysta d sjdlfan sig UPPHÆÐIN EKKI BREYTZTí AAÖRG ÁR — Sigmundur Andrésson gjaldkeri — ÞaB væri ekkert „Sand- skeiö”, ef Gisli væri ekki hér, sagöi einn félagsmaöurinn viö mig, og eftir aö hafa dvalizt þar dagsstund var ég honum fylli- lega sammála. Gisli hefur veriö þarna20sumur, og haft þá fasta búsetu á Sandskeiöi. Hins vegar hefur hann veriö viöloöandi á staönum siöan 1940 og séö um viöhald véla og tækja. — Hefúr þú lært eitthvaö um svifflugvélar, Gisli? — Já. Ég læröi út i Þýzkalandi á sihum tima og mun vera sá eini, sem lagt hefur þetta fyrir sig. Ég vann hjá verksmiöjun- um, sem hafa framleitt fléstar okkar vélar, en þær eru i Poppenhausen i Hessen. Til frekari útskýringar má bæta þvi viö aö staöurinn er i Miö-Þýzka- landi. — Hefur svifflugiö ekki breytzt mikiö i gegnum árin? — Svo sannarlega hefur þaö breytzt, þetta er eins og dagur og nótt. Þaö er fyrst og fremst tæknin viö flugiö og kunnátta manna, sem hefur tekiö stakka- skiptum. Til dæmis voru þetta fyrst renniflugur, sem notaöar voru, en þaö eru aöeins grindur, sem eru algjörlega opnar. Nemandinn var aleinn i flug- unnifrá upphafi. Þaö var nefni- lega ekkert pláss fyrir kennar- ann. Þú getur rétt Imyndaö þér, aö nemandinn varö aö treysta algjörlega á sjálfan sig. Þá var flaggskipiö Grunaw Baby, sem er fomgripur i dag, en alveg af- bragös verkfæri. En súalfyrsta, sem viö komumst i tæri viö hér, er ekki lengur til, en hún var framleidd 1939 og keypt af þýzk- um svifflugleiöangri, sem hér var á ferö. — Er þér ekki eitthvaö minnisstætt eftir öll þessi ár? — Biddu fyrir þér. Hér hefur gerzt svo margt og frá æöi mörgu segir maöur alls ekki. Um stund hélt blaöam. aö GIsli væri bundinn einhvers konar þagnarheiti, en skyndi- lega för hann aö hlæja og sagöi viö konu Páls Gröndal, sem stóö þarna hjá — Manstu eftir þvi, þegar HUmar Kristjánsson kon- súll I Jóhannesarborg undir- skaut brautina og lenti i pollin- um viö endann? Þaö var anzi gaman aö sjá hann koma vaö- andi f land meö fluguna I togi. Eöa þegar einn félaginn lenti á öllum simalinunum og hreinsaöi þær gersamlega I burtu? Eöa þegar einn flaug i mitt fjalliö og skoröaöi fluguna i gilskoru svo hún var eins og sild I dós? En svipur Gisla veröur alvar- legur aftur og hann segir: — Þaö er mér e.t.v. minnisstæö- Það er betra aö allt sé i lagi. Páll rennir augunum vestur yfir völlinn áöur en togvindan er sett I gang. ast, hve litiö hefur oröið hér af slysum. Við höfum verið mjög heppnir I þeim efiium. Til aö sanna þaö enn betur skal ég segja þér frá rannsókn, sem gerö var i Þýzkalandi fyrir nokkrum árum. Þar kom fram aö færri slys eiga sér staö á vellinum sjálfum og I fluginu, en þegar fólkiö er aö koma og fara til vallarins. Þaö eru aö visu nokkur ár siöan þessi rann- sókn var gerö, en ég efast um aö hlutfalliö hafi breytzt nokkuö. — Hvernig stendur fjárhagur félagsins? — Hingaö til hafa endar alltaf náö saman, en meginástæðan fyrir þvi er, aö félagsmenn hafa alltaf gefið sina vinnu. Þannig er skálinn reistur I sjálfboöa- vinnu, og kennarar taka engin laun fyrir sina tilsögn. Þá höf- um viö fengiö veruleg fjárfram- lög frá starfsmönnum flug- félags Islands og Loftleiöa. Frá rikinu höfum viö fengið 100 þús- und á ári I mörg ár, og sömu sögu er aö segja um Reykja- vikurborg, en þaöan höfum viö fengið helmingi lægri upphæö um langt skeiö. Þessarupphæöir hafa ekki breytzt I gegnum árin og hafa þvi óneitalega minnkaö I veröbólgunni, sem hér hefur geysaö. Fimmtiu þúsund var eitt sinn helmingur svif- fluguverðs en er nú e.t.v. tuttugasti partur. Þegar á þaö er litiö aö trygging á vélflugunni kostar á þriöja hundraö þúsund, þá verður augsjáanlega mikiö aö koma frá okkur sjálfum. Viö erum svolitiö óánægöir meö framlög sveitarfélaga hér i kring þvi að viö teljum aö starf- semin hér sé mikilvægur liöur I tómstundastarfsemi unglinga. Þaö er t.d. ekki svo litils viröi, aö ná unglingunum af götum bæjarins og láta þá vinna hér holla og góöa vinnu meöan félagar þeirra ráfa um stefnu- laust. — Hvernig er starfseminni hagaö yfir veturinn? — Viö höldum þá fundi einu sinni i mánuöi en þessir fundir eru bæöi fræöslu og skemmti- fundir. Þá er mikiö unniö aö viöhaldi vélanna. T.d. unnu félagsmenn um þaö bil fjögur þúsund klukkustundir I sjálf- boöavinnu á siöast liðnu ári. Starfsemin byggist algjörlega á sjálfboöavinnunni en viö höfum enga aöra tekjustofna. tslandsmót að Hellu i næsta mánuði — Viö höldum Islandsmót annaö hvort ár, og eins og ábur veröur þaö á Hellu 10. júli. Ef allt kemst á laggirnar sem til stendur þá verða þar tvær svif- flugur frá Akureyri og þrjár héöan. Þessar vélar eru I eigu félaganna, en fyrir utan þær veröa tvær flugur i einkaeign. Þaö hafa aldrei verið eins margar vélar i keppni hér áður, þannig aö viö getum búizt viö góöu móti I ár. Vélflugan verður hinsvegar ekki með. Eins og stendur vantar i hana sérstakan útbúnaö og auk þess er ekki venja að vélflugur keppi viö vélarlausar flugur, hins vegar keppa þær oft innbyröis. Til þess aö hitta blaðam. og Ijósm var Sigmundur ekki aö nota svo jarðneskt tæki sem bii. Auö- vitaö kom hann fljúgandi — á gömlum Piper Cub. — Svona skulum viö hafa þaö. Gisli Sigurðsson er þarna aö setja saman eina fluguna. Þær eru fluttar á vögnum Ur skýlinu niður á fiugvöllinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.