Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. júni 1976
TÍMINN
ASÍ fer f
mál vegna
skemmda
á ölfus-
borgum
ASK-Reykjavik.Nú hefur komiö i
ljós að allt hitaveitukerfið i Olfus-
borgum, orlofshúsum Alþýðu-
sambands tslands, er nær ger-
samlega ónýtt. Þegar hefur verið
hafizt handa um að skipta um
leiðslur i nýja hverfinu, en þar
standa 14 hús. Hins vegar verður
ekki rúðizt i að skipta um hita-
veituleiðslurnar i gamla hverfinu
fyrr en i haust, - þar eru 22 hús.
Að sögn Halldórs Björnssonar
hjá Dagsbrún, er áætlað að fyrri
hluti framkvæmdanna, þ.e. við-
gerðin i nýrri hlutanum, kosti um
10 milljónir, en óvist er með öllu
hver heildarkostaaðurinn verður
þegar öll kurl koma til grafar.
Halldór sagði þarna vera um að
ræða allar útileiðslur, en einnig
mun þurfa að skipta um hluta af
rafmagnsköplum og simakerfi,
sem lá við hliö röranna. Til við-
bótar þessum skemmdum þarf
einnig að endurnýja hluta af ofn-
um húsanna, en þeir eru ónýtir
vegna tæringar.
Hitaveiturörin voru lögð á
árunum 1969 og ’70, en þá var
einnigskiptum allt kerfið i gamla
hverfinu. bar eru nú öll hús full af
3 •
ölfusborgir
fólki, en Halldór sagði, að gert
hefði verið nú þegar við kerfið á
tveimur stöðum, þar sem það var
sérstaklega illa farið. Hins vegar
væri það allsendis óvist hvort það
entist fram á haustið.
Verk þetta var á sinum tima
unnið af verktaka i Hveragerði,
en yfirumsjón annaðist verkfræð-
iskrifstofa Sigurðar Thoroddsen.
Þegar er búið að fá matsmenn til
að meta skemmdirnar. Sagði
Halldór, að gert væri ráð fyrir að
höfða mál, enda hefði Alþýðu-
sambandið engan áhuga á að
bera skaðann eitt sér.
i^//////////////z////////////////////////////////////////////////,
| Djúprækjuskipið:
( Afstaðan tekin
^ gébé Rvik — — Það hafa
% koniið ný gögn i málinu sem
|| gera það að verkum að
É heildarupphæðin hækkaði
^ um 90 miUjónir eða 33% frá
^ fyrri beiðni sem var 270
^ milljónir króna, sagði Geir
Hallgrimsson forsætisráð-
herra, þegar hann var spurð-
|| ur um hvernig liði afgreiðslu
^ um beiðni á rikisábyrgð fyrir
^ Snorra Snorrason útgerðar-
^ mann á Dalvik, en eins og
'^.////////////////////////////////////////////////////////////////.
mjög fljótlega
hefur verið skýrt frá i
Tfmanum hyggst hann
kaupa skipsskrokk frá Bret-
landi og láta siðan smiða
yfirbyggingu á skipið hér á
landi. Skipið á að verða sér-
útbúið tiidjúprækjuveiða hér
við land.
Forsætisráðherra sagði
einnig, að brfðni Snorra
myndi verða könnuð mjög
fljótlega og afstaða til henn-
ar tekin i rikisstjórninni.
ss
Siglufjörður:
KAUPIR RÍKIÐ
HÓTEL HVANNEYRI?
Gsal-Reykjavik. — Við höfðum
verið að berjast fyrir þvi I nokkur
ár að rikið kaupi Hótel Hvanneyri
til að koma þar upp heimavistar-
aðstöðu fyrir nemendur I gagn-
fræðaskólanum, vélskólanum,
tónlistarskólanum og iðnskólan-
um, sagði Skúli Jónasson, sem á
sæti I skólanefnd Siglufjarðar I
samtali við Timann i gær.
Að sögn Skúla dvaldi Vilhjálm-
ur Hjálmarsson menntamálaráð-
herra á Siglufirði i gær og fyrra-
dag og skoðaði þá m.a. Hótel
Hvanneyri. Ekki sagði Skúli, að
Vilhjálmur hefði gefið endanlegt
svar um þessa hugmynd skóla-
nefndar, en menntamálaráðherra
væri fróðari um þetta nú eftir að
hafa kannað aðstæður, en áður,
og kvaðst Skúli búast við þvi að
þetta mál yrði rætt i ráðuneytinu
innan tiðar.
— Að okkar dómi þarf nauðsyn
lega að styrkja stööu sumra þess-
ara skóla, enda nemendafjöldi i
lágmarki i sumum deildum
þeirra. Hér skortir heimavistar-
aðstöðu, sem gæti ýtt undir nem-
endur i nágrannabyggðarlögum
að koma hingað til náms, og Hótel
Hvanneyri hentar að okkar mati
ágætlega til slikra nota, sagði
Skúli Jónasson að lokum.
Síðumúli getur engan veginn
talizt einangrunarfangelsi
Gsal-Reykjavik. — Jú, vissu-
lega er þetta leiðinlegt atvik, og
sennilega má kenna starfsfólk-
inu að einhverjum hluta um
þessi mistök, en húsið sjálft,
sem getur engan veginn talizt
einangrunarfangelsi, ýtir jafn-
framt undir það, að svona mis-
tök geti gerzt, sagði fangavörð-
ur I Siðumúlafangelsi, þegar
Timinn ræddi við hann um
bréfasendingar milli tveggja
gæzluvarðhaldsfanga, Sævars
M. Cicielskis og annars ónafn-
greinds fanga, sem nú er laus úr
gæzlu, en hefur nýlega boðið
fjölmiðlum bréf, sem hann segir
skrifuð af Sævari, til kaups.
Að sögn fangavarðarins eru
gæzlumenn á göngum fangelsis-
ins allan sólarhringinn, nema i
þeim tilvikum er fangar þurfa
að fara á salerni, en þá fylgir
fangavörður viðkomandi eftir
og missir sjónar af ganginum
smástund. Fangavörðurinn
taldi, að einmitt I slikum tilýik-
um hefðu þessir tveir fangar
komið bréfum á milli sin, en
klefar þeirra voru gegnt hvor
öðrum, og notuðu þeir þá að-
ferð, að binda bréfin i greiðu,
sem siðan var bundin i band-
spotta, og þannig gátu þeir sent
bréfin yfir ganginn og undir
huröirnar, sem eru án þröskuld-
ar.
Fangavörðurinn sagði, að
þegar menn væru I einangrun
þjálfuðust ýmis skynfæri, t.d.
þjálfaðist heyrnarskyn þessara
manna mjög og greindu þeir
hljóð, sem aðrir gætu ekki
greint. — Þeir hugsa kannski
um það allan sólarhringinn og
kannski marga sólarhringa,
hvað sé hægt að gera, og það er
margt ótrúlegt, sem þeir finna
upp á eftir slika einbeitingu,
sagði fangavörðurinn.
Fangavörðurinn sagði, að
starfsfólk fangelsisins hefði
ekki kynnzt þvi áður, aö hægt
væri að lauma bréfum á milli
klefa. — Það er erfitt að fyrir-
byggja svona lagaö, þegar
maður veit ekki á hverju maður
á von, en auðvitað munum við
gæta okkar á þvi i framtiöinni,
að atvik sem þetta gerizt ekki
aftur. — Húsið er að mögu leyti
óhentugt, sem einangrunar-
fangelsi, enda ekki byggt sem
slikt. Lögreglan var hér i mörg
ár og húsið þá notað sem fang-
elsi fyrir ýmsa minni háttar af-
brotamenn, sem
urðu að sitja inni aðeins
skamman tíma, og sem slikt er
húsið eflaust ágætt. Þó verður
að taka það fram, að i Reykja-
Siðumúli
vik er ekki völ á neinu betra
húsnæði fyrir einangrunar- og
gæzluvarðhaldsfanga.
Fangavörðurinn nefndi sem
dæmi, að dyraumbúnaður væri
alls ekki nægilega þéttur,
þröskuldar væru engir — og
einnig nefndi hann, að húsið
væri mjög hljóðbært, þar eð
engin teppi eru á gólfum og eng-
in tréskilrúm i húsinu, heldur
einvöröungu steinn.
Tíminn innti fangavörðinn
eftir þvi, hvort gæzluvarðhalds-
fangar fengu leyfi til þess að
vera meö bréfsefni og penna hjá
sér og sagði hann, að það væri
mjög misjafnt og færi eftir
ýmsu, hvort slikt væri leyft.
Um það, hvort ekki væri gerö
regluleg leit i fangaklefum
gæzluvarðhaldsfanga, sagði
fangavörðurinn að svo væri
ekki, nema til kæmi sérstakar
grunsemdir um eitthvað sem
þyrfti athugunar við.
Fangavörðurinn sagði, að
Sævar hefði ekki fengið bréf né
skriffæri frá fangelsinu, enda
heföi hann átt aö vera i algjörri
einangrun. — Það er allt notað i
fangelsunum og hefur komið
fyrir að fangar skrifi á bréfmiða
með tannkremstúbu, sagði
hann, og það á svo sannarlega
við i fangelsunum, að neyðin
kennir naktri konu að spinna.
Að sögn fangavarðarins
komst Sævar þó yfir blýant, og
bréfsefni hans voru bréfpokar.
Hinn gæzluvarðhaldsfanginn
hafði rétt til að nota penna og
bréfsefni og gat komið bréfsefni
yfir til Sævars.
Nokkrir bréfmiðar fundust
við leit I klefa þessa ónafn-
greinda fanga, sem skrifaöir
voru af Sævari.