Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. júni 1976 TÍMINN 17 Allt i ferðalagið íslenzk-dönsk orðabók 100. starfsár ísafoldar að hefjast FB-Eeykjavík. 16. júni, hefst hundraöasta starfsár Isa- foldarprentsmiöju. Þann dag áriö 1877 kom út fyrsta blaö Isafoldar, sem prentaö var i hinni nýju prentsmiöju, en áöur haföi þaö um nokkurt skeiö veriö prentaö i Landsprentsmiöjunni. 1 tilefni af þessu kemur i dag út Islenzk dönsk oröabók, en forstöðu- mönnum Isafoldar finnst vel til falliö aö hundraöasta starfsáriö hefjist með útgáfu vandaörar oröabókar, þvi einmitt slikar bækur hafa verið snar þáttur I út- gáfustarfsemi prentsmiöjunnar. Höfundar þessarar nýju tslenzk-dönsku oröabókar eru Ole Widding, Haraldur Magnússon og Preben Meulengracht Sörensen. Þaö mun hafa verið áriö 1953, aö Ole Widding, þá lektor við Há- skóla Islands og Henrik Sv. Björnsson fyrir hönd tsafoldar prentsmiöju ákváöu aö ráöast i þetta verk. Höfundar voru frá upphafi þeir Widding og Haraldur Magnússon, en áriö 1967 bættist Preben Meulengracht Sörensen i hópinn, en hann var þá lektor i dönsku viö Háskólann hér.-. Orðabókin, sem er 948 bls. og kostar 8400 krónur, verður til aö byrja meö gefin út I 1500 ein- tökum, og þar af veröa 150 eintök tölusett. Þessi tölusettu eintök eru sérstaklega innbundin, og hugsuð sem minning um aö hundraöasta starfsár fyrirtækis- ins er aö hefjast. Einnig hafa Isa- foldarmenn ákveöiö aötölusetja á sama hátt 150 eintök af öllum þeim frumsömdu bókum, sem gefnar veröa út á þessu ári hjá fyrirtækinu, ef menn heföu áhuga á aö eignast þær bækur og safna þeim, sem gefnar eru út á þessum timamótum. Úrval sófaborða og smóborða með kopar- eða glerplötu YEUIÐ A A HU&CiQCiM ÍSLENZKT I jj\ SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 'f/ ebs ©a eö aa eö ess Forráöamenn Borgarspitalans viö tækiö, sem ónafngreint fyrirtæki I Reykjavlk gaf spltalanum. Stórgjöf til Borg arspítalans — tæki til gjörgæzlu á hjartasjúklingum gefið af ónafngreindu fyrirtæki á tækjunum breytingar og truflanir sem verða á hjart- slætti sjúklinganna. Gsal-Reykjavik — Þessi búnaö- ur kemur til viöbótar hliöstæö- um búnaöi sem fyrir er, og bætir þessi höföinglega gjöf stórlega aöstööu til læknismeöferöar hjartsjúklinga. Tæki þessi, sem eru aö verömæti u.þ.b. 2 milij. króna sýna höföingslund og ræktarsemi fyrirtækisins i garö sjúkrastofnana Reykjavikur- borgar, ræktarsemi, sem seint veröur fullþökkuö. Þannig segir I fréttatilkynn- ingu frá Borgarspitalanum, en spitalinn fékk nýlega að gjöf frá fyrirtæki, sem óskar ekki eftir að vera nafngreint, tæki til gjör- gæzlu á hjartasjúklingum. Tæk- in eru frá Hewlett Packard i Bandarikjunum og mjög full- komin að allri gerö. Hluti þeirra er viö rúm sjúklings og tengdur honum. Sendir tækið þaðan all- ar upplýsingar til miöstöövar, sem er I vaktherbergi sjúkra- deildar. Þaðan er þannig hægt að fylgjast meö mörgum sjúkl- ingum samtimis og koma fram Styrkurtil Bandaríkjadvalar fyrir íslenzkan blaðamann Norðurlandsmót i bridge KS-Akureyri— Nýlega fór fram á Akuryri Norðurlandsmót i bridge. Til leiks voru mættar 11 sveitir frá Akureyri, Húsavík, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvik, og Blönduósi. Spiiaö var I tveimur riölum, en siöan kepptu tvær efstu sveitir i hvorum riðli til úrslita. Noröur- landsmeistari I bridge 1976 varö sveit Björns Þórðarsonar frá Siglufiröi, en auk Björns voru i sveitinni Jóhann Möller, Valtýr Jónasson og Niels Friöbjarnar- son. 1 ööru sæti varö sveit Stefáns Jónssonar Dalvik, i þriðja sæti sveit Guömundar Hákonarsonar Húsavikogifjóröa sætisveit Jóns Árnasonar Húsavik. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson. Hústjöld sýnd uppsett í verzluninni VERÐ FRÁ KR. 49.950 íslenzk, hollenzk og frönsk hústjöld Tjöld 2ja, 3ja, 4ra og 5 manna — Svefnpokar Bakpokar — íþróttabúningar —- Allar veiðivörur Sólstólar, verð frá 1670 kr. — Sólbekkir, verð frá kr. 3795 kr. PÓSTSENDUM 8PORT&4L ^HEEMMTORGi SÍAAI 1-43-90 Auglýsið í Tímanum Bandarlsk menntastofnun, The World Press Institute I St. Paul I Minnesota, býður árlega 12 starf- andi blaöa- og fréttamönnum frá ýmsum þjóöum um allan heim til átta mánaöa dvalar i Bandarikj- unum, sem byggist á skólavist, starfsþjálfun og ferðalögum um landiö. I ár veröur væntanlega einn Islendingur i þessum hópi. The World Press Institute er sjálfseignarstofnun, sem starfar viö Macalester College, en nýtur stuönings frá mörgum bandarisk- um stórfyrirtækjum, auk þess sem helztu fjölmiðlar landsins taka þátttakendur hverju sinni til starfsþjálfunar. Þaö er skilyröi, aö þeir sem sækja um þennan styrk fái leyfi frá störfum umrætt timabil, vegna þess, að ætlazt er til þess aö þátttakendur skrifi fréttir og greinar meöan á Bandarikjadvöl- inni stendur. Þátttakendur koma til Bandarikjanna i september i haust, og meðal fyrstu verkefna er að kynna sér kosningabar- áttuna fyrir forsetakjöriö I nóvember. Þeir, sem hafa áhuga á aö sækja um þennan styrk, geta fengið umsóknareyðublöð og upp- lýsingar hjá Jóni Hákoni Magnússyni, fréttamanni og Heröi H. Bjarnasyni, fulltrúa I utanrikisráöuneytinu. Umsóknir þurfa aö berast til fyrrgreindra manna eigi slöar en 24. júni n.k., ásamt umbeönum gögnum. Öð ^ ^ ©3 ^^Ö3Ek3Es3EÖÖ3EB3 nýkomin marmara-sófaborð mmm m m J V' : .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.