Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1976, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. júni 1976 TÍMINN 9 Aðstaða hefur versnað til muna eftir að Bláfjallavegurinn kom til sögunnar Tíminn ræðir við Þórmund Sigurbjarnarson, formann Svifflugfélagsins — Aöstaðan hér á Sandskeiði hefur breytzt heilmikið eftir að Bláfjallavegurinn var lagöur, sagði Þórmundur. Völlurinn er mjög blautur og það munar heilum mánuði á þvi hvenær við getum t.d. notað brautina fyrir vélfluguna okkar, siöan veg- urinn var lagður þvert fyrir völlinn. Þetta er vægast sagt mjög bagalegt fyrir okkur, en sem betur fer er Vegageröin að hefja mælingar fyrir nýjum ræsum þannig að á næstu árum hlýtur þetta að fara batnandi. Hvað varðar aðstööu fyrir véla- kostinn, erum viö sæmilega settir. Við höfum skála fyrir all- ar svifflugurnar, en aöstaöa fyrir félagsmenn sjálfa er hálf bágborinn, a.m.k. hefur hún verið það hingað til. Hins vegar erum við að byggja skála, og ef allt gengur samkvæmt áætlun, ættum við að geta haldið upp á 40ára afmæli félagsins I honum. kennt öll kvöld, en um helgar eru það félagar, sem hafa for- gang að vélum félagsins. — Eru geröar ákveðnar kröf- ur til þeirra, sem vilja læra svif- flug? — Já, það eru geröar mjög strangar heilbrigðiskröfur til nemenda. Læknir flugmála- stjórnar veröur að skoða þá, og til að ná svokölluðu C prófi verða þeir að gangast undir skriflegt próf I flugeölisfræði og veðurfræöi svo eitthvaö sé nefnt. Þá verða svifflugmenn að endurnýja skirteini sin á tveggja ára fresti. En þaö eru ekki einungis félagsmenn, sem ganga undir skoðun. Sömuleiðis eru vélarnar sifellt athugaðar með vissu millibili. Þetta er dýrt sport — en hvað er ekki hægt þegar viljinn er fyrir hendi? — Hver er vélakostur Svif- flugfélagsins? — Við erum nokkuð vel settir með vélar, þó svo félagið yrði fyrir tilfinnanlegu tjóni i bruna fyrir nokkrum árum. Hér eru nú Kennsluflugið er að hefjast. — Er mikill áhugi unglinga á starfseminni, sem hér fer fram? — Það er óhætt að segja þaö. Fyrir unglinga er tiltölulega ó- dýrt að læra svifflug. Byrjandi þarf um 30 flug og hver og einn getur byrjað að læra 14 ára, en honum er ekki hleypt i einflug fyrr en 15 ára, og þó svo nem- andi fái að fljúga einn, þá er hann stöðugt undir eftirliti kennara næstu flug á eftir. Námið tekur ekki skemmri tlma en mánuð, og þetta getur kostað tæpar þrjátiu þúsund krónur. Það er ekki vafi á þvi, að svif- flug er mjög þroskandi fyrir unglinga. Þeir tileinka sér hér mjög nána samvinnu, sem verð- ur að vera fyrir hendi, ef allt á að ganga samkvæmt áætlun. Einmitt þessa dagana er kennsluflugið að hefjast. Hér er Hér er ein flugan yfir „norður-hangi". Skömmu síöar mátti sjá til hennar yfir fjallstoppunum tveimur sem eru i bakgrunni myndarinnar. Þó svo að vindur væri ekki hagstæður fór flugan upp.marga metra á sekúndu. Þórmundur Sigurbjarnarson ásamt tveim ungum og upprennandi sviffiugmönnum. þrjár einsætur, og ef mikið ligg- ur viö, er hægt aö bæta þeirri fjórðu við, en það er gömul vél, sem við höfum yfir að ráða. Þá er hér ein tveggja sæta vél og önnur er inni i skýli, en sökum þess, að okkur hefur ekki tekizt að fá varahluti i hana, veröur hún ekki notuö I sumar. Svo má ekki gleyma vélflugunni, en sú er með Volkswagen-vél og það kemur ókunnugum venjulega spánskt fyrir sjónir, en vélin var framleidd með þessum mótor, viö komum þar hvergi við sögu. Vissulega er þetta dýr Iþrótt. Til dæmis kostar vélflugan nálægt 4 milljónum og virspottinn, sem notaður er til að draga vélarnar á loft, kostar um 140 þúsund. En þegar á þaðer litið, að t.d. kenn- arar gefa alla vinnu sina og það fé, sem kemur inn fyrir leigu á vélum fer allt til félagsins — og siöast en ekki sizt er allt sem gert er hér unnið i sjálfboða- vinnu — þá er möguleiki að reka Svifflugfélagiö á sama grund- velli og verið hefur, sagöi Þór- mundur að lokum. Auðvitað forðumst við kdlgarðana — segir Pdll Gröndal sellóleikari Uppi á Sandskeiöi hittum við Pál Gröndal sellóleikara, en hann haföi þotiö upp á völl strax eftir upptöku hjá sjónvarpinu. Við báöum Pál að lýsa fyrir lesendum helztu tegundum svif- flugs, en fljótlega eftir að upp á Sandskeiö var komiö varð okkur ljóstað dæmið var ekki eins ein- falt og það virtist vera. Galdur- inn er nefnilega ekki sá að láta draga sig á loft og fara að fljúga. Þaðbýrsvolitiðmeira að baki. — Það er aöallega þrenns konar uppstreymi, sem við fisk- um eftir. Það fyrsta mætti kalla „hang” og I þvi sambandi er gleggst að benda á mávana við Skúlagötu. 1 norð-austanátt t.d. erum við mikið viö' svokallað Norður Hang, þ.e. norðurhluta Vifilfells. Þetta gefur aö öllum jafnaði ekki langt flug. Upp- vindur endist ekki nema fjallið sé að baki, en hægt er að ná um 6-700 m hæð. Þá komum við að annarri tegundinni, en á degi Formaöur Svifflugfélagsins býr sig undir lendingu. Ef mjög vel er aó gáö, þá ætti hræðsiusvipur blaðamannsins að sjást. sem þessum og i norðanátt er loftið oft stöðugt, venjulega kalt og þurrt. Þá myndast við Esj- una bylgja eða loftstraumur, sem hleðst þar upp og getur náð I margra kilómetra hæð. Þaö merkilega við þessa bylgju er, að hún feröast með nær sömu útlinum og Esjan, og nokkrum kilómetrum hlémegin við hana, leitar vindurinn upp og myndar spegilmynd. Svona tekur hver bylgjan viö af annarri, og við hér á Sandskeiöi notum þriðju bylgjuna. Þá er kúnstin að kom- ast upp úr J'Joröur Hanginu og i þessa bylgju. Þá er hægt að fara iallt að 3 þúsund metra hæð, en eftir það þarf að hafa súrefnis- grimu. Af þeim sökum förum við sárasjaldan I þessa hæð. Þriöja tegundin er sú skemmti- legasta, og þú þarft að vera nokkuð vanur til aö geta glimt við hana. Það er hita upp- streymi. Eölilega verður aö skiha sól til að hita upp jörðina, en þá þenst loftið út og losnar þá þaö, sem viö köllum „bóla”, venjulega um 300 metrar I þver- mál, og stigur hún allhratt upp. Það má likja henni við, þegar suöa kemur upp i grautarpotti. Kúnstin er sem sagt að finna þessar bólur ogtolla i þeim. Viö getum hækkað okkur upp undir skýin i þessu hitauppstreymi, og þá er möguleiki aö vera á lofti I einn, tvo tima yfir t.d. Reykja- vik, fara siðan að Esjueöa hvert svo sem þig langar. Þegar við höfum fundiö okkur bólu, og náð hæð, þá er strikið tekið i áttina að næstu bólu. Ef viö erum óheppnir og finnum enga þá er ekki um annaö að ræða en lenda á næsta túni. — Hvað segja bændur, þegar þið lendið á túnunum hjá þeim? — Þeir taka okkur nær ætið mjög vel, enda reynum við að forðast beztu blettina þeirra, og nýræktir látum viö algjörlega i friöi. Að visu er það alveg eins okkar vegna, þvi þær eru heldur mjúkar. Þá fá kálgaröar einnig að vera I friöi fyrir okkur. Ann- ars er venjulega boðið upp á kaffi og kökur, þegar við höfum veriö uppgötvaöir. — Hvenær byrjaöir þúað læra svifflug Páll? — Ég hóf námið 1967, þá orö- inn 32 ára. Mig hafði dreymt um flug frá þvi aö ég var krakki, en aldrei komizt lengra en aö smiða model. Það þarf ekki aö orðlengja það, að eftir fyrsta flugiö varð ég hreint út sagt alveg óöur og hef ekki stoppaö siðan. Timanum er lika vel var- iö hér upp frá. Félagsskapurinn ergóöur. Hérna er hægtaö finna allar starfsgreinar sem til eru, en það skal tekið fram, að svif- flug er einungis fyrir þá, sem nenna að puða. Sagt hefur veriö, aöþaö sé99% strit og 1% flug og ég vil segja, að það sé nokkuð mikið til I þvi. Páil Gröndal sellóleikari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.