Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 24. júli 1976. Allir skattseðlar væntanlega til um og fyrir mánaðamót MÓL-Reykjavik. Hér er unnið dag og nótt við að vinna úr skatta- gögnunum, sagði Jón Zophonias- son hjá Skýrsluvélum rikisins, þegar Timinn spurði hann hvenær vænta mætti þess að skattskrár yrðu lagðar fram um landið. Það er þegar búið að skila til okkar gögnum frá flestum stöð- um landsins, svo að þetta er spurning um vinnuhraða hjá okk- ur, en væntanlega verða seðlarnir tilbúnir fyrir alla um og fyrir mánaðamótin. Vestmannaeyingar urðu fyrstir til að leggja fram sina skattskrá, siðan kom Reykjavik i gær og væntanlega verður skattskrá Reykjanesumdæmis lögð fram fljótlega upp úr helginni. Neytenda- samtökin hvetja til frá- gangs áfrumvarpi til laga um neytendavernd Umhverfismál, landkynn- ing og ráðstefnuhöld MóL-Reykjavik. A nýafstöðnum fundi ferðamálaráðs var sam- þykkt, að ráðið skyldi snúa sér meir að umhverfismálefnum og þá á mun viðtækara sviði en áður. Á fundinum var þegar skipuð 3 manna vinnunefnd. Það er margt ábótavant i þessum efnum og viða mætti bæta úr með réttum aðgerðum og betri skilningi, sagði Heimir Hannes- son formaður ferðamálaráðs, Við getum nefnt sem dæmi, að um- hverfi hringvegsins mætti að skaðlausu laga á nokkrum stöð- um. Þessi vinnunefnd mun hafa samvinnu við viðkomandi sveitarfélög svo og Náttúru- verndarráð og leggja þá framtil- lögur sinar. Þá var stofnuð á fundinum framkvæmdanefnd, sem á að vinna að landkynningu fslands erlendis og verður leitazt við, að samræma landkynningarstarf- semina. Einnig voru ráðstefnu- höld á fslandi til umræðu. Miklabraut Grensásvegur A þessum gatnamótum eru umferðarljós. Áárinu 1975 urðu þarna 27 umferðaróhöpp, þar af 4 slys og voru þetta sjöundu hættulegustu gatnamótin i Reykjavik. BBstjórar aka oft of hratt að gatnamótum og ná ekki að stöðva i tæka tið, ef ljósin skipta. Þegar hemlaðerskyndi- lega, er alltaf sú hætta að næsti bilstjóri fyrir aftan geti ekki stöðvað nógu fljótt. Það er ágæt regla að draga úr hraða áður en komið er að gatnamótum, þó grænt ljós logi á götuvitanum á móti. Til 15. júni höfðu á þessu ári orðið 11 árekstrar á þessum gatnamótum. Á dagskrá ferðamálaráðs: Aðalfundur Neytendasam- takanna var haldinn á Hótel Esju 12. april sl. „Aðalfundur Neytendasam- takanna haldinn á Hótel Esju þann 12. april 1976beinir þeim til- mælum til viðskiptaráðuneytisins að draga ekki lengur frágang á framvarpi til laga um neytenda- vernd”. Núverandi aðalstjorn skipa: Reynir Armannsson, formaður, Jónas Bjarnason, varaformaður, Anna Gisladóttir, ritari, Eirika A. Friðriksdóttir, .gjaldkeri Meðstjórnendur: Árni B. Eiriks- son, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Pálsson. Kal í túnum í Laxúrdal Mó Sveinstöðum — Heyskapur hefur gengið vel það sem af er þessu sumri i Austur-Húnavatns- sýslu. Spretta var fyrr á ferðinni en i fyrravor og þurrkar voru góðir, þar til i þessari viku að nokkuð hefur rignt. Eitthvað mun vera um kal i túnum i Laxárdal, t.d. er ástand mjög slæmt á Foss- um, en þar eru öll tún meira og minna kalin og sum verða vart slegin. Þar voru mikil svellalög siðari hluta vetrar I vor og vatns- gangur mikill á túnum þegar leysti, þvi fóru tún mjög illa. Gróður i úthaga er hins vegar mjög góður, og allar aðstæður ættu þvi að vera góðar til þess aö dilkar verði vænir i haust. Loksins góð veiði í Elliðaánum Siðan 18. júli hefur verið ágætisveiöi i Elliðaánum og hafa veiöztfrá 26 til 38 laxar á dag, sagði Friðrik Stefánsson hjá Stangaveiðifélagi Reykja- vikur i gær, en áður fengust i mesta lagi 11 til 14 laxar á dag. Að kvöldi 21. júli höfðu alls veiðzt 488 laxar i Elliðaánum, en á sama tima i fyrra var talan orðin 826 laxar, eða veiðin nú er 59% af veiðinni miðað viö sama tima i fyrra. Friðrik sagði að stærsti laxinn sem fengizt hefur úr Elliðaán- um i sumar hefði reynzt 14 pund, en meðalþyngd laxanna er rétt innan við sex pund. Leirvogsá Veiðin i Leirvogsá er heldur minni en á sama tima i fyrra, en þann 21. júli hafði 151 lax veiðzt úr ánni. Ekki munar þó mfóg miklu að þessi tala sé sú sama, og i fyrra, þvi samkvæml bók- um VEIÐIHORNSINS var búið að veiða um 120laxa i Leirvogsá þann 16. júli sumarið 1975. Þyngsti laxinn sem fengizt hef- ur i sumar reyndist 14 pund. Veitt er á tvær stangir, en veiðin hófst 1. júli. Sumarið 1974 varð heildarveiðin i Leirvogsá alls 332 laxar og siðastliðið sumar varð hún mjög góð eða alls 739 laxar, svo vafasamt má teljast að hægt verði að ná þeirri tölu i sumar. Ágæt veiði i Laxá i Kjós — Veiðin gengur ágætlega sagði Jón Erlendsson veiðivörð- ur i gær, það er komið mikið af laxi i ánna og veiðin hefur verið ágæt að undanförnu miðað við það að eingöngu er veitt á flugu. Alls kvað Jón hafa verið komna 719 laxa þann 21. júh', en það er nokkru minna en á sama tima i fyrra. Þyngsti laxinn reyndist 161/2 pund, sagði Jón, og þyngd laxanna er nokkuðeðlileg miðað við s.l. sumur, mest er þó veitt af 9-11 punda laxi. Það er þó áberandi smálaxaganga i ánni núna, sagði hann. — Það er i sjálfu sér ágætt vatn í ánni, en við þyrftum aö fá svolitla rigningu, það myndi friska mikiö upp, sagði hann. Ágæt veiði i Fnjóská — Það hafa veiðzt 110-115 lax- ar, sagði Gunnar Árnason, Akureyri i gær. Þetta er ágætur lax, en sá þyngsti sem fengizt hefur reyndist 15 pund. Við eig- um von á að fá einn eða tvo tuttugu punda eins og verið hef- ur undanfarin sumur. Laxinn er kominn upp um öll veiðisvæðin, alltupp aðNesbænum. Eitthvað hefur veiðzt af silungi á silunga- svæðinu við Illugastaði. Þokkalegur reyt- ingur i Selá — Það hefur verið þokkalegur reytingur að undanförnu, sagði Þorsteinn Þorgeirsson i Vopna- firði i gær. Það eru um 90 laxar komnir á land, en þeir eru heldur smærri en verið hefur undanfarin ár. Það hefur engin sterk laxaganga komið i ánna það sem af er, en við vonum það bezta sagði hann. Bezti veiði- timinner frá þvisiðast. ijúlíog fram til 20. ágúst. Veðra- breytingarnar að undanförnu hafa haft góð áhrif á veiðina i ánni, þvi vatnið hefur aukizt lítilsháttar og kólnað. 160 laxar á land úr Grimsá á einni viku — Heildarveiðin i Grimsá er farin að nálgast sjötta hundraðið, sagði Sigurður Fjeldsted i veiðihúsinu i gær, og hollið sem var við veiðar i siðustu viku, fékk alls 160 laxa. Um 100 laxar eru hins vegar komnir á land i þessari viku. Það er mjög litil ganga i augna- blikinu, en við búumst við stærri göngu i næsta flóði i lok mánaðar. Þyngsti laxinn er 19 pund, en erlendu laxveiðimennirnir hér hafa misst marga stóra, enda eru þeir óvanir að kljást við stóran lax, sagði Jón. GS-lsafirði. Vinnupallin á þennan bll sem má lyfta i allt að sex metra hæð hefur Þröstur Marseliusarson, skipasmiður og verkstjóri, hannað og smiðað. Þröstur ætlar á næstunni að bæta um betur, og gera mögulegt að lyfta vinnupallinum i 10 metra hæð. Timamynd: G.S. Verzlunarmanna helgin: Skemmtun í Húnaveri MÓ Sveinstöðum — Að venju verður hátið I Húnaveri um verzlunarmannahelgina og þar verða dansleikir bæði á laugar- dags- og sunnudagskvöld, mun hljómsveit Þorsteins Guðmunds- sonar leika fyrir dansi. Þá skemmta þar einnig Karl Einars- son og Gylfi Ægisson. Klukkan fimmtán á sunnudag verður skemmtun i Húnaveri og þar flytja meðal annars fyrr- greindir skemmtikraftar skemmtiatriði. — Við Húnaver eru góð tjaldstæði og má búast við að fjöldi fólks muni sækja staðinn um verzlunarmannahelgina, enda hefur oft verið fjölmennt þar og lif og fjör i tuskunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.