Tíminn - 24.07.1976, Side 15

Tíminn - 24.07.1976, Side 15
Laugardagur 24. júli 1976. TÍMINN 15 Vestur- Skaftfellingar Héraösmót framsóknarmanna i Vestur Skaftafellssýslu verður haldið að Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 7. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðumenn verða alþingismennirnir Ingvar Gislason og Þórarinn Sigurjónsson. Skemmtiatriði: Söngtrióið Við þrjú og Karl Einarsson. Dansað til kl. 2.00. v_____________________________________________________y Strandamenn Héraðsmót framsóknarmanna i Strandasýslu verður haldið að Laugarhóli Bjarnarfirði laugardaginn 7. ágúst. Nánar auglýst siðar. Loðnu landað á 5 stöðum gébé-Rvik. — Loðnuveiðin hefur gengið fremur treglega, þvi þótt nóg virðist vera af loðnunni norð- ur af Horni, liggur hún djúpt og er mjög stygg. Loðnu hefur nú verið landað á fimm stöðum, mest á Sivlufiröi eða tæplega átta þús- ur;d tonnum, en einnig i Bolung- arvik, ólafsfirði, i Krossanesi og i gær var landað á Neskaupstað. Veiðisvæði hinna tuttugu skipa sem veiðina stunda, er um 15x15 sjómilur að stærð, norður af Horni. Rannsóknarskipið Bjarni Sæm- undsson hélt áfram loðnuleit i gærdag, og var á leið austur með Norðurlandinu. Dolphin-kórinn Skozkur ungmennakór í Kópavogi Þessa dagana dvelur hér á landi skozkur ungmennakór, Dolphin kórinn, I boði Tóm- stundaráðs Kópavogs. Heim- sókn kórsins er liður i árlegum samskiptum Kópavogs og Glasgow á sviði æskulýðs- mála, og mun hópur ung- menna úr Kópavogi endur- gjalda heimsókn þessa i næsta mánuði. Dolphin kórinn var stofnaður fyrir 5 árum af nemendum tveggja gagn- fræðaskóla i Glasgow og fékk kórinn fljótlega aðstöðu i lista- og menningarmiðstöð i Glasgow, sem ber sama nafn. Abyrgðarmaður kórsins er Ewan McGregor, sem jafn- framt er fararstjóri, en sonur hans, Richard, er söngstjóri. Kórinnhefur viða komið viö á söngferðum sinum m.a. á italiu og i Þýzkalandi og mun þetta vera fjórða utanferð þessa unga kórs, og hafa allar ferðirnar verið farnar fyrir tilstilli Æskulýðsráðs Glasgow. Efnisskrá kórsins er mjög fjölbreytt, en mest ber á kirkjulegri tónlist, ættjarðar- lögum, negrasálmum og sigildum verkum. Kórinn befur sungið i Kópa- vogs kirkju og á Flúðum. A mánudagskvöldið mun kórinn syngja í Félagsheimili Kópa- vogs. Mun Leikfélag Kópa- vogs annast þá skemmtun og verður þar jafnframt bryddað upp á öðru efni. Heimleiðis heldur kórinn föstudaginn 30. júli. Fékk verðlaun á alþjóðlegri grafíksýningu Ragnheiður Jónsdóttir fékk ný- lega 6. verðlaun á fjórðu al- þjóölegu grafiksýningunni I Frechen. Til verðlaunaveitingar voru lögð fram 740 grafikverk eftir listamenn frá fjölmörgum lönd- um. Tiu verk voru valin til peningaverðlauna og hlaut Ragn- heiður 6. sætið sem fyrr segir. Tiu aðrir listamenn hlutu svo minnis- peninga. Ragnheiður Jónsdóttir stundaði nám i Reykjavik, Kaupmanna- höfn og Paris. Hefur tekið þátt i fjölmörgum alþjóðlegum grafik biennölum viðsvegar i Evrópu og Ameriku frá 1971, auk fjölmargra smærri sýninga hér heima og á hinum Norðurlöndunum. A þessu ári á Ragnheiður m.a. verk á sýningum i Austur-Berlin, Madrid, Frechen, Krakow, Moss, Fredrikstad, San Fransisco. Leiðrétting Tvær meinlegar prentvillur slæddust inn i grein um hey- skaparútlit á Austfjörðum i gær. 1 stað Þorskafjarðar — á að standa — Þistilf jarðar og i stað — félags- bú — að að vera félagstún. 0 Synjun Þá sagði Snorri að þrir bátar hefðu stundað rækjuveiðar nú að undanförnu, en tveir þeirra væru þegar hættir. Astæðuna fyrir þvi sagði hann vera lélegt verð á afl- anum. Hins vegar isuðu þeir rækjuna um borð, og úthaldið væri mun styttra en hann hefði ætlað smurn bát. Á honum stæði til að frysta hana, en með þeim hætti væri unnt að fá mun hag- stæðara verð og lengra úthald. Aðspurður um hvers væri næst að vænta i málinu sagði Snorri að hann myndi m.a. afla sér betri og fyllri upplýsinga um svipaðar veiðar hjá nágrannaþjóðunum. Þá lægiþaðbeint við að fara aftur til Bretlands, og ná i bátinn sem átti að selja. — Ég hef greinilega lagt rangt mat á hlutina, en það má segja, að synjunin sé á vissan hátt viðurkenning á þvi að veiðarnar séu arðbærar, sagði Snorri Snorrason að lokum. Land/Rover diesel '67 til sölu. Upplýsingar í sima (96) 2-26-85.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.