Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. júli 1976. TÍMINN 13 Ender óstöðvandi Met hjá Lilju... LILJA Guömundsdóttir setti nýtt íslandsmet i 800 m hlaupi á Olympiuleikunum i gærkveldi — hún hljóp vegalengdina á 2:07.26. minútum. Rússneski Isterkur björninn hann varð hress þegar hann frétti, að hann kæmist i úrslita- keppnina. Þá tók hann gleiji sina á ný, og sagði i gamansömum tón við blaðamenn: — Þetta kemur allt i úrslitakeppninni, ég var aðeins að spara kraftana fyrir hana. Þeir sem taka þátt i úrslita- keppninni i kúluvarpi, sem hefst á Olympiuleikvanginum i dag, eru: Bjarni lélegur BJARNI STEFANSSON keppti i 100 m hlaupi — undanrásum — i Montreal i gær. Bjarni hljóp langt frá sinu bezta og hlaut timann 11.28 sekúndur, sem er frekar slakur timi. Met hjd Backer MARION Becker frá V-Þýzka- landi setti nýtt Olympiumet i spjótkasti kvenna i gær i undan- úrslitum, þegar hún kastaöi spjótinu 65.14 m. Ruth Fuchs frá A-Þýzkalandi átti eldra metiö — 63.88 sett i Munchen 1974. Grslitin I spjótkasti veröa í dag. Baryshikov kastaði kúlunni aðeins einu sinni og setti Olympíumet ★ Hreinn úr leik, en heppnin var með Bandaríkjamanninum Woods Strandamaðurinn sterki Hreinn Halldórsson þoldi greinilega ekki hina geysilegu spennu/ sem var í kúlu- varpskeppninni á Olympíuleikunum í gær — Hreinn kastaði aðeins 18.13 m og náði hann ekki að tryggja sér farseðilinn i úrslitakeppnina, sem verður háð í dag. Kúluvarpskeppnin var geysilega spennandi fyrir þá kúluvarpara, sem tóku þátt í henni og fylgdust 42 þús. áhorfendur spenntir með keppninni, þar sem barizt var um hvern sentimeter — en kastararnir þurftu að kasta yfir 19.40 til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Sovétmaðurinn sterki Alex- ander Baryshnikov, sem setti nýlega glæsilegt héimsmet i Paris, þegar hann kastaði 22 m, var yfirburðarmaður i kúlu- varpskeppninni — hann kastaði kúlunni 21.32 m. sem er nýtt Olympiumet. Eldra metið Stti Pólverjinn Wladyslaw Komar, sem kastaði 21.18 i Munchen 1974. Það sem vakti mesta at- hygli i kúluvarpskeppninni var að Bandarikjamaðurinn George Woods, sem hlaut silfrið i Munchen, náði ekki að kasta kúlunni yfir 19.40 m i undan- keppninni — þessi sterki kúluvarpari, sem er nú 33 ára, kastaði aðeins 19.35 m En Woods hafði svo sannarlega heppnina með sér, þvi að aðeins 11 kastarar náðu að kasta yfir 19.40m — en þar sem minnst 12 kastarar fá að keppa i sjálfri úr- slitakeppninni, komst Woods áfram, þar sem hann var næstur þvi að kasta 19.40 m. Woods var að vonum ekki mjög hress yfir árangri sinum, en — sigursælir í karlagreinunum í sundi Bandarikjamenn hafa veriö sigursælir i kariagreinunum i sundi — hafa tryggt sér öll 9 gull- in, sem keppt hefur veriö um, fram aö þessu. Bandariska boö- sundsveitin i 4x100 m fjórsundi, vann yfirburöasigur á fimmtu- dagskvöldið, og setti nýtt heims- met á vegalengdinni. Jimmy Montgrmery (skriösund), John Nape. (baksund), John Hencken (bringusund) og Matt Wogel (fiugsund) skipuöu sveitina. 100 m fiugsund kvenna: Ender, A-Þýskalandi......1:00.13 Pollack, A-Þýzkalandi ... .1:00.98 Boglioli, Bandar........1:01.17 200 m skriðsund kvcnna: Ender, A-Þýzkalandi......1:59.26 Babashoff, Bandar ......1:01.22 Brighte, Hollandi.......1:01.40 400 m skriðsund karla: Goodell, Bandar.........3:51.93 Shaw, Bandarikin......'.. 3:52.54 Raskata Sovétr..........3:55.76 4x100 m fjórsund karla: Bandarikin..............3:42.22 Kanada .................3:45.94 V-Þýskaland ............3:47.29 Þróttarar unnu góöan sigur (2:1) yfirFH-ingum I gærkvöldi, þegar þeir ieiddu saman hesta sina i 1. deiidarkeppninni i knattspyrnu á Kaplakrikavellinum. Jóhann Hreiðarsson og Aðalsteinnl örnólfsson skoruöu mörk Þrótt-I ar en Ólafi Danivalssyni tókst I aö minnka muninn fyrir FH-inga I rétt fyrir leikslok. Þetta var fyrsti | sigur Þróttara i 1. deildarkeppn- inni. KORNELIA ENDer, hin frábæra 17 ára sundkona frá Haile i A- Þýzkaiandi, var heldur betur I sviösljósinu á fimmtudagskvöldiö á Olympiuleikunum — þessi glæsilega sundkona, sem er nú ókrýnd drottning sundsins, geröi sér litið fyrir og tryggöi sér tvenn gullveröiaun meö aöeins hálftima millibili, og hefur hún unnið sér fjögur gull i Montreal. Ender byrjaöi á þvi að tryggja sér sigur i 100 m flugsundi, en að- eins 26 minútum siöar stóð hún uppi sem sigurvegari i 200 m skriösundi, en þar náöi hún frá- bærum endaspretti og vann glæsilegan sigur. Ender setti heimsmet i báðum greinunum. Að vonum var sigurgleði hennar mikil og einlæg — hún veifaði áhorfendum, sem hylltu hana óspart, enda er hún geysilega vin- sæl. Ender á mikla möguleika að vinna fimmtu gullverðlaun sin i Montreal, þegar hún keppir i boö- sundi á morgun. Goodell sigraði — í 400 m skriðsundi BRIAN GOODELL, hinn 17 ára Kaliforniubúi, tryggöi sér sin önnur gullverðlaun á fimmtu- dagskvöldiö, þegar þessi ungi og efnilegi Bandarikjamaður vann sigur i 400 m skriðsundi — hann synti vegalengdina á 3:51.93 minútum, sem er nýtt heimsmet. Goddell haföi áöur sigraði i 1500 m skriðsundi. Walker úr leik JOHN WALKER, hinn snjalli millivegalengdahlaupari frá Nýja-Sjálandi, varö úr leik i 800 m hlaupinu i gærkvöldi. Þessi snjalli hlaupari hljóp vegalengdina á l:47.63minútum I undanrásum og varö aðeins þriöji i sinum riðli — og komst þar meö ekki áfram. Sætur sigur Þróttara — sem lögðu FH að velli (2:1) í gærkvöldi „Þetta verið — sagði Voigt frá A-Þýzkalandi, sem varð Olympíumeistari í langstökki kvenna í gærkvöldi - Þetta hefur alltaf veriö draumurinn, sagði a-þýzka stúlk- an Angela Voigt (25 ára), sem tryggöi sér gullverðlaunin i spjót- kasti kvenna i gærkvöldi. — Ég óttaðist bandarisku stúlkuna. — Þetta er stærsta stund I lifi minu og ég hlakka til aö koma heim og sýna fjölskyldu minni verðlaunin, sagöi Voigt. Voigt stökk 6.72 m i sinu fyrsta stökki, en Kathy McMillan (18 ára) frá Tennessee i Banda- rikjunum varð önnur — stökk 6.66 m. Lydia Alfeeva frá Sovét- rikjunum varð þriðja — 6.60 m. Heimsmethafinn frá A-Þýzka- landi, Siegrun Siegl varð að láta sér nægja fjórða sætið. ANGELA VOIGT... vann gulliö I langstökki kvenna. hefur alltaf draumurinn" BAR YSHNIKOV...kastaði aðeins einu kasti i undankeppninni og setti glæsilegt Olympiumet i kúluvarpi — 21.32 m. Barisjnikov, Sovétríkin.... 21.32 Hans-PeterGies, A-Þýzkal 20.52 Geoff Capes, Bretland....20.40 Mironov, Sovétrikin______20.26 Rothenburg A-Þýzkalandi. 19.92 A1 Feucrbach, Bandarikin . 19.87 Barabec, Tékkóslóvakiu... 19.80 Höglund Sviþjóö...........19.76 Udo Beyer, V-Þýskalandi.. 19.69 Schmock, Bandarikin......19.48 Stahlberg, Finnland......19.40 Woods, Bandarikin.........19.35 Ilreinn heföi léttilega komizt i þennan hóp ef allt heföi veriö með felldu. —sos Banda- ríkja- menn Gull, silfur og brons

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.