Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 1
HÁÞRÝSTIVÖRUR okkar sterka hlið WMSSMBSSaSSMm Síðumúla 21 Sími 8-44-43 Niðursuðuvörur til Nígeríu: Fyrstu viðbrögð jákvæð — segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri S.L. gébé Rvik —Eins og skýrt var frá i Timanum fyrir stuttu siðan, hefur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins verið með tilraunir á niðursuðu spærlings og loðnu- flaka, og fór Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Söiustofnunar lagmetis nýlega til Nigeriu til að kynna þessa nýju vöru og athuga markaðsm öguleika. — Fyrstu viðbrögð Nigeriumanna voru góð, en ómögulegt er að segja nokkuð um framtiðarviðskipti á þessu sviði enn sem komið er, sagði Eysteinn Helgason, en hann er nýkominn til landsins frá Nigeriu. Eysteinn sagði að þetta hefði aðeins verið frumkönnun á mark- aði fyrir niðursuðuvörurnar, og hefði hann kynnt vöruna fyrir fjölmörgum aðilum i Nigeriu, og nú væri aðeins að biða og sjá til, hvert svar þeirra verður. VERDA GRÁSLEPPUHROGN FULLUNNIN HÉR Á LANDI? gébé Rvik — Það væri mjög auð- velt að fullvinna grásleppuhrogn- in hér á landi I kavlar, en það eru um fjórar verksmiðjur sem til greina myndu koma, og hafa þær þegar þau tæki sem nauðsynleg eru.sagði Jón ögmundsson, efna- fræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. — Það eru markaðserfiðleikar sem valda þvi, fyrst og fremstjað litið hefur verið i þessu gert, sagði Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Sölustofnunnar lagmetis, t.d. hefur verið 30% tollur á þessari vöru til Frakklands, sem er lang- stærsli kaupandinn, og hefur markaðurinn þangað þvf verið lokaður. — Þetta eru mest tollaspursmál i sambandí við Efnahagsbanda- lagslöndin, en þar eru einmitt stærstu markaðirnir fyrir kaviar. — Þetta er mjög einföld fram- leiðsla, sagði Jón ögmundsson, sérstaklega þar sem haegt er að vinna grásleppuhrognin með þeim vélum sem til eru þegar. Þetta gæti tryggt atvinnu i niður- suðuverksmiðjunum jafnvel allt árið. Útflutningsverðmæti grásleppuhrognanna myndi auk- ast að miklum mun, ef við gætum fullunnið þau hér heima. Umferðaslys ASK-Reykjavik. Um klukkan tuttugu i gærkvöldi varð alvarlegt umferðarslys rétt vestan við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sjö ára gamall drengur varð þar fyrir bifreið er var á leið vestur eftir Miklubraut. Bifreiðin hafði rétt á Miklubraut farið yfir gatnamótin á grænu ljósi er drengurinn tók sig skyndi- lega út úr hópi er var við götuna og hljóp þvert yfir hana. Að sögn lögreglunnar eru meiðsli drengs- ins talin alvarleg, en þau voru ekki fullrannsökuð er blaðið fór I prentun i gærkveldi. RANNSOKNAR- LÖGREGLUAAAÐUR HANDTEKINN FYRIR TÉKKAFÖLSUN UPP Á TVÆR AAILUÓNIR KR. hs-Rvik. Um skeið hefur staðið yfir rannsókn út af fölsuðum tékkum, sem notaðir hafa veriö i viðskiptum i bönkum og verzlunum hér i borg og viðar, og likur þóttu til að sami maður hefði staðið að. í gærmorgun handtók rannsóknarlögreglu- maður mann. sem var að selja Háaleitisútibúi Iðnaðarbankans tékka, að fjárhæð 150.000 krón- ur, með fölsuðum nafnritunum. Maður þessi reyndist vera rann- sóknarlögreglumaður, sem sjálfur hefur unnið að rannsókn tékkamisferlis. Samkvæmt upplýsingum, sem rannsóknarlögreglan sendi frá sér i gær, er nafn mannsins Matthias Guðmundsson, og hef- ur hann i skýrslu sem tekin var af honum i gær kannazt við að hafa notað i viðskiptum nokkra falsaða tékka, auk tékka þess, sem hann var með er hann var staðinn að verki. Timinn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þvi, að hann hafi svikið út um tvær milljónir króna siðan hann hóf störf hjá rannsóknarlög- reglunni i Reykjavik i febrúar 1975, en hann starfaði áður i lög- regluliði Reykjavikurborgar. Matthias var færður i varð- hald og hefur málinu verið visað til sýslumannsins i Kjósarsýslu, þar sem hann á heimilisvarnar- þing. Þessi handtaka er afleiðing geysiumfangsmikillar rann- sóknar á tekkamisferli, sem bæði rannsóknarlögreglan og bankarnir hafa staðið að, en ef að likum lætur eru öll kurl ekki komin til grafar ennþá. -hs- Rvik. Það hefði líklega orðið handagangur i öskj- unni, ef flyðran sú arna hefði dregizt á færi og sennilega hefði hún veitt kröftuga mót- spyrnu. En gegn hinum stór- virku og þungu vörpum má hún sin lítils og þvi fór sem fór — þarna liggur hún eins og skata, eins og máltækið segir. Timamynd: Róbert. Aætlun aerð um lokn- dreifinqu sjónvaips — heildarkostnaður: miljarður MÓL-Reykjavik .Menntamála- ráðherra hefur skipað nefnd, sem á að gera timasetta áætlun um dreifingu sjónvarps til þeirra landsmanna, sem hafa það ekki nú þegar eða búa við ófullnægj- andi sjónvarpsskilyrði. Einnig á nefndin að gera tillögur um fjár- öflun til þessara framkvæmda. Nefndina skipa Ingi Tryggvason, Sverrir Hermannsson og Stein- grímur Hermannsson, sem er formaöur. Það eru enn nokkur hundruð býli, sem búa við mjög léleg eða alls engin sjónvarpsskilyrði sagði Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra, er Timinn spurðist fyrir um málið. Hér er aðallega um að ræöa svæði á Austur- og Suðausturlandi, Vest- fjörðum og hér og þar um Norðurland. Þá eru skilyrði viðast hvar á miðunum slæm. Það er ljóst, að þetta verkefni er mjög dýrt og verður varla framkvæmt i bráðina, þvi kotnaðurinn gæti farið allt upp i einn miljarð, ef vel á að gera. Fjáröflun til þessara fram- kvæmda verður til athugunar hjá nefndinni, en á siðasta þingi var súhlið málsins rædd að einhverju leyti. Steingrimur Hermannsson ofl. fluttu þá frumvarp sem gerði ráð fyrir að hluti afnotagjaldsins rynni til þessara framkvæmda, en frumvarpið var ekki afgreitt. Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson tillögu, þar sem gert var ráð fyrir að byggðasjóður stæði fyrir framkvæmdunum og var þeirri tillögu visað til rikis- stjórnarinnar. Nú höfum við sent stjórn byggðasjóðs bréf og beðið þá að athuga gaumgæfilega hvaða þátt þeir geti tekið i framkvæmdun- um. Auk þess hefur verið haft samráð við bæði útvarpsstjóra og póst- og simamálastjóra og þeir beðnir að greiða fyrir störfum nefndarinnar eftir beztu getu. Og er þá vonandi að einhver skriöur komizt á máliö, þvi hér er bein- linis um að ræða hrein mannrétt- indi, sagði Vilhjálmur að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.