Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. júli 1976.
TÍMINN
3
Friðrik Ólafsson um IBAA-mótið:
v. .
'
REYNUM BARA AÐ
GLEYMA SEM FYRST
MÓL-Reykjavik. — Þetta er eitt
af þessum mótum, sem maður
reynir bara að gleyma sem fyrst,
sagði Friðrik Ólafsson stórmeist-
ari, þegar Timinn ræddi við hann
i gær um frammistöðu hans og
Guðmundar Sigurjónssonar i
IBM-skákmótinu. En hins vegar
megum við ekki gieyma þvi, að
þetta er allsterkt mót, og tiltak-
anlega jafnvei skipað.
Þegar Timinn talaði við Friö-
rik, þá var hann með 6,5 vinninga
eftir 14 umferðir og Guðmundur
með sama vinningafjölda en bið-
skák hans við Szabo var ekki al-
veg úttefld. — Staða Guðmundar
er slæm og við gátum ekki séð
neina björgun, nema þá, að Szabo
leiki af sér. Annars er reynslan i
þessu móti frekar sú, að við leik-
um af okkur, en ekki andstæðing-
urinn. T.d. siðasta skák min, sem
var við Velimirovic, þá hafði ég
hann i ausunni, en fékk að kynn-
ast þvi, að ekki verður kálið sopið
þótt i ausuna sé komið. Sama má
reyndar segja um skákir minar
við þá Gipslis og Langeweg.
Það er ekki hægt að kenna
neinu sérstöku um þennan árang-
ur, þvi þaö eru alltaf eitt og eitt
mót, sem fara svona. Það ein-
kennilega er, að árangurinn er
slæmur hjá okkur báðum, hvað
sem veldur. Að visu var dálitil
molla hér i Amsterdam i upphafi
mótsins, sem fer alltaf illa i okkur
Islendingana, en siðan hefur
veðrið skánað, og er það þvi held-
ur litil skýring.
Þeir Friðrik og Guðmundur
tefla aftur á sama móti i ágúst, en
það verður alþjóðlega skákmótið
i Reykjavik, og svo i september á
skákmóti i Júgóslaviu.
Siðasta umferð IBM-mótsins
verður tefld i dag og á Friðrik þá
við Sax og Guðmundur við
Ligterink. Báðir stórmeistararnir
okkar hafa svart.
Það vantar löndunar-
staði fyrir loðnuna
gébé Rvik — Sex skip höfðu til-
kynnt ioðnunefnd um afla I gær-
dag, en I allt munu um 20 skip
vera að loðnuveiðum norður af
Horni eins og er. Sildarverk-
smiðjur rikisins á Siglufirði hafa
tilkynnt, aðþær muni ekki taka á
móti meiri loðnu I bili, en um 3-4
þúsund tonn eru 1 þróm
verksmiðjunnar eins og er.
Astæðan fyrir þessu, mun vera
40 tonn af
kolmunna til
Þorláks-
hafnar
gébé Rvik — i gærmorgun
landaði skuttogarinn Runólfur
rúmlega fjörutiu tonnum af kol-
munna i Þorlákshöfn, en þetta er
rúmlega sólarhringsveiði. Aflann
fékk Runólfur fyrir austan land,
þar sem skipið hefur verið við
kolm unnaveiðar að undanförnu.
Helmingurinn af aflanum fer til
marningsvinnslu i Þorlákshöfn,
en hinn helmingurinn i skreiðar-
vinnslu i Garðinum og hafði
vinnslan þegar hafizt i gærdag, að
sögn Björns Dagbjartssonar, for-
stjóra Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins.
Leigutimi skuttogarans
Runóifs, rennur út þann 8. ágúst
n.k., en sem kunnugt er hefur
Hafrannsóknastofnunin haft
skipið á leigu til fyrmefndra
veiða.
— Það er verið að athuga um
framlengingu á leigutimanum,
sagði Björn Dagbjartsson, en ef
ekki getur orðið af framleng-
ingunni, þá verður jafnvel i
athugun að fá annað skip, þar
sem margir af minni skuttogur-
unum eru útbúnir þeim tækjum
sem með þarf til kolmunna-
veiðanna.
Þangað til verður Runólfur
áfram að veiðum fyrir
Austurlandi og fer skipið senni-
lega þegar út á sunnudag.
Kviknaði
í bát
-hs-Rvik. — Laust fyrir klukkan 9
I gærmorgun varð vart elds i Vél-
bátnum Bug VE, sem Iá við
Nausthamarsbryggju I Vest-
mannaeyjum. Lagði mikinn reyk
upp úr bátnum, sem er á milli 30
og 40 tonn að stærð.
Slökkvilið Vestmannaeyja var
kvatt á vettvang og tókst fljótlega
að ráða niðurlögum eldsins, sem
reyndist ekki mjög mikill. Nokkr-
ar skemmdir uröu af vatni og
reyk. Kviknað mun hafa út frá
eldavél bátsins.
vinnsluerfiðleikar, en verksmiðj-
an á von á danskri vél I næstu
viku, sem er betur fallin til að
vinna loðnuna I þvi ástandi sem
hún er er nú. Þannig bendir allt til
þess, að loðnuskipin munu þurfa
að sigla langar ieiðir til löndunar,
annað hvort austur á firði eða á
Faxaflóahafnir.
Þessi skip tilkynntu um loðnu-
veiði i gær: Helga II RÉ var með
200 tn á leið til Bolungarvikur
Jón Finnsson GK landaöi þar 290
tonnum i gær, Magnús MK land-
aði 270 TONNUM $A Siglufirði og
Asgeir RE á sama stað, 270 tonn-
um. Gullberg VE var á leið til
lands með 320 tonn og Súlan EA
einnig en með 400 tonn.
Þrær á Bolungarvik voru orðn-
ar fullar i gærdag, og Krossanes,
og Ólafsfjörður geta ekki tekið á
móti meiri loðnu. Vatnsleysi
mikið er á Raufarhöfn, vegna
þess að þar er unnið að gerð nýrr-
ar vatnsveitu, enda átti enginn
þar von á loðnu á þessum tima.
Hins vegar þarf mikið vatn til
loðnuvinnslunnar i verksmiðj-
unni, en reynt mun að flýta fram-
kvæmdunum við vatnsveituna
svo unnt verði að taka á móti
loðnu
Eins og skýrt var frá I
Timanum f gær var Mjólkár-
virkjun II formlega tekin I
notkun á fimmtudag, en
Matthias Bjarnason, ráð-
herra i umboði Gunnars
Thoroddsen, iðnaðarráð-
herra, gangsetti virkjunina.
Myndin er frá athöfninni.
Timamynd: K.Sn.
Synjun Fiskveiðisjóðs á
vissan hótt viðurkenning
— segir Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dalvík
ASK-Reykjavik. — Ég er hrein-
lega ekki búinn að átta mig á
synjun Fiskveiðisjóðs, sagði
Snorri Snorrason útgeröarmaður
á Dalvik, en eins og kunnugt er þá
neitaði sjóðurinn um lán á þeim
lörsendum að fjárhagsstaða hans
væri slæm. Þá munu forráða-
inenn sjóðsins einnig hafa óttazt
aö væri Snorra vcitt lánið, þá
l'ylgdi á eftir skriða af svipuðum
umsóknum.
— Mitt mat var það, að þetta
mál myndi ganga .hljóðalaust
fyrir sig, sagði Snorri, og i þeirri
trú hafði ég sent bát til Bretlands,
en hann átti að selja þar. Að-
spurður um þá skoðun Fiskveiði-
sjóðs að leyfi til kaupanna myndi
hrinda af stað fjölda umsókna
sagði Snorri m.a. — Ég er hrædd-
ur um að hefði þessi stefna verið
rikjandi, þá hefði sjóðurinn
aldrei látið neitt i gegnum árin.
Hins vegar virðist mér að mun
betri stjórn sé á sjávarútvegs-
málum yfirleitt i dag en oftast
áður. Þannig að Fiskveiðisjóður
hefði ekki neitt að óttast i þvi
sambandi. Hitt er svo aftur annað
mál að það er umdeilanlegt hver
eigi að fá skip og hverjum eigi að
synja. Ein af röksemdum sjóðsins
var sú,aö fjárhagsstaða min væri
ekki nógu sterk, en það eru vand-
fundnir fjársterkir aðilar sem við
sjávarútveg starfa. Spurningin er
miklu fremur sú hvort skip sem
þetta komi að notum, og um það
atriði er ég ekki i neinum vafa. Þá
benda lika athuganir fiskifræð-
inga til þess að á miðunum við
Kolbeinsey sá nægjanleg rækja.
Auk þess hafa geysistór hafsvæði
ekki verið könnuð, en á þeim er
mjög liklegt að þar sé rækju að
finna.
Framhald á bls. 15
ERFITT UM HEYSKAP Á VEST-
FJÖRÐUM VEGNA ÓÞURRKA
ASK-Reykjavik. — Þetta
gengur ekki neitt, það eru
stöðugir óþurrkar og má segja
að ekkert sé komið af heyjum,
sagði Ragnar Guðmundsson á
Brjánslæk i Barðarstrandar-
hreppi i viötali við Timann i
gær. — Bændur eru ekki
almennt farnir að setja i vothey,
en votheysverkun er samt sem
áður stöðugt að aukast. Menn
eru mun fljótari með heyskap-
inn á þann hátt.
Ragnar sagði nokkra bændur
hafa náð inn örlitlu magni af
þurrheyi, en það væri ekkert
sem orð væri á gerandi.
Óþurrkurinn byrjaði þegar
sprettan var vel á veg kominn,
og þá kvað Ragnar bændur hafa
byrjað slátt. Þetta gras liggur
nú undir skemmdum, og það
sem óslegið er á góöri leið með
að spretta úr sér, en miklir hitar
hafa verið samfara óþurrkin-
um.
Aðspurður um byggingar-
framkvæmdir sagöi Ragnar að
þær væru mun minni er efni
stæðu til. 1 Barðastrandahreppi
er nú veriö að byggja eina flat-
gryfju, ibúðarhús og mjólkur-
hús. — Það má segja að
grásleppan hafi komið i stað
stofnlánadeildarinnar.
Afraksturinn af henni hefur
gengiö i það að vélvæða búin og
byggja á þeim nauösynleg hús.
Hins vegar orsakar hún það
lika að við byrjum etv. eitthvað
siðar á slætti.
Þá sagði Ragnar að viða væri
nokkúð um kal i túnum. Taldi
hann t.d. um 60% af túnum
sinum vera nær ónýt vegna
kals. Það kæmi þó á móti, að
sprettutið hefði verið með
eindæmum góð.
— Hér hefur verið stöðug væta
i fjóra, fimm daga sagði,
Guömundur Magnússon, bóndi
á Hóli Bolungarvik. — Það
stendur þvi allt fast eins og er.
Menn hafa slegið mikiði vothey,
en hvað varðar heyskap
almennt þá litur þetta ekki svo
illa út. Við erum ekki seinni en
venja er til, hér er byrjað yfir-
leitt siðar en annars staðar á
landinu.
Guðmundur sagðist sjálfur
vera búinn aö hirða um 300
hesta, en það er um helmingur
heildarmagnsins. Hins vegar
sagði hann, að það sem háði
bændum ef til vill mest, væri
vélaleysi. Þau fyrirtæki sem
flyttu inn t.d. snúningsvélar
væru nú fyrst að geta leyst út
pantanir. Þannig sagðist
Guðmundur sjálfur hafa beðið
eftir snúningsvél, um nokkurt
skeið. — Það kemur sér dálitið
illa að fá heyvinnsluvélarnar
þegar langt er liðið á heyskap-
inn, sagði Guðmundur.
Litið sagði Guðmundur vera
um byggingarframkvæmdir. Að
visu hefði einn bóndi byrjað á
hlöðubyggingu en orðið að hætta
við i miðju kafi, vegna þess að
honum var synjað um lán frá
stofnlánadeildinni. Þetta sagði
Guðmundur að kæmi mönnum
nokkuð spánskt fyrir sjónir.
Umræddur bóndi hafði i hyggju
að koma upp kúabúi, en
mjólkurskortur er mikill á
svæðinu. Hins vegar væri synj-
un sem þessi ekkert nýtt fyrir-
bæri. 1 sveitina hefði ekki komið
lán um langa tið.
Þá hafði blaöið samband við
Knút Bjarnason Kirkjubóli i
Þingeyrarhreppi. Hann sagði
að allsstaðar væri byrjað að slá,
en óþurrkar hefðu tafið nokkuð
fyrirmönnum. Hins vegar hefðu
fáeinir bændur komið litlu
magni af heyjum undan i þurrk,
sem gerði s.l. þriðjudag. Það
væru þeir sem hefðu súg-
þurrkun sem gátu náð mestu
inn. En Knútur sagði að þeir
bændur sem væru noröan til viö
fjörðinn væru betur staddir.
— En við erum ýmsu vaiiir
hérna. Siðastliðið ár þá voru
stöðugir óþurrkar til tuttugasta
ágúst og við vonum bara aö
birti, svo hægt sé að hleypa
heyjum áfram.
Að lokum ræddi Timinn við
Engilbert Ingvarsson bónda á
Tyrðilmýri í Snæfjallahreppi.
Raunar var ekki hægt .að segja
að — rætt — væri við hann,
sambandið var svo slæmt að
báðir urðu að kalla og hrópa.
Engilbert sagði að bændur á
sinu svæði væru búnir að slá þó
nokkuð, en litið væri búið að
hirða. Töluvert væri um kal, en
annars væri vel sprottið. Sér-
staklega heföi sprottið vel
undanfarinn hálfan mánuð og
væri innan skamms hætta á að
gras færi að spretta úr sér.
Ekki sagði Engilbert að væri
sérlega almennt að bændur
hirtu mikið i súrhey, raunar
væri allt of litið um það. Hins
vegar væri nú unnið að bygg-
ingu súrheysgryfja á tveim
stöðum, eöa i Hrafnabjörgum
og i Botni. Þá er veriö að reisa
fjárhús i Múla og Birnustöðum.