Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 24. júli 1976. rr í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 25 úti á Kolturvatninu. Aldrei fyrr höfðu svo margir bátar komið inn á vikina í einum f lota. Þarna voru bátar úr öll- um byggðunum í námunda við Kolturvatnið, og meðal aðkomumanna úr grannbyggðunum voru frumbýlingar af bæjum við Angurmannselfina, milli Kolturvatns og Malgómaj. Það var varla til það nýbýli ofan við byggða- takmörkin, að ekki væri einhver þaðan. Venjulega kom allmargt barna með fullorðna fólkinu, en í þetta sinn voru engin börn í bátunum, nema ungbörn sem átti að skíra. Konur voru líka fáar í samanburði við fyrri ár. í bátunum voru einkum f ullf riskir karlmenn. Og það voru ekki friðvænlegir kirkjugestir sem stýrðu þeim að lendingunni við Flattómakk. Harðar siggmiklar hendur krepptust um árahlummana, og undir húfuderunum voru skuggaleg andlit. Sums staðar gægðust ógnandi byssuhlaup upp yfir borðstokkinn. Fremsti báturinn var minni en hinir og klauf vatnið léttilegar. Það var bátur Jónasar. Hann sat sjálf- ur undir árum, og það þurfti enginn að velkjast í vafa um það að þetta var einn hinn mesti dagur í lífi hans. Hans Pétursson hafði hjálpað honum til að bera bátinn yf ir eiðið milli vatnanna. AAarta hafði komið á eftir með árarnar, og Greta bar malpokann. Fjórir gátu verið í bátnum en ekki heldur fleiri, og nú kom hann hér, f remstur í Kolturvatnsf lotanum. Jæja, — f loti — það var bara kannski helzt til iburðarmikið orð um hóp hálf lekra árabáta, sem notaðir voru á vatni i kreppu hárra f jalla, f imm eða sex hundruð metra yf ir sjávarmál. En það dró ekki úr hreykni Jónasar. Þetta var i fyrsta skipti að fólk frá Marzhlið kom á eigin farkosti alla leið til Flattó- makk. Það gat legið milií hluta að Lars, Páll og Sveinn Ölaf ur voru einmitt á þessari stundu á göngu eftir vega- lausum og grýttum hlíðunum meðfram vatninu, án þess að leita á náðir afbæjarfólks. Það kom enginn til þess að taka á móti f rumbýlingun- um — ekki svo mikið sem hundur né forvitið barn i Lappakofa. Lapparnir stóðu í hvirfingum við kofa sína og litu einkennilega hver á annan. Sýslumaðurinn og Lappafógetinn voru líka skrítnir á svipinn, þvi að að- komumenn voru allir vopnaðir byssum og sums staðar sáust löng bjarndýraspjót milli matarskrína og skinn- sekkja. Það hafði aldrei borið við að frumbýlingarnir kæmu vopnaðir til kirkjunnar síðan á allra f yrstu land- námsárunum. — Nú-ú — hvað segir þú svo? Heldurðu, að það sé ráð- legt að egna þessa karla? Rödd sýslumannsins var dimm og fast að þvi ógnandi og augnaráðið, sem hann sendi Lappafógetanum, var svo ótvírætt, að það varð ekki misskilið. Fógetinn yppti öxlum, en augnaráðið hans var hvikult, og honum virtist þungt um andardráttinn. — Nei, karl minn, hélt sýslumaðurinn áfram — í dag má ekki mikið út af bera til þess, að hér gerist atburðir, sem hvorugur okkar hef ir bolmagn til að koma í veg f yr- ir. Og eitt hef i ég sagt, og ég get endurtekið það — verði mér boðið að birta frumbýlingunum konunglega tilskip- un um það, að þeir eigi að hverfa af jörðunum, sem eru ofan við byggðatakmörkin, segi ég af mér sýslumanns- embæftinu. Frumbýlingarnir gengu í einni fylkingu að litlum trjá- lundi við kirkjuna. Það glampaði á nýhvesst spjót í sól- skininu, og það var harla lítill guðræknissvipur á hörku legum andlitum karlmannanna. Þeir töluðu lágt og voru svo niðursokknir í annarlegar hugsanir, að þeim kom ekki til hugar að hjálpa kvenfólkinu að tína saman sprek á eldana, sem þegar var byrjað að kynda undir pottum og pönnum. Jónas var ekki í f lokknum. Hanri beið í bátnum sínum handan víkurinnar — hann átti von á föður sínum og bræðrum. Óþolinmæðin skein út úr honum. Að sitja hér og bíða, þegar svo mikið var í bígerð hinum megin við voginn. Það voru þó kannski fleiri ástæður til þess, að Jónasi leiddist biðin i bátnum sínum. i einum af bát- unum f rá Skriðufelli hafði hann séð þau Eyvind og Ingu, og honum hafði ekki dulizt, hversu kafrjóð vinnustúlkan þeirra var. Jónas beið og lét sér leiðast. En á meðan rambaði Ey- vindur meðal sænskra vina sinna, glansandi af svita og vinsemd, og bauð þeim að koma og kynna sér, að messu- gerð lokinni, hvað kvenfólkið hans átti í skrínum sínum. Engan furðaði á því, að Eyvindur skyldi vera hér. Þetta var ekki í f yrsta skipti, að Norðmaður sást í Flattómakk og í ár var sérstök ástæða fyrir Eyvind að koma. Honum lék hugur á að vita, hvaða stefnu viss málefni tækju. ill |:IH|! I LAUGARDAGUK 24. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hallfreður örn Eiriks- son les þýðingu sina á tékk- neskum ævintýrum (2). óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. • Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Krá ólympiuleikunum i Montreai: Jón Ásgeirsson segir frá. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Út og suður. Asta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um sið- degisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðuríregnir). 17.30 ..Fótgangandi um fjöli og bvggð". Brynja Benediktsdóttir les ferða- þælti eftir Horbjörgu Árna- dóttur. Siðari lestur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fjaörafok. Þáttur i um- sjá Sigrðars B. Haukssonar. 20.00 óperutónlist: Þættir úr „La Boheme” eftir Puccini. Renata Tebaldi, Carlo Bergonzi, Ettoro Batianini, Cesare Siepe og fleiri syngja með kór og hljóm- sveit Tónlistarskólans i Róm, Tullio Serafin stjórn- ar. 20.45 Framhaldsleikritið: „Búmannsraunir” eftir Sig- urð Róbertsson. Fjórði og siðasti þáttur: „Hve gott og fagurt”. Leikstjóri: Klem- enz Jónsson. Persónur og leikendur: Geirmundur, Rúrik Haraldsson. Jósefina, Sigriður Hagalin. Sisi, Sigriður Þorvaldsdóttir. Alli, Bessi Bjarnason. Baddi, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þiðrandi, Árni Tryggvason. Albina, Guðrún Stephensen. Þyrlu- maður, Klemenz Jónsson. 21.40 Nýsjálenzka tríóið „The Sabre”leikur létt lög. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. f* Eigum á lager ÝSU- NET úr girni og hálfgirni 'SEIFURH.F? Tryggvagötu 10 Simar: 21915 & 21286 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.