Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Laugardagur 24. júli 1976.
Ekki öll hlutverk jafn skemmtileg
Heyrnarlaus kynslóð
Margir þeir, sem nú hlusta á
rokktónlist muna, þegar þeir
komast á sjötugsaldurinn, hafa
meiri áhuga á heyrnartækjum
en tónlist. Rokktónlist, sem er
hávaðasamari en 104 decibel
getur orsakað heyrnartap hjá
þeim sem hlusta. Þess vegna
hefur Julius Bloom fram-
kvæmdastjóri Carnegie Hall i
New Yorkborg bannað allt
rokk-hljómleikahald með
hávaða sem fer fram úr þeim
mörkum. Undir þetta bann
koma hljómsveitir svo sem Led
Zeppelin, Slade, Grand Funk
Railroad, Rolling Stones og
Black Sabbath. Hávaðinn á
diskótekum er álfka og þrumu-
veður, en hávaðinn framleiddur
af hljómsveitum er helmingi
meiri. Samkvæmt rannsóknum.
Félags þýzkra verkfræðinga,
getur slik hljómlist orsakað
varanlega skemmd á heyrn eða
jafnvel heyrnarleysi. Hávaðinn
er mældur i decibölum og ef
hann fer yfir 90 decibel er hann
skaðlegur heilsu manna. Led
Zeppelin hljómsveitin fram-
leiðir venjulega 123 decibel
hávaða og Slade rokkhljóm-
sveitin 127 decibel.
gébé Rvik — Ferðaleikhúsiö
Light Nights er um þessar
mundir að hefja sumarstarfsemi
sína sjöunda sumarið i röð að
Hótel Loftleiðum, ráðstefnusal.
Stjórnendur leikhússins frá upp-
hafi eru þau hjónin Kristin
Magnús Guðbjartsdóttir og
Halldór Snorrason, en auk þeirra
taka fjórir aðrir þátt I sýningum,
sem verða, til að byrja með,
klukkan 21 fjögur fyrstu kvöld
vikunnar. — Fyrsta sýningin var
reyndar á miðvikudaginn, en við
áætlum að hafa þá siöustu 2.
september, sagði Kristin
Magnús.
Sýningar þessar eru einkum
ætlaðar enskumælandi ferða-
mönnum, og er allt talað mál flutt
á ensku, en islenzk þjóðlög eru
fluttá islenzku. Sýningarnar eru i
formi kvöldvöku eins og þær
gerðust i islenzkum baðstofum.
Lesnar eru þjóðsögur, þar á
meðal draugasagan vinsæla um
Djákninn á Myrká, einnig verða
ýmsar álfa- og tröllasögur
sagðar. Islenzka langspilið
verður kynnt og lesið upp úr
Egils- og Njálssögu.
Undanfarin sumur hafa sýning-
ar þessar notið mikilla vinsælda
og aðsókn alltaf verið mikil. Hafa
erlendir ferðamenn vel kunnað að
meta þetta framtak, en þeir eru
ekki aðeins Bretar eða Banda-
rikjamenn, heldur einnig Þjóð-
verjar, norðurlandabúar og fleiri.
Fjórir af þátttakendum Ferðaleikhússins: Talið frá vinstri: Sverrir Guöjónsson, Kristinn Ág. Frið-
finnsson, Matthildur Matthiasdóttir og Kristin Magnús Guðbjartsdóttir. Auk þeirra taka einnig þátt i
sýningunni, Halldór Snorrason, og kvæðamaðurinn Ingþór Sigurbjörnsson.
Fjórar sýningar í viku — fyrir enskumælandi
ferðamenn
Sennilega muna sumir eftir Lee
Meredith, sem lék i kvikmynd-
inni „Framleiðendurnir” og
sýnd var hér fyrir nokkrum
árum. Sú mynd þótti frekar
óraunhæf. Þar lék hún einka-
ritara, sem Zaro Mostel réði til
sin, ekki vegna dugnaðar i hrað-
ritun — það er áreiðanlegt —
heldur vegna hennar góða úlits
og kyntöfra. (Annað eins
þekkist einnig nú á dögum!) Nú
leikur Lee i annarri skemmti-
kvikmynd, „Sólskins-
drengirnir”. Þar leikur hún
ljóshærða fegurðardis, og á hún
að vera frekar heimsk. Þegar
rætt er við Lee Meredith gerir
maður sér fyrst ljóst, hversu
góð leikkona hún er. Hún getur
leikið i heimskulegum hlut-
verkum, en i rauninni er hún
mjög vel gefin og elskuleg. Hún
býr i New Jersey með eigin-
manni sinum og dóttur, en
skreppur svo til Hollywood til að
leika i kvikmyndum, eða hún fer
til New York til að leika á sviði á
Broadway. Þegar Lee er spurð
að þvi, hvernig á þvi standi að
hún skuli halda áfram að leika
leiðinleg hlutverk, svarar hún
þvi: — Það er vegna útlitsins.
En ég vil heldur halda áfram að
leika i þess konar hlutverkum
en leika alls ekki. — Enhvern
daginn lagast þetta ef til vill.
— Nú skil ég hvers vegna hann — Allur þessi áburður hefur fariö
vildi hafa okkur með. til einskis.
DENNI
DÆMALAUSI
„Ertu enn að hugsa um hver ætti
að éta allar þessar bráuð-
sneiðar.”