Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.07.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 24. júli 1976. RITSAFN GUNNARS GUNNARSSONAR Nýlega eru komin út hjá Al- menna bókafélaginu sjö ný bindi i ritsafni Gunnars Gunnarssonar. Aður voru komin út i ritsafninu sjö bindi, svo að safnið er alls orð- ið 14 bindi. Þær bækur, sem áður voru komnar út i ritsafninu eru þessar: Saga Borgarættarinnar, Svartfugl, Fjallkirkjan (3 bindi) Vikivaki, Heiöaharmur. Nú bætast viö þessar bækur: Vargur i véum, Sælir eru einfaldir, Jón Arason, Sálumessa, Fimm fræknisögur, Dimmufjöll, Fjandvinir. Vargur i véum (1916) og Sæiir eru cinfaldir (1920) tilheyra báð- ar æskuskeiðinu i ritferli Gunnars Gunnarssonar. Þær eru báðar Reykjavikursögur, sú fyrri baráttusaga Úlfs Ljótssonar bæöi við sjálfan sig og stjórnmála- spillinguna i kringum hann. Sið- ari sagan er um lækninn Grim Elliðagrim hvernig lifsgrundvöll- ur hans brestur, þegar mjög reynir á, þótt hann virtist á yfir- Ný oddviti í Vatnsdal Mó Sveinstöðum — Hreppsnefnd Ashrepps kaus sér nýjan oddvita á fundi nýlega og varö Jón B. Bjarnason Asi, fyrir valinu. Gisli Pálsson, bóndi á Hofi var oddviti Asahrepps síðastliöið kjörtimabil Qg aö loknum. siðustu sveitar- stjórakosningum, var hann endurkjörinn oddviti til tveggja ára. Siðan eins og áöur segir, fór fram kjör oddvita i hreppsnefnd Ashrepps s.l. miövikudag, og var Jón Bjarnason kjörinn. borðinu óvenjulega traustur. Sæl- ir eru einfaldir er hátindurinn I æskuskáldskap Gunnars Gunn- arssonar. Jón Arason (1930) fjallar um það, hvernig islenzkt réttarriki og þjóðfrelsi glatast. Biskupinn á Hólum er leíddur af sjálfsöryggi og snilldargáfum og vinnur mikia sigra, en eigi að siður endar hann sigurbraut sina á höggstokknúm. Sálumcssa (1952) er framhald Heiðahanms — um fólkið i heiöar- byggðinni, sem er að falla i auðn smátt og smátt. Sálumessa er seiðmögnuð saga um samskipti og baráttu þessa fólks. Fimm fræknisögur hafa allar nema ein birzt áður i sérstökum bókum og farið þannig viða um lönd, sérstaklega Aðventa (1937),_ sem virðist hafa dreifzt viðar en nokkur önnur islenzk bók." Hinar fræknisögurnar eru Brimhenda (1955) Blindhús (1933), A botni breðans (um 1918) og Drengurinn (1917). Eru þetta allt hetjusögur, þó að ekki byggi aðalpersónurnar neina hefðar- tinda i augum heimsins. Dimmufjöll og Fjandvinir eru smásagnasöfn rituð trá 1906-1918, og er þar margt kunnra smá- sagna að finna, svo sem Feðgana, Hjálmar flæking, Kirkja fyrir finnst engin, Fjandvini o.s.frv. Allar þær 14 bækur sem nú eru komnar út i ritsafninu eru fullfrá- gengnar af höfundi sjálfum á is- lenzku. Flestar þeirra, svo sem allar skáldsögurnar, voru frum- ritaðar á dönsku en höfðu verið islenzkaðar af ýmsum. Eru margar þeirra þýðinga ágætar, en Gunnar Gunnarsson talaði um, að hann kannaðist aldrei ál- mennilega við þær sem sin eigin verk — hann vildi skila þeim á móðurmálinu með sinu eigin tungutaki. Það tókst honum að þvi er snerti allar þær sögur sem nú eru komnar út, og er óhætt að fullyrða, að það þýðinga- og endursagnastarf, sem hann innti af hendi siðustu 10 árin sem hann lifði, hefur tekizt frábærlega vel. Kristinn Snæland, Flateyri: Byggingaframkvæmdir á Flateyri urðu fyrir töfum vegna deilu bæjar- ráðs ísafjarðar og Steypustöðvarinnar BÆJARRITARINN á ísafirði birtir iTimanum tuttugasta júni s.l. athugasemd vegna fréttar um stöðvun Steypustöðvarinnar á tsafirði. Vegna þess að fram kemur hjá bæjarritaranum mikil tortryggni um hvernig frétt þessi er til oröin skal eftir- farandi upplýst: Flateyringar treysta nú eingöngu á þjónustu steypustöðvarinnar á ísafirði, með alla steypu. A Flateyri er nú verið að steypa sex einbýlis- hús, götur og gangstéttar auk annars. Fyrir nokkru var upplýst af hálfu Steypustöðvarinnar, að starfsemin myndi stöðvast vegna deilu um efnistöku. Með þessu hafa byggingarfram- kvæmdir á Flateyri orðið fyrir töfum. Deilur um smáatriði, sem þó valda stöðvun bygg- ingarframkvæmda i mörgum byggðarlögum, hljóta að vera fréttaefni, og er raunar furðu- legt, að fréttaritari Timans á Flateyri yrði til þess að koma þessari frétt af stað, en ekki fréttaritari blaðsins á ísafirði. Vera kann, að stöðvun þessi hafi ekki komið sér illa á Isaf., en á Flateyri stöðvaðist verk, og þvi hafði fréttaritarinn þar sam- band við Timann, og óskáði þess að máliðyrði kannað hjá báðum aðilum, þ.e. hjá Steypustöðinni og bæjaryfirvöldum. Ofan- greindar upplýsingar gaf reyndar undirritaður Magnúsi Reyni Guðmundssyni i sima áður en hann ritar athugasemd sina, og er þvi erfitt að skilja, hvi hann er svo íorvitinn um uppruna fréttarinnar. Auk þess leyfir bæjarritarinn sér að stimpla fréttir þessar sem óhróðursgreinar, án þess að renna nokkrum stoðum undir þá fullyrðingu sina. Trúlegt þykir mér, að eina ástæðan fyrir þvi sé sú, að bæjarritarinn telur mig i öðrum stjórnmálaflolcki en hann er sjálfur. Kristinn Snæland, fréttaritari Timans á Flateyri. Stofnendur Viking Travel Ltd., talið frá vinstri: Stefán J. Stefánsson, Oila Stefánsson, Marjorie Arna- son og Ted K. Árnason. Timamynd: G.E. íslandsferðir eru aðal- markmið nýstofnaðar ferðaskrifstofu í Kanada gébé Rvik — Vestur-íslending- arnir, Oiia og Stefán J. Stefáns- son, Marjoric og Ted K. Árnason, stofnuðu nýlega ferðaskrifstofu i Winnipeg, Kanada, og eins og kunnugt er af fréttum I Timanum, MÓL-Reykjavik. Þrir islenzkir listamenn standa að sumarsýningu Norræna hússins, Listamennirnir eru Hjörleifur Sigurðsson, formaður Islcnzkra myndlistamanna og forstöðumaður Listasafns ASt, en hann á 19 verk á sýningunni, sem öll eru máluð á árunum 1971-76. Ragnheiður Jóns- dóttir Ream, sem búsett er I Bandarikjunum, en hún á 40 verk, sem máluð eru á árunum 1970-76. Snorri Sveinn Friðriksson, sem er leikmyndateiknari við Sjónvarpið, og á hann 14 verk á sýningunni. Sýningin verður opin til 15 ágúst milli kl. 14-22. var fyrsta ferðin á vegum ferða- skrifstofunnar Viking Travel Ltd., farin nýlega til tslands, er 227 vestur-tslendingar komu hingað f heimsókn. — Þetta fyrir- tæki er komið vel á fót, og við vonumst til að áhugi fólks verði mikill fyrir þessu, þannig að það geti bæði ferðast héðan og frá Kanada á fljótlegan og þægilegan hátt, sögðu stofnendur ferðaskrif- stofunnar nýlega I viðtali við Timann. — Það var árið 1974, þjóðhátiðarárið, sem kveikti mik- inn áhuga hjá vestur-tslendingum fyrir ferðum til tslands, sagði Stefán, en þá voru farnar tvær beinar ferðir frá Winnipeg með mörg hundruð vestur-lslendinga, Áhuginn fór einnig vaxandi hér heima, þegar um 1400 Islendingar sóttu heim tslendingabyggðir i Kanada, en þá voru mikil hátiðarhöld i sambandi viö 100 ára afmæli Islenzkra landnema I Vesturheimi. Bæði sköpuðust ný tengsl milli tslendinga beggja vegna hafsins i þessum ferðum, og svo hittust ættingjar og vinir. — Samningaviðræður standa nú yfir i sambandi við ferðirnar næsta sumar, en þær gætu orðið tvær, sagði Ted K. Árnason, það fer eftir þvi hve áhuginn verður mikill. Ef tekið er tillit til þess, að mun færri komust i siðustu ferð- ina en vildu, mun áhugann áreiðanlega ekki skorta. Það er i bígerð, að koma upp föstum ferð- um milli Kanada og tslands, en allt er þó óákveðið i þvi sam- bandi. Eins sögðu þeir Ted og Stefán aðekki væri ómögulegt, að þegar frá liði, myndi ferðaskrif- stofan taka upp fleíri ferðir til annarra staöa, en aðalmarkmiðið væri þó íslandsferðirnar. Flugferðin tekur aðeins 5 klst, og 20 min., en tók mun lengri tima, svo ekki sé talað um óþæg- indin, þegar nauðsynlegt var að ferðast um t.d. New York. — Sér- staklega er það eldra fólkið, sem þarna fær tækifæri til að heimsækja gamla landið, þvi svona stutta ferð þolir það vel, sögðu stofnendur Viking Travel. Það er mikið starf sem liggur i skipulagningu stórra ferðahópa sem þessara, og sögðu þeir Ted og Stefán, að konur þeirra, Marjorie og Olla, hefðu starfað mjög mikið að undirbúningi ferð- anna, þar sem þeir væru báðir I föstum embættum og þvi mikið uppteknir. I ferðinni sem i voru 227 vestur- íslendingar, voru ekki allir aðeins frá Kanada, heldur langt að komnir t.d. kona sem kom aíla leið frá Texas til Winnipeg. Eins voru ferðalangarnir á öllum aldri, sá yngsti hélt hátiðlegan fyrsta afmælisdaginn hér en sá elzti var 87 ára. Aðeins einn ferðamaður úr þessum stóra hóp var ekki af islenzkum ættum. Hópurinn heldur heimleiðis n.k. mánudag, en fólkið hefur ferðazt um allt land. Olla, Marjorie, Stefán og Ted fóru t.d. hringveg- inn, sem þau sögðu að hefði verið mjög skemmtilegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.