Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 30. júli 1976. *’F *:‘F Sótt um rekstur veitingahúss að Tryggvagötu 5 MÓL—Reykjavik: — A fundi á, að fá leyfi til að reka 1. flokks borgarráös s.l. þriðjudag var veitingahús og er þá sennilega lagt fram bréf frá Svavari átt við vinveitingahús. Til að fá Kristjánssyni veitingamanni, slikt leyfi, þarf Svavar að fá þess efnis að hann fái leyfi til að samþykki hjá húseigendum, reka veitingahús að Tryggva- heilbrigðisyfirvöldum og dóms- götu 5, I Reykjavik. Borgarráð málaráðuneytinu, ef vln- fyrir sitt leyti taldi unnt að fall- veitingaleyfi á að fást. ast á umsóknina, enda lágu fyrir samþykktir tilskilinna aö- Svavar Kristjánsson rak ila. veitingahúsið Hábæ við Skóla- 1 umsókninni fer Svavar fram vörðustig. Miklabraut Háaleitisbraut A þessum gatnamótum eru umferðarljós. Á árinu 1975 urðu þarna 37 umferðaróhöpp, þar af 2 slys, og voru þetta þriðju hættulegustu gatnamótin I höfuðborginni. Þarna er mikil umferð af Háaleitisbraut úr báðum áttum og til vinstri inn á Miklubraut. Bilstjórar, sem ætla þá leiö þurfa oft að biða smástund. Suma brestur þolinmæði til þess að tefla á tæpasta vað. Þó gult 1 jós á eftir grænu á götuvita sé til að tæma gatnamótin, má það ekki gleymast að bilstjóri, sem ekki er kominn yfir stöðvunar- linu áður en gula ljósið kviknar, á skillyrðislaust að nema stað- ar. Til 15. júni s.l. höfðu á þessu ári orðið niu umferðaróhöpp á þessum gatnamótum, þar af eitt slys. Tónlistin í Austurstræti: STARFSFÓLK ÚTVEGSBANKANS KVARTAR EN FORRÁÐAMENN KARNABÆJAR SEGJA AÐ ÞAÐ HAFi BARA EKKI SMEKKINN MÓL-Reykjavik. Eins og kunnugt er, þá hafa átt sér stað nokkrar erjur milli starfsfólks Ótvegs- ENGIN LOÐNUVEIÐI gébé Revik — Ekkert skip til- kynnti Loðnunefnd um afla i gær- dag. Veður var slæmt á loðnu- miðunum i gærdag en fór batnandi þegar liöa tók á daginn og þegar i gærmorgun voru 4-5 skip komin á miðin og fór þeim fjölgandi I gærdag. Hins vegar gekk illa að ná loðnunni, þar sem hún lá mjög djúpt. Aætlað er að loðnumóttaka hefjist á Raufarhöfn næstkom- indi laugardag, og er undirbún- ngur þar nú I fullum gangi. Það, ;em hefur valdið þvi að ekki hefur I rerið unnt að taka á móti loðnu J )ar til nú, er að vatnsskortur hef- ír verið i Sildarverksmiðjum rik- sins, vegna þess að verið var að eggja nýja vatnsveitu i þorpið. Vonandi veröur þetta til þess, að oðnuskipin þurfi ekki að sigla 1 ;ins langt með afla sinn og þau ' hafa þurft að undanförnu. Schútz kominn til landsins -hs-Rvik. Vestur-þý zki rannsóknarlögreglumaður- inn, Karl Schiitz, kom til landsins i fyrrakvöld og mun fljótlega hefja störf hjá Sakadómi Reykjavikur. Óvist er hversu lengi þessi glæpamálasérfræðingur mun starfa hér á landi, en hingað kom hann fyrir til- stilli dómsmálaráöuneytis- ins. Er ætlunin að hann að- stoöi rannsóknarlögregluna viö rannsókn viðameiri af- brotamála, sem enn hefur ekki takizt að upplýsa, en auk þess mun hann kynna fyrir islenzku rannsóknar- lögreglunni nýja tækni og rannsóknarhætti. bankans við Austurstræti annars vegar og Karnabæjar viö sömu götu hins vegar vegna tónlistar- flutnings tizkuverzlunarinnar. Starfsfólk (Jtvegsbankans hefur kvartað undan ónæði áf tónlistar- flutningnum, þegar það hefur opna glugga, en tónlistin er ætluð áheyrendum, sem eru úti á götu Á borgarráösfundi siöastliöinn þriðjudag var lagt fram bréf frá lögreglustjóra, ásamt skýrslu vegna kvörtunar um ónæði af þessum tóniistarflutningi. Þessi tónlist getur verið mjög bagaleg fyrir okkur, sagði Eyjólfur Halldórsson formaður starfsmannafélgas Útvegs- bankans, er Timinn spurði hann um málið frá þeirra sjónarhorni. Ef við viljum opna glugga til að fá friskt loft, þá glymur við þessi tónlist, sem truflar starfsfrið okkar. Mér finnst persónulega þessi hávaði vera mun meiri en hávað- inn af umferðinni hér áður fyrr. Engar mælingar hafa þó verið gerðar, en mérsegirhugur um, aö tónlistin geti verið túlkuð sem mengunarvaldur. Lögreglan hefur verið hér til að taka skýrslu og sennilega hefur hún einnig verið yfir i Karnabæ. Ég vil þó taka fram, að starfs- mannafélagið sjálft hefur ekki kvartað, heldur það fólk, sem starfar Austurstrætismegin i bankanum, sagði Eyjólfur að lokum. Þaim einfaldlega likar ekki músikin, sagði Geir Þórðarson verzlunarstjóri Karnabæjar i Austurstræti. Þessi tónlist er ein af þeim hugmyndum, sem áttu að gera Austurstræti að liflegri götu. Þegar eitthvað sérstakt hefur veriö á seyöi hjá þeim, þá höfum við lækkað tónlistina, enda ekkert sjálfsagðara. Og hér áður fyrr, þá hringdu þeir meira að segja yfir til að panta lög, sagði Geir. Nýlega var afhentur aöalvinningurinn I Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar, sem dregið var I 12. júli sl. Vinninginn, sem var bifreið af gerðinni Ford Granada, hlaut Haligrimur Vigfússon, Borgarfirði, eystri, en þar var miöinn seldur. Myndin sem hér fylgir með, var tekin þegar formaður og framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssam- bands fatlaðra afhenti Hallgrimi vinninginn. BilAIAlAn Ikeifunni 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.