Tíminn - 30.07.1976, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 30. júli 1976.
Páll Þorsteinsson:
Landgræðsluáætlunin
A þingfundi á Lögbergi viö
öxará, þegar haldið var hátiö-
legt ellefu aldar afmæli lands-
byggöar, var samþykkt ein-
róma, að variö sjculi 1000
milljónum króna, til land-
græöslu á fimm ára timabili.
Þetta fé á að leggja fram til viö-
bótar öörum fjárveitingum i
fjárlögum til landgræöslu og
ræktunar, enda verði ekki
dregið úr þeim framlögum á
þessu timabili. Fjárframlög
samkvæmt landgræðsluáætlun-
inni á aö hækka i hlutfalli viö
aukinn kostnað við fram-
kvæmdir, þannig að þau haldi
verögildi sinu. A árinu 1971 var
hafinn undirbúningur að þessu.
1 stefnuyfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar, sem Ólafur Jó-
hannesson myndaði 1971 var
tekiö fram, aö gerð skuli
heildaráætlun um alhliða land-
græðslu og skipuleggja nýtingu
landsgæða. Haustið 1971 skipaði
landbúnaðarráðherra sjö
manna nefnd til að vinna að
þessu verkefni. Samkvæmt
fyrirmælum ráðherra skyldi
nefndin gera tillögur um, á
hvern hátt heppilegast væri að
vinna að gerð landgræðslu-
áætlunar. í þvi efni skyldi miða
við aö hægt væri að minnast
ellefu alda byggðar landsins
með heildarátaki um land-
græðslu og gróðurvernd, svo og
alhliða skipulagningu á hagnýt-
ingu landsnytja.
II.
Víðkunn eru orð Ara fróða um
gróðurfarið á landnámsöld: ,,1
þann tið var tsland viði vaxið
milli fjalls og fjöru.” Rann-
sóknir m.a. með frjógreiningu
gefa til kynna,að ekkier ástæða
til að véfengja þessi ummæli
Ara fróða. 1 samræmi við rann-
sóknir á þessu sviði hefur verið
áætlað aö viðátta skógogkjarr-
lendis á þeim tima hafi verið
1/5—2/5 hlutar af landinu öllu
eða 20—30 þúsund ferkm. Skóg-
urinn hefur verið rikjandi á J
þurrlendisjarðvegi og þurrasta
mýrlendi á láglendinu. Skógur-
inn hefur veitt öörum gróöri
skjól, hindraö uppblástur og
aukið frjósemi jarðvegarins
fyrir grasvöxt, svo að ætla má,
að landiö hafi þá verið þakiö
nokkuð samfelldum gróöri upp i
500—600 m hæð, þannig að
helmingurtiltveir þriðju hlutar
landsins hafi verið grónir eöa
um 50—60 þúsund ferkm. Viö
eyðingu skóganna hefur gróður-
fari yfirleitt hnignað, og upp-
blástur stórlega aukizt. Áætlað
er, að nú sé einn fimmti til einn
fjórði hluti landsins, gróinn, eöa
20—25 þúsundferkm. Én skógar
og kjarr þekja nú aðeins um eitt
þúsund fermk. þ.e. um 1/100
hluta landsins. Eftir þessum
áætlunum að dæma hefur tapazt
rúmlega helmingur gróður-
lendisins á þeim ellefu öldum,
sem islenzka þjóðin hefur búið i
landi sinu. Náttúruhamfarir og
ofnýting landsgæða á ýmsum
timurti hefur lagzt á eitt til að
rýra gróðurfar landsins. Eld-
gos, ösku- og vikuríall, hraun
skriðjöklar, skriðuföll, hlaup i
ám og breytilegt rennsli
jökuláa hefur átt rikan þátt i
eyðingu gróðurlendis. Kólnandi
.loftslag eins og raun var á svo
Páll Þorsteinsson.
aö öldum skipti hefur dregiö ur
þrótti plantnanna, og lagzt á
sveif með eyðingaröflunum. Of
mikið skógarhögg og ofbeit
a.m.k. sums staðar á landinu
hefúr einnig vafalaust spillt
gróðurfari landsins.
III.
Með landgræðsluáætluninni á
takmarkið að vera að stöðva
uppblástur, sandfok og aðra
jarðvegseyðingu, koma i veg
fyrir hvers konar gróöur-
skemmdir og gróðurrýrnun og
koma gróðurnýtingu og beit i
það horf að gróðri fari fram. Að
friða þau skóglendi, sem þess
eru verð, og tryggja að þau
landbúnaðarmál
gangi hvergi úr sér. Að leggja
grundvöll að nýjum skógum til
fegrunar, nytja, skjóls og úti-
vistar þar sem það hentar. Að
stuðla að endurgræðslu örfoka
og ógróinna landa, þar sem skil-
yrði eru til þess, að breyta þeim
i gróðurlendi. Að efla rannsókn-
ir á þessum sviðum, þannig að
sem traustastur grundvöllur sé
undir öllu, sem gert er til aö ná
þessum markmiðum. Höfuö-
áherzlu ber að leggja á að
stöðva gróður- og jarðvegs-
eyðingu í byggð og yfirleitt á þvi
landi, sem er neðan við 400 m
hæð yfir sjávarmál. Neðan
þeirra hæðarmarka er mest af
þvi landi, sem þegar er ræktað
og bezt er fallið til ræktunar.
Hefting sandfoks er og eitt aðal-
viðfangsefnið. Þá þarf helzt að
komast fyrir upptök foksins,
hvort sem þau eru á sjávar-
strönd eða á hálendi landsins.
Landgræðsla rikisins á að
annast framkvæmdir sam-
kvæmt landgræðsluáætluninni.
Landgræðslustjóri veröur að
semja við landeigendur um full-
kominn umráðarétt yfir þvi
landi, sem tekið er til græðslu,
en landeigendur skulu hafa for-
gangsrétt að landsnytjum gegn
hæfilegu gjaldi, þegar upp-
græðsla er svo vel á veg komin
að nytja megi landið.
Einnig er heimilt, að sveitar-
félög, upprekstrarfélög eða ein-
staklingar komiupp girðingum i
kringum uppblásturssvæði eða
vangróið land, haldi við girðing-
um og græði landið með eftirliti
og umsjá landgræðslustjóra.
Rikisframlög mega nema allt
að tveimur þriðju hlutum
kostnaðar við þessar fram-
kvæmdir að meðtöldum þeim
framlögum sem kunna að vera
greidd samkvæmt jarðræktar-
lögum.
IV
A liðnum öldum var lifsbar-
átta islenzku þjóöarinnar afar
hörð, svo að ekki varö hjá þvi
komizt að ganga nærri land-
kostum. 1 þessu efni sem mörg-
um öörum er orðin gagnger
breyting. Sú kynslóð, sem nú
yrkir landið, hefur þekkingu á
viðfangsefninu, mikla tækni við
fjármagn til ráðstöfunar en auð-
ið var aö fá á liðnum öldum.
var að fá á liðnum öldum.
Stjórnmálamennirnir hafa
visað veginn með landgræðslu-
áætluninniogum þetta málá öll
þjóöin að vera einhuga. öllum
íslendingum ber aö sýna áhuga
á landgræðslu og gróðurvernd
hliðstætt þvi sem þeir gera
greinilega i landhelgismálinu.
Mönnum á aö vera hugleikið aö
bæta landið, prýöa umhverfiö
og að nota aðst. og tækifæri,
sem nú eru fyrir hendi, til að
bæta að miklu leyti fyrir það,
sem forfeðurnir höfðu meö
búskaparháttum misgert við
landið i afar harðri lifsbaráttu.
Þetta mál snertir samt
bændastéttina umfram aðra
landsmenn. Landeigendur
verða meö.samvinnu við Land-
græðslu rikisins aðláta af hendi
um sinn umráÓ yfir landi, sem
tekið er til uppgræðslu. Vilji
þeir annast verkið sjálfir að
mestu leyti, ber þeim að hafa
frumkvæði að samningnum.
Landgræðslugirðingar eru ekki
settar upp með það fyrir augum
að landbúnaðurinn biöi tjón af
fremur en sjávarútvegurinn
skaðast á þvi að tiltekin
friðunarsvæði eru ákveðin á
fiskimiðum. Markmiðið er:
aukin gróðurefling land-
búnaðar.
Hestamannamót Skagfirðinga:
80 fljótustu hross
landsins keppa
gébé Rvik — Nk. laugardag og
sunnudag verður Hestamanna-
mót Skagfirðinga haldið á Vind-
heimamelum og hefst mótið
klukkan fjögur, laugardaginn 1.
ágúst, með góðhestakeppni og
undanrásum kappreiða. Um átta-
tiu hross eru skráð til leiks og eru
þar á meðal allra fljótustu hross
landsins, og má þar nefna nokkur
þekkt hross: Fannar, Vaði, Hof-
staðajarpur, og Ljúfur, sem eru
allir frá Reykjavik og keppa i
skeiði.
1800 m keppa Geisir og Rosti frá
Reykjavik, auk fleiri og i 250 m
keppa Sleipnir og Hroði frá
Reykjavik og Fengur frá Keldu-
landi. 1 350 m keppa m.a. Nös frá
Urriöavatni, Loka frá Reykjavik
og Fluga frá Keldudal.
Ekki er að efa að marga fýsir
að sjá þessa garpa reyna sig á
Vindheimamelum um helgina
Amnesty International:
Herferð gegn
pyndingum
pólitískra fanga
gébé Rvik — Samkvxmt upp-
lýsingum fra samtökunum
Amnesty International þann
29. þ.m., eru andstæðingar
stjórnvalda f Paraguay iðu-
lega handteknir fyrir litlar eða
engar sakir og hnepptir i fang-
elsi oft I langan tima án þess
að vera leiddir fyrir rétt. S*ta
fangar þessir hinni verstu
meðferð og eru oftsinnis pynd-
aðir. AI telur að fangarnir séu
frá 200 til 1000 talsins.
Al-samtökin birtu þann 29.
þ.m. sextán slðna skýrslu,
»em er hin fjóröa i röðinni,
sem samtökin hafa birt nú
með stuttu millibili. 1 skýrsl-
um þessum er greint frá aug-
ljósum brotum á mannrétt-
indayfirlýsingu S.Þ. i eftirfar-
andi löndum: Singapore,
Rhódesiu, Zimbabwe, Yemen
og nú slðast Paraguay. Þetta
er liður I mikilli herferð sam-
takanna gegn pyndingum póli-
tiskra fanga viös vegar um
heim.
AÐALFUNDUR SAMBANDS
NORÐLENZKRA KVENNA
Aðalfundur Sambands norð-
lenzkra kvenna var haldinn á
Þórshöfn dagana 28. og 29. júni
1976, i boði Sambands Norð-
ur-þingeyskra kvenna. Fundinn
sátu fulltrúar frá öllum sjö
kvenfélagasamböndunum frá
N.-Þing. til A>Hún.
1 fréttatilkynningu um fund-
inn segir, að mörg málefni hafi
verið til umræöu á fundinum, og
voru ýmsar ályktanir sam-
þykktar. Meöal þeirra voru
tvær ályktanir varöandi tóbaks-
auglýsingar og tóbaksreyking-
ar. Sú fyrrier I formi áskorunar
á Samgönguráðuneytið og
hljóðar þannig:
„Aöalfundur Sambands norð-
lenzkra kvenna skorar á sam-
gönguráöuneytiö að banna al-
gjörlega reykingar i sérleyfis-
bifreiöum og flugvélum á innan-
landsleiðum. Fundurinn bendir
á, að ekki er nægilegt að setja
upp spjöld meö banni við reyk-
ingum, heldur þarf starfsfólk
þessara farartækja að sjá til
þess, að banninu veröi fram-
fyigt”
Hin ályktunin hefur verið
send Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, og er hún
svohljóbandi:
„Aðalfundur Sambands norö-
lenzkra kvenna telur að reynsl-
an sýni að núgildandi lagaá-
kvæði um bann við tóbaksaug-
lýsingum séu hvergi nærri full-
nægjandi, og skorar þvi á Heil-
brigbis- og tryggingamálaráð-
herra að hlutast til um að lög-
fest veröi fortakslaust bann við
hvers konar tóbaksauglýsing-
um, beinum og óbeinum. Bendir
fundurinn á tóbakslöggjöf Norð-
manna og Finna, sem fyrir-
mynd i þessu efni. — Jafnframt
telur fundurinn nauösynlegt og
sjálfsagt að lögfesta skyldu til
að merkja tóbaksvörur með
greinilegum upplýsingum um
skaðleg efni I tóbaki og tóbaks-
reyk og aðvörun um heUsutjón,
sem af neyzlu þess geti hlotizt.”
Þá samþykkti fundurinn m.a.
eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Sambands norð-
lenzkra kvenna skorar á konur I
Norölendingafjórðungi aðláta
ekki undir höfuð leggjast ab
fara á tveggja ára fresti i
krabbameinsskoöun. Einnig
bendir fundurinn konunum á að
notfæra sér til myndatöku á
brjóstum röntgentækiö I Fjórb-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri,
en þetta tæki er hið eina sinnar
tegundar á Noröurlandi.”
A vegum sambandsins hafa
húsmæbur undanfariö átt kost á
orlofsdvöl á Laugalandi I Eyja-
firöi. Siðastliðiðsumar dvöldust
þar rúmlega 100 konur á þriggja
vikna timabili, þannig aborlofs-
dvöl hverrar konu stóð I sjö
daga.
Sambandið gekkst fyrir þátt-
töku norðienzkra kvenna I garð-
yrkjunámskeibi I Hverageröi og
styrkti alis 14 konur tU farar
þangað.
Þá gekkst sambandlö fyrir
fjársöfnun á sambandssvæöinu
til styrktar Sólborgarhæunu a
Akureyri. Alls söfnuðust kr.
1.234.500.-, sem hefur veriö af-
hent stofnuninni. Auk þessa
gáfu ýmis einstök kvenfélög og
margar konur fatnaö og fjár-
upphæöir til hælisins. Akveðið
var að halda þessari söfnun á-
fram næsta ár.
Fengin höföu verið aö láni frá
Gefjun og Alafossi sýnishorn af
heimaunnum ullarvörum til að
sýna á aðalfundinum. Voru
þetta vörur, sem þessi fyrirtrici
hafa til sölu i verzlunum slnum,
og þótti konunum forvitnilegtað
skoða þær. 1 sambandi við fund-
inn var einnig efnt til heimilis-
iönaðarsýningar, og mátti þar
sjá margt fagurra muna, sem
Norður-Þingeyingar höfðu unn-
ið.
Fundarkonur nutu hinnar
beztu gestrisni hjá heimakon-
um, og I lok fyrri fundardags
var haldin kvöldvaka, þar sem
margt var til skemmtunar. Að
henni lokinni óku fundarkonur
út á Heiöarfjall, og var útsýni
þaðan vitt og fagurt.
Emma Hansen, sem verib
hefur formaöur sambandsins
um skeið, er nú flutt af sam-
bandssvæðinu og lét þvl af for-
mennsku. Voru henni þökkuð á-
gæt störf. Stjórn Sambands
norðlenzkra kvenna er nú þann-
igskipuð: EUn Aradóttir, Brún i
Reykjadal, fermaður, Guðbjörg
Bjarnadóttir, Akureyri, gjald-
keri, Sigrlður Hafstaö, Tjörn 1
Svarfaöardal, ritari.
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM